Vikan


Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 12
12 / VIKAN, nr. 7. 1952 háls honum, „þú verður að koma þessu í kring sem fyrstt. Sjáðu til? Þetta er handa mér. Ég hef aldrei beðið þig um neitt stórfenglegt. En ég geri það núna. Ég þarf svo mikið að fá milljón.“ Hann einblíndi á hana. „Ég geri þetta fyrir þig,“ sagði hann svo. „Þú verðskuldar það, því að þú ert djörf og góð stúlka. En segðu mér svo, það sem á bak við liggur. Hvað ætlarðu að gera við þessa rnilljón ?“ „Það er handa honum Áka prinsi,“ sagði hún lítið eitt hikandi. „Hann deyr, ef hann mær ekki milljón pund strax í stað. Hann hefur lagt svo mikla ást á prinsessuna, en hann getur ekki gengið að eiga hana, nema hann fái milljónina. Foreldrar hennar standa í veginum. Hann ætl- aði að fá hana hjá Leví Sampsyni, en hann kom of seint — vegna brellna Sjúls." „Ég veit þetta allt — jafnvel betur en þú. En ég sé ekki, hvað þetta snertir okkur?“ „Sannleikurinn er sá, pabbi minn,“ sagði Nella, ,.að hann hefur reynt að stytta sér aldur með eitri — hann er svo örvilnaðúr. Hann tók inn ópíumseyði í gærkvöldi. Það gerði ekki út af við hann strax — hann er kominn yfir það versta, en hann er ákaflega veikburða og segist ætla að deyja. Og svei mér ég held hann déyi. Ög þú mundir bjarga lífi hans, pabbi, ef þú lánaðir honum milljón." Frásögn Nellu kom Rakksoll mjög á óvart, en nú fékk hann áttað sig á öllu. „Mig langar ekki hið minnsta til að bjarga lífi hans, Nella. Mér hefur frá því fyrsta getizt heldur illa að þessum Áka. En hef gert fyrir hann allt, sem ég hef getað — en einungis fyrir réttlætissakir, og af þvi ég vildi leysa upp sam- særið og svínbeygja launmorðingjana. En það er allt annað mál, þegar hann vill drepa sig. Og ég segi þetta: Leyfum honum að drepast í friði. Hver á að standa skil á þessari milljón króna skuld hans ? Hann getur þakkað farnað sinn sjálf- um sér og illri hegðun. Og ég held hann þurfi ekkert að örvænta, kórónan í Pósen gengur til Ariberts. Og það fer vel, því að Aribert er á við tuttugu maka frænda síns.“ Það er einmitt það, pabbi," sagði hún áköf. „Ég vil bjarga Áka einvörðungu vegna Ariberts — Aribert prins — vill ekki setjast að völdum í Pósen." „Hva, vill hann ekki ? — Vertu ekki með svona ■ vitleysu, barn. O, þetta eru bara látalæti, auð- vitað dauðlangar hann til að setjast að völdum í Pósen. Valdafiknin er honum í blóð borin." „Þér skjátlast, pabbi. Ástæðan er þessi: Ari- bert neyðist til að ganga að eiga prinsessu, ef hanr. sezt að völdum í Pósen." „Já, auðvitað verður hann að kvænast prns- essu." „En það vill hann ekki. Hann langar til að afsala sér öllum forréttindum og gerast óbreytt- ur maður. Hann langar til að fá konu, sem ekki er prinsessa." „Er hún auðug?" „Faðir hennar er það,“ sagði stúlkan. „Ó, pabbi, mikill þöngulhaus ertu — hEiim — hann elskar mig.“ Höfuð hennar féll að brjósti Rakksolls, og svo fór hún að gráta. Rakksoll blístraði hátt og langdregið. „Nella!" sagði hann að endingu. „Og hvað með þig? Hneigist þinn hugur til hans?" „Pabbi," anzaði hún, „en hvað þú getur verið vitlaus. Heldurðu, að ég mundi taka mér þetta svona nærri, ef það væri ekki?" Húii brosti gegnum tárin. Hún heyrði það á hreimnum á rödd föður síns, að hún hafði sigrað. „Þetta þykir mér furðulegt," sagði Theodór Rakksoll. „En ef allt veltur á einni milljón, þá skaltu hraða þér til Áka prins og segja honum hann geti fengið hana hjá mér, ef hann vill. Hann hlýtur að geta lagt á móti þolanlega tryggingu, því að annars hefði Levi Sampson ekki heitið honum láninu í fyrstunni." „Þakka þér fyrir, pabbi; en komdu ekki með mér. Ég skal sjá um þetta sjálf." Hún kvaddi hann og fór. Rakksoll, sem kunni þá list að fást við margt í senn, en sú list er milljónamæringum ómissandi, hélt niður til þess að sjá um, að Georgi Heisell væri borinn morgun- verður. Síðan sendi hann þjón til Felix Babílons og bað hann að snæða hjá sér. Undir borðum sagði hann Felix alla söguna um handtöku Sjúls, og átti síðan við hann langar samræður um ým- islegt