Vikan


Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 8, 1952 Höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar l : Framhald af forsíðu. *> ¦ 'V.-jí''-.V medalíu fyrir gifsmyndina Verkamaður. Og böggull fylgdi skammrifinu, því að í verðlaununum fólst líka ríflegur f járstyrk- "ur (1000 krónur danskar), sem gerði hon- Tim kleift að ferðast til Italíu. Hann dvald- ist ár í Rómaborg og hafði vinnustofu. Að því loknu fluttist hann aftur til Hafnar og lauk námi við Listaháskólann 1935, en nokkru áður hafði hann kvænzt danskri stúlku, Tove Thomasen, sem einnig var við nám í Listaháskólanum. Næstu tólf árin var hann aðstoðarmað- ur hjá Utzon Frank, en vann jafnframt fyrir sjálfan sig. 1938 skreppur hann þó heim, mótar móður sína í eir og þá fyrir heiðursverðlaun Eekersbjergs. Þau hjónin komu heim 1945 og hafa síðan búið í bragga inni í Laugarnesi. Frú- in er líka myndhöggvari eins og kunn- ugt er. Ásgrímur Jónsson listmálari, gabbró. Fornaldarmaðurinn (grágrýti), Sigurjón til vinstrí. Sigurjón hefur tékið þátt í fjölmörgum sýningum, bæði heima og erlendis. Kunn- astur mun hann fyrir þátttöku sína í septembersýningunum svonefndu. Á sept- embersýningunni í haust stóð á verði úti fyrir dyrum Listamannaskálans högg- mynd sú er hér birtist: Fornaldarmaður- inn úr grágrýti. Ég býst við mörgum hafi orðið starsýnt á þennan undirleita drang með brugðið sverð og óvéfengjanlegt mannsmót. Einum hefur eflaust þótt eitt- hvað bogið við nefið, annar farið að telja fingurna. Eins og gengur. Ekki skal ég fara að kenna neinum að skoða myndir, en hitt hlýtur að vera óumdeilanlegt, að myndhöggvarinn verður að móta myndir sínar mjög svo eftir eiginleikum efnisins, sem hann hefur handa á milli. Og grágrýti er ekki gifs. Grágrýti krefst sérstakrar handtéringar, sérstakrar mótunar, sér- staks svipmóts, sem listamaðurinn verður að lúta eða ganga á. burt að öðrum kosti. Það er erfitt fyrir fávísan aðdáanda að segja frá baráttu listamannsins við stein- inn: gifs, eir, grjót, enda verður engin til- raun gerð til þess hér. Þó má minnast þess, að á ráðhústorginu í Vejle, Danmörku, rís vitnisburður um fjögurra ára baráttu hans við danskt grjót: granít. Það eru tvær höggmyndir, hvor um sig sjö tonn að þyngd. Hér í borg sést á hinn bóginn lítill vitnisburður baráttu hans nema inn- an veggja sýningarsala. Samt kvu vera þyrping höggmynda kringum bragga hans inni í Laugarnesi, geymdar í snjó um þetta leyti árs, þó kannski upp úr standi topp- ur á einni og einni. Má meir en rétt vera heppilegt sé að geyma góðar höggmyndir í snjó. Við Islendingar erum víst ekki enn komnir á það stig, menningarlega séð, að vogandi sé að trúa okkur fyrir að horfa daglega á góðar hðggmyndir. Eftirlætisefni Sigurjóns er grjótið. Þau hjón, Tove og hann, munu fyrst mynd- höggvara hérlendis hafa meitlað íslenzkt grjót lífi. Þar með má segja, að steinninn hafi fengið mál á Islandi. Sigurjóni þykir gabbró öðru grjóti framar, því að það er svo hart, að eilífðin nægir varla til að setja mark á það. Eins og fyrr var sagt, eru myndirnar í Vejle úr dönsku gabbrói. Myndin af Ásgrími Jónssyni er líka úr gabbrói, íslenzku. Það fær Sigurjón aust- an frá Hornafirði; það er mjög dýrt. Á hinn bóginn er grágrýtið mun ódýrara, en erfitt er það flutnings, og hefur Ársæll Magnússon steinsmiður liðsinnt þeim hjónum mikið við aðdrátt grágrýtis. Myndin af Sigurði Nordal og fornaldar- manninum er úr grágrýti. Það er mun gljúpara en gabbró, þó að nokkuð megi verjast tönn tímans með því að bera á það fernis. Veggir Alþingishússins eru líka úr grágrýti, og gat Sigurjón þess í spaugi að hafa þyrfti hraðan á og fernisera vegg- ina, áður en vindur og frost hefðu jafnað þá við jörðu. Ég rabbaði lítillega við Sigurjón um daginn. Þegar hann hafði sagt mér helztu æviatriði, barst í tal val höggmynda til skfteytingar borga og augnayndis fólks. Hahn sagði mér sögu, sem gerðist í bæn- um Nyborg á Fjóni fyrir um það bil þrjá- tíu árum. Þar var reist höggmynd eftir Kaj Nilsen, danskan myndhöggvara. Hún hét Ýmisbrunnur. Allt æflaði af göflum að ganga, fyrst eftir að myndin var af- Blágrýtissteinn á leiði Erlendar Guðmundsson- ar í Unu-húsi. Séra Bjarni Jónsson, gifs. hjúpuð, hún þótti hin fáránlegasta og tóku ýmsir mikið upp í sig. Svo líða nokk- ur ár. Áður en varir er öllum farið að þykja vænt um Ýmisbrunn, meira að segja koma menn úr fjarlægð eingöngu til að skoða þessa mynd. Hún er stolt Nýborgar- búa. Og þeir sem lof a hana mest nú á dög- um eru hinir sömu sem níddu hana mest fyrir þrjátíu árum. Þannig getur tíminn kennt fólki að sjá fákunnleik sinn. Og mætti í þessu sam- bandi minna á styr þann, sem staðið hefur um Vatnsbera Ásmundar Sveins- sonar. Líka sagði Sigurjón frá því, hvernig til dæmis Færeyingar fara að velja sér mynd- ir til uppsetningar. Þeir kveðja í dóm- nefnd menn frá Noregi og Danmörku, listfróða menn eða reynda myndhöggvara. Þessa menn láta þeir dæma um myndirn- ar, því' að þeir treysta ekki skyggni ^sjálfs sín. Svo sjálfsögð hógværð er íslenzkum oddamönnum því miður ekki í blóð borin, enda þótt í fáu sé meiri manndómur fólginh en að sjá og viðurkenna annmarka sína. E. E. H.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.