Vikan


Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 8, 1952 11 ©©©©©©©©©©©©©®©©©®®©®©®®®©®®®©®®©®©®©©©©®©©©©®©©©©©©®®©®®©®©®©®®©®©©®®©©®©©©©®®©©©©©©®©®©®®©©©©©©©©©©©©©©®S IFramhaldssaga: 22 Eftir ARNOLD BENNETT ÆabíhhAkételtö Ö©®®®©®®©®®®®®®®©®©®®©©®©©®©®®©®©©©©®©®®®©©©®®©®®®®®®®©©®®®®©®©®®©®®®©©©©©©®©®®®®®®®®©®©©©©©©©©©®©©©©©©©®®® kljáð, og þú getur algjörlega treyst því. Svo veröurðu að láta þér batna. Heyrirðu til mín?“ Það munaði minnstu, að Áki risi upp í rúminu. „Er ég kominn með óráð,“ sagði hann. „Nei, auðvitað ekki,“ svaraði Aribert. „En þú mátt ekki rísa upp. Þú verður að fara vel með Þig-“ Svipur sjúklingsins gerbreyttist á augabragði. Það var eins og hugarfar hans hefði snarsnúizt til beti'i áttar. Lækninum brá mikið í brún við að heyra hann biðja um eitthvað að borða. En Aribert settist niður, yfirþyrmdur þyngslum hugsananna. Honum fannst, að fram að þessu hefði hann aldrei kunnað að meta hinn dásam- lega mátt peninganna, þeirra veraldargæða, sem heimspekingarnir látast fyrirlíta og mennirnir selja sálu sína fyrir. Hjarta hans hafði næst- um brostið af einberri aðdáun á Nellu, en með skapfestu sinni hafði hún hafið þá Áka úr hinu mesta vonleysismóki og upp í sigurhæðir bjartra vona og lífshamingju. „Þessir Engilsaxar," sagði hann við sjálfan sig, „hvilikur kynstofn!“ Um kvöldið var Áki prins auðsæilega á bata- vegi. Læknarnir, í þriðja sinn undrun lostnir vegna framrásar sjúkdómseinkennanna, lýstu því yfir, að hættan væri liðin hjá. Af hreimn- um á rödd þeirra þóttist Aribert geta greint, að þökkin væri einungis þeirra, en ef til vill hefur honum skjátlast í þvi. Engu að síður var hann i ljómandi skapi og reiðubúinn að fyrir- gefa allt. ,,Nella,“ sagði hann nokkru síðar, þegar þau voru tvö ein frammi í forsainum, „hvað get ég sagt við yður? Hvernig get ég fullþakkað yður? Hvenær fæ ég ‘fullþakkað föður yðar?“ „Þér skuluð alls ekki þakka pabba,“ sagði hún. „Hann lítur á þetta sem ósköp venjuleg viðskipti, og það er, auðvitað rétt. En mér getið þér þakk- að með — með . . .“ „Með hverju?“ „Kossi,“ sagði hún. „Svona, eruð þér nú viss um að hafa beðið mín á formlegan hátt, lcæri prins ?“ ,,Ó, Nella!" skríkti hann og lagði höndina útan um hana aftur. „Þér skuluð verða mín! Það er það eina, sem mig langar til.“ „Þér verðið fyrst að ganga úr skugga um, hvort pabbi er því samþykkur,“ sagði hún. „Haldið þér hann verði mér mótsnúinn ? En það kemur í sama stað, Nella, fyrst þér —“ „Þér skuluð samt tala við hann,“ sagði hún elskulega. Stundu síðar geltk Rakksoll inn i herbergið. „Hvernig liður?" spurði hann og benti á svefn- herbergisdyrnar. „Afbragðsvel," sögðu elskendurnir bæði í senn og roðnuðu síðan. „Nújá,“ sagði Rakksoll. „Fyrst svo er komið, þá þætti mér vænt um, ef þér vilduð koma með mér, prins. Mig langar til að sýna yður nokkuð." 