Vikan


Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 7. 1952 UPPELDISGREIN *• •• Eftir G. C. Mycrs Ph. D. aillltlllNIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMM'^ Kökuuppskriftir Tvíbökur: 1% kg. hveiti, 9 dl. mjólk, 250 gr. smjör, 200 gr. sykur, 100 gr. ger. Gerið er leyst upp í einni mat- skeið af sykri. Saman við er látinn 1 dl. af volgri mjólk og hveiti. Hrært saman í þykkan graut og sett á hlýj- an stað í 20 min. og látið lyfta sér. Þá er hveitið, sykurinn, volg mjólk- in og gerduftið hrært saman og hnoð- að og smjörinu núið inn í deigið með höndunum, haldið þannig áfram að hnoða þar til það er laust við fatið. Nú er deigið sett til hliðar og látið bíða í klst. eða þar um bil. Deigið er því næst hnoðað milli handanna i litl- ar kúlur og þær settar á smurða plötu. t>ær eru látnar lyfta sér enn í 15 mín. því næst settar inn í ofn- inn og bakaðar við góðan hita. Þeg- ar þær eru orðnar kaldar, eru þær skornar sundur um miðjuna með beittum hníf, látnar inn í ofninn og þurrkaðar við hægan hita. Tízkiimynd Þessi svarta blússa úr ullar jersey við bleikrautt kvilterað pils er falleg- ur búningar á unga og granna stúlku. Pilsið er stungið með rauðu og um mittið er hnýtt rauðu silkibandi. Bónorösaga Marks Twains. Ég bað Livy þrisvar sinnum og fékk jafnmörg hryggbrot, áður en hjónaband var afráðið. Dag einn gróf ég upp heimboð frá bróður hennar, Charley Langdon. Ég dvaldist viku hjá honum í Elmira. Það var skemmtileg vika, en hún tók enda og mér reyndist ógjörningur að finna upp neitt til að framlengja henni. Það kvöld kvaddi ég fólkið í Elmira, og ég og Charley tildruð- umst upp í aftursæti vagnsins. Það hafði nýlega verið gert við sætið, og hafði gleymzt að festa því, en það vissum við ekki — mér til mikilla Ostastengur: 125 gr. hveiti, 75 gr. smjörlíki, 100 gr. sterkur ostur, 1 dl. rjómi eða rjómabland, % tesk. salt, 1 hnífsoddur hjartasalt. Osturinn er rifinn á rifjárni eða saxaður í söxunarvél. Hjartasalti og salti er blandað í hveitið og þar í er smjörlíkið mulið. Osturinn settur i og vætt i með rjómanum. Deigið hnoðað og látið bíða á köldum stað um stund. Flatt út í %, cm. þykka köku, sem er pikkuð og skorin í 2 cm. breiðar ræmur 12 cm. langar. Settar á plöt- una með hníf og bakaðar ljósbrúnar. Hveitikex: 250 gr. hveiti, 65 gr. kartöflu- mjöl, 90 gr. smjörlíki, 30 gr. sykur, 1 egg, 3 matsk. vatn. Kartöflumjölinu og hveitinu er sáldrað á borð. Smjörlíkið mulið sam- an við, vætt með egginu og vatn- inu. Hnoðað, flatt út. Skorið í tígla eða tekið undan glasi. Pikkað. Bak- að ljósbrúnt. heilla. Þegar ökumaðurinn sló til hestsins, þeyttist hann áfram, en við Charley báðir aftur á bak. Ég skall niður beint á hvirfilinn og stóð um stund í þann endann, síðan féll ég til jarðar í óviti. Þar með framlengdist dvöl min um þrjá daga og mér miðaði óðum nær markinu. Hún kom oft til mín að sjúkrabeðnum og að lokum trúlofuð- umst við skilorðisbundið — skilyrðið var samþykki foreldra hennar. Faðir hennar bað mig um meðmæli — ég varð við því. Brátt bárust svörin og skotið var á fjölskyldufundi. Ég hafði visað hon- um til sex mikilsmetinna manna. Svör þeirra voru allt annað en álit- leg. Allir kunnu þeir tölu á göllum mínum. Og ekki var einungis að þeir teldu þá upp, heldur ræddu þeir um þá af mikilli vandlætingu. Klerkur, og fyrrverandi aðstoðarkennari við sunnudagaskóla bættu því við, að ekkert væri líklegra en ég endaði sem fyllibytta. Ég var alveg agndofa. Faðirinn, Langdon, var auðsæilega líka agn- dofa. Að lokum hóf hann upp höfuðið, hvessti á mig augun skær og ljóm- andi og sagði: „Hvernig fólk er þetta? Áttu engan vin í heiminum." Ég svaraði: „Bersýnilega ekki.“ Þá sagði hann: ,,Þá skal ég verða vinur þinn. Taktu stúlkuna. Ég þekki þig betur en þeir allir.