Vikan


Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 8, 1952 9 Robert A. Taft, efrideildarþing- maður í Ohio, ætlar að hefja ræðu frammi fyrir 6000 manns i veizlu í Síkagó. Að ofan sést árekstur á Times sqaure í New York. Særður maður liggur á börum og bíður eftir sjúkravagni. Áreksturinn varð þannig, að strætisvagn ók á einkabíl um leið og umferðar- ljós breyttust. Einkabíllinn skall á annan fólksbíl, sem lagt hafði verið við gangstéttina. Átta særðust og einkabíllinn gereyðilagðist. Áð neðan er nærmynd af bílunum þrem og einum mann- anna, sem særðist. Yfir hann lýtur lögreglumaður. FRÉTTAMYNDIR Þar sem þakkargerðin svokallaða var ekki langt undan, komst Julia Adams, kvikmyndaleikkona að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að æfa sig í þvi að beita öxinni. í kringum hana eru nokkrir fuglar, sem vafalaust munu prýða veizluborð eigendanna, þegar hátíðahöldin hefjast. John M. Di-Lieto, 21 árs gam- all, hlaut þetta heiðursmerki i Kóreustríðinu. Móðir hans sæmir hann öðru heiðursmerki eins og sjá má. Heimili þeirra er i Bronx í New York. Di-Lieto hlaut heið- ursmerkið fyrir hrausta fram- göngu á vígvöllum Kóreu. Maður þessi heitir Michael Tomas, Hann stendur hér úti fyr- ir fangelsi í Los Angeles. Hann barðist níu mánuði í Kóreu, en kom síðar heim í leyfi. Þá ætlaði hann að leitá réttar síns fyrir dómstólunum vegna lestarfarmiða, sem hann keypti sama dag og hann var kallaður í herinn, en notaði aldrei. Hann var dæmdur í sjö daga varðhald fyrir vikið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.