30. KAFLI.. Sögulok. „Ég hef margt að segja yður, prins," sagði Rakksoll, strax og þeir voru kornnir út úr her- berginu, „og mig langar til að sýna yður dálít- ið að auki. Viljið þér ganga með mér til her- bergis míns. Það ymur í öllu hótelinu af æsingu." „Með ánægju,“ sagði Aribert. „Það gleður mig, að Áki prins skuli vera á betavegi," sagði Rakksoll, einungis af velsæmis- ástæðum. SÚGULDK „Já! Hvað því viðvíkur —“ hóf Aribert máls. „Mér þætti vænt um, ef þér vilduð láta það mál biða, þar til síðar, prins,“ greip Rakksoll fram i fyrir honum. Þeir voru komnir inn í einkaherbergi Rakksolls. „Mig langar til að segja yður af ferðum mín- um í nótt,“ sagði Rakksoll, „af handtöku Sjúls og viðtali mínu við hann í morgun.“ Og síðan sagði hann alla sólarsöguna, allt til einstakra striða. „Þér sjáið,“ sagði hann að lyktum, „að grunur okkar um þátttöku stjórnarvaldanna í Bosníu reynist algjörlega réttur. Og hvað Bosníu viðvíkur, þá verður ekkert gert til að draga hina forhertu stjórnmálamenn þar fyrir lög og dóm.“ „Og hvað um Sjúls, hvað ætlizt þér fyrir um hann?“ „Komið með mér,“ sagði Rakksoll og fór með Aribert inn í annað herbergi. Sófi var í her- berginu, og hvitt lak hafði verið breitt yfir hann. Rakksoll lyfti upp lakinu — honum þótti ævin- lega gaman að áhrifaríkum augnablikum — og undir því hvíldi andaður maður. „Það var Sjúls, dauður, án þess að á honum sæist nokkur skráma. „Ég er búinn að senda eftir lögreglumanni •— ekki úr götulögreglunni, heldur fulltrúa frá Skottland Jard,“ sagði Rakksoll. „Hvernig atvikaðist þetta?“ spurði Aribert, furðu lostinn og agndofa. „Ég man ekki betur en þér segðuð, að hann væri örugglega geymdur í einhverju herbergi.“ „Það var hann líka,“ sagði Rakksoll. „Ég fór upp til hans í kvöld, aðallega til að færa honum mat. Vörðurinn sat við dyrnar og hafði ekki heyrt minnsta þrusk að innan. En þegar ég gekk inn í herbergið, sást Sjúls hvergi. Einhvern veginn hefur honum tekizt að leysa af sér böndin; þar næst hefur hann náð hurðinni frá klæðaskápnum. Hann hefur svo'fært rúmið að glugganum, og með því að skjóta hurðinni út um gluggann og láta innri brún hennar nema undir efri þverslána milli rúmmaranna, hefur hann búið sér út all- tryggan pall utan gluggans. Þaðan hefur hann rétt getað tyllt fingrum sinum á sylluna, sem er stutt undir upsum hótelþaksins. Síðan hefur hann með vöðvaafli vegið sig upp á sylluna og komizt upp á þakið. Þá hefur hann hlaupið eftir endilöngu þakinu. Á hótelhliðinni, sem snýr að Salisborgargötu er mjór brunastigi, en hann nær alveg ofan frá upsum og ofan í lítinn niðurgraf- inn garð, sem þar er í sömu hæð og kjallararn- ir. Nú hefur Sjúls eflaust hugsað, að sér væru allir vegir færir. En til allrar óhamingju vildi svo til, að einn riminn í stiganum var ryðgaður í sundur og slælega málað yfir. Hann hefur brost- ið, og Sjúls fallið til jarðar. Þessi urðu örlög gáfna hans og snilli.“ Þegar Rakksoll hafði lokið máli sínu, dró hann linlakið aftur yfir líkið. Og var ekki frá að kenna mætti nokkurs léttis i svip hans. Þegar dauðinn hafði bundið enda á hinn skuggalega en viðburðaríka feril Tomma Jakobs- sonar, sem um eitt skeið var stolt Babílons- hótels, raknaði mjög úr vandamálum fólksins, er sagt hefur verið frá hér að framan. Aldrei spurðist neitt til Spensu, hinnar trúu og traustu fylgikonu þorparans. Kannski dregur hún ennþá fram lífið í einhverju ódýru veitingahúsi erlend- is. En af Rokkó fréttist mjög bráðlega. Nokkru *eftir að atburðirnir gerðust, sem