Vikan


Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 7. 1952 3 Sápuverksmiðjan Sjöfn á Akureyri (Framhald af forsíöu). þess að sápan verði hæfilega þ£tt, er bætt í ögn af pottösku, kalíumklóríð og glervökva (vandglas), sem er sérstakt kísil samband. Fitusýruinnihald svona sápu er 38—40%. Framleiðsla á harðri sápu er ekki eins einföld. Algengasta hráefni í hana er svínafeiti, tólg og kókosfeiti, soðin með natronlút. Til þess að fá harða sápu með mikilli fitusýru, verð- ur að fjarlægja glyserínið, sem losnar úr sambandi við fitusýr- urnar, en það er gert með því að setja saman við blönduna matarsalt. Glyserínið leysist sem sé upp í saltvatni, en sáp- an ekki, og með því að þessi upplausn sezt á botninn, er hægt að láta hana renna undan. Eftir verður þá sápukjarninn, sem inniheldur 60—62% fitusýru, og hann er síðan þurrkaður unz fitusýrumagnið er orðið 80— 85%. Það er þessi sápa, sem notuð er í sápuspæni og hand- sápu. Fyrst eru sett í hana ilm- efni, og síðan er hún hnoðuð á milli valsa, unz hún hefur sam- lagazt vel og hægt er að móta hana. Sápan er gædd eiginleikum, sem engin efni, er áður voru þekkt, höfðu til að bera, og sem gerir hana sérlega góða til þvotta. Gera má ráð fyrir, að óhreinindi í fötum séu að nokkru leyti efni, sem uppleys- anleg eru í vatni, t. d. ýmsar sykurtegundir, en að hinu leyti efni, sem eru óuppleysanleg í vatni, t. d. fita og eggjahvítu- efni, en það er 'einkum þessi efni, sem binda föst óhreinindi eins og ryk við fötin. Til þess að ná burtu þessum efnum, þarf eitthvert efni, sem hefur þau áhrif, að vatnið geti gegnvætt fötin, og slíkt efni er einmitt sápan. Allir vita, að fitug föt er ekki hægt að gegnvæta í vatni — vatnið sezt í dropum á fituna og kemst ekki inn í fötin. Það er sagt, að yfirborðsspennan milli fitu og vatns sé mikil. Sápan minnkar yfirborðsspennu vatnsins, sápuvatnið smýgur inn í fötin, gegnvætir þau, og við það fljóta fitu- og rykagn- ir út í sápuvatnið, sem síðan er hægt að skola. Um þvottaefnin er það helzt að segja, að í þeim er sápa, sódi og glervökvi, og auk þess efni, sem nefnist natriumper- borat. Þegar natríumperborat er hitað upp, gefur það frá sér súrefni, sem bleikir (lýsir) þvottinn. Efri myndin: Vél spænir sápuefni. Neðri myndin: Þvottaduftsframleiðsl- an fer öll fram í váum. Á myndinni sést lokastigið. Vélin að baki mælir í pakkana. Stúlkurnar loka þeim. Fólkið, sem við kynnumst. n. grein, eftir George Checklin. Norski kokkurinn. Þegar ég hélt frá Islandi 1948, tók ég mér íari með norsku tankskipi, sem sigla skyldi til Rotterdam. Ég átti að vera hjálparkokkur. Þvi var það heppilegt, að eini maður allrar áhafnar- innar, sem gat talað ensku, skyldi vera kokkur- inn, öldungur á sjötugs aldri, og brátt urðum við mestu mátar, enda máttum við snúast hvor um annan á fáeinna fermetra gólffleti. Aldrei sneri hann að mér nema betri hliðinni, enda þótt hann ræki hásetana stundum út úr kokkhúsinu með exi í annarri hendi. Hann bar skrýtinn og þó blíðan persónuleika, var talsvert sérvitur og vangæfur með köflum. Lífið virðist hafa verið miklu ævintýraríkara fyrr á tímum heldur en nú, og saga Bens var saga hins eirðarlausa flakkara. Forfeður hans höfðu verið prestar hver fram af öðrum, en sjálfur rauf hann þá hefð og strauk á brott með skonnortu, þegar hann var réttra fimmtán ára. Skonnorta þessi sigldi með fram strönd Afríku og kom við á minnstu höfnunum. Hann „stakk af“ í Höfðaborg og komst einhvern veginn til Kimberley, þar sem hann sióst i för með leið- angri, sem var á norðurleið. En honum þótti þef- urinn af innfæddu burðarmönnunum svo illur, að hann yfirgaf leiðangurinn, þegar hann sá sér færi, og hafnaði í Durban, sem er hafnarborg á austurströnd Suðurafríku. Þarna réðist hann á annað skip, sem sigldi ti! Ástralíu og síðan til Nýjasjálands. Hann strauk af skipinu í Perth (höfuðborg Vesturástralíu) og gekk nú i félagsskap óðra gullleitarmanna nálægt Kalgoorlie (borg í Vesturástralíu, 380 enskar mílur norðaustur af Perth). Gullleitin tók brátt enda, og hann lét reka austur á bóginn og fékk sér vinnu af og til á bóndabæjunum. Að lokum kom hann sér á skip, og allt í einu dúkkar honum upp í hinni óþrifalegu höfn San Fransiskó. Nú byrjaði fimm ára flakk um Bandaríkin þver og endilöng og Kanödu að auki. Hann ferðaðist ókeypis fleiri hundruð mílur í flutningsvögn- um járnbrautanna, en þegar einn lagsbróðir hans féll niður á sporið og missti annan handlegginn, þá var Ben nóg boðið og hætti að sækja á þau mið. Hann sagði mér hina furðulegustu hluti, en ég mátti gæta mín að spyrja hann ekki of ákaft, annars var hann vanur að bíta fast um munn- stykki pípunnar og muldra: ,,Ég man ekkert um það“. Þá varð ég að bíða og leggja mig allan fram við afhýðingu kartaflnanna, og brátt hélt hann ósjálfrátt frásögninni áfram. Nú sigldi hann heim til Noregs, og áður en á löngu leið hafði hann náð sér í eiginkonu og keypt grænmetisverzlun. Og þar er hann enn í dag, en öðru hvoru grípur óeirðin hann, og þá gengur hann út úr búðinni og niður á höfn og stígur á eitthvert skip. Þá gleymir hann verzluninni, konu og börnum, og situr þarna einn á þilfarinu fram eftir kvöldi og vefur sér drauma úr blikandi þráðum tunglskinsins. Dag einn kom hann til mín, þar sem ég sat í herbergi mínu og skrifaði, og þá fór hann með ljóð, sem hann hafði ort, og enda þótt það væri á norsku fann ég I því mikinn kraft og fegurð og hægláta hrynjandi. Á fyrstu árunum hafði hann ort mikið, bæði ljóð og sögur, og líka skrifað greinar, en nú var það allt búið að vera. Heima í Osló fer hann í bíó á hverju kvöldi og vonar hann geti með því móti lægt eitthvað flökkunarástríðu sína. Ég heimsótti hann síðastliðið ár og spjallaði lengi við hann í litlu herbergi að baki verzlunar- innar, þar sem hann geymir safn af fögrum postulínsgripum fxá Dresden og bækur eftir Shakespeare og Konrad og fleiri meistara. Siðan ráfuðum við urn göturnar og hann sýndi mér Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.