Vikan


Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 6, 1952 5 Æ weiBum SAKAMÁLASAGA Framhaldssaga: efiir MIGNON G. EBERHART 6 „Fyrst stóð ég hreyfingarlaus. Ég hélt . . . mér kom auðvitað ekki til hugar, að það væri svona alvarlegt . . .“ Tungan var þurr í munni hennar. „Ég hélt, að einhver hefði verið að hreinsa byssu og skotið hefði hlaupið af í ógáti. Ég . . . en svo heyrði ég óp, og ég opnaði dyrn- ar og hljóp inn. Hún var í stofunni garðsmegin, og hún . . .“ Enda þótt hún hafði oftsinnis orðið að endur- taka þessi orð í réttarsalnum með eftirvænting- arfulla þögn umhverfis og rispið í pennum blaða- mannanna, þá varð hún að þvinga orðin fram á varir sínar: „Ernestína stóð þarna. Hún hélt höndum um hrygg sér, svo lyfti hún upp annarri, leit á hana og sagði: ,,Ég hef fengið skot í hrygginn." Ég hljóp til hennar." Wilkins stóð á fætur. Hinn myrki, háðski svipur hans var horfinn. Hann var alvarlegur og óttasleginn, eins og hann hefði staðið við hlið Sue í stofunni, þessu fallega herbergi, þar sem blöstu hvarvetna við fagurlitir stólar og sóffar, og dyr út í garðinn, þar sem þokan hjúfr- aði sér að trjánum. Og Ernestína í gulum kjól, með Duval-gimsteinana á fingrunum. ,,Ég hef fengið skot í bakið,“ sagði hún, og í rödd hennar tvinnaðist undrun og æði. Það var enginn ótti í rödd hennar — bara reiði. Hún hugsaði ekkert um dauðann. Henni hafði ekki ennþá komið það í hug. „Hvað gerðuð þér svo?“ spurði Wilkins eftir stutta þögn. „Ég reyndi að hjálpa henni. Ég vissi alls ekki, hvað ég ætti að; gera. Ég reyndi að hjálpa henni til að setjast í stól. En hún vildi helzt vera kyrr. Hún tók aftur. báðum höndum um bak sér og bað mig að sækja einhverja hjálp. Ég hljóp að bjöllunni. Hún sagði, að þjónustufólkið væri úti. Þá kom mér Jed í hug og ég hljóp út til að kalla í hann og hestamanninn." „Sam Bronson," skaut Henley að. „Hann heyrði skotið líka. Hann kom hlaupandi frá hesthúsinu. Ég hrópaði til hans, hvað skeð hafði, og Jed sá mig og Sam Bronson. Hann grunaði, að eitthvað hefði komið fyrir og hljóp stíginn heim að húsinu. Ég sagði honum, hvað skeð hafði, og hann þaut inn í stofu. Hestamað- urinn vár kominn þangað, og Ernestína sagði, að við skyldum sækja lækni. „Dr. Luddington," skaut Henley að. ,,Og ég hringdi til hans. Hann var heima, og sagðist ætla að koma strax.“ Það var þögn. Það var eins og þau öll þrjú væru á allt öðrum stað en í stofu Karólínu ■— þau væru í stofunni heima hjá Jed Baily, stof- unni, sem sneri út að garðinum — Ernestína stæði þar í siðum kjólnum, augun innfallin, blóð á hendi hennar. „En skammbyssan!" sagði Wilkins allt í einu. ,,Já!“ Sue varð daprari en fyrr. Fingur hennar struku án afláts fellingu i pilsi hennar. „Skamm- byssan lá úti við dyrnar — á gólfinu. Ég tók hana upp.