Vikan


Vikan - 21.02.1952, Page 5

Vikan - 21.02.1952, Page 5
VIKAN, nr. 8, 1952 5 Æ veidwm SAKAMÁLASAGA um dögnm og svölum morgnum, með upphafi veiðitímans, veiðiferðirnar sem hún hafði farið á Jeremy og forðast Jed, og þó ekki forðast hann sem skyldi, þar sem hún sá hann oft og talaði við hann í hinum fjörugu kvöldverðar- boðum að loknum veiðidegi. Og svo var Ernestína myrt. Og á hverjum morgni allan veturinn var dauði Ernestínu það fyrsta, sem henni kom í hug, þegar hún vakn- aði — og hin væntanlega yfirheyrsla sem gæti lokið með dauðarefsingu fyrir Jed. Og nú var upphaf þessa dags henni hættuleg- ast. En undraverðast var þó, að það fyrsta, sem henni datt í hug, þegar hún vaknaði, var Fitz. Það kemur fyrir, að maður geti eins og skynjað allt líf sitt á fáeinum minútum. Skyndilega sér maður og skilur hlutina í samhengi. Sue hugsaði um Fitz á þessari stundu og fannst óskiljanlegt, að hún skyldi ekki hafa vitað það fyrr, sem henni var nú svo vel ijóst. Hún skildi ekki, hvernig hún hafði farið að halda, að hún elskaði Jed. Var það af þvi, að hún hafði óttast að verða ást- fangin af honum og hafði barizt gegn því án þess að reyna að athuga hvað það ætti sér djúpar rætur? Og jafnframt hugsaði hún: ,,Já, en það er útilokað að ég verði tekin föst. Það getur ekki verið, að ég verði ákærð fyrir morðið á Erne- stinu.“ Það var blátt áfram óskiljanlegt. Þau höfðu aðeins orðið hrædd, þau höfðu orðið ótta- slegin út af einhverju, sem aðeins var forms- atriði af hálfu lögreglunnar. Hún klæddi sig og fór niður. Morgunverður stóð tilreiddur í borðstofunni. Vinnukonan heyrði til hennar og kom inn með bollur á fati. „Líður yður betur, ungfrú Sue?“ spurði hún. „Já, Kristín. Ég var taugaóstyrk i gærkvöldi ■—• og þreytt — og —“ hún tók eftir því að það var ekkert dagblað hjá diskinum hennar Karó- linu: „Ó!“ sagði hún og leit á Kristínu. „Það er engin ástæða til að lesa þennan óþverra. Borðið nú bara matinn yðar. Karó- lina er úti í aktygjageymslu, hún er að reyna að vinna úr sér leiðindin. Vel á minnst — —“ Kristin staðnæmdist í eldhúsdyrunum, „það kom skeyti í morgun frá Woody. Það var frá Memphis. Hann kemur í kvöld. Það liggur inni í herbergi Karólinu, ef þér hefðuð gaman af að líta á það. pcynið svo að borða vel. Þér lítið illa út.“ Dyrnar lokuðust. Hvað skyldi hafa staðið í blöðunum ? Sue drakk kaf fið og fékk sér bita af bollu. Það var hætt að rigna, þegar hún stóð upp frá borðinu. Hundarnir voru sennilega úti hjá Karólínu. Það var kyrrt og hljótt í hús- inu. Hvað skyldi maður eiginlega taka sér fyrir hendur, þegar maður beið þess að verða ákærð- ur fyrir morð? Hún fór inn í herbergi Karólínu og las skeytið frá Woody. Honum hafði seinkað vegna veðurs, stóð í þvi. Hann hafði heyrt, hvað komið hafði fyrir. Hann kæmi einhverntima um daginn, ef veður leyfði. Það voru engin skilaboð frá Fitz. Hún fór út til Karólínu. Það lá stigur frá bak- dyrunum milli lárviðartrjánna og til hestshúss- ins, þar sem höfðu einu sinni staðið bæði reið- hestar, veiðihestar og ökuhestar, en þar sem stóðu nú aðeins uppáhaldshestur Karólínu, ljós- brúna hryssan, sem var léttfætt sem köttur, og Jeremy gamli, sem stakk höfðinu í gættina og horfði á Sue eins og hann vildi spyrja, hvort hún ætlaði ekki að söðla sig og fara í smáreið- túr. Systir Britches lá í dyrunum að aktygja- geymslunni. Hún hélt sér alltaf nálægt Karó- línu. Sue var næstum því komin að dyrunum, þegar hún heyrði mannamál, og þá var orðið um seinan að forða sér, Jed hafði orðið hennar var og kom fram í dyrnar. „Sue!