Vikan


Vikan - 07.02.1952, Side 10

Vikan - 07.02.1952, Side 10
10 VIKAN, nr. 6, 1952 r " " • HEIMIUÐ • V— Matseðillinn Kartöf lusúpa: % kg. kartöflur, 2 1. vatn eða kjötsoð, 1 blaðlaukur (púrra), salt og pipar, 1—2 gulrætur, 30 gr. smjörlíki, 25 gr. hveiti. Kartöflurnar flysjaðar, brytjaðar smátt, þvegnar og soðnar í vatninu eða kjötsoðinu. Blaðlaukurinn og gul- rótin soðin með þar til þau eru meyr, þá tekin upp úr. Þegar kartöflurnar eru komnar í mauk, eru þær pressað- ar gegnum gatasigti með soðinu. Gulrótin skorin með riffluðum hnif i smábita og blaðlaukurinn í sneiðar. Smjörlíkið er brætt, hveitið hrært þar út i og þynnt út með kartöflusoð- inu. Krydd er látið í eftir smekk. Soðið í 5—10 mín. Þá er gulrótin og blaðlaukurinn sett út í. Borðað með hveitibrauði. Ef kartöflurnar eru mjölmiklar, þarf minna hveiti. Beinlausir fuglar: 500—600 gr. kindakjöt (bein- laust) 50 gr. reykt flesk, 80 gr. smjörlíki, 1 tsk. sykur, % tesk. salt, pipar á hnifsodd, % 1. vatn. Kjötið er skorið i alsltórar sneiðar, þversum á þræðina, og barið. Á aðra hlið kjötsneiðarinnar er kryddinu stráð og þar á er nuddað smjörlíki. Fleskið er skorið í 8 ræmur, 1 ræma sett á hverja kjötsneið og sneiðinni vafið þétt saman. Brennisteinn tekinn af aldspýtu og henni stungið gegn- um rúlluna, einnig má binda segl- garni utan um. Kjötrúllurnar brúnaðar í smjör- liki. Heitu vatni hellt yfir þær og þær soðnar við hægan hita í 2—3 stundarfjórðunga, því næst teknar upp úr. Sósan: % 1. steikarsoð, 10 gr, hveiti, salt og sósulitur. Hveitið er hrært út í köldu vatni og látið bíða um stund. Steikarsoðið jafnað með hveitijafningnum, salt og sósulitur sett í eftir smekk. Kjötrúllunum raðað á fat, eldspýt- an tekin úr áður. Soðnar og franskar kartöflur bornar með. Aprikósumauk: 300 gr. þurrkaðar aprikósur, 100 gr. sykur, 1% dl. vatn. Aprikósurnar eru þvegnar og látn- ar liggja í bleyti í vatninu og sykrin- um yfir nótt. Soðnar þar til þær eru orðnar meyrar, teknar upp úr og lög- urinn soðinn lengur og sykri bætt út í, vilji maður hafa hann sætari. Þess- um legi er hellt á aprikósurnar. Borð- að með þeyttum rjóma. Hirðing handa og handleggja. Kona þarf ekki að vera lagleg í andliti til þess að hrífa karlmann. Það eykur á yndisþokka hverrar konu, að hún hafi mjúkar og velhirt- ar hendur. Hendurnar tala sínu máli, þær geta komiö upp um smekk og menningu og illa hirtum höndum er fremúr veitt athygli en óreglulegu andliti. Það kemur oft fyrir, að kon- ur, sem hinða hendurnar vel, gleyma handleggjunum, en það er vitanlega ófært. Konur geta ekki setið aðgerðar- lausar með hendur í skauti sér. Flest- ar hafa þær einhvern starfa, hvort heldur í eldhúsinu eða annarsstaðar —- oft jafnvel á báðum stöðunum. Það er vissulega ekki auðvelt fyrir konu, sem vinnur við alls konar hreingerningar að hafa vel hirtar hendur, en hugsi hún sig ofurlítið um og fari skynsamlega að ráðum sínum, þá ætti það að geta tekizt þrátt fyrir allt. 1 fyrsta lagi þarf hún að venja sig á að nota hanzka við alla grófa vinnu. Gúmmihanzkar eru hentug- astir. Sódi, sem notaður er til hrein- gerninga orsakar, að húðin verður hrjúf og neglurnar stökkar. Auk þess er nauðsynlegt að þvo hendurnar vel, og vera óspar á naglaburstann. Húð- in mýkist, ef hún er burstuð. Þar eð óhreinindi setjast fremur í óslétta búð, er nauðsynlegt að gera allt til þess að halda henni mjúkri. Það er ágætt að setja eina teskeið af buris út í þvottavatnið, og þá má ekki gleyma að hafa alltaf einhvers konar handáburð við höndina, hann kemur í veg fyrir, að núðin þorni. Það þarf varla að taka það fram, að hand- áburðurinn verður að vera góður og ekki nægir að nota hann á eftir þvott- um, heldur þarf að bera hendur og handleggi á hverju kvöldi. Einkum þarf að gæta þess að bera vel á oln- bogana. Það er undravert að sjá hve marg- ar konur hafa ljóta olnboga. Ef húð- in er g~óf og hörð, er alveg hættu- laust að nota vikur (pimpstein) til þess að ná þvi mesta. Seinna nægir að nota naglabursta og bera því næst feitt krem á eftir. Ef húðin er mjög rauð er ágætt að nota sítrónusafa, dregur það úr roðanum, þessvegna ætti hver kona að eiga sítrónu heima — svo framarlega