Vikan


Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 6
VIKAN, nr. 6, 1952 Sue neri saman höndum: „Ég, nei . . . það hef ég aldrei hugsað mér." „Svo?!" sagði Wilkins. „En um.það atriði fjall- aði þó samtal ykkar í þessum Uabana, var ekki svo?" „Ég hef þegar sagt yður, um hvað við töluð- um. Ég sagði honum, að ég ætlaði mér að fara i burtu . . ." „Nú, jæja þá, þér vilduð fara í burtu. Þér ætluðust auðvitað ekki til, að hann kæmi með yður? Og ekki bjuggust þér heldur við, að hann mundi taka sér neitt fyrir hendur, þó að þér ógnuðúð honum með ..." Sue reis á fætur. „Nei, nei, nei," sagði hún. „Ég hef sagt yður sannleikann, og einungis af því, að þér komið hingað í umboði laganna. Og þetta er sannleik- urinn!" Hendur hennar skulfu og rómur hennar skalf líka. Kinnar hennar voru blóðrauðar. Henley reis líka á fætur. „Svona, svona, ungfrú Poore," sagði hann. „Við erum aðeins að gegna skyldu okkar — við hljót- um að leggja fyrir yður spurningar." Wilkins sat kyrr: „Og virðist yður þá líka fráleitt, að þér skylduð taka málið í yðar hendur, þegar hann þóttist vanbúinn að gera það? Eða skammbyssuna, ætti ég að segja öllu frekar . . ." Hún sneri sér frá honum og gekk út að dyr- unum. Henley hljóp á eftir henni. „Hvert ætlið þér að fara?" spurði hann, rauður í framan. „Þér getið ekki . . ." „Ég ætla að hringja til lögfræðingsins míns." Henni tókst að hafa hemil á röddinni. Reiðin kom henni til hjálpar. Wilkins renndi hendi gegnum þunnt hárið, dró andann djúpt og tókst að halda stjórn á skaps- munum sínum. Hann reis á fætur eins og hann vikii heilsa að hermannasið, þaninn brjóstkass- inn virtist standa út í loftið: „Ungfrú Poore, ef þér neitið að halda áfram frásögn yðar, þá neyð- ist ég til að fara með yður til Bedford og yfir- gefa yður þar." Ógnunin háfði sterk áhrif á Sue. Hún sá í huganum andlit Karólinu; þegar frænka hennar, Sue Poore, yrði handtekin af lögreglunni. „Ég hef ekkert meira að segja," sagði hún. „Við hestamaðurinn bárum Ernestínu upp á loft. Ég bjó um rúmið og náði í það, sem lækninum vantaði: ís, handklæði og stærri peru í nátt- lampann. Það var af því að hann ætlaði sér að leita kúlunnar, þegar hún róaðist. Svo gengum við út úr herberginu og biðum fyrir utan dyrn- ar, dr. Luddington, Jed, hestamaðurinn og ég. Dr. Luddington sagði, að eitthvert okkar yrði að hjálpa sér við að gefa henni eter, en svo . . . andaðist hún . . . meðan við biðum." I huga sínum sá hún breiðan ganginn, dyrnar að herbergi Ernstínu lokaðar! Hún sá Jed, sem reykti eina sígarettu að annarri lokinni, hesta- manninn í grófum reiðbuxum og peysu — lág- vaxinn, grannan mann með lítil, árvökur, myrk augu. Hann reykti líka án afláts. Svo kom dr. Luddihgton út og lokaði dyrunum á eftir sér, og af fasi hans, þegar hann lokaði dyrunum, mátti lesa sorgartiðindin. „Var ekkert minnzt á að aka henni í sjúkra- hús?" spurði Wilkins allt í einu. „Nei, ég held dr. Luddington hafi séð strax, að hverju dró. Ég held hann hafi verið hræddur við að flytja hana. Við hin grunuðum ekki hætt- una. Ernestína ekki heldur. Það sagði hann. Hann sagði, að þess vegna hefði hún ákært Jed fyrir að hafa skotið á sig: henni var alls ekki ljóst, hve skammt hún.