Vikan


Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 6, 1952 ingrid Bergman PÓSTURINN Svar til Ljótunnar: Ingrid Bergman er fædd í Stokk- hólmi 29. ágúst árið 1915. Hún stundaði nám í leiklistarskóla þar og kom fram á leiksviði í mis- munandi hlutverk- um áður en hún lék í kvikmynd í fyrsta skipti, en það var árið 1934. Hún fór ffá Svi- þjóð árið 1938 og dvaldist um eins árs skeið í Þýzka- landi, þaðan fór hún til Bandaríkj- anna og varð brátt fremst allra kvikmyndaleikara þar á hennar aldri. Árið 1948 fór hún til Englands og 1949 til Italíu og lék þar í kvikmyndinni Stromboli, sem Gamla bió sýndi hér á dögunum. í>að var síðasta kvikmyndin sem hún leikur í, að sinni. Vorið 1949 tilkynnti hún að hún mundi hætta leikstörfum um tíma^hvort sem hún mun hef ja þá starfsemi á ný eða ekki. 2. Bezt mun að þvo þau úr snarp- heitu vatni og Luxsápuspónum, skola þau vel og breiða þvi næst á hand- klæði. 3. Eftir lýsingunni að dæma, hefur búningur þinn verið hinn sómasam- legasti og litasamsetning hin smekk- legasta að okkar dómi. Við erum því ekki sammála vinstúlku þinni. Ekki er þar með sagt, að hún hafi verið með þessar aðfinnslur af öfund. Ekkert er sennilegra en húnhafi 'ann- an smekk en þú, að öðrum kosti gæt- irðu tæpast kallað hana vinstúlku þína. 4. Þú ert að vísu há, en ekki sjá- um við annað en þú megir vel við una. E>að ætti ekki að vera amarlegt að vera há, grönn og beinvaxin. Láttu það því ekki á þig fá þótt einhverjar kerlingar (eins og þú sjálf kemst að orði) í sveitinni þinni séu að amast við hæð þinni. Og fyrir alla muni taktu ekki upp á því að fá minni- máttarkennd út af því, það væri blátt áfram hlægilegt. Annars er ekki laust við, að okkur þyki þú harla ánægð með sjálfa þig eftir bréfinu að dæma, enda gott í hófi. Þú ættir því alveg að geta lagt útlitið á hilluna þ. e. a. s. þú þarft ekki að gera þér neinar óþarfa grillur út af því. 5. Grámað grænt, blágrænt, blátt og bláfjólublátt; dauft eða dpkk fjólublátt; smávegis af rauð-gulrauðu og gulrauðu; svart og hvítt. Allt eru þetta litir, sem' þú ættir að geta not- að. Tímaritið SAMTÍÐIN j Plytur snjallar sögur, fróðlegar | greinar, bráðsmellnar skopsögur, I iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. | 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. | Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. I Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. | 6. Þú átt að vera 64.30 kg. að þyngd. 7. Skriftin er ekki sem bezt, rétt- ritunin heldur bágborin og ættirðu að reyna að bæta hana og það sem allra fyrst. Svar til „Stínu Karls": Þú verður að reyna að skilja, að með því að hefta frelsi þitt, eins og þú kallar það, eru foreldrar þinir aðeins að framkvæma það, sem þau telja að sé þér fyrir beztu, og víst er, að þau eru, sakir lifsreynslu sinnar, dóm- bærari um það en átján ára stúlka. Seinni spurningin styður þessa skoð- un, því að ekki virðist vandséð hvað stjórnar hegðun piltsins. Augljóst er, að þegar hann fékk ekki vilja sinn gagnvart hinni stúlkunni vill hann. taka upp þráðinn, sem niður féll í fyrra vetur, og þar sem þú kærir þig ekki um það, virðist einsýnt, að þú látir hann sigla sinn sjó og hafir ekki meira