sagt var frá síðast, barst Babíloni það til eyrna, að hinn óvið- jafnanlegi Rokkó hefði setzt að í Búenos Æres, hann hefði fengið skjótan frama í nýju afbragðs- hóteli. Babílon sagði þetta Rakksoll, og Rakksoll hefði getað, ef hann hefði viljað, gert gangskör að því að hafa hendur í hári hans. En Rakksoll ákvað að leyfa honum vera í friði, því að hon- um þótti allt benda til þess, að hann helgaði starf- inu alla krafta sina. Einu erfiðleikarnir, sem steðj- uðu að Rakksoll eftir uppgjörið við Sjúls, voru viðvíkjandi lögreglunni. Lögreglumennirnir vildu auðvitað fá að vita hvernig allt gekk til. Þeir kröfðust upplýsinga um, hvað Rakksoll hefði að- hafzt í morðmáli Dimmoka, frá því hann fór fyrst til Ostend og þar til hann rétti að þeim Sjúls dauðan. En Rakksoll var allt annað en fús á að skýra þeim frá því. Vafalaust hafði hann gengið á snið við Englandslög og ef til vill líka lögin i Belgíu, og auðvitað fann hann enga náð fyrir augliti laganna, þó að hann hefði gengið að verkinu af ósérdrægri réttlætiskennd. Rannsókn út af Sjúls var honum því engan veg- inn fyrirhafnarlaus. Að endingu tóku lögreglu- mennirnir að verða örlítið auðsveipnari. Rakksoll lagði fyrst í stað í mikla áherzlu á að friða full- trúana, sem hann hafði bitið svo snarlega af sér forðum daga. Þegar því var lokið, reið einungis á að sýna fyllstu hæversku og bíða. Hann gat sannað yfirvöldunum, að sjónarmið sitt hefði ekki verið mengað óhreinum eða sérdrægum hugsunum, og yfirvöldin létu sér það vel líka. Að endingu gat hann fyrir milligöngu bandaríska sendiherrans veitt sefandi áhrifastraumi að máílavafstrinu. Kvöld eitt hálfum mánuði síðar en Áki prins varð albata, lét Aribert í ljós löngun sína til að eiga tal við Rakksoll, en Aribert dvaldist ennþá í hótelinu. Áki prins hafði aftur á móti farið nokkru áður, með miklum viðhafnaði, ásamt Hansi gamla og fáeinum hirðmönnum, sem sent hafði verið eftir, með milljónina i vasanum og ætlaði sér nú að ganga formlega frá trúlofun- inni. Áki fann ánægjustraum fara um sig, þegar hann hugsaði til milljónarinnar, en peningarnir áttu að borgast að fimmtán árum liðnum. „Þér viljið fá að tala við rúig, prins,“ sagði Rakksoll við Aribert, um leið og þeir fengu sér sæti í einkaherbergi hins fyrrnefnda. „Mig langaði til að segja yður,“ svaraði Ari- bert, „að það er ætlun mín að afsala öllum rétt- indum mínum og titlum sem prins af Pósen, og nefnast öðru nafni i framtiðinni eða Harts greifi — þann titil erfði ég gegnum móðurætt mina. Tekjur mínar eru tíu þúsundir á ári, og ég á kastala og hús í borg Pósen. Ég segiyður þetta af því ég er hér kominn til að biðja um hönd dóttur yðar. Ég elska hana, og ég held, að ást mín sé endurgoldin. Ég hef nú þegar beðið henn- ar sjálfrar, og hún játaðist mér. Við væntum yðar samþykkis?“ „Þér sýnið okltur mikinn sóma, prins," sagði Rakksoll og brosti litillega, „og það á fleiri en einn veg. Má ég spyrja, hversvegna þér hafið afsalað titli yðar sem prins.“ ,, Af því að vinstrihandarhjónaband mundi verða mér jafn óviðfelldið og yður og Nellu." ^ „Já, einmitt." Prinsinn hló. Framhald á bls. 10.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.