Vikan


Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 8, 1952 MARTA JÓNS Smásaga eftir ERSKINE CALDWELL. OKKUR VAR sparkað út úr íbúð í Vestur- enda þar sem við höfðum tapað öllu i pen- ingaspili og, í stað þess að lónast um á svo napri nóttu, tókum við kúrsinn þvert gegnum borgina, til Nikkskráar. Það var slydda, og vindurinn bitur eins og hnífsoddur. Við mættum tveim eða þrem mönnum á leiðinni; allir lögðust þeir næst- um tvöfaldir móti íspústrum vindsins og héldu að sér frakka og hatti með stirðdofnum fingrum. ,,t>ví leiðstu þeim að kasta okkur á dyr, Halli?“ sagði Típan. „Engin lög eru til gegn manni sem fer á hausinn í peningaspili. Hvað sem öðru líð- ur hef ég oft orðið blankur i betri ibúð en þess- ari." Típan glopraðist á ljósastaur. Hann snerist á hæl og knallaði járnsúluna með fætinum. „Veturinn er djöfullegasti tími ársins," sagði hann. „Bezt við förum heim.“ „Það er upphitað i kránni hjá Nikk núna,“ sagði ég. „Komdu með, við skulum staldra þar stundarkorn." Umhverfis ofninn hjá Nikk stóðu þessir venjulegu nátthrafnar og vermdu fingur sína við glóheitan búk ofnsins. Kómi, svarti þjónn- inn, skaraði í eldinum og sneri baki við slydd- unni sem buldi á hurð-og gluggum. Nikk spratt upp einhvers staðar, þegar við Típan komum inn, og mætti okkur á miðju gólfi. „Ég ætla að loka snemma í kvöld," sagði Nikk. „Þið verðið að fara, drengir, svona til tilbreyttni. Ætli fólkinu ykkar þyki ekki skrítið að sjá ykkur, ha?“ „Er meiningin að reka okkur út?“ sagði Tipan. „Maður fær enga' peninga þó maður hafi opið á svona nóttum," samsinnti Nikk. „Ég sólunda bara ljósi og hita, og ekki til neins." „Jæja, Nikk,“ sagði ég. „Hvað um að lána mér svona dal þangað til i næstu viku? Það fór illa fyrir mér. Ég var byrjaður að —“ „Engin lán í kvöld, drengir," sagði hann. „Ég loka rétt bráðum." Hroll setti að Kóma. „Ef þér væri sama, herra Nikk,“ sagði Kómi, „svo mundi ég alveg eins vilja vera hérna í nótt. Ég get sofið á gólfinu við eldinn. Ég bý lengst úti í bæ, og mamma -—“ „Þú færir með hálftonn af kolum,“ sagði Nikk. „Ég skal ekki fara með meira en hálft skóflu- blað alla nóttina, þrábað Kómi. „Ég verð inn- kulsa og dey ef ég þarf að fara út i þessa bölv- aða slyddu.“ „Þú hypjar þig út héðan innan hálftíma, Kómi," sagði Nikk. „Mér er nokkuð sama hvert þú ferð þegar þú hefur dragnast út fyrir. Þú get- ur farið heim ef þér sýnist svo.“ Hópurinn við ofninn dróst lítið eitt saman við þau tíðindi að verða að yfirgefa hlýjuna. Nikk kom til mín yfir að ofninum. Hann rak þumalputa milli rifbeina á mér. „Upp með þig, Halli," sagði hann. „Hvað er í húfi? Blankur aftur? Hér færðu ekkert að éta, ekkert að drekka, og ekki máttu nota áhöldin." „Ég tapaði öllu í kvöld," sagði ég honum. „Ef ég hefði ekki verið rekinn úr spili í Vesturenda, svo stæði ég nú á eigin fótum." Nikk yppti öxlum og gekk yfir að veggnum þar sem sjálfsalar stóðu í röð á borði. Hann strauk fingri niður í hylkið við botn sjálfsalanna. Þar fann hann stundum smápeninga sem ein- hverjir höfðu gloprað niður. „Þið eruð meiri aumingjamir, drengir," sagði Nikk og kom aftur að ofninum. „Því farið þið ekki út og reynið að ná í peninga til þess að láta í sjálfgjafana ? Típan hefur ekki átt hálf- eyrisvirði alla vikuna." „Hvað meinarðu eiginlega, Nikk?