Vikan


Vikan - 21.02.1952, Qupperneq 12

Vikan - 21.02.1952, Qupperneq 12
12 VIKAN, nr. 8, 1952 Ný framhaldssaga: 1 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GREY 1. KAPlTULI. Ljóshœrða stúlkan. Stúlkan kom stökkvandi út úr haustnætur- þokunni, grönn og tryllingsleg og hljóp svo ógætilega fram fyrir bílinn, að Norman Kon- kvest varð að grípa hastarlega í stýrishjólið. Það hvein í hjólbörðunum á þurru malbikinu, um leið og hann steig á hemlana af öllu afli og fór í krappan boga. Joy, konan hans, sem sat við hliðina á hon- um, hafði blundað, en opnaði augun þegar bíll- inn Snarfari staðnæmdist svo skyndilega. Það fyrsta sem hin fríða kona Normans sá, er hún opnaði augun var andlit hinnar óttaslegnu stúlku, sem stóð í björtu bílljósinu, beint framan við bifreiðina: „Norman! Hvað kom fyrir?“ „Ekkert — til allrar hamingju." sagði maður hennar. ,,Ef ókunnar stúlkur á einmanalegum sveitavegum þykjast þurfa að drýgja sjálfsmorð, hversvegna skyldu þær vera að velja okkar bíl? Nóg er af þungum flutningabílum, sem fara um þennan veg, og þeir eru betur fallnir til þess- háttar.“ ,,Ég var með lokuð augu. Reyndi hún virki-' lega að kasta sér---------“ Joy þagnaði um leið og hún bjóst til að opna bílhurðina. „Hver skrambinn. Og Ijóshærð! Ég mátti vita--------- Stúlkan var líornung. Úr bláum augum hennar skein ótti og örvænting um leið og hún hljóp yfir fyrir bílinn og greip i handfangið á hurð ökumannsins. „Gerið svo vel — — lofið mér upp í.“ Rödd hennar var lág og hás og hún var móð eftir hlaupin. „Gerið svo vel að taka mig með-------— hvert sem vill------.“ Hún þagnaði og skimaði með óttasvip upp i hliðargötuna, sem hún hafði komið út úr. „Ef hann kemur núna, mun hann reyna að stöðva mig.“ „Ef hver kemur?" „Frændi minn. Ó, gerið svo vel og spyrjið engra spurninga-------—“ „Stökkvið upp í, snotra mín,“ sagði Konkvest i flýti. „Hæ, bíðið snöggvast," sagði Joy, sem hafði reynslu fyrir því að ljóshærðar stúlkur þýddu „hættu“ að því er snerti hinn vaska eiginmann hennar. „Ef stúlkan sú arna er aðeins að hlaupa frá frænda sínum, er betra að fara varlega. Við kærum okkur ekkert um að blanda okkur í fjöl- skylduþjark hennar.“ „Fjölskylduþjark, svei því," sagði maður henn- ar. „En aumingja barnið er stirðnað af hræðslu. Þessi frændi hennar hlýtur að vera einn af þess- um vondu frændum. Það er ennþá dálítið eftir af þeim------“ Hann þagnaði. Andlit stúlkunnar var aðeins fáa þumlunga frá hans eigin, og hann varð vandræðalegur. Það var eitthvað meira en venjuleg hræðsla í svip hennar; það var skelf- ing — og viðbjóður. „Þetta er í lagi, bláeygð mín; ef frændi þinn kemur og hefur frekju í frammi, þá skal ég taka hann að mér." Án þess að bíða frekara leyfis, stökk stúlkan upp í afturhluta bílsins, eins og íkorni, án þess að hafa fyrir að opna dyrnar — Snarfari var, eins og lesandinn ætti að muna, opin bifreið. „Þökk. Þið eruð óskaplega góð,“ sagði stúlk- an og leit með óttasvip i áttina að hliðargöt- unni. „Everdon lávarður kæti komið líka-------.“ „Hver rækallinn!" Rödd Konkvests varð allt í einu hörkuleg. „Sögðuð þér Everdon lávarður?" „Já. Hann og frændi minn — -—.“ ,,Og hver er þessi frændi þinn?“ „Matthew Olifant, lögfræðingurinn." „Vel, nú skil ég!“ Rödd hins glaðlega fullhuga varð hörð og kuldaleg og öll framkoma hans varð önnur. „Vondur frændi var þá rétt! Ég get bara ekki botnað í, hvernig svona holdsveik lítil rotta eins og Matthew Olifant getur átt svona fallega bróðurdóttur eins og þig!“ Konan hans deplaði augunum og skildi þetta ekki. „Norman! Þekkirðu þetta fólk? Þú talar eins og þú-------“ „Nei, ég þekki þá ekki persónulega — en það vill svo til, að þeir eru báðir ofarlega á blaði hjá mér,“ sagði maður hennar glaðlega. „Er það ekki undursamlegt hvernig hlutirnir og atvikin falla mér í skaut? Ég hef oft hugleitt það að taka í lurginn á Myrka Mathews, en hef aldrei fundið góðan byrjunarleik — —.“ „Góðu, haldið þið áfram!" sagði stúlkan ótta- slegna. „Matthew frændi getur komið á hverri stundu.“ „Færi betur, að hann kæmi,“ svaraði Norman. „Ég vildi gjarnan fá að tala nokkur orð við litla skrímslið. Ekkert að óttast, barnið gott. Nú ert þú með okkur." „En þér skiljið ekki. Matthew frændi sagðist ætla að taka mig með sér í kvöldveizlu til Everdonhallar, og ég bjóst auðvitað við að þarna yrði fjöldi fólks — —.