Vikan


Vikan - 07.02.1952, Page 4

Vikan - 07.02.1952, Page 4
4 VIKAN, nr. 6, 1952 Enginn veit sína ævina fyrr en öli er. ÞÝDD SMÁSAGA KVÖLDBLÆRINN var mildur, klukk- an var tíu. Lou Stevens, klædd vel sniðnum, skraddarasaumuðum kjól, sat í djúpum hægindastól og íhugaði vandlega réttarskjöl, sem lágu í keltu hennar. Hún var ung, grannvaxin kona, um þrítugt, brún augun undir björtu, gáfulegu enni voru skær; þykkur, hvítur hárlokkur var í stuttu, svörtu hári hennar. Dagstofan var stór, björt og þægileg, og glugga- tjöldin bærðust í blænum, sem fyllti stof- una ferskum svala. Lou leit á Roger Turner, sem sat á móti henni með kvöldblaðið fyrir framan sig,’ vindil í munninum og vínglas á hlið- arborði við sófann. Hann hallaði sér makindalega aftur á bak í stólinn, og hann 'var sannarlega dæmigerð ímynd vellíð- unar. Lou brosti ástúðlega til hans. Hún naut þessara kyrrlátu kvölda, sem hún átti með Roger. Hann var hávaxinn mað- ur með þykkt, grátt hár og festulegan munn, sem samt brosti oft blíðlega. Hann var opinber ákærandi og hafði hjálpáð Lou á ýmsan hátt, eftir að hún fluttist til New York fyrir sex árum, þá ungur óþekktur lögfræðingur. Hann var pipar- sveinn, og Lou fannst, að hann mundi helzt vilja vera það framvegis ... Roger fann augnaráð hennar hvíla á sér og leit upp frá blaðinu. „Hef ég nokkurn tíma sagt þér, að auk þess sem þú ert góður lögfræðingur, þá býrðu til framúrskarandi góðan mat?“ spurði hann. „Þessi miðdegisverður þinn var hreint og beint dásamlegur.“ Það vottaði ofurlítið fyrir kímni í augnakrók- unum, þegar hann bætti við: „Og það verð ég að segja — þú kannt líka að búa til fyrirtaks vínblöndu.“ „Þetta segir þú bara af því, að það er satt!“ sagði Lou hlæjandi. „En svo að ég snúi mér að alvöru lífsins, Roger, ég hef áhyggjur út af þessu Arnold-máli á morg- un. Eg hef svo fáar sannanir, en samt sem áður er ég sannfærð um, að þessi ungi maður er saklaus.“ „Vertu róleg, væna mín, þú vinnur málið! Er það ekki alltaf svo ? Ef ég væri þú, mundi ég hætta að hugsa um þetta. Bíddu bara — þetta lagast. Sjáðu til!“ „En ég get ekki annað en hugsað um þetta,“ sagði Lou. Hún tók aftur til við skjölin, og Roger hélt áfram að lesa í blaðinu. Ofurlitla stund sátu þau þannig þögul, þá var hringt dyrabjöllunni mjög harkalega. „Já, það var ekki við öðru að búast,“ sagði Lou gremjulega. „Þama vorum við óheppin. Og það er svo margt, sem ég ætl- aði að gera. Mig langar mest til að opna ekki.“ Hún hallaði sér betur aftur á bak í stólinn og hleypti í brýnnar, meðan bjall- an hringdi stöðugt. „Hinsvegar gæti þetta verið símskeyti,“ sagði hún dálítið óróleg. Hún stóð treglega á fætur og lagði skjöl- in til hliðar: „Ég mundi ekki geta sofn- að í nótt af umhugsuninni um, hver þetta hefði verið. Ég verð víst að opna!“ Hún gekk fram í forstofuna og opnaði. Steve Garrison, ungur lögfræðingur — hávaxinn, brúnhærður — stóð á þröskuld- inum og studdi fingri á hnappinn. Það var skelfing í augum hans, og andlit hans var náfölt. „Hvað er að Steve?“ spurði Lou skelfd. „Hvað hefur komið fyrir?“ Hún tók hönd hans af bjöllunni. Fingur hans vor ískald- ir. í gær hafði hún borðað hádegisverð með honum, og þá var hann himinlifandi yfir nýju stöðinni hjá lögfræðingunum White & Hardesty og einnig yfir væntan- legu brúðkaupi með Evelyn Grant, sem var ung og fögur söngkóna. „Hvað hefur komið fyrir?“ spurði Lou aftur. Hún greip óþolinmóðlega í hand- legg hans, skelfd yfir svipnum í gráum augum hans. Tómleiki og óendanleg ör- vænting spegluðust í þeim. „Það hefur eitthvað komið fyrir Evelyn,“ hugsaði Lou, „eitthvað hræðilegt!“ Þegar Steve að lokum fór að tala, þekkti hún alls ekki rödd hans. — „Komdu út með mér,“ bað hann. „Ég verð að tala við þig, Lou. Ég verð brjálaður, ef ég get ekki talað við einhvern. Það er um Evelyn-------“ Lou opnaði munninn til að spyrja, en Steve tók fram í fyrir henni, áður en hún gat nokkuð sagt. „Nei, hún er hvorki meidd eða dauð. Þetta er miklu verra, Lou. Það er miklu, miklu verra!“ Rödd hans var hás, og hann hallaði sér upp að dyra- stafnum vonleysislegur á svip. „Mér þykir það mjög leitt, Steve, en ég get ekki farið núna,“ sagði Lou. „Viltu ekki koma inn?“ Hún leit inn í dagstof- una. Roger hafði vafalaust heyrt til þeirra, því að hann stóð á fætur og kom til þeirra. „Það er allt í lagi, Lou. Ég hefði þegar átt að vera farinn.