“ sagði Tipan. „Hvað viltu ég geri. Fari út brjótist inn í Bankann?" „Ennþá á ég þessa sex dali hjá þér,“ sagði Nikk. „Þú verður að borga mér þá sem fyrst.“ „Ég sé til hvað ég get,“ sagði Típan við hann. Kómi var að skófla slatta af kolum inn í ofn- inn þegar útidyrnar skullu upp á gátt i vind- hviðu sem sópaði inn með sér ískaldri slyddu. Allir litu um öxl og horfðu þangað þegar grillti í höfuð á stúlku úti fyrir. Hún steig inn í dyra- ganginn. „Lokaðu dyrúnum," sagði Nikk. Kómi hljóp til og lokaði dyrunum. Allir voru undrun lostnir við að sjá stúlku hjá Nikka. Ég hafði aldrei áður séð þar stúlku: ég hafði aldrei heyrt þess getið að þangað kæmu stúlkur. Kráin hjá Nikk var slæpingsstaður fyrir karlmenn á öllum aldri, og þar var ekkert nema sjálfsalar og billjardborð. Barborðið var tæplega staður til að snæða við. Nikk og Kómi höfðu vín og brauðsneiðar, það var allt og sumt. Stúlkan stóð aumkunarleg í framverðri kránni og skalf lítið eitt. Slyddan á hári hennar og kápu byrjaði að bráðna í hlýjunni, en skór hennar voru gegnvotir. „Hver er þetta?" sagði Típan. „Hún líkist ekki hið minnsta stúlkunum hinumegin við hornið. Ég hef aldrei séð hana áður.“ . Kómi kom til baka og mokaði annarri skóflu af kolum inn í ofninn. Hann var allur glóheitur. „Þori að veðja hún hefur hlaupizt að heim- an," sagði Típan. Nikk hafði gengið til stúlkunnar, og hann virti hana fyrir sér af gaumgæfni. Hún snerist frá honum, og hann varð að ganga út að dyrunum og snúa við þeim baki til að koma í veg fyrir hún hlypi út aftur. „Djöfullegt er fyrir brotthlaupnar stúlkur að hafna hérna," sagði Tipan. „Hún^dokar ekki lengi hérna," sagði ég. „Hún fer strax og hún sér í hvað hún er komin." ■■■■■■■■■ nii■■■■■■■ iiiiiiiiii■■■nin .. I VEIZTU -? I É 1. Það er auðvelt að taka staðarákvörðun i hvar sem er í heiminum, ef við vitum ; á hvaða lengdar- eða breiddarbaug við | erum stödd. Er hægt að nota úrið sitt | til að ákveða lengdarbauginn ? i 2. Hver sagði þetta: „Nú muntu verða að = þér af draga slenið, mannskræfan". | Og hvert var tilefnið? E | 3. Hvenær fæddist enska skáldið Kipling ? E | 4. Hvað er „að dafla"? E 5. Eftir hvem er þessi vísa: Syng nú mín sálarlúta sætlegan brúðkaupsóð, hart meðan heimsins rúta hringveltist sína slóð. | Upp lyftist önd og húfa, ólund má sérhver skúfa, útrekist agg og hnjóð. = 6. Hver var Staninlas Gastaldon? E 7. Hver fann upp kolaþráðarlampann ? = 8. Hver er eðlisþyngd gulls? = 9. Hvað heita söguhetjur bókarinnar i Klukkan kallar? I 10. Hvenær fæddist Sigurjón Ólafsson i myndhöggvari ? Sjá svör á bls. 14. | 'l> iiminiiniiuniiniiminiiiiiiimiiimMimiiiiuiiiiniiiMniniiiiiiHHmwmiiii^ Mannlýsing úr íslenzku fornriti: .........var manna vitrastur og heil- ráður, ef hann var beiddur. Það skildi með þeim feðgum: Þóroddur var forspár og kallaður undirhyggjumaður af sumum mönnum, en........lagði það eitt til með hverjum manni, sem hann ætlaði, að duga skyldi, ef eigi væri af því brugðið. Því var hann kallaður beturfeðrungur.