Vikan


Vikan - 21.02.1952, Qupperneq 6

Vikan - 21.02.1952, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 8, 1952 að hún elskar mig. Það ber vott um. . .“ Karóltna horfði bláum augum sínum beint framan í Jed. „Hver myrti Ernestínu?" sagði hún. „Hver myrti konuna yðar. Þér ættuð að reyna að kom- ast að því. Ef Sue verður handtekin . . .“ Jed varð sigrihrósandi á svip: „Ef Sue verður ákærð, segist ég hafa gert það sjálfur. Ég vil leggja allt í sölurnar fyrir hana. Þeir geta ekki sett hana í fangelsi fyrir morðið á Ernestínu, ef ég segist hafa gert það.“ Þau höfðu ekki heyrt fótatak útifyrir, en systir Britches þaut á fætur og dillaði rófunni. Fitz stóð í dyrunum. „Þetta var fyrirtaks hugmynd, Jed,“ sagði hann glaðlega. „Þú ættir að reyna það! Góðan dag, Karólína. Hvernig líður þér Sue? Ég gæti líklega ekki fengið eitthvað að borða? Ég er sársvangur.“ Hann hafði vakað mestan hluta nætur ásamt málaflutningsmanninum, og höfðu þeir nákvæm- lega athugað alla málavöxtu og hvað eftir annað farið yfir öll smáatriði. Nú væri tæpast fátt, sem þeim ætti ekki að vera kunnugt — að und- anskildu því, sem mestu máli skipti, og sem heyrði raunar ekki imdir smáatriði. Fitz sagði, hvað þeim hafði farið á milli á meðan þau drukku kaffi. „Ég kom við hjá þér Jed,“ sagði hann. „Kamilla sagði, að þú hefðir farið hingað.“ Karólína sat og hancjlék silfurkaffikönnuna annarshugar. Jed horfði á Fitz og það var tor- tryggnisglampi í dökkum augum hans. „Já, en þeir geta ekki handtekið Sue. Það væri hreinasta fjarstæða!" „Já það er það.“ Fitz yppti öxlum. Hár hans var ekki orðið þurrt eftir steypubaðið, og andlit hans var frísklegt eftir raksturinn, en skarpir drættir kingum munninn báu vott um þreytu, og þótt hann talaði rólega og væri glaðlegur i fram- komú, þá var eins og hann yrði að leggja hart að sér til að leyna þreytunni. „Það er hreinasta fjarstæða, en nú vildi svo til að hún var eina manneskjan sem þarna var, Jed, og jafnvel þótt ákæran sé ef til vill ekki . . .“ hann horfði sef- andi augnaráði á Sue eins og til að draga úr áhrifum orða sinna: „Hvað um það, hún verður sem sagt ákærð! Það er aðeins hægt að skýra tilvísun kviðdómendanna á einn veg. Og nú ríður á, að við bregðum skjótt við.“ „Bregðum skjótt við?“ endurtók Jed. „En hvað getum við gert? Mér finnst þetta allt saman svo vitlaust, Fitz. Ég get ekki trúað, að nokkur vitiborin manneskja . . .“ „Þá skaltu reyna að trúa því,“ sagði Fitz stutt- ur í spuna. Kristín kom inn með egg og steikt svínflesk á fati. „Já, en, hvað . . .“ tók Jéd aftur til máls, og Fitz sagði: „Við verðum að komast að því, hver myrti Ernestínu." „Já, en, Ernestína . . .“ Jed, reyndu nú að koma því inn í hausinn á þér, að Ernestína var myrt. Hún hefur ekki fram- ið sjálfsmorð.“ „Já, en enginn getur þó . . .“ Fitz setti frá sér kaffibollann og horfði á Jed rólegum, gráum augum: „Enginn mun nokkru sinni trúa því, að hún hafði framið sjálfsmorð. Það væri nægilegt, ef þeir héldu það, en það er blátt áfram ekki satt. Sue verður ákærð fyrir morð, ef okkur tekst ekki að komast á snoðir um eitthvað, getum ekki grafið upp, atvik eða hlut, sem aðeins gæti bent í áttina til þess, að Sue hafi gert það. Er þér nú Ijóst hvernig málinu er háttað ?