Vikan


Vikan - 21.02.1952, Page 10

Vikan - 21.02.1952, Page 10
10 VIKAN, nr. 8, 1952 • HEIMILIÐ • Matseðillinn Steikt þorskhrogn: 400 gr. þorskhrogn, vatn og salt, eggjahvíta, brauðmylsna, 50 gr. smjörlíki, sítrónusneiðar. Hrognin eru þvegin og þeim vafið innan í þunnt stykki. Látið i kalt vatn með salti og soðin í 1—2 stund- arfjórðunga. Tekin upp og iátin bíða í klútnum þar til þau eru orðin köld. Skorin í sneiðar, sem eru 1 cm. á þykkt. Snúið upp úr eggjahvjtu og brauðmylsnu. Brúnað á pönnu'. Rað- að á fat, smjörinu hellt yfir. Sítrónu- sneiðunum raðað ofan á. Borðað heitt með kartöflum, sem snúið er upp úr smjöri og tómatmauki hellt yfir. Hrísgr jónakaka: 300 gr hrisgrjón, 2% 1. mjólk, 125 gr. sykur, 5 egg, 125 gr. smjör, safi úr sítrónu, tvíböku- mylsna. Grjónin eru þvegin úr köldu vatni og skoluð þrisvar sinnum úr sjóðandi vatni. Þegar mjólkin sýður, eru grjónin og smjörið látin út í. Þetta er soðið i graut og tekið ofan þá er sykurinn, eggin og sítrónusafinn sett út í. Hrísgrjónadeigið er svo látið í vel smurt sykurstráð mót, tviböku- mylsnunni sáldrað ofan á og kakan bökuð i eina klukkustund. Borðuð með rauðri ávaxtasósu. Rauð sósa: 3 dl. saft, 2 dl. vatn, 10 gr. kart- öflumjöl, sykur. Saftin og vatnið eru sett í pott yfir eld og suðan látin koma upp. Kartöflumjölið er hrært með Vz dl. vatni og suðan aðeins látin koma upp aftur, potturinn tekinn strax ofan. Sykrað eftir vild. 1 sósuna má hafa niðursoðin ber eins og ribsber, kirsu- ber o. s. frv. Tízkumynd Hin fagra, rauðhærða kvikmynda- leikkona Nadia Gray. Kjóllinn, sem hún er í, er úr hvítu, þunnu jersey. Axlastykkið, beltið og vasinn, sem er áfastur við silkibandið, eru sett gullþráðum. Að kenna barninu að hugsa. Eftir Garry Cleveland Myers, Ph. D. Aldrei hafa börnin okkar haft meira til þess að hugsa um en nú á tímum, á ég þar við kvikmyndir, út- varp og myndablöð. Hugleiðið allar þær hugmyndir, getgátur og oft ósamhangandi atriði, sem kunna að safnast fyrir í huga barnsins á ein- um degi eða jafnvel á stundarfjórð- ungi. En atburðir og hugmyndir i kvik- myndum gerast í svo skjótri svipan að það fær engan tíma til íhugunar. Athygli þess flögrar úr einu í annað. Hinn mikli sálfræðingur, William James, lýsti einu sinni andlegri reynslu ungbarnsins sem „kliðandi, blómlegri ringulreið". Er ekki reynsla barns, sem hefur náð skólaskyldu- aldri oft lík reynslu þessa barns. Nútíma skólar nota ýmis hjálp- argögn við kennslu til þess að gera hugmyndir lifandi. En þessi gögn geta ekki komið í staðinn fyrir hugs- unina. Á meðan þau hjálpa barninu til að skilja merkingu einhverrar hugmyndar og afla því þekkingar í sambandi við hana, þá geta þau hæg- lega truflað athyglina, og gefið rang- ar hugmyndir, nema því aðeins að kennarinn leiðbeini nemandanum af kunnáttu til þess að athygli hans beinist í rétta átt að þvi atriði, sem um er að ræða, svo að hann geti jafn- an gert sér réttilega grein fyrir um- ræddu atriði á ný, sett það í samband við annað, skipað því í flokka, gert samanburð á því og komizt því næst að endanlegri niðurstöðu með ákveð- ið markmið fyrir augum. Mikilvœgar hugmyndir. Ennfremur fær góður kennari nemandinn til þess að velja úr þýð- ingarmikil atriði og festa þau sér vel í minni, en það er nauðsynlegt ef hann á að geta hugsað skýrt. Það er svo margt, sem ber fyrir augu fjórtán ára barns eða fullorðins manns, og tiltölulega fá atriði fest- ast þeim i minni. Það er ýmislegt sem barnið hefur aðeins nasasjón af, og það ræður aðeins við lítinn hluta þess. Hér fara á eftir fáeinar leiðbein- ingar: 1. Svarið ætíð spurningum barns- ins og ýtið undir forvitni þess og rannsóknir á andlegu sviði. Leitið að samileikanum. 2. Látið barnið sjá, enda þótt það sé ungt, að þér leitið eftir svörum við spurningum, sem eru yður ofviða. 3. Hvetjið barnið til þess að rann- saka staðreyndir og komast fyrir á- stæður með því að spyrja það spurn- inga, sem það getur svarað sam- kvæmt reynslu og eftir minni. Spyrj- ið spurninga, sem fær það til að hugsa. Veljið spurningar sem gefa þvi ekki aðeins tækifæri til þess að sýna, hvað það man heldur sem einn- ig hvetja það til að nota sér á nýjan hátt hin margvíslegu úrræði, sem það þegar hefur í huga sér, til að kom- ast að nýjum hugmyndum og nýrri þekkingu. Ég veit um timarit fyrir börn, sem hafa notað myndir og spurningar til þess að örfa barnið til að hugsa. 