“ „Hvers vegna?" Hvers vegna? Allir höfðu þeir spurt hana þess sama. Og sjálf kunni hún ekkert svar. Skammbyssan lá þarna og skar í augun á rauðu flísgólfinu. Hún þoldi ekki að horfa á hana. Jed og hestamaðurinn voru að reyna að leggja Erne- stínu út af, og andlit Ernestínu var stjarfað af ótta. JÍún þagði og hreyfði ekki hendurnar. Sue g;ekk út að dyrunum. Hún tók upp skammbyss- una og lagði hana á borðið innan um skraut- körfur og blóm. „Ég veit ekki hvers vegna," sagði hún. Wilkins leit á hana, og síðan til Henleys. Þeir horfðust lengi í augu. „En heyrið þér mig . . .“ byrjaði Wilkins, en Henley greip óðar fram í fyrir honum: „Auð- vitað spurðum við hann að því. Haldið þér áfram, ungfrú Poore. Könnuðust þér við skammbyssuna ?“ „Nei, en ég bjóst við, að einhver í húsinu ætti hana. Ennþá hélt ég, að þetta væri slysaskot. Að minnsta kosti . . . hei ég trúði þvi ekki, ég hélt það. Ernestína sagði, að hún hefði fengið skot í hrygginn, en ég gat ekki . . .“ hún leitaði að orðum og sagði að lokum: „Ég gat ekki skilið það. Þetta bar svo fljótt að, og það var svo hræðilegt ..." „Vissuð þér, að Baily átti skammbyssuna ?" „Nei, ég hafði ekki hugmynd um það, ég hef ekkert vit á byssum.“ „Einn er þó til, sem hefur vit á byssum," sagði Wilkins stuttlega. Já, hann sjálfur var sérfræðingur. Hann hafði lýst byssunni og fært sönnur á, að Erne- stina gat ekki skotið sig sjálf með henni . . Hann hafði einnig skýrt, hverra fingraför voru á skeftinu. „En þér reynduð ekkert til að núa burt fingraförin," sagði hann. „Nei, hvernig átti mér að koma slíkt í hug?“ „Ah, svo saklaus getið þér ekki verið, ung- frú Poore. Hvaða auli, sem er, veit eitthvað um fingraför . . .“ „Nú talið þér ungfrú Poore í hag,“ sagði Hen- ley, eins og Sue væri alls ekki hjá þeim. „Þér hljótið að viðurkenna, að hún hefði núið burt fingraförin, ef allt hefði verið með felldu,“ sagði Wilkins. „Þér eigið við, að henni hefði átt að korna það í hug?“ sagði Henley og strauk um nef sér. „Ég rannsakaði sjálfur fingraförin, Henley," sagði Wilkins þóttalegur. „Ég fann fingraför Bailys, frú Bailys og systur hennar, ungfrú Kam- illu Dumals. Auk þess óljós fingraför ýmissa annarra, sem þér getið komizt að, hverjir eru, ef þér viljið.“ „Ég fer ekki að taka fingraför af öllum hér- aðsbúum," sagði Henley þrjóskulega. „Og svo voru þar fingraför þessarar ungu stúlku," hélt Wilkins áfram. „Að vísu er ekkert óeðlilegt að finna þarna fingraför annarra íbúa hússins. Þess vegna hefur ungfrúin séð sér strax hag að fingraförunum til að nota þau síðar til staðfestingar frásögn sinni. Þetta atriði verður að athuga vel. En nú skulum við halda áfram. Ég verð að ná lestinni." Hinar þunnu varir Henleys herptust saman. „Hvenær kom læknirinn?" spurði hann. „Fáeinum mínútum síðar. — Jed sótti hand- klæði, og ég sótti ís fram í skáp, og þegar við vorum búin að þessu, kom læknirinn. Ég hljóp út til að segja honum, hvar hún væri. Svo geng- um við inn, og þá . . . þá . . .“ „Þá sagði Ernestina . . .“ „Hún sagði, að . . . Jed hefði skotið sig.“ „Bíðið þér augnablik!" Wilkins krosslagði hendur og horfði íhugandi fram fyrir sig. Svo sagði hann: „Ég geri ráð fyrir, að ekki hafa sést neinir aðrir þarna í stofunni — sögðuð þér ekki áðan, að dyrnar út i garðinn hefðu verið opnar. Ætli einhver hafi sést á ferli út í garð- inum eða stígunum eða bara einhvers staðar þarna í grennd?