sem þær fást í búðum. En það þarf alltaf að nota krem á eftir, þvi að þær þurrka húð- ina. Ef fingurnir eru gulir af nikotíni vegna mikillar tóbaksnotkunar, er reynandi að ná þvi með 25% sítrónu- sýru. Það er gott að nudda hendur og handleggi einu sinni í viku úr olíu. Það er strokið upp frá fingurgóm- unum upp eftir handleggjunum að öxl og nuddað vel. Sumar konur eru svo óheppnar að hafa svokallaða gæsahús á upphandleggjunum. Þær ættu að nuddá þá vel úr olíunni, en það þarf oftar en einu sinni i viku annars gagnar það ekki. Það er hægt að fá fallega hand- leggi með því að vera í leikfimi og nuddi. Brjóstvöðvarnir styrkjast með því að gera armsveiflur. Með því að sveifla handleggjunum máttlaust fram og aftur, er hægt að komast hjá að fá áberandi vöðva, en engin kona kærir sig um að hafa vöðva eins og hnefaleikari. Tízkumynd Snotur og hentugur eftirmiðdags- kjóll úr snöggu bómullarefni með örmjóum, fíngerðum gráum og hvít- um teinum. Kraginn er úr sama efni og kjóllinn, en utan yfir honum er hvítur kragi, sem má taka af, hann er hnýttur saman með rauðum flau- elsborða. Hnapparnir eru svartir eins og lakkbeltið. XJr ýmsum áttum — Þeir sem mæla með takmörkun á ræðutíma í þinginu ættu að hafa í huga svarið, sem Gladstone gaf, þeg- ar hann var spurður, hve langan tíma hann þyrfti til að búa sig undir ræð- ur sínar. ,,Ef ég á aðeins að tala i 15 mínútur,“ sagði hann, „tekur það mig viku, ef ég á að tala í hálftíma, þarf ég að minnsta kosti þrjá klukku- tíma, en ef lengdin er ótakmörkuð, get ég byrjað þegar í stað.“ ! ! ! Kona nokkur ávítaði doktor John- son harðlega fyrir að hafa tekið í orðabók sína orð, sem henni þótti í hæstá máta ósiðleg. „Hafið þér enga sómatilfinningu ?“ sagði hún. „Eruð þér að reyna að hrella alla þá, sem líta í orðabókina? Sjáið þér ekki, að svona orð ætti alls ekki að prenta, allra sízt þó með skýringum." „Frú,“ sagði doktor Johnson, „orð- in hefðuð þér aldrei séð, ef þér hefð- uð ekki flett upp á þeim.“ ! ! ! Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Framhald af bls. 7. „Ég er fæddur í Cape Cod,“ hélt Steve áfram. „Hefur þú nokkurn tíma komið til Nýja-Englands í maí?“ Lou hristi höfuðið. „Nei! En ég er svo óheppin, að mér er boðið út á laugardag- inn.“ „Getur þú ekki hætt við það? Við get- um farið á föstudagskvöld og komið aftur á sunnudag. Ég get lokið viðskiptaerind- um mínum á laugardagsmorgun, meðan þú sefur. Þú ert þreytuleg, Lou.“ „Ég gæti hætt við það,“ sagði Lou. „Ef mér skjátlast ekki, þá verður lítið við að vera þessa helgi. En ég verð að athuga þetta fyrst. Og ég er þreytt — dálítið!“ „Við skulum skemmta okkur vel!“ Steve borðaði ekki. Fingur hans fitl- uðu eirðarleysislega við dúkinn og silfur- borðbúnaðinn. „Við getum veitt öðu- skeljar. Ég veit um litla veitinga- stofu, þar sem er ágætt að borða — og við förum í sólbað, Lou. Nýja-Englands- sólin er dásamleg. Hvað segir þú við því?“ „Þetta lítur vel út. Ég segi já.“ Sama kvöld hringdi hún til Roger. Hann hafði fengið leikhúsmiða og var hálf- gramur. Lou sá hann fyrir sér, á meðan hún talaði við hann. Hún sá hann strjúka þykkt, grátt hárið —- það var hans vani, þegar illa lá á honum, og svo hleypti hann sjálfsagt brúnum. En að lokum sætti hann sig við þetta og sagði góðlátlega: „Jæja, væna mín. Skemmtu þér vel. Við sjáumst, þegar þú kemur aftur.“ Lou þótti leitt að særa hann, en hins- vegar langaði hana mikið til að sjá fæð- ingarstað Steve Garrison. Þau komu sólbrunnin og hraustleg aft- ur frá Cape Cod. Þau höfðu tekið nokkr- ar myndir. Ein þeirra var af Steve og Lou við öðuskelja veiðina. Lou var í gömlum stuttbuxum af frænda sínum. Þegar Steve sá myndina, blístraði hann: „Hversvegna gengur þú alltaf í skraddara saumuðum fötum?“ spurði hann. „Þý leynir alltof vel fallegum líkamsvexti þínum.“ I Cape Cod hafði hún líka fengið matar- uppskrift hjá Andy gamla í veitingakránni. Hann var einstaklega laginn við alla matargerð, sá gamli. Maí leið, júní tók við og síðan júlí. Hit- inn í borginni var óþolandi. Það varð að vana hjá Steve að líta inn til Lou nokkr- um sinnum í viku. Roger var oft með Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.