saman við hann að sælda. En umfram allt: reyndu að taka sanngjarnt tillit til foreldra þinna. Kæra Vika! Af því að ég hef orðið var við, að fólk hefur lagt fyrir Vikuna spurningar varðandi ýmislegt, þá leyfi ég mér hér með að leggja fyrir hana eina spurningu, og vegna þess að ég er kaupandi Vikunnar, þá von- ast ég til að hún svari henni. Hver er orsök þess, að menn fá skalla, og hver er helzta lækning- in við honum ? Kær kveðja. Iþróttamaður. Svar: Skalli á karlmönnum er alla- jafnan eðlislægt fyrirbrigði, sem rekja má til starfsemi lokuðu kirtl- anna í líkamanum, einkum kynkirtl- anna. Óhætt mun að fullyrða, að eng- in lækníng sé til við skalla af slíku tagi. 1 sumum tilfellum kann að vera hægt að tefja fyrir skallamyndun- inni, ef samfara henni er flasa eða önnur ódöngun í hársverði, og er undir öllum kringumstæðum sjálfsagt að ráða bót á slíku. Kæra Vika! Við erum hérna tvær vinkonur, Okkur langar að komast til Svíþjóð- ar, en vitum ekki hvert við eigum að leita eftir upplýsingum til að fá einhverja vinnu. Og nú vildum við biðja þig, kæra Vika, að segja okk- ur hvort séu nokkrar ráðningarskrif- stofur hér eða í Svíþjóð, sem við get- um leitað til. Með fyrirfram þökk fyrir svarið, — vonum, að það lendi ekki í ruslakörf- unni, eins og hitt. Virðingarfyllst. Snúlla og Túlla. Svar: Snúið ykkur til sænska sendi- ráðsins, Pjólugötu 10, Reykjavík, eða Norræna félagsins, sími 2503; á öðr- um hvorum staðnum getið þið sjálf- sagt fengið þær upplýsingar, sem ykkur vantar. Svar til „Ðiddu Stinu": Bezt er f yrir þig að skrif a skrif stof u f ræðslu- málastjóra, Arnarhvoli, Reykjavik. Þar muntu fá allar nauðsynlegar upp- lýsingar. Halló vitra Vika! Viltu svara fyrir mig eftirfarandi spurningum. 1. Hvað á ég að gera til að ná biropenna-bleki úr hvítum jafa? 2. Og svo eilífðarspurningin: Hvernig er skriftin ? Ein fáfróð. Svar: 1. Blekblettum má ná með sítrónum. Sá hluti efnisins, þar sem bletturinn er, er lagður yfir disk, sundurskorin sítróna er sett á blett- inn og látin vera þangað til blettur- inn er uppleystur eða með öllu horf- inn. Þetta getur tekið nokkuð lang- an tíma, sólarhring eða meira. Ef svo er, þá er bezt að skera sítrónuna í sneiðar og skipta oft um sneið. Þegar bletturinn hefur leystst upp er oftast hægt að þvo hann alveg úr upp úr mildu sápuvatni. 2. Skriftin er fremur stirðleg og stafirnir óreglulegir. Svar til Lilju: 1. Námskeið og námsgreinar bréfa- skóla S.Í.S. hafa verið nákvæmlega auglýstar i útvarpi og blöðum, ef þú þarft að fá frekari upplýsingar en þar eru gefnar mun auðveldasta leið- in að skrifa skólanum. Utanáskriftin er Bréfaskóli S.I.S., Reykjavík. Þú gætir einnig hringt þangað, símanúm- er Sambandsins er 7080 og biður þú þá sérstaklega um Bréfaskólann und- ir þvi númeri. 2. Því miður getum við ekki sagt þér, hve þung þú átt að vera, þar sem aldurinn vantar. FRÍMERKJASKIPTI Sendið mér 100 íslenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. Gunnax H. SteJngrímsson Nökkvavogi 25 — Reykjavik Kæra góða Vika! Ég þakka þér kærlega fyrir allar þær ánægjustundir, sem þú hefur veitt mér. Viltu nú gjöra svo vel að svara fyrir mig þessum spurningum. 1. Er Björn R. Einarsson giftur? 