Vikan


Vikan - 07.02.1952, Qupperneq 7

Vikan - 07.02.1952, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 6, 1952 7 Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Framhald af bls. 4. „Þetta lagast allt, Steve. En fyrst verður þú að herða þig upp. Reyndu að vera ró- legur.“ Hann hlýddi og sat grafkyrr. Vindling- urinn glóði í myrkrinu: ,,Þú veizt, að Taylor Bradley átti að vera svaramaður minn, er ekki svo, Lou?“ „Jú, þú sagðir mér það í gær.“ Enn á ný sátu þau þögul, og síðan sagði Stephen: „Fólk segir mér, að unnustinn þinn hafi yfirgefið þig svo að segja fyrir framan altarið. Hvað gerðir þú þá?“ „Ég vann, og þetta jafnaði sig allt saman.“ „Hvað tók það langan tíma? Að gleyma á ég við.“ „Ég man það ekki vel.“ En hún mundi það vel. Hún mundi það mjög greinilega! Þó að örið væri sex ára gamalt, olli það sífellt sársauka. Og minningarnar vildu ekki sökkva í djúp gleymskunnar. Á vorin þegar blómin springa út, og á veturna þegar fyrsti snjórinn féll mjúkur og hvítur um mið- nætti. Þá sótti á hana umhugsunin um Michael. Hún gat ekki annað . . . Steve flutti sig eirðarleysislega til á bekknum. Hann tók aftur að tala — nú rólega en hörkulega. — „Við Taylor Bradley vorum saman í skóla. Við vorum saman í stríðinu. Við komum heim aftur og lásum saman undir lögfræðipróf. Hann var ríkari en ég, en það skipti aldrei neinu máli. Ég varð ástfanginn af Eve strax í fyrsta skipti, sem ég heyrði hana syngja. Það er hálft ár síðan. Þú hefur hitt hana, Lou! Þú veizt, hvað hún er yndisleg. Ég verð að reyna að komast að einhvérri niðurstöðu.“ Hann kastaði frá sér vindl- ingnum, reis á fætur og teygði sig eftir hendi Lou: „Komdu, við skulum fá okk- ur glas. Ég þarf þess með.“ Lou vissi, hvað Steve þjáðist; en hún hikaði, og hann bætti við fullur örvænt- ingar: „Eg get ekki verið einn, Lou! Ég get ekki afborið þessa nótt einn.“ „Að^drekka er ekki lausnin, Steve!“ „Vertu nú ekki svo barnaleg að fara að prédika. Þú ættir framar öllum að vita, hvernig manni líður.“ Hann fór með honum. Hann tók ber- sýnilega ekki eftir því, að hún drakk að- eins vatn eftir fyrsta glasið. Hann drakk eitt glasið eftir annað. Einu sinni spurði hann: „Er það til siðs að hringja til vina sinna og segja þeim, að brúðkaupið hafi farizt fyrir?“ „Fyrst skaltu tala við Evelin. Ef til vill hefur hún aðeins fengið sér ofurlítið neð- an í því —“ Augnaráð hans stöðvaði hana. Það var kuldalegt og hvasst: „Þú veizt það ef til vill ekki, en Evelyn snertir aldrei áfengi. Það er vegna raddar- innar, þú skilur. Mér fannst það líka dá- samlegt — hún var hrein eins og snjórinn, hún Evelyn mín!“ Það fór titringur um hann, Qg hann fól andlitið í höndum sér. „Skrifaðu bréf eða hringdu," sagði Lou. „Síminn er auðveldasta leiðin. Ég man, að ég notaði hann.“ „Ég elskaði rödd hennar, Lou. Ég elsk- aði glansandi hár hennar —“ „Heldur þú ekki, að það sé ráðlegast að halda nú heim, Steve? Þér líður betur þegar þú hefur hvílt þig í nótt.“ Hann pantaði eitt glas enn. „Segðu mér hvernig þér leið. Tókstu þetta mjög nærri þér? Éf til vill læri ég af því.