Vikan


Vikan - 21.02.1952, Page 14

Vikan - 21.02.1952, Page 14
14 VIKAN, nr. 8, 1952 MARTA JÓNS Framhald af bls. 7. „Já, herra húsbóndi!“ sagði Kómi og sló fingr- um í glóheitan. ofninn. Marta Jóns leit upp í fyrsta sinn. Það var ótta- glampi í augum hennar. Hún sneri sér að Típ- unni og mér, og þá gat ég ekki varizt að ganga til hennar. Hún sýndist jafn vonleysisleg og kan- ína sem hefur kvalizt tvo eða trjá daga í stál- fellu. Nikk snerist á hæl og hvessti augun á mig. Heyra mátti Kóma ganga upp stigann og inn í herbergið uppi yfir. Hann flýtti sér að laga til svo að hann gæti komizt niður aftur og að gló- rauðum ofninum. „Viltu verða eftir hjá honum?“ sagði ég við hana og paufaðist nær. „Eða viltu fara?“ Marta Jóns opnaði munn til að segja eitthvað. Tárin tóku aftur að streyma, og hún barðist heiftúðug um í örmum Nikks. „Hvað sagði ég þér, Halli?“ sagði Nikk reiði- lega. „Trúirðu mér ekki, eða hvað?“ Hann snerist að mér og hristi höfuð. „Sagði ég þér ekki þú mundir tala þig út úr húsi hjá mér? Trúirðu mér ekki, eða hvað?“ Hann sleppti stúlkunni stutta stund, og tók undir sig stökk. Áður en ég hafði tök á að hörfa, skall hnefi hans í höfuð mér. Næst vissi ég af mér hvar ég lá á gólfinu, og gat ómögulega greint hvað var upp og hvað var niður. Eg sá ekki hvað Típan var að gera, en ég vissi hann var ekki að hjálpa mér. Nikk gekk aftur til Mörtu Jóns, hneppti frá henni kápuna, og stakk höndum þar inn undir. Hann þrýsti henni svo fast að hún veinaði af sársauka. Þegar 'ég komst á fætur aftur, vissi ég ekki hvað ég ætti að gera næst. Ég skildi ekki fyrr en Nikk barði mig niður að ég gat ekkert gert til að stöðva hann. Allt hefði farið á annan veg, ef Típan hefði hjálpað mér. En Tipan var að hugsa um lánin hjá Nikk og veðmálaþókn- unina. Hann Stóð úti við dyr tilbúinn að fara. Þegar ég komst á fætur aftur, gekk Nikk til min og hrinti mér í átt til dyra með útréttum handlegg. Eg þeyttist yfir gólfið og skall á Típuna. Típan opnaði dyrnar og reyndi að tosa mig út. Eg sleit mig lausan frá honum og gekk aftur inn í krána. Nikk tók Mörtu Jóns upp og bar hana í átt til stigans. Hún byrjaði að klóra og brjótast um, og Nikk átti örðugt að verjast henni. Að lokum tókst henni að klóra hann framan í með nöglunum, og Nikk sleppti henni eins og hún hefði brennt hann. „Kómi!“ gall í honum. Kómi kom' bröltandi niður stigann. „Rektu hann út og lokaðu dyrunum, Kómi,“ skipaði Nikk. „Kastaðu honum út, ef annað dug- ar ekki.“ Nikk hrifsaði aftur til Mörtu. Hún var fjarska lítil, og svo ung, hún hafði ekki mikið að gera móti Nikk. Hann þurfti ekki gera annað en læsa öðrum handlegg utan um háls henni, og og grípa um báðar hendur hennar með hinum. Kómi tók upp járnskörunginn og gekk til min. Hann var dauðhræddur. Ég vissi hann mundi aldrei slá mig, en ég sá hann var svo skelfdur við Nikk að hann varð að láta sem hann væri að reka mig út. Típan var farinn. „Leggðu skörunginn frá þér, Kómi,“ sagði ég. „Herra Halli,“ sagði Kómi, „þér er fyrir beztu að leyfa herra Nikk eiga sig þegar hann hefur misst glóruna. Það er ómögulegt að segja hvað hann getur gert, þegar hann er kominn í skap og orðinn öskuillur við þig.“ „Haltu kjafti Kómi,“ sagði ég. Nikk tók Mörtu upp einu sinni enn og bar hana nú alveg að stiganum. Þar setti hann hana niður í flýti og hljóp til mín. Ég reyndi að bera fyrir mig hnefa, en hann stökk upp í loftið og lét fallast ofan á mig. Það var eins og beinin í 611. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. fornafn. — 3. lúa- legar,-— 13. sannfæring. — 15. reika. — 16. knúði. — ; 17. óholla. — 18. stúíkan. — 20. fag. — 21. plöntuhlutar. — 24. æsa. — 27. á engan son. — 29. lúðrar. — 31. bis (slanguryrði). — 32. tangi. — 33. mælieining- unum. — 35. glæni. — 36. samsinnandi orð. — 38. beygingarending. — 39. verkfæri. —• 40. neit- un. — 41. beygingarend- ing. —- 42. vitlausan. -- 44. óskemmdur. — 47. mál. — 48. henda. —- 49. jók pláss. — 50. ungl- ingi. — 52. forskeyti. — 53. kaupmaður. — 55. afleiðsluending. —- 57. frískur. — 59. flíkinni. — 61. upphrópun. — 62. litla. -— 63. þrír eins, — 64. listgreininni. — 65. beygingarending. Lóðrétt skýring: 1. jurt. — 2. mælirinn. — 4. gullhringur. — 5. nefnd. — 6. tortryggn- ir. — 7. frumefnistákn. — 8. fögunum. —■ 9. hjálparsögn. •—• 10. vopnin. — 11. forskeyti. —• 12. beygingarending. —■ 14. skaga. — 18. ótrygg- ar. — 19. grunað. — 22. espa. — 23. samkom- unni. — 25. iðngrein. — 26. utan. — 28. alls- leysi. — 30. bragarháttur. — 34. lík. — 35. ó- döngun. - — 37. fyrir skömmu. — 40. flautaa. — 43. fullgildi. — 44. prakkarastrik. — 45. vel. — 46. ber. — 48. kvenmannsnafn. — 51. öfugur tví- hljóði. — 54. mannsnafn. — 56. fjórir eins. — S7. mannsnafn (forn ritháttur). •— 58. líkamshluti. — 60. gæfa. — 61. á fæti. — 62. tveir samst-ssSir. Lausn á 610. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. ósar. — 5. hró. — 7. ussa. — 11. krof. — 13. hnit. — 15. æfa. — 17. fornöld. — 20. afl. — 22. leki. — 23. sauða. — 24. skál. — 25. ata. — 26. ess. — 27. Rut. — 29. ana. — 30. klak. — 31. upsa. — 34. allra. — 35. marða. —• 38. efla. — 39. inni. — 40. skáld. —- 44. ekkli. — 48. iður. — 49. flýi. — 51. kæk. — 53. ina. — 54. rás. — 55. slý. — 57. Ella. — 58. gusar. — 60. ókum. — 61. ila. — 62. dagatal. — 64. ári. — 65. glóð. — 67. reyr. — 69. fals. — 70. kná. — 71. alin. Lóðrétt: 2. skaka. — 3. ar. — 4. rof. — C. runu. — 7. und. — 8. SI. — 9. staka. — 10. sæla. — 12. Fossar. — 13. hlaupa. — 14. ella. — 16. feta. — 18. raska. — 19. öðrum. — 24. fáni. — 26. ell. — 28. tsr. -— 30. klaki. — 32. aðili. — 33. ber. — 34. Als. — 36. ani. — 37. fis. — 41. áði. — 42. lungað. — 43. draug. — 44. Efrat. — 45. klárar. — 46. kýs. — 47. aeell. — 50. alur. — 51. keik. — 52. klaga. — 55. skári. — 56. Ýmir. — 59. safn. — 62. dós. — 68. Le*. — 66. 11. — 68. yl. mér myldust líkt og eggskurn. Þegar ég rankaði við, lá ég með andlitið við svellaða gangstéttina. Dyrnar voru lokaðar, og öll ljósin niðri höfðu verið slökkt nema eitt. 1 skini ljóssins, framar- lega í kránni, sá ég Kóma varpa kolamolum inn í ofninn, reynandi um leið að sjá út á götuna gegnum gluggann. Ég gekk yfir götuna, "kkýldi andlitið fyrir slyddunni sem æddi niður götuna. Ég dokaði við og kallaði tvisvar eða þrisvar í Típuna. Hann svaraði mér ekki, og ég vissi hann væri farinn. Það var erfitt að haldast við úti á götu í því- líku veðri. Uppi á lofti, í herberginu sem Kómi bjó út, hafði Nikk farið úr frakkanum og reyndi nú að klæða Mörtu Jóns úr kápunni. Hún stökk frá honum, enda á milli í herberginu. Að lokum nennti Nikk ekki lengur að eltast við hana, og tók frakkann og fór að slá hana með frakkanum. Fyrst reyndi hún að verja andlit sitt og höfuð fyrir sárum höggunum, en þegar Nikk slæmdi frakkanum yfir um bakið á henni, féll hún á gólfið. Ég sá að Nikk laut yfir hana og tók hana upp. Þegar hún komst aftur á fætur, gat hún slitizt burt frá honum. Nikk sló hana með frakkanum, en um leið skall hann í ljósaper- una sem hékk á þræði niður úr loftinu. Her- bergið varð skyndilega jafnmyrkt og nóttin út fyrir. Ég stóð kyrr og skalf og nötraði úti á göt- unni. Nöpur, æðandi, pískandi slyddan og vind- urinn blinduðu augu min, og það var erfitt að opna þau eftir að ljósið i herberginu slokknaði. Nokkru síðar, þegar Kómi hafði slökkt siðasta ljósið niðri, *neri ég á burt og stritaðist upp götuna. Einu sinni þóttist ég heyra Mörtu Jóns sepa, en þegar ég nam staðar og lagði við eyrus í piskandi slyddunni, gat ég ekkert heyrt. Upp frá því vissi! ég ekki hvort það var hún eða hvort það var aðeins vindurinn sem vældi á hvössun* hornum húsanna. Svar við mannlýsingaspurnmgn á bls. 4: Skafti Þóroddsson lögmaður. 1 Gr«ttlu. Svör við „Veiztu —?“ á bis. 4: 1. Berðu tímann, sem úrið þitt sýnir samau vi* tímann á staðnum. Ef klukkan þin er tveisa stundum á undan, þá hefur þú farið 30* tál vesturs. Ef hún er einni stundu á eftir, hof- ur þú farið 15° austur á bóginn. 2. Ásmundur hærulangur sagði þetta við Grottá son sinn, þegar honum þótti hann rif bak sitt slælega. 3. 1865. 4. Dafla eða damla er „að róa hægt“. 5. Vísan er upphafserindi á Brúðkaupskv»8i Steins Steinars. 6. Gastaldon var ítalskt tónskáld, lézt 1939. Eftir hann er Musica proibita, sem KetiU Jensson söng í útvarp fyrir skemmstu. 7. Edison, 1879, kolaþráðarlampinn varð seinna fyrirmynd málmþráðarlampans, sem nú. »r notaður um allan heim. 8. 19,3. ed 9. María og Róbert, 10. 1908.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.