“ „Það eru jarðsvalir fyrir utan og síðan nokk- ur þrep niður í garðinn," skaut Henley inn í. „Garðurinn er lítill, hár múr umhverfis hann á þrjár hliðar. Auðvitað er lítill vandi að klifra yfir hann, en . . . svo er líka hlið bak við hús- ið — út að hestastöðlinum, og umhverfis stöðul- inn er hátt gerði. Það er þvi allt annað en auð- velt að komast inn í garðinn. Annaðhvort verður að klifra yfir gerðið eða múrinn." „En var nokkuð sem benti til, að einhver hefði verið þarna, ungfrú Poore?" spurði Wilkins. Hún vissi, hvað var eina svarið við þessari spurningu. „Ég gáði ekkert að því. Ernestína . . . mér datt alls ekki í hug að gá að því. En það hefði einnig orðið of seint. Og svo var læknirinn kom- inn, og Ernestína sagði, að . . . að . . .“ Rödd- in brást henni. Allt í einu sagði Henley: „Viljið þér ekki þiggja glas af portvíninu, sem frænka yðar kom með ?“ Portvín Villa frænda var í vínkönnu rétt hjá Henley. „Nei, þakka! Hún . . . læknirinn fór að búa um sárið, eða réttara sagt: hann skoðaði það, mér varð það ekki ljóst fyrr en síðar. Kúl- an var enn i sárinu, sagði hann. Og Ernestina „Var það þá, að Ernestína ákærði eiginmann sinn?“ spurði Wilkins. Jed het'ði aldrei verið handtekinn, ef Ernestína hefði ekki ákært hann. „Ernestina sagði, að Baily hefði skotið á hana,“ sagði Sue. „Hún sagði, að þau hefðu átt i deilu út af . . .“ hún fann blóðið stíða sér til höfuðs „. . . mér.“ Henley lögregluforingi horfði niður á stígvél sín og sneri til fótunum, eins og hann væri að dást að ■ gljáa þeirra. „Já, hestamaðurinn heyrði það,“ sagði hann. „Baily og læknirinn. Frásögn þeirra ber næst- um alveg saman. Sú myrta sagði: „Ó, herra Luddington, hann skaut mig, Jed skaut mig. Hann er ástfanginn af Sue — hann vill losna við mig. Við skömmuðumst. Hann skaut mig.“ Þetta er nokkurn veginn það, sem hún sagði, er það ekki rétt, ungfrú Poore?" „Jú,“ sagði Sue. ,,En engu að síður sáuð þér hann sitja úti í bíl, um leið og skotið reið af?“ „Já.“ Og Wilkins lögregluforingi spurði ismeygilegri röddu: „En sá hann yður?“ 6. KAFLI. Nú var hún komin út á hálan ís. Ef til vill höfðu þeir spurt hana að þessu áður, en ef svo var, þá hafði hún gleymt því. Ekkert var lík- legra en þeir hefðu gert það, því að þetta var eðlileg spurning, og i hæsta máta skarpleg. Og nú reið á að láta ekki bugast. Hún hafði sannað fjarveru Jeds. En mundi hann nú eins geta sann- að fjarveru hennar? Hafði hann horft heim að húsinu, meðan hún stóð þar og séð hana? Og mundu þeir trúa orðum hans, þó að hann segð- ist hafa séð hana?“ „Getið þér svarað því, ungfrú Poore?“ spurði Henley. „Sá" Baily yður, úr því að þér segist hafa séð hann?“ „Ég veit það ekki.“ „Svo er önnur spurning, sem ég vildi gjarnan an leggja fyrir yður,“ sagði Wilkins. „Hugsið þér yður að giftast Baily?"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.