Vikan


Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 6, 1952 til Ostend. Ég hafði upphaflega ætlað mér að fást við Áka prins hér í hótelinu, en nú ákvað ég að sitja fyrir honum á meginlandinu, og ég sendi ungfrú Spensu hingað með margvíslegar upp- lýsingar. Aldrei er ein báran stök, og nú þurfti endilega dauðans bjálfinn hann Dimmoki að reyna að skerast úr leik. Hann hafði áður svarizt i lið með okkur. Hin minnsta hindrun hefði getað eyðilagt allan undirbúninginn, og ég var neydd- ur til — til að ryðja honum úr vegi. Hann ætlaði að svíkja okkur — iðraðist illa gerða sinna, og því þýddu engin kverkatök. Mér þótti þetta afar leitt, en annað varð ekki gert. Nú, svo virtist allt ætla að mistakast, þegar þú og dóttir þín komuð til Ostend. En samt tókst mér að halda vesalings Áka litla fram yfir tiltekinn tíma, og þá náðuð þið honum af mér. Ég get ekki neitað því, að þar unnuð þið á mér sigur, þó að sá sigur kæmi helzti seint fyrir ykkur. Tíminn var útrunninn, og að því er ég vissi bezt, skipti nú engu máli, hvort Áki fengi að tala við Leví Sampson eða ekki. En húsbændur mínir voru ekki ánægðir með þetta, enda þótt Áki prins hafði legið vikum saman sjúkur í Ostend. Þeir virtust álíta, að samræður milli Leví Sampsonar og Áka prins myndu verða þeim til tjóns, þó að langt væri liðið fram yfir tiltekinn tíma. Svo að þeir tóku mig aftur á mála. Og í þetta sinn vildu þeir, að ég — að ég kæmi Áka fyrir kattarnef. Þeir buðu miklar upphæðir." „Hvað miklar?" „Ég hafði þegar tekið við fimmtíu þúsund pundum fyrir fyrra verkið, og af þvi ég fékk Rokkó helminginn. Rokkó átti líka að verða meðili að einhverjum frægum evrópskum félagsskap — og hann mat það miklu meir en peningana! Fyrir seinna verkið átti ég að fá hundrað þúsund. Það var mjög sæmilega borg- að! Mér þykir leitt ég skyldi verða af'þvi.“ „Segirðu satt,“ spurði Rakksoll og hryllti við þessari bláköldu játningu, þrátt fyrir allt, sem hann hafði vitað áður, ,,að þér hafi verið boðn- ar hundrað þúsund pund fyrir að byrla Áka prinsi eitur ?“ „Þú segir þetta svo ruddalega," svaraði Sjúis. „Ég vil heldur segja, að mér hafi verið boðnar hundrað þúsundir, ef Áki prins mundi deyja inn- an ákveðins tíma.“ „Og hverjir voru þessi húsbændur þínir?“ „Satt að segja veit ég það ekki.“ „Og þú veizt að minnsta kosti, hver borgaði þér fimmtíu þúsund pundin og hver hét þér hundrað þúsund pundunum." „Já,“ sagði Sjúls, „og þó óljóslega. Ég veit einungis, að hann kom um Vinarborg — frá Bosníu. Ég áleit, að þetta væri í einhverjum tengslum við verðandi kvonfang kóngsins í Bosníu. Hann er ungur að árum og hófst til valda vegna pólitískrar togstreytu, og efalaust vilja ráðherrar hans fá honum vænlegt kvon- íang. Þeir reyndu það í fyrra, en þeim mistókst, af því að prinsessan hafði þá þegar litið vonar- augum til annars, en það var Áki prins. Ráð- herrar kóngsins í Bosniu vissu allt um efnahag Áka prins. Þeir vissu líka, að hann mundi ekki fá pririsessunnar án þess að jafna fyrst skuldir sínar, og þeir vissu, að hann mundi ekki geta jafnað skuldir sínar, nema með þvi að fá lán hjá Leví Sampsyni. Til allrar ólukku vildu þeir að endingu gera Áka prins algjörlega óvigan. Þeir óttuðust hann mundi geta komið málum sín- um í kring án hjálpar Leví Sampsonar. Nú, og svo hljótið þér að vita afganginn. . . . Mér finnst leitt, að vcslings litli, saklausi kóngurinn í Bosníu skuli ekki geta fengið prinsessunnar, sem ráðherrarnir hafa valið handa honum.