Vikan


Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 8, 1952: Forsíðumynd og myndirnar á 3. síðu eru gerðar af Sigurði Guðmundssyni ljósmyndara. PÓSTURINN 1. Ég las nýlega bókina Klukkan kallar eftir Hemingway. Segðu mér eitthvað um aðalleikarana í sam- nefndri mynd, Cary Cooper og Ingrid Bergman? Mikið þætti mér gaman að fá myndir af öðru hvoru eða hvort tveggja. 2. Mig langar til að vita eitthvað um höfund bókarinnar. Siggi. Svar: 1. Gary Cooper er fæddur í Montana 7. ma'i 1901. Hann er ætt- aður úr sveit. Hann reyndi í fyrstu að sjá fyrir sér ^ sem teiknari og lenti að lokum í Hollywood. Karl- mannleg fegurð hans og þokki afl- aði honum mikilla vinsælda. Til þess að leikhæfileikar hans njóti sín, þarf hann að fá í hendur dálítið sérstök hlutverk, sem hæfa persónu- leika hans, annars Gary Cooper verður leikur hans ekki nógu öruggur og sjálfstæður. Ingrid Bergman er fædd í Stokk- hólmi 28. sept. 1915. Hún fór ung í leikskóla og lék fyrst í leikhúsi, áð- ur en hún komst inn í heim kvik- myndanna 1934. Hún yfirgaf Svíþjóð 1938, gerði fyrst samning við þýzkt kvikmyndafélag, en hélt síðan til Bandaríkjanna 1939. 1948 hélt hún til Englands og síðan til Italíu 1949. Eðlileg framkoma hennar og góð meðferð hlutverka, sem oft hafa ekki hæft henni, hafa skapað frama hennar, þó að hún hafi oft ekki sýnt svo góðan leik, að það veki sérstaka athygli. . 2. Ernest Hemingway er fæddur 1898 í Illinois. Hann er læknissonur; hann gerðist blaðamaður í Kansas City og tók þátt i heimsstyrjöldinni við ítölsku víglínuna sem sjálfboða- liði. Síðar varð hann fréttaritari við Toronto Star og stríðsfréttaritari í Austurlöndum og Grikklandi. Hann settist að í Paris, sem fréttaritari blaðsins í Evrópu og byrjaði 1921 að skrifa smásögur. Fór síðan til New York. Hann hefur verið á villidýra- veiðum í Afríkn og var í Madrid sem fréttaritari í borgarastyrjöldinni á Spáni. Svar til G. B. L.: 1. Frönskukennsla útvarpsins er í l miiiiiinniiri........uii............hiiimi......lllllltllllMllll h Tímaritið SAMTÍDIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar | greinar, bráðsmellnar skopsögur, I iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. | 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. i Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. I AskriftaDsími 2526. Pósthólf 75. i sambandi við Bréfaskóla Sambands íslenzkra samvinnufélaga, og í bréfa- skólanum er um sérstök verkefni að læða, sem gefin eru út fyrir nemend- ur bréfaskólans. Námskeiðum Alli- ance Francaise er skipt niður í flokka eftir því, hversu langt nem- endurnir eru komnir. Byrjendur lesa þar Kennslubók Magnúsar G. Jóns- sonar, en þeir, sem lengra eru komn- ir lesa ýmsar bókmenntir með til- sögn franska sendikennarans. 2. Skriftin er mjög þokkaleg, en mætti vera reglulegri. Sem yðiir þóknast í ÞjóðleikSiúsinu N.....Illlllllllll ¦ ¦¦¦¦¦¦ IIIIII ¦¦ II ¦¦¦>((¦ II llltllllltla ¦¦¦¦¦¦¦)*'* Svar til „Tunnu": Þú segist borða lítið og reyna að hreyfa þig. Ef þetta dugir ekki, er þér bezt að leita læknis. Ef um ein- hverskonar sjúkdóm er að ræða er mjög varhugavert að gripa til rót- tækra ráðstafana. Það getur haft í för með sér hættulegar afleiðingar. Hinsvegar hefur þú ef til vill ekki verið nógu ströng við sjálfa þig bæði með tilliti til mataræðis og hreyfingar. Enginn verður óbarinn biskup, góða min, mundu það. Gættu þess að borða hollan mat og yfirleitt fremur lítið, en samt ekki svo að þú sért svöng. Megrunartöflur er ekki ráðlegt að nota, nema öll önnur sund séu lokuð, og helzt ekki nema eftir læknisráði. Ef til vill er þessu svo varið, að efnaskiptingu sé ekki í lagi, og þá þarftu sérstakt matarræði. Þú getur ekki búizt við, að þetta lagist af sjálfu sér. Þú verður að eiga þátt í því sjálf. