Vikan


Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 6, 1952 9 Flugvél þessi kom ekki úr vernöarflugi yfir höfunum norður af Japan, þann 6. nóvember síðastl. Skömmu síðai' var þess getið í rússneskum fréttum, að skotið hefði verið á bandaríska flugvél yfir Vladivostok, sem er mesta hafnarborg Rússa við Kyrrahaf. Sagt var í fréttinni, að flugvélin hefði steypzt í sjó. Þótti þá sýnt, að um sömu flugvél væri að ræða. Hér eru líka myndir af mönnunum, sem stýrðu flugvélinni. FRÉTTAMVtDIR • sar- Frú Theresa Butler, sextug ekkja, hjarnaði við tíu klukkií- stundum eftir að læknar sögðu hana dauða. Frú Theiesa þjáðist af svefnsýki. Verið var að flytja hana inn í iíkhúsið, þegar tekið var eftir því, að hún greip and- ann nokkrum sinnum á lofti. Henni var óðar skotið inn í sjúkrahús aftur. Þar lá hún fimm daga í dvala. Nú segja læknar henni sé að fullu batnað. Þessi mynd er frá Kaliforníu. Ung filmstjarna, Laura Elliot, rekur fót- inn niður í sundlaug til að athuga hitann. Það er ekkert skrýtið, því að um þetta leyti var laugin lögð ísi. Prins Aly Kahn (til vinstri) virðist hafa fengið glóðarauga. Porfirio Rubirosa bendir myndatökumanninum hlæjandi á það, og Doris Duke, fyrrverandi eiginkona Rubirosa, horfir brosandi á. Toshiro Shimanouehi (til vinstri) kom fyrstur af fulltrúum Japana til ráðstefnunnar, sem halda átti um friöarsamninga við Japan i Golden Gate City. Hófst þessi ráðstefna 4. sept. Á myndinni sést hann veifa frá flugvélinni á flugvellinum í San Francisco. Lengst til hægri er Andrei Gro- myko heilsað í Paris af rússneska sendiherranum i Frakklandi, Alexis P. Pavlov.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.