“ PÓSTURINN Frarnhald af bls. 2. fljúgi í munn ykkar fyrirhafnarlaust. Annars held ég, að þið veltið þessu of mikið fyrir ykkur, það er heppi- legast að láta þetta koma af sjálfu sér. Þið skuluð ekki ,,taka sjálfa Hafið auga meö mafaræði barnsins. Jafnskjótt og barnið fer að sitja til borðs með fjölskyldunni, vill það hjálpa sér sjálft eins og það getur. Það er gott að hvetja það til þess að borða sjálft. Það er ekki til betri leið til að örva matarlyst þess og vekja sjálfstraust hjá því. Því finnst e. t. v. einnig 'meira til þess koma að drekka mjólk, sem það sjálft getur hellt i lítið glas handa sér úr lítilli könnu. En það er ekki hægt að gera ráð fyrir, að allar fæðutegundir, sem fullorðna fólkið neytir, séu hollar fyrir það. Þetta er ekkert vandamál því barni sem hefur lærzt að skiija merkingu orðsins nei við matarborð- ið, því að þar merkir nei: „þetta er aðeins fyrir fullorðna fóikið." Skemmtileg dœgrastytting. Barn tveggja til fimm ára hefur mikla ánægju af að setja sykur út á grautinn sinn og ennþá ánægju- legra finnst því að fá sér salt úr salt- stauknum út á hvað sem er. Ef það hlýðir ekki, þegar því er sagt, að það hafi látið nógu mikið, þá er bezt, að því sé alls ekki leyft að taka sér þetta sjálft. Það kemur jafnvel fyrir, að töluvert eldra barn notar of mik- ið af sykri eða salti ef ekki er höfð gát á því. Það þarf ekki að vera bragðið af saltinu eða sykrinum, sem þessu veldur, heldur miklu frem- ur aðferðin við að setja það út á, einkum við saitið. Nú hafa læknavísindin gert þá uppgötvun, að fullorðið fólk geti borðað of mikið salt en hollt er heilsu þess, og að heilsuveilt fólk ætti að borða mjög lítið eða næstum alls ekkert salt. Eftir þvi sem ég bezt veit hefur ekki verið gerð rannsókn á þessu sviði viðvíkjandi börnum. Það, sem er eftirtektarvert er það, að sumu fullorðnu fólki, sem notar of mikið salt, hefur verið leyft í bernsku að hella því út á matin* sinn. Frá sálfræðilegu sjónarmiði væri hægt að álykta, að þar sem mörg börn hefðu svo gaman af a« fá sér salt úr saltstauknum, gætu þau auðveldlega örvað matarlystina meS mikilli saltnotkun, sem héldi sv* áfram alla þeirra ævi. Sömuleiðia hefur of mikil sykurnotkun með ýma- um fæðutegundum á aldrinum tólf, átján eða fimmtíu ára verið rakin til of mikillar sykurnotkunar á aldr- inum tveggja, þriggja eða fjögurra. ára. O/ mikið salt. Það er athyglisvert, að sumar hús- mæður setja meira salt í matinn e» öðrum finnst gott. Hver er ástæðan? Foreldrar, sem kynnu að hafa áhuga \ á þessu gætu spurt lækni hennar, hve mikið af sykri eða salti hún hefði , notað sem barn. , Barn, sem er látið sitja við borðið þangað til það hefur lokið af disk- inum sínum tekur gjarna til þes« bragðs að bæta öðru hverju sykri eða salti í matinn sinn. Ég þekkti einu sinni til tíu ára gamallar telpu, sem sat stundum klukkutíma við borðið eftir að aðrir voru staðnir upp. Alltaf öðru hverju var hún að strá sykri eða salti út í matinn sinn og gleypti svo þessa ólystugu fæðu með mjólk eða vatni. Slíkt vandamál er auðleyst með því að láta barnið ekki hanga svona yfir matnum og gefa því lítið eða jafnvel ekkert krydd með matnum. ykkur“ of hátiðlega, en þið megið heldur ekki vera of léttlyndir. Gangið hinn gullna meðalveg. Þið spyrjið, hvernig standi á því, að sumir geti alltaf „siegið sér upp“. Auðvitað njóta karlmenn mismun- andi mikillar kvenhylli, alveg eins og hylli karlmannanna er mis- skipt meðal kvennanna. Hjá sumum karlmönnum virðist sá hæfileiki með- fæddur að vekja aðdáun og athygli, hjá öðrum er þessi hæfileiki áunn- inn, svo að þið getið lifað i voninni. Þið megið ekki leggja árar í bát, heldur verðið þið að finna rétt ára- lag. Sennilega er orðatiltækið „að slá sér upp“ komið úr dönsku,, slaa sig op“ og þýðir upphaflega að hagnast á einhverju, græða. Svar til Sveitamanns: 1. Venjulega er miðað við 16 ára aldur. 2. Það er ekki ósennilegt, að hægt sé að fá undanþágu, ef ekki stendur svo á, að mjög mikil aðsókn sé að skólanum. Þá er líklegt, að þeir eldri séu látnir sitja í fyrirrúmi. 3. Ekki mun vera um að ræða r.einn ákveðinn fyrirvara fyrir um- sóknunum, en bezt er að senda þær með góðum fyrirvara, ef fleiri um- sóknir berast en hægt er að verða við. 4. Námið tekur tvö ár. 5. Skriftin er ekki góð. Það vantar jafnvægi og styrkleika í drætti henn- ar. Hún er dálítið barnalega óreglu- leg. Allar nánari upplýsingar um bún- aðarnám er bezt að fá hjá Kristjáni Karlssyni, skólastjóra Búnaðarskól- ans á Hólum, og Guðmundi Jónssyni, skólastjóra Búnaðarskólans á Hvann- eyri. Kæra Vika! Viltu vera svo góð og segja mér, hvort myndin sem var i Gamla Bíó héma um daginn hefur verið sýnd hér áður. Myndin er Stromboli með Ingrid Bergman. Með fyrirfram þökk. Þín einlæg. G. G. G. B. Svar: Nei, Stromboli hefur aldrei verið sýnd hér áður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.