“ ,,Já, vissulega. En . . .“ Það birti yfir svip Jeds. „Þú heyrðir, hvað ég sagði. Mér var alvara. Ég ætla að berjast fyrir Sue á sama hátt og hún barðist fyrir mig. Ef hún verður handtekin, fer ég til lögreglunnar og segi, að það hafi verið ég, sem gerði það.“ Það var kuldalegur glampi í gráum augum Fitz. Hann hugsaði aftur með sjálfum sér, hve það væri auðvelt að hata þennan fallega, unga mann, sem í rauninni var aldrei annað en dreng- ur. En hann sagði fullkomlega rólega: „Allt í lagi. Það getur ef til vill sett þá út af laginu í bráð. En að öðru leyti fæ ég ekki séð að það hafi nokkur áhrif. Reyndu það ef þú vilt.“ „Það lítur helzt út fyrir, að þú álítir, að þeir taki hana fasta strax — strax í dag.“ „Já, mig tekur það sárt." Fitz lagði hönd sína þétt á hönd Sue. „Mig tekur það sárt, en ég held satt að segja, að þeir geri það. Nema því aðeins að við reynum að koma í veg fyrir það.“ „Að koma í veg fyrir það. Allt i lagi! Þá geri ég það tafarlaust. Hvar er síminn?" „Hann má ekki gera það!“ hrópaði Sue. „Hann myrti hana ekki. Hann verður dæmdur til dauða ef hann gerir það.“ „Nei,“ sagði Fitz og lét sykurmola i kaffið sitt. „Honum er óhætt. Hann verður ekki ákærð- ur tvisvar fyrir sama afbrot." Jed, sem var hálfstaðinn upp, settist aftur. „Já, en . . . Já, en . . . þetta er svo heimsku- legt. Setjum nú svo, að það fyndust nýjar sann- anir, hugsum okkur . . .“ „Ég hef enga trú á, að þú getir sannfært þá. Þá myndi renna grun í liversvegna þú gerðir það.“ „Gangist ég við morðinu, neyðast þeir til að trúa mér,“ sagði Jed ákveðið. Fitz dreypti hugsi á kaffinu. „Hvað segirðu eiginlega?" sagði hann. „Hvernig myndirðu reyna að sannfæra þá?“ „Umja . . .“ öryggishljómurinn var horfinn úr rödd Jeds. „Ég veit það nú ekki vel. En ég finn áreiðanlega upp á einhverju." Fitz andvarpaði — það var þreytulegt and- varp, sem Sue ein virtist gefa gaum. „Jed, það stoðar ekki að grípa til örþrifaráða, það er bezt að horfast í augu við staðreyndirn- ar. En þú skalt bara gera það, sem þú vilt. Þú verður allténd ekki hengdur fyrir . . .“ „Ég leyfi honum það ekki,“ sagði Sue. „ . . . Þeir geta auðvitað refsað þér fyrir mein- særi, en . . .“ „,Þú sagðir, að ég skyldi einungis halda því fast fram, að ég hefði ekki gert það,“ sagði Sue við Fitz. „Þeir geta sannað, að ég hafi gert það.“ „Já, satt er það. En vertu bara ákveðin. Eins og ég hef sagt, Jed, ræddum við málið fram á nótt . . .“ „Mér er óskiljanlegt, hversvegna þið báðuð mig ekki um að koma,“ sagði Jed önuglega. „Þú hefur nú svo oft farið yfir alla mála- vöxtu með Shepson dómara," svaraði Fitz. Hann þekkir málið til hlítar frá þínu sjónarmiði séð. En það gæti verið, að þú eða Kamilla vissuð grein á einhverju hugsanlegu atviki, sem gæti gefið örlitla bendingu." Lilli: Ég vildi það gjarna — en •— Lilli: — ef ég er nú læknirinn Mamman: Ég hef svo mörgu að — hvar er þá sjúklingurinn ? sinna — en pabbi þinn kemur bráð- lega heim — hann getur verið sjúkl- ingurinn — Lilli: Þarna kemur hann. •— Nú datt mér gott ráð í hug! Mamman: Hvað kom fyrir? Lilli: Ég fékk pabba til að vera sjúkling!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.