Vikan


Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 7
VIKAN. nr. 8, 1952 Fólkið, sem við kynnumst. III grein eftir George Checklin. Bundu stúlka. 1 SlÐASTA strlði dvaldist ég í Sierra Leone sem er smáriki á vesturströnd Afríku. Þá gafst mér kostur á að eyða vikuleyfi í litlum tjald- fcúðum langt að baki hæðanna sem mynda hina skrúðmiklu baksýn Freetown (hafnarborgar Sierra Leone), en þær eru alvaxnar þéttum frumskógargróðri. Þarna leið tíminn í sljórri vellíðan. Við vorum fegnir hvíld frá ys og þys kafbátastöðvarinnar þar sem við störfuðum um þetta leyti. Rétt hjá féll lækur niður snarbratta hlíð fjalls- ins. Um regntímann gat hann breytzt í beljanda, en venjulegast var hann þó meinlaus svo að rétt kenndi straums i grynnstu hyljunum. Við gátum fylgt honum alveg upp að upptökum. Þá stukk- um við klett af kletti; dauðsmeykir við svart- maurana sem bíta líkt og stungið sé með hníf, og gættum okkur vandlega á snákunum. Og i rökkri hins þéttvaxna frumskógargróðurs virtist slútandi stilkar vafningsjurtanna breytast í hlykkjaða höggorma. Fagur var fiðrildagrúinn sem flögraði til og frá yfir farvegi lækjarins og brá á leik í hverju rjóðri sem fyrir varð, síleitandi, að því er virtist, að maka. Eðlishvötin, sem knúði fiðrildin til að lækka flugið og setjast hjá sinum líka, kom okkur í góðar þarfir því að þá gripum við þau. Og frá þessum stað tókum við með okkur mörg MARTA JÓNS Framhald af bls. 4. „Fari það í andskota, Nikk?“ sagði Típan. „Þú hefur aldrei fyrr rekið mig svo óðslega út þó ég skuldaði þér eitthvað. Hvað hefur eigin- lega hlaupið í þig?“ „Mig dreymdi illa í nótt,“ sagði Nikk. „Mig dreymdi þeir drægju þig með sér að stóru stein- húsi og dæmdu þig i rafmagnsstólinn. Ég má passa mig að flækjast ekki í málið.“ Nokkrir viku frá ofninum, en enginn fór samt út. Nikk rak í mig útréttan handlegginn. „Hvaða asi er þetta, Nikk?“ sagði ég við hann. „Það kemur mér einum við,“ sagði Nikk. „Hristu nú af þér slenið.“ Hvenær fer stúlkan?" „Marta Jóns verður kyrr.“ „Þetta máttu ekki, Nikk,“ sagði ég. „Hún kom hingað inn til að fá eitthvað að borða. Mér er sama um hana, en mér er fjandanlega við að sjá hana jafn illa leikna og stúlkurnar þarna hins vegar við hornið." „Nú ert þú að tala þig út úr húsi hjá mér, Halli,“ sagði hann. „Lána ég þér ekki peninga hvenær sem þú biður mig, næstum því? Útvega ég þér ekki oft góð sambönd ? Rétti ég ekki tengdabróður þínum hjálparhönd hvenær sem hann kemst í hann krappan? Hvað hefur hlaup- ið í þig?“ Nikk ýtti aftur við mér, fastar en fyrr. „Hvað ætlar þú að gera við hana?“ spurði ég. „Nikk stendur fyrir sinu,“ svaraði hann. „Ef þú veizt hvað þér er fyrir beztu, Halli, svo skaltu koma þér út héðan áður en þú hefur tal- að af þér.