Vikan


Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 3
VTKAN, nr. 6, 1952 Fólkið, sem við kynnumst. I. GREIN: Oði Englendingurinn. Á þessum stað urðu einkamál manns -alltof oft heyrinkunn, en þrátt fyrir það var maðurinn, sem svaf í næsta rúmi við mig, umleikinn hinum mikla leyndardómi. "Útlit hans virtist jafnvel bregða hjúp yfir uppruna hans og skaphöfn. Hann hafði langt, þunnt, gulleitt yfirskegg, sem hann vandi að kínverskum hætti, svo að það slútti niður yfir munnvikin. Hann var gulur í framan og grannleitur, og mein- lætasvipur á andlitinu, en hár hans var mikið og fór vel. Af yfirbragði hefði mátt gruna hann um rómantískt hreinlífi, en „Gillie" (svo var hann nefndur meðal okkar) gerði fátt til að sanna þann grun. Hann bar kurka (þungan, íboginn hníf, sem Gurkhakynflokkurinn í Indlandi not- ar mikið) við belti sér, hvert sem hann íór, en sá hnífur var aðeins einn úr stóru hnífasafni, sem hann geymdi í baðmullar- stranga. Hann brýndi oft þessa hnífa, og brýnsluna iðkaði hann líkt og bænagerð. Hann strauk hnífnum við stálið með takt- iastri hrynjandi, en að öðru leyti gaf hann ekki frá sér neitt hljóð, heldur færðist yfir hann djúp og ofsaleg einbeiting, sem varaði þar til hann lagði glitrandi vopnið aftur í strangann. í hirzlu sinni geymdi hann síbreytilegt safn af bindum um fólk og bækur og list- ir, ásamt stórum sífjölgandi endurprent- unum af málverkum meistaranna. Yrði hann sér úti um góðan blýant, blek og stóra pappírsörk úr mælingastofunni, svo gat hann skapað meistaraverk. Hann gerði það af kyngimagnaðri einbeitingu, vann vikum saman, kvöld eftir kvöld, í algerðri þögn, sem engum kom til hugar að rjúfa. Það var eins og þessi vinna væri einungis önnur hlið á trúrækni hans. Myndir hans sýndu, hversu frumskógur- inn hafði náð miklu valdi yfir honum, því að ætíð voru fyrirmyndirnar sóttar til Austurlanda, ef til vill var það þyrping rismikilla kofa í rjóðri, á framsviði inn- fæddar konur hreinsandi rís eða berandi vatn með börn sín á baki. Ef til vill var það líka innfædd blómarós eða æðisgeng- inn trúardans, þar sem sérhver hreyfing skar sig úr við loga frá báli. Sama mátti segja um útskurðarmyndir hans. Af tilviljun fann hann hentugan viðarbút og skar hann síðan flís fyrir flís, þar til kom í ljós lítil standmynd, nákvæm- lega útmæld og fínslípuð með sandpappír. Hann var vel gáfum gæddur og hafði listamannslund, enda þótt honum gengi seint að koma sér áfram. Sannleikurinn var sá, að hann var sífelldlega að ná settu marki, en tapaði því óðar aftur sakir ein- hveura misgjörða. Þegar hann hafði hegð- George Cheklin, höfundur þessa greina- flokks, kemur frá Nottingham í Englandi. Hann er dýrafræðingur að námi og ætlar til Kanada og stunda þar fiskirannsóknir. Síðan stríðinu lauk hefur hann ferðazt víða um Evrópu, meðal annars Júgóslavíu og Finnland — mestan hluta leiðarinnar fótgangandi. Sumarið 1948 dvaldist hann sextán vikur hér á landi, kynnti sér jarð- fræði landsins og dýralíf þess. Á þeim ferðum gekk hann þvert Ódáðahraun einn síns liðs. Hahn var rúm fimm ár í stríð- inu, vann á flugvöllum við vopnagæzlu — og. lengst af í Vestur-Afríku þar sem þessi frásögn gerist. Meðfram vísindaiðkunum hefur hann mikinn áhuga á ritmennsku, skrifar bæði greinar og smásögur. að sér eins og dýrlingur vikum saman, meðan listhneigð hans fékk útrás, fór hann skyndilega út kvöld eitt og drakk sig draugfullan. Við eitt slíkt tækifæri veitti hann mér glóðarauga. Ég reyndi þá að forða honum frá slagsmálum við einhvern sakleysing, sem hélt fyrir honum stúlku. Þetta gerðist úti á miðju dansgólfi. Og ef biðröð á strætisvagnastöðvum var yfrið löng, svo dró hann upp hnífinn og stillti