“ Lou hafði fallið það þungt. Hún gat enn fundið til sársaukans, þetta var eins og gamalt sár, sem illa greri. Hún leit af Steve. Hún horfði á veitingaþjóninn, sem fægði glös í hinum enda veitingastofunn- ar. Hún virti andlit hans fyrir ser — nann var nauðrakaður og áhyggjufullur á svip- inn. Var hann ekki ofurlítið likur Michael? Nei, hann var það ekki. En svona var það, hún leitaði alltaf að ein- hverjum, sem líktist honum — í kirkj- um, i réttarsölum, á hverri einustu götu leituðu augu hennar að því sama. Eyru hennar hlustuðu eftir þýðum hljóm radd- ar hans. „Fyrirgefðu mér,“ sagði Steve. „Þú vilt sennilega helzt ekki tala um þetta —“ „Því ekki það? Ef þú heldur, að það geti hjálpað þér, þá skal ég segja þér það. Fornafn hans var Michael. Hann var ekki hávaxinn, alls ekki laglegur — í venjulegum skilningi — en munnur hans var vel lagaður, og augu hans voru fal- leg. Hann var listamaður — ekki framúr- skarandi. Hann varð ástfanginn af fyrir- mynd sinni. Það var síðasta námsárið mitt í háskólanum. Við ætluðum að gift- ast í júní. Michael kvæntist í maí.“ „Hefur þú aldrei séð hann síðan?“ spurði Steve. „Nei, samsumars fór ég til New York,“ sagði Lou. Steve lauk úr glasinu. Augu hans voru nú blóðhlaupin og þreytuleg. Svipur- inn á andliti hans var bitur, en hann sagði einlæglega: „Michael hlýtur að hafa verið flón. Mér finnst þú svo dá- samleg. Augun þín eru svo djúp og falleg, og hárið er svo mjúkt. Þessi hvíti lokk- ur er svo skemmtilegur. Og svo ertu þar að auka framúrskarandi lögfræðingur.“ Lou lét sig renna niður af stólnum. „Klukkan er nú tvö, Steve, og ég vil fara heim. Þú munt brátt komast að raun um, að enginn verður óbarinn biskup.“ „Já. Klukkan er orðin margt, Lou. Nú ek ég þér heim.“ Hann borgaði reikning- inn, rann niður af stólnum og datt á igólfið. J Veitingaþjónninn hjálpaði henni að íjkoma honum inn í leigubíl. Lou fór með hann heim — heim til sín. Hún þekkti móður hans! Frú Garrison mundi hafa orðið skelfd. Bílstjórinn bar hann upp í íbúðina og lagði hann á sófann. Lou lag- aði svart kaffi og reyndi að vekja hann. Þegar hún sá, að það var vonlaust, breiddi hún teppi ofan á hann, stóð dálitla stund og horfði á hann. Þykkt, brúnt hár hans var úfið, og andlit hans var barnalegt og sakleysislegt í svefninum. Hann virtist vera yngri en 28 ára. Hún slökkti ljósið fór inn í svefnherbergið og lokaði dyr- unum. Hún athugaði andlit sitt í speglinum, það var þreytulegt og fölt. Hún flýtti sér að hátta. Alla nóttina bylti hún sér svefnlaus í rúminu. Svartur blær aprílnæturinnar blés inn um gluggann, og minningarnar sóttu að henni. Hún minntist apríldaganna, þeg- ar Mikael var ennþá hjá henni og elskaði hana ennþá og þarfnaðist hennar; hún lá og starði út í myrkrið, og hjarta hennar var undarlega kalt og tómt. Grá dagskím- an lýsti upp herbergið, áður en hún hafði sofnað blund. Vekjaraklukkan hringdi klukkan níu. Lou fékk sér steypibað og klæddi sig, áð- ur en hún opnaði dyrnar að dagstofunni. Steve sat í sófanum með bolla af svörtu kaffi í hendinni. Bros hans var glettnis- legt að vanda, en að öðru leyti var hann hræðilegur útlits. „Ég hitaði kaffið, Lou. Ég hegðaði mér alveg eins og flón í gærkvöldi.