“ „Þá heldurðu, að kóngurinn sjálfur hafi engan þátt átt í þessum andstyggilega glæp?“ „Áreiðanlega ekki." „Það gleður mig að heyra," sagði Rakksoll. „En segðu mér nú nafnið á þessum manni, sem samdi við þig.“ „Hann var einungis umboðsmaður ráðherr- anna. Hann kallaði sig Slesak. En ég býst við það hafi ekki verið hans rétta nafn. Ég þekki ekki hans rétta nafn. Hann var gamall og bjó oftast í Ritshóteli í París." „Ég þarf að hafa upp á honum," sagði Rakk- soll. „Það gerir þú ekki hérna megin grafar," sagði Sjúls. „Hann er dauður. Ég frétti það í gær- kvöldi — rétt áður en við byrjuðum eltingar- leikinn." Það var þögn. ,,Jæja,“ sagði Rakksoll. „Áki prins lifir þrátt fyrir allt. Réttlætið hefur reitt upp hramminn." „Rakksoll er hér inni, en þér getið ekki fengið að tala við hann, ungfrú," heyrðist sagt fyrir utan. Það var dyravörðurinn. Rakksoll spratt á fætur og gekk út að dyrunum. „Hvaða blaður!" svaraði kvenmaður ákveðinni röddu. „Svona leyfið mér að komast." Dyrnar opnuðust, og Nella kom inn. Augu hennar voru tárvot. „Ó, pabbi!" hrópaði hún. „Ég hélt þú værir úti. Við höfum verið að leita þín alls staðar. Komdu fljótt, Áki prins er að deyja —“ Svo varð henni litið á manninn, sem sat á rúmstokknum, og þagnaði. Seinna, þegar Sjúls var orðinn einn eftir í her- berginu, sagði hann við sjálfan sig, „ég verð að ná einhvern veginn í hundrað þúsundirnar." ° 28. KAFLI. Áki prins liygur fyrir dauðanum i annað sinn. Bæði Aribert prinsi og Hans flaug strax í hug, að Áki hefði sopið á eitraða víninu, þegar þeir sáu hann hniga úr stólnum og niður á gólf- ið. En eftir stundaríhugun sáu þeir, að það fékk ekki staðizt. Ef Áki prins af Pósen var nú ör- endur, hlaut það að vera af öðrum sökum en rómaní konti. Aribert laut yfir hann, og sterk- ur þefur barst að vitum hans af vörum manns- ins. Þá skildi hann undireins, hvernig í öllu lá: þetta var lykt af ópíumseyði. Og þefurinn af þessu baneitraða eiturlyfi virtist nú svífa í loft- inu. yfir öllu borðinu. örvænting hafði skyndi- lega gripið Áka prins. Hann hafði þegar í stað ákveðið að taka inn eitur og framfylgt því á augabragði, meðan athygli Ariberts hafði snúizt frá honum og að Hansi gamla. Ópíumseyðið hlaut hann að hafa borið í vasanum, og þar af leiðandi gat ekki annað verið en hann hefði fyrir nokkru ákveðið eiturtökuna, líklega skömmu eft- ir að hann gaf Ariberti heitið. Nú minntist Ari- bert með nokkrum sársauka orða frænda síris: „Ég tek aftur heit mitt. Heyrirðu það, ég tek aftur heit rnitt." Skömmu eftir að hann sagði þessi orð, hlaut hann að hafa tekið ákvörðun. „Það er ópíumseyði, Hans," sagði Aribert von- leysislega. „Auðvitað hefur hans hátign ekki tekið inn eitur," sagði Hans. „Það er óhugsandi." „Ég er hræddur um það sé engu að síður satt,“ sagði Aribert. . „Það er ópíumseyði. Hvað eigum við að gera? Fljótur nú, maður." „Við verðum að vekja hans hátign, prins. Hann þarf að taka inn uppsölulyf. Við getum borið hann inn í svefnherbergið.