“ Hver er þetta, og hvar stendur lýsingin ? (Svar á bls. 14.) Típan leit í andlit mannanna sem stóðu við ofninn. „Mér væri djöfullega við að sjá . ..“ Nikk sagði eitthvað við stúlkuna, og Típan þagnaði til að heyra hvað það væri. „Ef einhver fer að verða áleitinn við hana,“ sagði ég, „svo skal mér að mæta. Ég ætla ekki að standa hjá og horfa á einhvern fleka hana.“ Típan virti mig ekki viðlits. Hann gekk nær til að heyra hvað Nikk segði við stúlkuna. Stúlkan tók vasaklút og þurrkaði tár sem spruttu fram í augum hennar. „Hvað vilt þú?“ sagði Nikk. Hún hristi höfuð. „Því kemurðu hingað inn fyrst þú vilt ekki neitt?" spurði Nikk hana. „Hvað er í húfi?" Stúlkan hristi höfuð aftur. Hún var fimmtán eða sextán ára, og miklu fallegri en allar stelp- urnar í húsinu hinu megin við hornið. Þegar maður horfði á hana rifjuðust upp fyrir manni stúlkur sem maður hafði séð fara í sunnudags- skóla á sunnudagsmorgnum. „Svöng?" spurði Nikk hana. Hún svaraði engu, en auðséð var að hún hafði komið inn til að fá sér eitthvað að eta, haldið að Nikkskráin væri matsöluhús. „Kómi,“ gall í Nikk, „færðu okkur kaffi og nokkrar brauðsneiðar. Hristu nú af þér slenið." „Já, herra!" sagði Kómi og lagði lófa að yln- um frá ofninum áður en hann hraðaði sér yfir fyrir bárborðið. Nikk leiddi stúlkuna að barborðinu og lét hana setjast á einn stólinn. Hann settist við hlið henn- ar, milli hennar og dyra. Mennirnir við ofninn byrjuðu að depla augum hver framan í annan og kasta höfðum í átt til Nikks og stúlkunnar. Þegar Kómi hafði hitað kaffið, spurði Nikk hana hvað hún héti. „Marta Jóns,“ svaraði hún án hiks. Nikk settist nær henni. „Hvar býrðu?" Marta Jóns hristi höfuð, tár spruttu fram i augum hennar aftur. Nikk var ánægður. Hann spurði hana ekki fleiri spurninga. „Gefðu henni kökusneið, þegar hún er búin með þetta, Kórni," sagði Nikk og stóð á fætur. Kómi hristi höfuð. „Engin kaka til, herra Nikk,“ sagði Kómi. Nikk rauk upp. „Ég sagði gefðu henni köku, Kómi, þinn skó- gljáði afríski negri!“ æpti hann. „Þegar ég segi gefðu henni köku, svo á ég við þú gefir henni köku!“ „Já, herra húsbóndi!" sagði Kómi og hristi höfuð. Nikk kom yfir að ofninum og gekk út á hlið því að hann reyndi að hafa augun á Mörtu Jóns. Hann neri hendur sínar glaður. Þegar hann nálg- aðist ofninn, leit hann yfir hópinn, og hvessti augun á Típuna eins og venjulega. „Jæjaþá, strákar. Þið verðið að hypjá ykkur eitthvað annað. Farið heim, eða eitthvað annað. Ég er búinn að loka." Enginn sýndi á sér snið til farar. Nikk stuggaði Típunni frá ofninum. „Næst þegar þú kemur, verðurðu að hafa með þér þessa sex dali sem þú skuldar mér,“ sagði Nikk við hann og hrakti hann á undan sér. Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.