“ Hún þagnaði og það hljóp fyrir í röddinni. „En hann fór aðeins með mig i litið úthús, og þar var enginn nema Ever- don lávarður------og kvikindið drakk ein ósköp og vildi fá mig til að vera hjá sér um nótt- ina -----.“ „Heyrðu hérna,“ sagði Joy og sneri sér í sæt- inu og horfði með furöusvip á ungu stúlkuna. „Frændi þinn ætlaði þó ekki að stuðla að neinu slíku, getur það verið?“ „En þetta var svona------hann ætlaði að gera það. Hann var að búa sig til burtferðar, til London, þegar ég hljóp út úr húsinu — ■—.“ Hinn fyrri svipur viðbjóðs og vonbrigða kom aftur fram i augum stúlkunnar. „Hann ætlaði frændi minn var farinn------.“ „Aleina með Everdon lávarði?" „Já.“ „Alla nóttina?" „Ja, þarna var enginn maður annar — engir þjónar, né nokkurt annað fólk — og þegar frændi minn var farinn------.‘ö „En þetta er Ijótara en tali taki,“ andmælti Joy og leyndi röddin alls ekki tortryggni henn- ar. „Ætlið þér að halda því fram, sem þér seg- ið, — eða öllu heldur gefið í skyn? Svona hlutir geta ekki átt sér stað. Frændur skilja ekki frænkur sínar eftir í höndum aðlaðra varmenna __n „Slíkir frændur serp Matthew Olifant gera það,“ tók maður hennar fram í fyrir henni. „Ég veit hvað þú hugsar, Fía min. Þú hugsar, að þetta sé einhverskonar eftirlíking af ægilegum sjónleik framan úr grárri forneskju." „Nei, alls ekki," sagði kona hans. „Þetta er verra en það. Jafnvel gömlu sjónleikirnir frá Viktoríutímabilinu voru innan vissra takmarka. Ef stúlkan þessi segir satt, gæti þetta hafa gerzt á sautjándu öldinni, þegar það var venjj. ungra spjátrunga að----------.“ Hún þagnaði og varð vandræðaleg. „Jæja, það þarf ekki að tala meir um þetta; þú veizt hvað ég á við.“ ',,Ég skil þig, elskan mín,“ sagði maður henn- ar í sama hörkulega málróm og áðúr, „en að þvi er virðist þekkir þú litið til Elverdon lávarð- ar. Hann er fremstur og mestur allra fúlustu svína, sem á jörðunni hrærast. Hann er jafnvel verri en ég hélt. Ég gerði mér aldrei í hugar- lund, að hann skemmti sér á þennan hátt'------.“ Hann þagnaði um leið og hann sneri sér við í sætinu og leit á farþega sinn, sem titraði eftir taugaæsinguna. „Hvað heitirðu, barnið gott?“ „Roberta — Roberta Olifant." „Kölluð Bobby. Ég heiti Norman. Þetta er kon- an mín, frú Konkvest — heitir Joy. Nú þekkj- umst við. — Það sem þú varst að segja áðan, Fía, hitti naglann beint á höfuðið, þótt þú visa- ir það ekki,“ hélt Norman áfram og leit un* leið í áttina að mjóu hliðargötunni, ,,um að kring- umstæðurnar minntu þig á sautjándu öldina. Þessi þorpari, Everdon lávarður er ungur spjátr- ungur, sem lifir þrjú hundruð árum á eftir tim- anum---------- „Nei, heyrðu nú,“ greip frúin fram í, „þetta. er dálítið likt og þegar ketillinn segir pottinn svartan, er það ekki ? Þú hefðir líka vel getaB lifað á sautjándu öldinni, Norman, og þú veizt það sjálfur. Mér hefur margoft dottið í hug, að þú myndir taka þig betur út með knipplinga um háls og úlnliði og sverð við hlið.“ „Það kemur heim,“ sagði Konkvest hlæjandi. „Ég ætti að geta leikist á við Everdon lávarð. Hvað á ég að gera næst? Gefa honum utanundir og skora hann á hólm?“ Bobby Olifant, sem auðsjáanlega var að misaa þolinmæðina og komast í æst skap, lagði nú orð i belg. „Hversvegna bíðum við? Af hverju förum við ekki?" spurði hún fljótmælt, og leit á þau meö áhyggjusvip bæði á víxl, eins og hún kannaðist við þau. „Ég hef einhversstaðar séð ljósmyndir af ykkur. Ég hef lesið eitthvað um ykkur------.“ Hún þagnaði, óákveðin. „Þið ætlið að biða hðr þangað til frændi minn kemur, — er það ekki ?“ bætti hún við gremjulega. „Kannske ég ætti held- ur að fara út úr bílnum. Þið trúið mér ekki. ÞiB haldið, að ég hafi verið að segja skröksögu — „Vertu róleg, barn,“ tók Norman fram í. „Ég bíð hérna einmitt af þvi að ég trúi þér. Ég þarf að tala dálítið við eiturpödduna hann frændn. þinn. Hvað skyldi hann hafa fengið hátt ver« fyrir þig ? Hverskonar borgun var það, sem Ever- don lávarður bauð fyrir einnar nætur skemm1>- un ?“ „Norman!" andmælti frúin hneyksluð. „Guð veit, að það er ástæðulaust að tsta. nokkra tæþitungu, finnst þér það?“ svaraði Kon- kvest. „Stúlkan var sjálf hrein og bein í þessa efni. Hún er sýnilega undir lögaldri, og mér virðist Matthew Olifant og Everdon lávarður hafti gerzt sekir rnn viðbjóðslegt samsæri----Hvern- ig er það, Bobby, hverskonar samband er míDi ykkar frænda þíns? Ég á við lagalega?" „Hann er fjárhaldsmaður minn og lögvernd- ari.“ „En foreldrar þinir?" „Þau eru bæði dáin.“

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.