Vikan


Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 1

Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 1
16 síður Verð 2,50 Nr. 7, 14. febrúar 1952 <J&"1 &nTl K AN Sápuverksmiðjan Sjöfn á Akureyri. Árið 1932 tók SlS og KEA á Akureyri saman höndum um að setja á stofn sápu- verksmiðju. Hlaut hún nafnið Sjöfn, og reis í Grófargili við Kaupvangsstræti. Árið 1939 tók Ragnar Ólason efnafræð- ingur við forstöðu verksmiðjunnar og um það leyti voru á henni gerðar ýmsar um- bætur. Síðan starfaði hún ósleitilega allt til þess er verksmiðjuhúsin brunnu í eldi 22. apríl 1950. Mestur hluti véla eyði- lagðist í eldinum, en nokkur hluti hússins reyndist nothæfur, þegar endurbygging var hafin. Var á því byrjað skömmu eft- ir brunann, en seint á liðnu sumri mátti heita að verkinu væri lokið. Nýjar vélar voru keyptar til verksmiðjunnar frá Þýzkalandi, og framleiðslan hafin með nýjum krafi. Sápuverksmiðjan Sjöfn framleiðir fleira en sápur, þótt annað mætti/lesa af nafn- inu einu. Meðal annars eru búin til kerti, ýmis konar, stór og lítil, skrautkerti og ¦altariskerti. Hráefnið í kertin er eingöngu innflutt: það er parafín og sterín. Þarna er líka búið til júgursmyrsl, trélím og kítti. En aðalframleiðslan er þó þvotta- 'duft og ýmis konar sápur: handsápur, blautsápa, raksápur, sápuspænir. Hrá- efnin í sápuna eru að mestu leyti innflutt. Að vísu er sauðafeiti hentug, en hún er miklu dýrari en tilsvarandi útlent hráefni. Sömuleiðis má nota hert lýsi, en þó er það ekki gert enn sem komið er nema í litl- um mæli. Nú skal lítillega athugað, hvernig sápa er búin til og hverjir eiginleikar hennar eru: Hráefnin til sápuframleiðslu eru fitu- efni og kalí- eða natronlútur. Fituefnin eru feitar sýrur í efnasambandi við glyserín. Þegar feiti er soðin með kalí- eða natronlút, skilst glyserínið frá, en fitusýrurnar sameinast kalíum eða natrí- um og mynda með þeim kalíum- eða natríumsölt, en það eru þessi sölt, sem við köllum sápu. Til framleiðslu á blautsápu er notuð línolía eða sojaolía, soðin með kalílút. Til Framhald á bls. S. Efri myndin: Innpökkun á blautsápu. Neðri myndin: Sápuþurrkari.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.