“ Hinir mennirnir stóðu allir úti við dyr og horfðu á stúlkuna. Típan var að hneppa að sér frakkanum. Nikk rak aftur í mig handlegginn. „Þegar þú kemur heim í kvöld, Halli," sagði hann og ýt.ti mér og hrinti i átt til dyranna, „beiddu fólkið þitt að útvega þér vinnu ef það getur ekki látið þig fá meiri vasapeninga. Mér snotur fiðrildasöfn sem munu síðar reynast óbrigðul til að rifja upp fyrir okkur þessa un- aðslegu daga sem við áttum þarna í sólinni. Við syntum i sumum hyljunum, þó að bannað væri, og þannig hresstum við okkur þegar hitinn var mestur. En mesta ánægju höfðum við þó af því að ráfa niður gegnum smáþorpin. Húsin voru lágkúruleg, tyrfð pálmablöðum. Við námum iðu- lega staðar og spjölluðum við gamla kalla úti fyrir húsdyrum eða gáfum krökkunum sælgæti, en um síðir bar okkur að varmri ströndinni þar sem sjórinn streymdi friðsamlega upp undir him- inháa pálmana með aðfallinu. Sjórinn var svo hlýr að við gátum synt og buslað i honum tím- um saman. Það var að liðnum slíkum morgni. Við vorum nokkrir saman á heimleið frá ströndinni. Sólin skein skært beint yfir höfðum okkar og við brugðum okkur inn í krá til að slökkva þorst- ann. Ég var svo vitlaus að þamba úr heilli ver- mundsflösku móti einum kunningja mínum og varla hafði ég gengið hundrað metra upp eftir stignum þegar sjónhringurinn byjaði að kippast upp og niður. Að minnsta kosti hlýt ég að hafa verið afar næmur fyrir þeirri unaðsfögru sýn sem bar nú fyrir augu mér. Við tókum að nálgast tjaldbúðirnar og strit- uðumst upp á hæð eina. Vegurinn upp á hana var bryddur háu beinu grasi. Allt í einu kom í ljós hópur innborins fólks i litklæðum. Það er ómögulegt að leyfa þér að hangsa hér, ef þú hefur enga peninga til að láta í sjálfgjaf- ana.“ Nikk sneri baki við mér og hélt til stúlk- unnar sem sat við barborðið. Hún hafði lokið við að borða og Nikk tók um handlegg hennar og dró hana að ofninum. Hún reyndi að þrjósk- ast, en allan þennan tíma hafði hún aldrei lyft höfði né litið til neins þarna í kránni. Hann dröslaði henni að ofninum. Við Típan stóðum úti við dyr og horfðum á Nikk og Mörtu Jóns við ofninn. „Hvar geturðu sofið í nótt,“ spurði hann hana. Hún svaraði með því að hrista höfuð og með því að nötra um allan líkamann. „Hvað hefurðu verið lengi i bænum?“ spurði hann. „Ég kom í dag,“ sagði Marta Jóns. „Og leitar að vinnu?“ „Já.“ Nikk þrýsti hana með handleggnum. „Þú þarft ekki að víla meir um það,“ sagði hann og reyndi að hefja andlit hennar upp að sínu. „Ég mun sjá þér fyrir öllu.“ Marta Jóns reyndi aftur að komast burt frá honum, en Nikk tók utan um hana báðum hand- leggjum og hélt henni fast upp að síðunni. „Kórni," sagði Nikk, „farðu upp á loft og búðu út herbergi fyrir Mörtu Jóns. Búðu út fram- herbergið, þetta með nýja rúminu og stólunum. Hristu nú af þér slenið!“ „Er þér kalt, Marta Jóns?“ spurði hann hana og lagði handlegginn ut&n um hana. Nokkrir úr hópnum höfðu þegar farið. Næst- um allir létu Nikk reka sig út af þvi þeir ótt- uðust hann mundi hætta að lána þeim þegar þeir voru blankir. Auk þess var það svo lika þókn- unin sem Nikk greiddi okkur ævinlega þegar við gátum fært honum öruggar fréttir til að veðja um. Ef Nikk hætti að láta okkur fá svo- leiðis þóknun mundu næstum allir okkar missa vasaaurana. Nikk vissi þeir rynnu til hans aftur, fyrr eða síðar. Allir voru því hræddir við að gera ekki það sem Nikk sagði þeim að gera. Framhald á bls. 14. 