“ Hann gekk fram í forstofuna og tók hattinn sinn. „Ég skrepp í klúbbinn og spila bridge.“ „Roger,“ sagði Lou, „þetta er Steve Garrison. Steve, þú hefur heyrt mig tala um Roger Turner — opinbera ákærand- ann. Þú átt eftir að eiga viðskipti við hann hjá White & Hardesty.“ Þeir heilsuðust, og Steve hvíslaði hásri röddu: „Ég bið afsökunar, Lou. Ég vissi | VEIZTU -? | 1. Þó að jörðin væri eingöngu úr stáli í væri hún litið þyngri, en hún er nú, [ samt svífur hún í himingeyminum! i Er hægt að ákveða nokkurn veginn, i hvað hún er þung? 1 2. Eftir hvern er þessi visa: Barnatrúin bilar mín, burt er flúin kæti! f feginn snúa vatni í vín 1 i vildi ég nú éf gæti. É = 3. Hvað þýðir orðið „aðbristi"? i 4. Hvenær lifði Offenbach, höfundur i óperúnnar „Ævintýri Hoffmanns? i 5. Hver er Marcus Lauesen ? i 6. Hvaða andartegund / er stærst hér- i i lendis ? I : 7. Hvað þýðir: Te deum laudamus? i 8. Hverjar voru helztu heimspekikenn- i i ingar Sókratess? f | 9. Hvað er Tindastóll hár? f 10. Hverjir flugu fyrst umhverfis jörðina, f hve lengi voru þeir og hvað voru i áfangarnir margir ? Sjá svör á bls. 14. f Mannlýsing úr íslenzku fornriti: því að..........var mestur höfðingi í Vestfirðingafjórðungi. Hann var svo mik- ill þegnskaparmaður, að hann gaf hverj- um frjálsum manni mat, svo lengi sem þiggja vildi. Hafði.........rausn mikla af búnaði sínum. Hann var góðgjarn maður og forvitri. Hvaða maður er þetta og hvar stendur lýsingin? Svar á bls. 14. ekki, að gestur væri hjá þér. Ég skal fara.“ En Roger var þegar kominn hálfa leið út og bauð vingjarnlega góða nótt. „Það er allt í lagi, Steve,“ sagði Lou blíðlega. „Komdu inn.“ „Nei,“ stundi hann. „Ég verð að fara. Alveg sama hvert, Lou. Bara eitthvað.“ Hún sá, að taugar hans voru þandar til hins ýtrasta, og hún skildi of vel mann- legar tilfinningar til að segja meira. Hún tók töskuna af borðinu í forstofunni, fór út og læsti dyrunum. Síðan tók hún und- ir handlegg Stephen og leiddi hann eins og barn eftir malbornum garðstígnum út á götuna. Þau gengu hverja götuna á fætur ann- arri. Það leið nokkur stund, áður en Steve tók að segja frá. En þegar hann var byrj- aður, streymdu orðin viðstöðulaust af vörum hans: — „Ég var hjá Natalie í kvöld. Þú veizt, hvernig samkvæmin henn- ar eru. Þau eru hávaðasöm og mjög skemmtileg. Evelyn kom snöggvast, áður en hún átti að syngja í seinna skiptið. Ég þurfti að hitta mann mjög seint, svo að ég bað Taylor Bradley að sækja Evelyn.. Þú hefur hitt Taylor, er ekki svo? Hann er bezti vinur minn — —“ Steve hætti snögglega og nam staðar við ljósastaur. Hann leit á Lou, þjáningin speglað- ist í augum hans, og munnur hans herpt- ist beizkjulega saman: — „Við stóðum þrjú saman úti á svölunum, Lou. Við hlógum og spjölluðum, og ég fór inn til að sækja okkur vínglös. Ég var ekki lengi burtu. Þegar ég kom aftur voru þau í faðmlögum og kysstust. Hún kyssti hann . . .“ Rödd Steve brast, og hann gat ekki varizt því, að ofurlítið kjökur brytist fram milli samanbitinna varanna. „Hún kyssti hann, eins og hún hefur aldrei kysst mig, Lou. Hún sneri sér við, þegar hún heyrði mig koma. Augu hennar ljómuðu, og um hálfopnar varir hennar lék blíð- legt bros. Hún reyndi að útskýra þetta, en ég vildi ekki hlusta á hana. Mig lang- aði til að drepa hana! Og mig langaði til að drepa Taylor líka. Einhvern veginn komst ég burt þaðan og til þín! Ég veit ekki hvernig. Ég hlýt að hafa gengið al- veg ósjálfrátt.“ Steve þagði og starði beint fram undan sér. Þau héldu glltaf áfram. Hann hélt alltaf fast um hendi hennar svo fast, að hana kenndi til. Loks sagði hún: — „Heyrðu nú, Steve, ég er nú ekki á góð- um gönguskóm — getum við ekki hægt ofurlítið á okkur? Ég er hræðilega þreytt í fótunum!" Hún haltraði að bekk, sem stóð við vegginn á Central Park, og þau -settust. Steve tók vindlinga upp úr vasanum, þegar eldspýtan lýsti, gat hún séð andlit hans. Hann hafði náð nokkru jafnvægi og brosti nú ofurlítið glettnislega eins og hans var vandi: „Kærar bakkir, Lou, fyr- ir að þú komst með mér. Mér líður bet- ur núna, það va.r hressandi að ganga." Lou reykti ofurlítið, síðan sagði hún: Pramhald á bls. 7.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.