“ hrópaði hann, og það birti yfir svip hans. Hann tók með ákafa um báðar hendur hennar. „Ég kom eins fljótt og mér var unnt. Karólína vildi ekki leyfa mér að vekja þig.“ Svart hár hans glansaði í þokunni. Hann var sjálfum sér líkur, hispurslaus, ungur og ætíð sigri hrósandi. Hann var I reiðbuxum og brúnni peysu undir brúna jakkanum. En hann hafði ekki komið ríðandi. Hún gat séð í bílinn hans á ak- brautinni, sem lá heim að íbúðarhúsinu. Hann dró hana með sér inn í aktygjageymsluna. Karó- lína var að gera við setuna á söðlinum og vann með liprum og einbeittnislegum hreyfingum. Það var henni líkt að leita sér huggunar með því að fást við hluti sem henni þótti vænt um. Það voru ennþá áhyggjur og alvara í bláum augum hennar. „Góðan dag, Sue, svafstu vel?“ „Ungfrú Karólína, ég þarf að tala við Sue,“ sagði Jed. „Ég fékk ekki að tala við hana í gær. Fitz. Kamilla og — — góða Karólína, ég hef. beðið svo lengi.“ Hvað svo sem ætti nú eftir að koma fyrir, þá varð Jed að fá að vita sannleikann. „Mig langar til þess að tala við þig,“ sagði Sue fljótmælt. Karólína strauk grátt, þykkt hár sitt aftur og horfði rannsákandi á Jed áður en hún sagði: „Já, ef Sue vill. En þér megið ekki gera hana kvíða- fulla.“ „Nei, ég skal ekki gera það.“ Karólína var jafn áhyggjufull eftir sem áður. „1 hreinskilni sagt, þá er ég ekki viss um, að það sé rétt af yður að vera að koma hingað, Jed, eins og lögreglan talaði um ykkur Sue i gærkvöldi.“ „Já, en getið þér þá ekki skilið, hversvegna ég verð að koma hingað?“ Á veggnum á bak við hann héngu skínandi, velfægðir söðlar hlið við hlið. Hann lagði hendina á einn þeirra og studdi sig lauslega upp við hann. „Með yðar leyfi lang- ar mig til þess að segja yður hvernig sambandi okkar Sue var háttað, ungfrú Karólína." „Þér þurfið ekki að segja mér neitt.“ Karólína tók fægiklút og lagði hann frá sér aftur. „Jú, því að þér eruð þó frænka Sue. Ég hef ekki getað talað um þetta við yður fyrr —af þvi að þetta var allt saman svo skelfilegt." „Ég fæ ekki séð, að það sé öllu betra núna.“ Þau voru að rífast út af skugga, einhverju, sem ekki lengur var til. Ef til vill hafði það aldrei verið annað en hugarburður. Sue varð að koma í veg fyrir, að þau héldu þessu áfram. „Karólína frænka — Jed“ sagði hún. „Það er óþarfi að tala svona, við munum ekki giftast . ..“ Ef til vill heyrði Karólína, hvað hún sagði, en allri athygli Jeds var beint að Karólínu, og hann sagði höstuglega, næstum reiðilega: „Nú er ég að minnsta kosti laus! Allt hefur breytzt! Ég elska Sue eins og ég hef alltaf gert, og auk þess vænta þess allir! Ég hef verið sýknaður, og Erne- stina . . .“ Hann þagnaði skyndilega. „Ef það er yðar álit, að yður sé að fullu frjálst að draga yður eftir Sue, þar sem Ernestina sé dáin, þá finnst mér þetta ekki rétta stundin til þess að segja það. Nei, það finnst mér ekki!