7 gekk þvert á veginn. Það var ólíkt að aldri og útliti, en ein stúlka skar sig þó úr. Hún stóð kyrr fjarri öðrum. Hún var fullkomunin holdi klædd. Hún var há og falleg, beinvaxin og fagurvaxin; stinn, keilulöguð brjóst, framstæð og þétt, mjaðm- irnar grannar eins og títt er um afriskar stúlk- ur. Nokkrar lykkjur hengu niður úr mitti hennar og við þær var fest bláum klúti sem féll niður um hana og slóst við fætur hennar þegar hún gekk. Annars var hún nakin og mjúk brún húð hennar glóði dýrlega: hún hafði verið smurð kókósolíu frá hvirfli til ilja. Hún bar höfuð hátt, og það voru brosviprur í munnvikum hennar og augnkrókum. Á vanga hennar var fellt brenni- mark kynflokksins. Hún var gædd miklu lífi eins og ungviði í skógi, og fögur var hún eins og gyðja. Við námum staðar og spjölluðum og hún gekk ófeimin meðal okkar og þá sígarettu. Okkur varð Ijóst að hún var að koma frá bundu, leynilegri vígsluathöfn þar sem karlmönnum er bannaður aðgangur. Nú mundi hún ganga niður í þorpið og leita að einhverjum karlmanni sem mundi vilja kaupa hana sér fyrir konu. Verðið yrði um 40 pund. Það var að þeyta perlum fyrir svín. Þeir innbornu héldu áfram, skrafandi glaðlega og hlæjandi. Svo gerðu mínir kunningjar líka. 'Einn stóð ég eftir og starði í undrun á þessa svörtu gyðju sem gekk virðuleg á berum fótum yfir hrjúfan veginn, mjúk og létt í hreyfingum eins og dádýr, og ég stóð þarna sleginn töfrum meðan trjátitan tísti hátt og fiðrildin létu glitra á vængi sína í sólsterkjunni — unz hún hvarf bak við næstu hæð. Aukning framleiðslu á 20 árum Meira og meira rafmagn. Á hverju ári er lokið við stórfelldar rafvirkj- unarframkvæmdir víða um heim og ávallt eru gráðugar vélar fyrir hendi til að gleypa allt það rafmagn, sem hægt er að framleiða. Tölur eru ekki fyrir hendi frá Ráðstjórnarríkjunum, Kina og nokkrum minni löndum, en þar fyrir utan framleiddi heimurinn árið 1950 855.000.000.000 kílówattstundir af rafmagni — 855 milljarða! Er hér um að ræða 217% aukningu á 20 árum. Bandaríkin notuðu næstum helming þessarar orku. Nokkrar tölur sýna hve rafvirkjunarfram- kvæmdum miðar ört áfram. Suður-Afríka, Ástralía og Irland fjórfölduðu hana, í Finnlandi og Svíþjóð var aukningin 3—y2 föld, Kanada, Tékkóslóvakia og Danmörk þrefölduðu afköstin og i Austurríki og Noregi var notað 2—% sinni meira rafmagn 1950 en 1931. Þar sem olíunni er dælt upp. Árið 1931 var 167 milljónum lesta af oliu dælt upp úr jörðinni, en 485 milljónum lesta árið 1950. Framleiðslan í Bandaríkjunum jókst um 131%, en gat samt sem áður ekki fylgzt með í hundr- aðshluta-kapphlaupinu. 1931 framleiddu Banda- ríkin 69,8% af olíu heimsins, en aðeins 55,7% árið 1950. Löndin við botn Miðjarðarhafsins höfðu látið til sín taka. Á þessu tímabili jók Irak fram- leiðslu sína um hvorki meira né minna en 5.300%, Egyptaland um 711% og Iran 401%. Óstöðvandi straumur af stáli. Heimurinn virðist hafa óseðjandi hungur eftir stáli. Það er grundvöllurinn undir öllum iðnaði. Kapphlaupið um stálbirgðir heimsins er um þess- ar mundir svo mikið, að málm-vinnslan getur alls ekki fylgzt með. Á einu ári (frá 1949 til 1950) jókst framleiðslan á hrá-stáli um 18%, en aukn- ingin frá 1931 nam 155%. Árið 1950 voru fram- leiddar samtals 160,9 milljónir af hrá-stáli, en einungps 93 milljónir lesta voru unnar úr jörðu. Mismunurinn, um 70 milljónir lesta, var fenginn með söfnun brotajárns, sem stendur yfir um heim allan.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.