“ Þeir gerðu það, og lögðu hann á rúmið; og því næst bjó Aribert til uppsölulyf úr mustarði og vatni og gaf honum það inn, en ekki til neins. Maðurinn lá hreyfingarlaus, slaknað hafði á hverjum vöðva. Hörund hans var ískalt viðkomu, augun hálflokuð, svo að rétt sást í augastein- inn, og hann hafði kiprast saman i kvölunum. „Farðu og sendu eftir lækni, Hans. Segðu, að Áki prins hafi skyndilega orðið veikur, en það sé ekki alvarlegt. Enginn má nokkru sinni heyra hið sanna." „Við verðum að vekja hans hátign, herra,“ sagði Hans gamli aftur, um leið og hann hraðaði sér út um dyrnar. Aribert reisti frænda sinn upp úr rúminu, skók hann til, kleip hann, laust hann með hnefunum, dró hann um rúmið, en ekki til neins. Að end- ingu gafst hann upp af þreytu og lagði prinsinn aftur út af í rúmið. Hver minúta virtist löng eins og eilífðin. Og Aribert varð að leiksoppi örvilnaðra hugsana, þar sem hann sat við stokk- inn, frændi hans sem dauður í rúminu og þögn- in þung og kvíðvænleg. Yfir hann féllu kaldir geislar rafmagnsljóssins. Hinn sorglegi ferill írænda hans stóð honum iifandi fyrir hugskots- sjónum, og nú skildi hann, að svona góðlynt og veikgeðja og óhamingjusamt barn i valdastóli, hlaut að deyja smánardauða fyrir aldur fram. Ef hamingjan hefði verið honum heldur hliðhollari, hefði hann getað fetað rimann milli hins rétta og ranga og látið mikið til sín taka í stjórn- málum Evrópu. En nú virtist öllu lokið, hramm- ur örlaganna hafði lostið hann. Og samstundis sá Aribert allar framtíðarvonir sínar hrynja í rúst. Nú yrði hann sjálfur að setjast í hásæti frænda síns, enda þótt honum hefði ævinlega fundizt hann illa til þess fallinn. Hann var í eðli sínu mótsnúinn hugsjónum prinsdómsins. Prins- dómurinn hafði svo margt í för með sér, sem hann gat ekki beygt höfuð fyrir. Honum fylgdi stjórnmálalegt hjónaband, þar af ‘leiðandi þving- unarhjónaband, valdbeiting gegn frjálsræði mannsins. Og hvað mundi þá verða um Nellu —- Nellu? Hans kom aftur. „Ég er búinn að senda eftir nálægasta lækni og sérfræðingi líka,“ sagði hann. ,,Gott,“ sagði Aribert. ,,Ég vona þeir flýti sér.“ Því næst settist hann niður við borðið og skrif- aði á bréfspjald. „Farðu sjálfur með þetta til ungfrú Rakksoll. Ef hún er ekki í hótelinu, fáðu þá að vita, hvar hún er og farðu svo þangað. Skilurðu, þetta er mjög áríðandi." Hans hneigði sig og fór í annað sinn, og Ari- bert var einn eftir. Hann skotraði augum til Áka, gerði siðan aðra tilraun til að vekja hann af dauðadáinu, en ekki til neins. Hann gekk út VEIZTU ÞETTA — ? Mynd til vinstri: Þetta er glæsilegur bústaður fyrir söng- fugl. — Mynd efst í miðið: Sagt er, að hljóðið heyrist skemur á hafi úti heldur en á fersku vatni, vegna þess, að í hafinu er magnesium sulfat. — Mynd neðst í miðið: Hyrnd- ur krókódíll er talinn sjald- gæfari en tennt hæna. — Mynd til hægri: Bankasendl- ar með poka fulla af silfri geta gengið um göturnar i Mexico —• án nokkurra varða — jafnvel á byltingartímum. (

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.