átti eftir. Dr. Luddington sagði henni það ekki, hann vonaði fram á síðustu stundu að geta bjargað henni." Wilkins lögregluforingi sagði: „En hvers vegna skyldi hún ákæra Baily, ef . . ." „Til þess að hefna sín," sagði Henley. „Að minnsta kosti komst rétturinn að þeirri niður- stöðu." „Þá hlýtur hún að hafa hatað hann." Henley leit niður á gljáuð stígvél sín. „Ernestína Baily var eldri en maður hennar, ef til vill hefur hún verið afbrýðisöm, en líka má vera, að hún hafi verið . . . orsakirnar geta verið svo margar. Það er að minnsta kosti álit læknisins. Hann sagði, að hún hefði ekki vitað, hve hætt hún var komin, og að á því augna- bliki hefði hún tæplega getað talað eða hugsað af skynsemd. Hann sagði, að hún hefði verið mjög nasbráð. Það er greinilegt, að hún hafði ekki hugmynd um, að Baily var ástfanginn af ung- frú Poore. Hann sagðist álíta, að hún hefði ein- ungis sagt þetta af illgirni og hefði efalaust tekið orð sín aftur, ef hún hefði lifað." „Álit dr. Luddingtonar ? Hvaða máli skiptir það?" sagði Wilkins fyrirlitlega. „Álit dr. Luddingtonar skiptir miklu máli," sagði Henley ákveðinn. Og það sýndi líka úrskurður kviðdómendanna. Wilkins hlaut að beygja sig fyrir þeirra stað- reynd. Hann sagði fyrtinn við Sue: „Og hvað gerðist svo?" „Við — það er að segja dr. Luddington kall- aði á lögregluna. Benjamín sýslumaður kom. En fyrst komu þó tveir lögregluþjónar á hest- um." Hún mundi þetta allt svo greinilega: það var eins og hún sæi það núna í kvikmynd. Jed sat samanfallinn í djúpum stólnum og þrástarði á gólfið. Hestamaðurinn Sam hafði allan tím- ann haldið sér burt frá þeim — smá augu hans voru skörp pg hrein. Andlit dr. Luddingtonar var grátt og áhyggjufullt. „Og hvað er að segja af systur hinnar myrtu? Ungfrú Duval? Senduð þér'til hennar og létuð skila því, að systir hennar hefði verið skotin til bana?" Sue skalf frá hvirfli til ilja. „Nei, ekki strax," sagði hún. „Ég á við . . . að okkur var alls ekki ljóst hún mundi deyja. Dr. Luddington sagði einungis, að við skyldum hafa hljótt." „En sjáið þér til: hún var þó einkasystir kon- unnar. Það ætti þó að hafa . . ." Það nísti Sue, að Wilkins talaði um Ernestinu sem „konuna". „Okkur var ekki ljóst, að frú.. Baily mundi deyja. Við sendum þessvegna ekki til systur hennar. Hún kom ekki fyrr en síðar." Enn gat hún greint raddir Fitz og Kamillu, þegar þau komu. En það var ekki fyrr en miklu seinna, þegar Ernestína hafði geispað golunni og lögreglan farin að hef ja sitt verk. Hún hafði aðeins séð Fitz bregða fyrir þetta kvöld. „Mér er ómögulegt að skilja, hversvegna þér handtókuð eiginmann hennar," sagði Wilkins lögregluforingi allt í einu. „Nei, heyrið mig nú, Wilkins. Hún ákærði hann. HestamaOurinn heyrði það. Þau heyrðu það öllsömul." ,,Þið hefðuð aldrei fengið neitt um þetta að heyra ef fjósamaðurinn hefði ekki 'verið nær- Blessað barniðl Teikning eftir George McManus. Lilli: Pabbi, sýndu mér nú hvernig þeir skalla bolt- ann í landskeppninni. Pabbinn: Kastaðu honum til mín og horfðu svo á — taktu bara vel eftir . . . Lilli: Meiddirðu þig, pabbi? Mamman: Farðu nú og horfðu á sjónvarpið meðan ég Pabbinn: Nú, hvað heldurðu, drengur. bý til matinn. Lilli: Já, það eru núna fréttir frá landskeppninni. Lílli: Æ — pabbi, mig langaði til að sjá þá skalla. Pabbinn: Ég vil ekki heyra talað um fótbolta, meðan ég hef þessar kvalir í höfðinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.