varðandi hótelið sérdeilis þó vínkjallar- ann. Að þvi loknu setti Rakksoll upp hatt sinn, gekk út á Strandgötu, náði þar í vagn og ók til bankahverfisins í Sittí. Ekki er unnt að lýsa öllu þvi, sem um huga hans flaug á leið- inni. Þegar Nella gekk aftur inn í svefnherbergið, var bæði læknirinn og sérfræðingurinn þar komn- ir á nýjan leik. Þeir sneru frá rúminu, um leið og hún kom inn, og fóru að tala saman í lág- um hljóðum úti við gluggann. „Mjög undarlegt!" sagði sérfræðingurinn. „Mjög undarlegt!" sagði læknirinn. „Já, eins og þér segið, er undirrótin mjög slæmt taugaáfall. Að þeirri skýringu fenginni, er ósköp eðlilegt að sjúkdómseinkennin verði skrýtin, því að í líkama mannsins eru tvö and- stæð öfl að verki, sem vinna heiftúðlega hvort gegn öðru. Haldið þér um nokkra von sé að ræða, herra Karl?" „Ég hefði sagt hann væri á batavegi, ef ég hefði séð hann, þegar hann vaknaði til vitundar. Sannast að segja bjóst ég ekki við að sjá prins- inn aftur á lífi, þegar ég skildi við hann í nótt eða í morgun. Ef allt væri með felldu, ætti hann nú að hafa unnið fullan bug á eitruninni. En ég býst við hann vilji það ekki. Ég býst við hann vilji heldur deyja. Og ennfremur þykir mér lík- legra hann sé ennþá haldinn sjúklegu æði. Hann mundi skera sig á háls, ef rakhnífur væri við höndina. En við verðum að reyna að halda hon- um í horfinu. Inntökur, ef nauðsyn krefur. Ég kem aftur i kvöld. Ég þarf að fara til Sankti Jakobs hallar." Aribert tók lækninn tali, þegar hann var far- inn. „Haldið þér, að þið getið bjargað lífi hans hátignar," sagði hann. „Segið mér sannleikann." „Ekki gott að segja," svaraði læknirinn. „Við . fáum ekki við neitt ráðið, prins." „En hafið þér nokkra von? Já eða nei.“ Læknirimi leit á Aribert. „Nei!" sagði hann stuttlega. „Enga. Ég hef aldrei neina von, þegar sjúklingurinn er mér andsnúinn." „Við hvað eigið þér?“ „Hans hátign langar ekki til að lifa. Hann vill deyja. Þér hljótið að hafa tekið eftir því.“ „Já, of vel,“ sagði Aribert. „Og þér vitið, hver ástæðan er?“ Aribert kinkaði kolli. „Og engin leið til úrlausnar?" „Nei,“ sagði Aribert. Hann fann, að komið var við handlegg sinn. Það var Nella. Hún benti hon- um að koma með sér fram í forsalinn. „Það er hægt að bjarga Áka prinsi," sagði hún, þegar þau voru komin fram, „ef þér viljið. Ég hef séð fyrir þvi.“ „Hvernig má það vera?" Hann laut að henni, sem steini lostinn. „Farið þér og segið honum, að milljón pundin, sem honum er nauðsynleg til afturbata, standi honum til boða. Segið þér honum hann geti feng- ið þau, í dag, ef það skyldi verða honum til ein- hvers léttis." „Við hvað eigið þér, ungfrú Rakksoll?" „Ég á við það, sem ég hef sagt, Aribert," sagði hún og tók um hönd hans. „Áki prins getur feng- ið milljón pund." „En hvernig komuð þér þessu í kring?" „Pabbi minn," sagði hún blíðlega, „uppfyllir allar óskir mínar. En við skulum ekki vera að þessu doski. Farið þér og segið Áka frá þessu, þá verður allt gott aftur." „En við getum ekki þegið þennan stórkostlega — þennan ótrúlega greiða. Það er óhugsandi." „Aribert," sagði hún og bar ótt á, „munið þér að nú eruð þér ekki við hirðina i Pósen. Þér eruð í Englandi á tali við ameríska stúlku, sem hefur alla tið komið vilja sínum fram." Prinsinn hóf upp hendurnar, um leið og hann fór aftur inn I svefnherbergið. Læknirinn var við skrifborðið að rita lyfseðil. Aribert gekk að rúmstokknum. Hjartað barðist ákaft i brjóstl hans. Áki heilsaði honum með veiklulegu brosi. „Áki,“ hvíslaði hann, „hlustaðu nú vel á mig. Ég hef fréttir að segja. Ég er búinn að útvega milljónina með hjálp vina minna. Málið er út- Efst til vinstri: Hvað dugar bezt við glóðarauga? Veik rafmagns högg. — Efst til hægri: Eðlu- tegund, sem nefnist gekkó getur svifið á útþöndum húðfellingnm, sem eru sitt hvoru megin búks- ins. — Neðst: Þessi pyramídi er elzta mannvirki heimsins. Hann stendur á Nílarbökkum, andspæn- is Helwan, heilsulindunum frægu, sem eru 16 enskar mílur suður af Kairó.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.