“ Rafmagnspera í stálþráðsneti varpaði skærri birtu yfir aktygjageymsluna sem í voru skápar Framhaldssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 8 og hillur, fjöldi beizla og söðla. Stórir skuggar frá beizlistaumum, prjónhöftum og ístöðum, sem héngu á snögum, féllu á timburveggina. Jed stóð og hallaði sér uþp að einum söðlinum. Hann var ákafur á svip. „Já en, ungfrú Karólína, það er einmitt ástæðan til að mig langar til að mega gefa yður skýringu. Ég á við allt, það sem stóð í blöðunum, hvernig Sue var yfirheyrð--------og þá gat ég ekkert . . .“ „Hlustið nú á mig, Jed Baily," sagði Karólína. „Ef þér haldið, að ég hafi verið í vafa um að hve miklu leyti það, sem sagt var, var satt eða ekki, þá langar mig til að segja yður, að það hef ég aldrei verið. Ekki eitt andartak. Sue hefur aldrei gert neitt, sem hún þarf að skammast sín fyrir. Ég hef elcki einu sinni spurt hana, því að þess var ekki þörf. Við höfum ekki svo mikið sem minnzt á það.“ Hún strauk hárið aftur. „Og ég vil heldur ekki tala um það núna!“ Sue fannst hálsinn á sér herpast saman, hún gekk til Karólínu, en fékk ekkert sagt, stóð að- eins hljóð við hlið hennar. „Þér hafið alveg rétt fyrir yður, ungfrú Karó- lína,“ sagði Jed. „Við Sue höfum aldrei . . . það hefur ekki . . .“ „Þegið þér, Jed Baily!“ sagði Karólína upp- væg. Hún tók söðulinn, sem lá fyrir framan hana, Jed þaut til, en áður en hann gæti tekið hann, hafði hún hengt hann upp á snaga. Hún laut áfram og horfði íhugandi á ístað. „Ungfrú Karó- lína,“ sagði Jed, „þér megið ekki fara svona með mig. Ég get ekki að því gert, hvernig málið hefur snúizt. Og ég get ekki gert að þvi, þó að ég yrði ástfanginn af Sue. Ég elskaði hana frá því fyrst ég sá hana. Ég barðist á móti því, og Sue líka .. .“ „Þér voruð kvæntur maður,“ sagði Karólina stutt í spuna. Þér höfðuð ekkert leyfi til að daðra við hana. En þér gátuð ekki séð hana í friði. Þér eltuð hana á röndum. Allir veittu því athygli. Og auðvitað gekk ég ekkert að því gruflandi. En ég vissi, að þess yrði ekki langt að bíða, að Sue léti yður sigla yðar sjó. Ég óttaðist, að þér gerðuð henni eitthvað illt! “ Rödd hennar skalf. „Sue elskaði mig,“ sagði Jed. „Það var ekkert rangt, ungfrú Karólína. Hún var búin að segja mér, að hún ætlaði að fara héðan eins og hún skýrði frá við yfirheyrzluna. Ég bað hana að vera kyrra. Ég bað ,hana að vera þolinmóða. Ég sagði henni, að ég ætlaði að biðja Ernestínu um skilnað." „Ég vil ekki hlusta á þetta léngur," sagði Karólina. Sue, sem hafði það á tilfinningunni að þau væru að taka hættulega og ranga stefnu reyndi að þröngva þeim til þess að breyta til. „Jed, þessu er ekki þannig varið lengur! Okkur skjátlaðist! Við skildum ekki . . .“ En það stoðaði ekkert, sem hún sagði. „Sue vildi alls ekki heyra á það minnzt, ung- frú Karólína," hélt Jed fljótmæltur áfram. „En nú er þessu öðruvísi varið. Ég er frjáls og hef verið sýknaður. Sue þarfnast min. Sue hefði aldrei verið blandað i þetta leiðinda mál, ef ég hefði ekki verið annarsvegar. Og hún hefði ekki borið vitni eins og hún gerði, ef hún hefði ekki elskað mig. Bæði Luddington læknir og ég gerð- um allt, sem við gátum til þess að fá Sue til þess að fara heim um kvöldið. Við hefðum getað talað við Sam Bronson og talið hann á að segja ekki neitt. En Sue vildi það ekki. Það sýnir það,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.