Vikan


Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 7. 1952 13 Lærisveinn galdra- mannsins Nú reyndi lærisveinn galdramannsins að komast út úr turnherberginu. En við dyrnar blasti ekki við honum annað en stiginn, fullur af vatni. Hann missti allt hugrekki, hallað sér upp að dyrastafnum og grét. BUFFALO BILL 1 kránni í bænum. Ted: Þá er ekki annað en að reysa nýjan bæ. Nýbygginn: Það er nú ekki svo auðvelt. 1 þessu komu þrir menn York: Við förum til krár- ríðandi inn i litla bæinn. innar. Ég er þyrstur. Það eru York ræningjahöfð- ingi og Jói Latimer. Buffalo Bill: Vertu á verði, Sandy, það eru einhverjir þarna, sem við könnumst við. BIBLÍUMYNDIR 1. mynd: En svo bar við, er hann var að gegna prestsþjónustu frammi fyrir Guði eftir röð flokks síns, sam- kvæmt venju prestsdómsins, að það varð hlutskipti hans að ganga inn í musteri Drottins og færa reykels- isfórn. En allur fólksfjöldinn var fyrir utan á bæn, meðan á reykels- isfórninni stóð. Birtist honum þá eng- iU Drottins, sem stóð hægra megin við reykelsisaltarið. Varð Sakaría hverft við, er hann sá hann, og kom að honum hræðsla. En engillinn sagði við hann: Vertu óhræddur, Sakaría, því bæn þín er heyrð, og Elísabet kona þín mun fæða þér son, og þú skalt láta hann heita Jóhannes. 2. mynd: En á sétta mánuði var Gabriel engill sendur frá Guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nazaret, til meyjar, er var föstnuð manni, sem Jósef hét af ætt Davíðs, en mær- in hét María. Og engill kom inn til hennar og sagði: Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn sé með þér. En henni varð hverft við þessi orð og tólc að hugleiða, hvílík þessi kveðja væri. Og engillinn sagði við hana: Vertu óhrædd, María, þvi að þú hefur fundið náð hjá Guði. Og sjá, þú munt þunguð verða og fæða son; og þú slcalt láta hann heita Jesúm. 3. mynd: Fæddi liún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau i gistihúsinu: Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti i haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljóm- aði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: CONNEE BOSWELL Connee BosweU er brúnhærð söng- kona, með mjúka rödd, og virðist eiga mjög auðvelt með að syngja. Hún hefur nú heillað áheyrendur sína í Bandaríkjunum í 20 ár. Nú í sumar hefur hún dvalið i Hollywood. Þar hefur hún sungið í útvarp með sjónvarpi og einnig leik- ið í kvikmyndum. 1 frístundum sínum sinnir hún heimili sínu og eiginmanni, Harry Leady. Hún fæst einnig við að mála og hefur mjög gaman af hundum. I bernsku varð ungfrú Boswell mjög veik, og lamaðist svo, að hún gat ekki gengið. Hún hefur komið fram opinberlega síðan hún var 6 ára. Verið óhræddir, þvi sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öll- um lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Daviðs. . . . . . . Og þeir fóru í skyndi og fundu bæði Mariu og Jósef, og ungbarnið liggjandi í jötunni. En þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá þvx, er talað hafði verið við þá um barn þetta. Og allir, sem heyrðu það, undruðust það, sem hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi öll þessi orð og hugleiddi þau með sjálfri sér. Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu og lofuðu Guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð, eins og sagt hafði vei-ið við þá. Hún beitti mjög einfaldri aðferð til að láta ekki veikindi sín há sér. Hún lét eins og þau væru ekki til. Um það bil ári eftir að hún lamað- ist, byrjaði hún að fá aftur kraft í handleggina. Móðir hennar brá skjótt við og keypti celló handa henni. Tónlistin reyndist henni leið til eðlilegs lífs og til frægðar og frama. Þegar tími kom til þess að hefja skólanám, var Connee fyrst kennt heima, en undir eins og hægt var að senda hana í skóla, var keypt þri- hjól, og hnjátan send af stað. Boswell-systurnar kornu fram sem tríó. Vet lék á fiðlu, Martha á píanó og Connee á celló. Auk þess sem ungfrú Boswell leik- ur á celló og fiðlu, leikur hún einnig á píanó, saxofón, klarinet og lúður. Þegar Connee Boswell er á ferð- lagi — hún hefur komið til Englands, Skotlands, Frakklands og Hollands — leggur hún sig mjög eftir að kynn- ast fólki af öllum stéttum. Fjölmargir, sem þjáðzt hafa af sama sjúkdómi og hún, hafa leitað ráða hjá henni. Hún ráðleggur þeim að finna hjá sér hæfileika sina, þroska þá eftir getu og leggja síð- an út í starfið með því trausti, að „þetta sé það, sem þeir geti gert, en ekki það, sem þeir geta ekki gert.“ 4. mynd: En er hreinsunardagar þeirra voru úti eftir lögum Móse, fóru þau með hann til Jerúsalem, til að færa hann Drottni . . . . . . Og sjá í Jerúsalem var mað- ur að nafni Símeon, og rnaður þessi var réttlátur og guðrækinn og vænti huggunar Israels, og heilagur andi var yfir honum. Og honum hafði verið birt það af heilögum anda, að harm skyldi ekki dauðann sjá, fyrr en hann hefði séð Drottinns smurða. Og hann kom að tillaðan andans i helgidóminn, og er foreldrarnir koanu irm með barnið Jesúm, til að fara með það eftir reglu lögmálsins, þá tók hann það i fang sér og lofaði Guð ...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.