Vikan


Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 15

Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 6, 1952 15 MYRTA MUMÍAN Þetta var ósvífinn glæpur. Morð- inginn greip um fætur hins tiu ára gamla barns og mölbraut höfuðið við steinsúluna. Annað augað hrökk út og það var djúpur skurður yfir neðri vörina. Báðir fætur brotnuðu upp við mjöðm og vinstra knéð fór úr liði. Siðan kom morðinginn öllu þannig fyrir, að þetta gat litið út sem slys. Engin tilraun var gerð til að leyna láti barnsins. Líkami þess var smurð- ur á fagurlegan hátt samkvæmt dýr- ustu siðum hærri stéttanna. Síðan var hann vafinn í hörgulan dúk og smurður gúmi, nafn barnsins letrað framan á umbúðirnar. Að því búnu var það greftrað á viðhafnarmikinn hátt í nánd við hina fornegifzku borg, Þebu. Hér um bil 1700 árum síðar (morðinginn þurfti þá vitaskuld ekki lengur að óttast verði laganna), var barnið flutt sem velgeymd múmía í borgarsafn Vanköver í Brezku- Kolumbíu. (á vesturströnd Kanödu). Næstu þrjátíu ár hvildi múmían litla í safninu á beði sínum: fábreytt- um, brúnmáluðum viðarkistli. Skorpnaðar umbúðirnar voru maðk- étnar og gular af elli. Nakið and- litið var svart orðið fyrir áhrif smyrslanna. Nafn hennar hafði ver- ið þýtt „Díana", og þess vegna álykt- uðu skólabörnin sem svo, að þessi eftirlætis safnsgripur þeirra hefði einu sinni verið litil, lifandi telpa. • En sérfræðingar safnsins voru aldrei sammála hver múmían væri, þrátt fyrir nafnið og það, sem eftir var af andlitinu. Erna von Engel- Baiersdorf, formaður fornleifafélags safnsins ákvað, að hún skyldi athug- uð nánar. Liðið sumar var múmían borin yfir götuna og inn á rannsókn- arstofu. Þar var hún gegnumlýst með röntgengeislum. Sterku geislarnir sýndu löskun á beinunum. Veikari geislarnir sýndu ásigkomulag húðarinnar, sem nú líkt- ist einna mest því að vera sútuð. Röntgengeislar sýndu líka beina- grindina af furðulegri nákvæmni. Við athugun reyndist hún vera af pilti. Dr. T. C. Skeat í Brezkasafninu í London kynnti sér röntgenmyndirnar. Hans útskurður var sá, að líklega hefði „Díana" verið myrt og áreið- anlega misnefnd. Skeat þýddi á ný letrunin á umbúðunum og auglýsti, að nafn piltsins væri Panechates, son- ur Hatresar. Vafalaust hafði piltur- inn verið af tignum ættum og einhver keppinauturinn rutt honum úr vegi. Greftrunin fór fram einhvern tima á 3. öld fyrir Krist. Fyrir skömmu, þegar þessi ósvífni glæpur hafði verið uppljóstraður, hvildi Penechates aftur í kistli sínum í bogagangi úti fyrir sýningarsal kínverskrar listar. Allt og sumt, sem unnt var að gera, var að skipta um skilti yfir líkbörum hans, svo að hann yrði að minnsta kosti upp frá þessu nefndur sínu rétta nafni. (Lausl. þýdd úr Time). Hvernig fór Georg að því að fót- brjóta sig? Tja, sérð þú tröppurnar þarna hinumegin ? Já, minna má nú sjá. Goggi greyið sá þær ekki. Eins og gengur — Eins og gengur —! Hann náji stafnum! ,Það er ekkert að þessu buffi." Dómarinn: Hvað er nú þetta, þér kominn hingað einu sinni enn? Skammist þér yðar ekki fyrir að vera hér? ! Fanginn: Nei, herra dómari. Það sem er nógu gott fyrir yður, ætti líklega að vera fullgott fyrir mig. Hann: Hvernig líður manninum yðar? Það er svo langt síðan ég hef séð hann. Hún: Manninum mínum ? Það hef ég ekki hugmynd um. Þegar ég kem heim, þá fer hann út, og ef hann er heima, fer ég út. GEORG & CO. H.F. PAPPAUMBÚÐIR Skúlagötu 59 (hús Ræsis) Sími 1132 Framleiöum álls konar pappaumbúðir fyrir iðju og iðnað, t. d. fyrir: Skóverksmiðjuir, Smjörlíkisgerðir, Sælgætisverksmiðjur, Saumastofur, Klæðskera, Bakara, Snyrtivörur o. fl., o. fl. SMEKKLEGAR UMBÚÐIR ER BESTI SELJARINN. niöursoönir Höfum nú fyrirliggjandi eftirtáldar tegundir af niöursoðnum ávöxtum BLANDADIR ÁVEXTIR hálfar og heilar dósir APRIKÖSUR ANANAS margar tegundir FERSKJUR hálfar og heilar dósir HINDBER JARÐARBER PERUR Ávextirnir eru eingöngu frá þekktum verk- smiðjum og er því tryggt að aðeins er um fyrsta flokks vöru að rœða. EGGERT KRISTJÁNSSON & Co. h.f.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.