“ Hann setti frá sér kaffiboll- ann og hélt um höfuðið. „O, þvílikir timb- urmenn! Geturðu gefið mér asprín?“ Hun gaf honum asprín og lagaði nýtt kaffi. ,, Viltu ekki fá þér morgunmat með mer?“ spuði hún. Steve nristi höfuðið og bjóst til að fara. I dyrunum stoppaði hann: „Hvernig er þao með nágranna þína, Lou? Á ég held- ur að bíða og fara seinna?“ Hún hló. „Nágrannar mínir eru vanir því, að karlmenn yfirgefi íbúð mina á þessum tíma sólarhringsins. Hugsaðu ekki um það. Farðu heirn og hvíldu þig, áður en þú ferð í vinnuna.“ Það vottaði fyrir brosi í augum hans: „Kærar þakkir,“ sagði hann. „Kærar þakkir fyrir allt.“ Sama kvöldið borðaði Lou með Roger. Hann hlustaði fullur samúðar, á meðan Lou sagði honum, hvað hafði komið fyr- ir kvöldið áður. Þau voru bæði þreytt eft- ir erilsaman dag, og Roger sagði hlæjandi við Lou: „Þetta góðverk hefur sannarlega tekið á þig,“ sagði hann. „Þú ert alveg örmagna! Nú ek ég þér heim, og þú ferð beint í rúmið.“ Hann borgaði reikninginn, stóð á fætur og fór í frakkann; „Ég er að hugsa um að gera það sama,“ bætti hann við. — „Ég spilaði bridge til klukk- an þrjú og tapaði þar að auki.“ Þau óku þögul eftir götunum, sem voru blautar af mildri vorrigningu. Roger rétti fram hendina og dró höfuð Lou niður á öxl sér. „Roger getur alltaf látið mér líða svo vel,“ hugsaði hún. Þau buðu hvort öðru góða nótt, og þeg- ar hún kom inn í íbúð sína, fann hún þar rósir og bréfspjald frá Steve. Hún lagði skjalatöskuna frá sér, og klukkan níu var hún háttuð. Henni fannst hún verðskulda þetta, því að hann hafði unnið Arnold- málið. Hún var orðin mjög syfjuð, þegar síminn hringdi. „Má ég koma til þín?“ spurði Steve. „Alls ekki!“ sagði Lou. „Ég er í rúm- inu og ligg hér svo mikindalega og les góða bók. Og þar að auki er ég dauðþreytt síðan í gær.“ „Ég talaði við Evelyn í dag. Ég hringdi til hennar.“ „Já, það var rétt.“ „Hún ætlar að giftast Taylor. Þau fara í brúðkaupsferð til Evrópu í næstu viku. Er það ekki skemmtilegt? Hún sagði, að hún hefði ætlað að segja mér þetta í gær- kvöld, en þá var ég farinn. Eg hef ekki séð Taylor. Við forðumst hvorn annan.“ „Já, auðvitað! Hvernig er það með vín- ið í kvöld?“ „Það er eins og það á að vera! Eigum við ekki að halda hátíð. Ég kem með flösku og kjötbita, sem þú steikir . . . „Nei, Steve. Góða nótt. Kærar þakkir fyrir blómin.“ „Góða nótt, Lou. Við sjáumst bráðlega.“ Lou gleymdi alveg Steve Garrison, þangað til hún hitti hann af tilviljun mán- uði seinna. Hann var alltof magur, augun voru enn tómleg, en hann gat þó brosað. Hann bauð henni í hádegisverð. Við borð- ið spurði hún: „Hvernig gengur?“ „Alveg ágætlega, Lou! Það er allt í lagi með dagana. Það eru kvöldin . . .“ „Og hvernig gengur nýja atvinnan?" „Ég reyni að gera mitt bezta.“ Hann brosti glettnislega: „Það á að senda mig til Cape Cod um helgina. Viltu aka þang- að með mér. Frænka mín býr þar. Ykkur mun geðjast vel hvor að annarri." Lou velti þessu fyrir sér, á meðan hún borðaði. Framhald á bls. 10.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.