sér upp fremstum. Rúður braut hann með grimmd og reikaði síðan um herbergið eins og brjálæðingur tímum saman og rumdi öðru hvoru af illsku. Stundum færð- ist hann í æðislegan ham, braut stóla og kústssköft, hlóð brotunum á gólfið í þvottahúsinu, kveikti síðan í. Svo söng hann undarlega söngva, meðan egg soðn- aði á botni stórrar vatnsfötu, sem hann hengdi yfir eldinn. Það var mikið um að vera í eldhúsinu, þegar hann tók einn félaga sinn og sýndi honum, hvernig ætti að gera út af við jap- anskan vörð, lét hann fyrst ganga hljóð- lega á táberginu og sýndi honum síðan, hvernig ætti að slá, svo að mótstöðumað- urinn hnigi hljóðlega út af. Þó að „Gillie" væri ekki beinlínis áreið- anlegur, naut hann mikils álits í starfi sínu. Hann gat lagt nótt við dag, ef hon- um var fengið í hendur eitthvert ákveðið starf, og ekki hætti hann, fyrr en hann var ánægður og verkinu lokið. Verðleik- ar hans voru viðurkenndir og það var þegjandi samþykki allra, jafnt foringja sem annarra, að leyfa honum að hafa sinn sérvizkuhátt á öllu, jafnvel þó að fyrir kæmi hann væri að iðka jóga, þegar hann átti að vera á hersýningu. Hvað eftir annað bauð hann sig fram til að berjast í Burma (um þetta leyti áttu Englendingar í höggi við skæruliða þar). Sagt var hann elskaði þar innfædda stúlku og hefði eignazt með henni strák, en aldrei getur neinn vitað það með vissu. Hann kom til okkar með sjúkraskipi frá Burma. Þetta mátti sjá af skilríkjum hans, en í þeim var ekkert að fræðast um árin f jögur, sem hann eyddi í hinu græna hel- víti frumskógarins, um regnskrumbur og • blóðsugur og skorkvikindi, né um voða- dauða blóðkreppunnar og malaríuköstin. Engar myndir voru fáanlegar af illa hirtu rúmfleti, þar sem skinhorað mannslíki hvíldi nær dauða en lífi af heilahimnu- bólgu, einnig var ekkert hægt að vita um hina brjálæðiskenndu óra, sem altóku huga hans, þegar myrkrið hafði skollið á með voveiflegum hraða. Við fræddumst um þetta smátt og smátt, ekki af beinni frásögn hans sjálfs, heldur öllu fremur af gerðum hans og sundurtættum orðum, þegar drykkjuæðið náði tökum á honum: þá gaf hann ýmist einbeittar skipanir eða vældi eymdarlega þar sem hann hvíldi milli svefns og vöku eða barðist ham- rammur við hitasótt malaríunnar, sem ásótti hann ennþá öðru hvoru. Það er ekki ólíklegt hann hafi fæðzt í Wales, nálægt Balavatni, þar sem þjóð- sögurnar eru undarlegastar, og kannski hefur annað foreldri hans verið landflótta úr Rússlandi, ef eitthvað má marka útlit- ið. Ef til vill hefur einungis raunaleg bernska og mistækir foreldrar getað mót- að hann svo ólíkt okkur hinum. Allir aðrir félagar mínir eru grafnir gleymsku, en hann man ég greinilega hver sem ástæðan fyrir því mun vera. Og oft á tíðum velti ég því fyrir mér, hvað hef- ur. drif ið á daga hans síðan. Loftferðir tuttugufaldast frá 1937 Flugferðir aukast um allan heim ár frá ári og til þess að varpa Ijósi yfir þá stórfelldu þróun, sem orðið hefur, hefur Alþjóða Flugmálastofn- unin, ICAO, sent frá sér yfirlit yfir flugferðir á s. 1. ári, farþegatölu, flutning o. s. frv. Dr. Edward Warner, formaður framkvæmdaráð3 ICAO, segir að aukningin í flugferðum, farþega- tölu o. s. frv. hafi verið meiri árið 1951 en á nokkru öðru ári síðan 1946 og athyglisvert sé, að aukningin hefur skipzt jafnt um allan heim, en ekki verið einungis í nokkrum löndum. 1951 var tala farþega með flugvélum næstum helmingi hærri en 1947, flutningur næstum þrisvar sinn- um meiri, og ef miðað er við 1937 hafa flugsam- göngur næsum tuttugufaldazt. Fyrst nú er flug- vélin orðin eitt af mikilvægustu samgöngutækj- um heimsins til mann- og vöruflutninga.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.