1 rauninni geta foreldr- ar og kennarar gert slíkt hið sama. MINNI TQSKANINIS. Þegar Toskaníni stjórnaði hljóm- sveitinni við Skalaóperuna í Mílanó, kom dag einn til hans miðlungs tón- skáld með tónverk eftir sig. Hami vildi taka þátt í samkeppni, sem efnt hafði verið til, og ætlaði að undirbúa. meistarann: tryggja sér skoðun hana fyrirfram. Verkið hlaut ekki náð fyrir augum meistarans, og var þegar endursent. Tíu árum síðar hitti tónskáldið Toskaníni í New York. „Þér munið eflaust ekki eftir mér,“ sagði hann; „en ég kom eitt sinn með frumsamið tónverk til yðar i Mílanó. Mér þætti gaman að vita hvers vegna þér vísuðuð þvi frá.“ „Kæri maður,“ sagði Toskaníni, „verkið var afleitt — hörmulegt.“ „En þér lásuð það ekki einu sinni. Ég hefði unnið keppnina, ef þér hefðuð gert það!“ „Bull,“ sagði meistarinn. „Ég man það mjög vel." Hann gekk að píanó- inu og tók að leika nokkrar laglín- ur úr verkinu, fussaði af og til. „Hlustið þér bara — alveg afleitt. Einskis virði. Hrapalegt." SKRlTLUR Mörg okkar eyða hálfri ævi sinni til að óska þess sem við hefðum öðl- azt, ef við hefðum ekki eytt hálfri ævi í óskirnar einar. ! ! ! Þrír Kanadamenn sváfu i enskum herbúðum. Skyndilega hrukku þeir upp við hátt buldur. „Hvað var þetta eiginlega?" spurði annar þeirra. „Þrumur eða sprengj- ur ?“ „Sprengjur," svaraði hinn með stó- iskri ró. „Lof sé guði!“ sagði Kanadamað- urinn. „Ég hélt hann ætlaði að fara að rigna." Babílonshótelið Framhald af bls. 11. „®g býst við þér gerið yður ljóst, að tíu þús- und pund á ári er harla lítil upphæð fyrir mann af yðar stigum. Nella er mikil eyðslukló. Ég veit til, að hún hafi eytt sextíu pundum á einu ári. Nú, hún mundi blátt áfram gera yður fjárþrota á tólf mánuðum." „Nella verður að taka sinnaskiptum," sagði Aribert. „Tja, allt er náttúrlega gott og blessað, ef hún sættir sig við þetta," sagði Rakksoll. „Þá sam- þykki ég.“ „Ég þakka yður fyrir hönd okkar beggja," sagði Aribert. „Og," hélt milljónamæringurinn áfram, „til þess að hún þurfi ekki að taka of snöggum sinnaskiptum, læt ég fylgja henni fimmtíu milljón dala, sem síðan skulu erfast til bama hennar, en það þýðir sama og tíu milljón punda í hlutabréfum járnbrautarfélagsins. Við Nella höfum ætíð skipt öllu jafnt." Aribert svaraði engu. Þeir stóðu á fætur og tókust i hendur, en þá bar svo til, að Nella kom inn í herbergið. Eftir kvöldverðinn voru þeir Rakksoll og Babílon á göngu fyrir utan hótelið. Það var Felix, sem hóf samræðurnar: „Hvernig er það, Rakksoll," sagði hann, „eruð þér ekki orðinn þreyttur á Babílonshóteli ?“ „Af hverju spyrjið þér?“ „Af því að ég er orðinn þreyttur á að slæp- ast. Ég hef oft á tíðum síðan ég seldi þér hótel- ið, óskað mér ég gæti ógilt söluna. Ég þoli ekki iðjuleysi. Viljið þér selja?" „Kannski," sagði Rakksoll, „kannski ég geri það.“ „Hvað viljið þér fá mikið?" „Það sem ég lét fyrir það,“ svaraði Rakksoll. „Jahá!" sagði Felix. „Ég sel yður hótelið með Sjúls, með Rokkó og með ungfrú Spensu. Svo hrekið þér alla þessa dýrlegu starfsmenn á burt og ætlið síðan að selja mér hótelið aftur við sama verði! Það þykir mér furðulegt!" Litli mað- urinn skellihló. „En engu að síður," sagði hann, „geng ég að kaupunum. Ég nenni ekki að þrátta um verðið." 1 Og þannig lyktaði atvikunum, sem spunnuat út af því, að Theodór Rakksoll pantaði steik og eina flösku af bass til máltíðar í Babílonshótali. ENDIR. SPAKMÆLI Fánýt gæfa fagnar fjölmenni; hún þrífst baat í hirðsölum og höllum, i leikhúsum og á dans- leikjum; tilvera hennar er aðeins á ytra borOl. — (J. Addison). * Enginn skyldi skammast sín fyrir að viður- kenna, að hann hafi rangt fyrir sér. Raunveru- lega viðurkennir hann þá aðeins, að hann sé vitr- ari í dag en í gær. —- (Alexander Pope). * Brunnur ástarinnar í hjarta konunnar er svo djúpur, að aldaraðir frysta hann ekki til botns. :— (Bulueer). *

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.