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Arndís Kristjánsdóttir ('við pilta 15 —18 ára, mynd fylgi bréfi). Sigurlin Gunnarsdóttir (við pilta 15 —18 ára, mynd fylgi bréfi), báðar til heimilis að Grafarnesi, Grund- arfirði, Snæfellsnessýslu. Káre Lönningen, m, 13, Söreidgrend, pr. Bergen, óskar eftir bréfasam- bandi við 13 ára gamla stúlku, hef- ur áhuga á Islandi, teikningu og íþróttum. Per Björn Halvorsen, m, 13, Skage í Namdal, óskar eftir bréfasambandi við 13 ára dreng. Steinkjell Voll, 14, m, Málselv stats- realskole, Kjellmoen, óskar eftir bréfasambandi við 13 ára dreng. Dýrfinna Ósk Andrésdóttir (við pilta eða stúlkur 19—24 ára, mynd fylgi bréfi), Ytri-Hól, Vestur-Landeyj- um, Rangárvallasýslu. Magnús Andrésson (við pilta eða stúlkur 15—17 ára, mynd fylgi bréfi), Elfar Andrésson (við pilta eða stúlk- ur 15—17 ara, mynd fylgi bréfi), Framhald á bls. 15. FRÍMERKJASKIPTI I Sendið mér 100 íslenzk fri- ; merki. Ég sendi yður um hæl : 200 erlend frímerki. » Gunnar II. Steúigrímsson : Nökkvavogi 25 — Reykjavík jj NÚHÍWNHMIMiHMUiinHMI BMHMMHMfl Sem yður þóknast samdi Shake- speare á hátindi frægðar sinnar dg má sjá af leikritinu, að hann hefur verið ánægður með lífið og tilveruna: þetta er íborinn ævintýraleikur, græskulítill og gamansamur. Fyrst stillir hann upp í leikritinu góðum bróður (Orlando) og vondum bróð- ur (Ólíver). Þeir eru báðir ungir og samskipti þeirra lykta með því að sá góði verður að flýja þann vonda og heldur út í Ardenskóg. Svo still- ir hann upp vondum hertoga (Frið- rik) og góðum hertoga. Þeir eru líka bræður og báðir teknir að reskjast. Fyrir upphaf leikritsins hafði sá vondi hrakið þann góða í útlegð. Hann dvelst í góðu yfirlæti í Arden- skógi ásamt vinum sínum. Og leik- ritið endar með því, að báðir þeir vondu taka jafnsnöggum sinnaskipt- um og sum illmennin í sögum Einars H. Kvarans, og gerast góðir á andar- taki. Annar þeirra (hertoginn) ætlar meira að segja að ganga í klaustur. LénharSur fógeti hlaut þó dauðann eftir sinnaskiptin. Svo eru tvær fallegar konur nefndar til sögunnar. Þær eru geysi- lega andríkar. Þær fara í allskonar orðaleiki, bæði um ástina og aðra ómerkari hluti. Valdsvið orðaleikja er mikið i leikritinu. Rósalind heitir önnur stúlkan, hún er dóttir góða hertogans, hin heitir Celia, dóttir vonda hertogans. Þær flýja líka út I Ardenskóg undan vonzku vonda hertogans og taka með sér fiflvitr- inginn Prófstein. Og þegar hér er komið sögu eru allir þeir komnir út í Ardenskóg, sem þangað eiga að flýja. Það er allt gott fólk. Nú eiga bara þeir vondu eftir að elta til að taka sinnaskiptum og verða góðir. I leikritinu eru fram bornar fáar spurningar, sem láta nútímann sperra eyrun. Boðskapur leikritsins mun vera sá, auk skemmtunar, að sýna fram á óheilindi hirðlífs og draga fram kosti hjarðlífs. Eða réttar sagt: egna saman þessum tveim lífsháttum. En. Shakespeare lætur ekki neinar róm- antískar blekkingar komast að: hann gerist raunsær, þegar hann virðir fyrir sér náttúrulífið, fer háðulegum höndum um smálamenn- ina, sýnir hvernig heimóttarskapur og þröngsýhi getur þróast í fámenni. Einkum brúkar hann Prófstein til að draga þetta fram í skörpu ljósi. Prófsteinn býður ósigur fyrir girnd- um líkamans og fer að bera víur i áferoarfallega sveitastelpu, sem raunar er hálfgerð rýna. Samskipti þeirra eru einkar kostuleg. And- stæða þessarar náttúrlegu ástar er svo ást Orlandos og Rósalindu: hann gengur um í skóginum og yrkir til hennar ástarbréf á trén. Þriðja ást- in er svo ást Silviusar á Fifu. Þar er skáldiO að gera gys að ástinni eins og hún tíðkaðist í bókum samtímans. Til að ydda háðsbroddinn enn betur, verður Fífa bráðástfangin af Rósa- lindu i karlmannsfötum. Sviðið er afar skrautlegt. Það er Framhald á bls. 15. Rúrik Haraldsson (Orlando), Valur Gíslason (Adam). \ Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.