2. Hvað er hann gamall ? 3. Pinnst þér það nokkuð vera hneykslanlegt að fara í kirkju upp í sveit í síðbuxum að vetrarlagi, þegar maður þarf að fara gangandi langa leið? Þú fyrirgefur þetta Vika mín.' Hvernig er skriftin og réttritunin ? Með kærri þökk fyrir svörin þin Dísa í Botni. Svar: Já, hann er giftur. — 2. Hann er fæddur 16. maí árið 1923 og er því 28 ára að aldri. — 3. Við álít- um það síður en svo hneykslanlegt, hvort heldur er að vetrar- eða sumar- lagi- — Skriftin er fremur viðvan- ingsleg en vel læsileg; réttritunin er óaðfinnanleg, en þú ættir að gefa gaum að greinarmerkjum, t. d. á að f Vil komast í samband við frí- = i merkjasafnara yngri og eldri víðs- i = vegar um landið, með hliðsjón af i : viðskiftum. Sendið vöntunarlista. [ | Frímerkjasalan Frakkastíg 16, I : Sími 3664, Reykjavík. vera punktur á eftir raðtölu og spurningarmerki á eftir spurningu. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Elsa Ásbergsdóttir (við pilta eða stúlkur 20—25 ára), Þvergötu 5, Isafirði. Bogga Helgadóttir (við pilta eða stúlkur 20—25 ára), Vallaborg, Isafirði. Agnes Jóhannesdóttir (við pilta eða stúlkur 20—25 ára), Silfurgötu 3, Isafirði. Brynjólfur Aðils Aðalsteinsson (við stúlkur 17—20 ára), Brautarholti, Haukadal, Dalasýslu. Þorlákur Sigurðsson (við stúlkur og pilta 16—20 ára), Grímsey. Mrs. E. C. Glass, 1272 Pay Avenue, Lakewood 7, Ohio, U.S.A. Miss Edna Frances Lawrence, 230' West 99th Street, New York 25. N. Y., U.S.A. Hanna Carla Proppé (við pilt eða stúlku 13—15 ára), Skagabraut 5, Akranesi. Guðrún Arnadóttir (við pilta 18—22 ára), Búðarhóli, Ölafsfirði. Kristín Ardal (við pilta 18—22 ára), Ytri-Á, Ólafsfirði. Hörður Bjarnason (við pilt eða stúlku 15—17 ára), Grundargötu 18, Siglufirði. Guðný Antonsdóttir (við pilt eða stúlku 17—21 árs), Pjarðarstræti 9, Isafirði. Guðmunda S. Gestsdóttir (við pilt eða stúlku 17—21 árs), Tangar- götu 32, Isafirði. Stefán S. Kristinsson (við stúlkur 1.5—20 ára), Gunnar Alberts (við stúlkur 15—20' ára) og Sigurjón U. Björnsson (við stúlkur 13—18 ára), allir að Skagaströnd, Austur-Húnavatnssýslu. Lilja Hjartardóttir (við pilta eða stúlkur 17—25 ára), Asparvík, pr. Kaldrananes, Strandasýslu. Jóhann Björgvinsson (við stúlkur 18—22 ára), Urðaveg, Vestmanna- eyjum. Truxahjónin sýna á vegum Sjómannadagsráðs. Hingað til landsins kom fyrir skömmu töframaðurinn Truxa, ásamt konu og aðstoðarmanni, að nafni Willy Asmark. Það var Sjómanna- dagsráð, sem réði þau hingað til sýn- inga, en allur ágóði af sýningunum streymir i sjóð dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna. Frumsýningu hafði fólk þetta þriðjudaginn 29. janúar, í Austur- bæjarbió. Sýningaratriðin skiptu tug- um og fjölbreyttnin að sama skapi. Var ekki hægt að sjá annað, eri Truxa stæði við heit það, sem hann gaf áður: að láta undrunarefnin bera að svo brátt að enginn hefði tíma til að hugsa, enda er óvarlegt að vera með svoleiðis kjánaskap á sýningum sem þessum. Að tíu dögum liðnum. fara Truxa- hjónin í ferðalag út um land og koma við á Akranesi, Isafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum. Er ekki að efa þeim verði þar vel fagnað. TJtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.