Vikan


Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 15

Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 8, 1952 15 Sem yður þóknast Framh. af bls. 2. flutta talan í leikritinu, þó rödd Har- alds sé stundum allt annað en góð áheyrnar. Af minni hlutverkum er vert að geta Róberts Arnfinnssonar (Silvius, ástfangni hjarðsveinninn). Róbert færði með því út kvíar hæfi- leika sinna, kómik hans var sönn. Baldvin Halldórsson lék vonda bróð- urinn. Pramsögn hans var afbragðs- skýr. Jón Aðils lék vonda hertog- ann, sem verður góður og gengur í klaustur, af þeim myndarskap, sem honum bregzt aldrei. Auk þess eru mörg smáhlutverk. Lárus Pálsson var leikstjóri og lék auk þess Prófstein, fiflið. Það var einhver urgur í rödd hans, sem olli óskýrleik á stundum. Félagar úr Sinfóníuhljómsveitinni önnuðust tónlistina. Þýðingu annaðist Helgi Hálfdán- arson, lyffræðingur á Húsavik. Ég held þetta leikrit hafi ekki erindi sem erfiði. E. E. H. Rúrik Haraldsson (Orlando), Bryn- dís Pétursdóttir (Rosalinda). gaman að sjá skóg spretta á sviðinu. Lárus Ingólfsson, Konráð Pétursson og Lothar Grundt máluðu leiktjöld. Mér fannst leikararnir ekki tala nógu skýrt. Textinn er þungur, og maður má ekki missa af einu ein- asta orði. Hér veltur allt á því að vel sé talað. Rödd Rúriks Haralds- sonar (Orlando) er oft þvogluleg; einstaka sinnum er líkt og hann hafi munninn fullan af bómull. Sömuleið- is brast röddin Bryndísi Pétursdótt- ur (Rósalind). Hún er að vísu yndis- leg, hreyfingar hennar léttar og kvikar og þó kannski um of ungæð- islegar, því að þetta er hefðarmær, stolt, en svið raddar hennar er of takmarkað, hún megnar hvorki að beita röddinni upp né niður, þyt að þá brestur hún. Steingerður Guð- mundsdóttir (Celía, af hverju er nafnið ekki skrifað með essi: Selía?) somdi sér ágætlega vel. Gestur Páls- son (góði hertoginn) var ósköp eitt- hvað magnlítill. Haraldur Björnsson lék Jakob hinn þunglynda og flutti hina frægu tölu: Öll veröldin er leik- svið, því allir leika, sérhver karl og kona. Ég held það hafi verið bezt Bréfasambönd Framhald af bls. 2. báðir til heimilis að VatnsdaL, Fljótshlíð, Rangárvallasýslu. Dagbjartur Hansson (við stúlkur 15—17 ára, mynd fylgi), Berg- holti, Raufarhöfn. Jóhannes Guðmundsson (við stúlkur 15—17 ára, mynd fylgi), Skugga- bergi, Raufarhöfn. Maddý Guðmundsdóttir (við pilta eða stúlkur 18—24 ára), Auður Þorkelsdóttir (við pilta eða stúlkur 18—24 ára) og Auja Hannesdóttir (við pilta eða .stúlkur 18—24 ára),allar að Klepp- járnsreykjum, Reykholtsdal, Borg- arfirði. Steingrímur Kristmundsson, Ólafur Snorrason, Kristófer Jóhannesson, Sólmundur Júlíusson, Ríkharð Björnsson, Ólafur Jónsson og Guðlaugur Gislason óska eftir bréfa- samböndum við stúlkur 18—23 ára, mynd fylgi bréfum. Allir til heim- ilis að Sæbóli, Grindavík. Arndís Árnadóttir (við pilta 17—20 ára), Hulda Þorkelsdóttir (við pilta 18— 22 ára), Ragnheiður Benediktsdóttir (við pílta 18—22 ára), allar til heimilis að Grafarnesi, Grundarfirði, Snæ- fellsnessýslu. Vernharður Guðmundsson (við stúlku 16—18 ára, mynd fylgi bréfi), Varmalæk, Bæjarsveit, Borgarfirði. Sigríður Jónsdóttir (við pilta 19—25 ára), Anna Jónsdóttir (við pilta 15—20 ára), Skarðshlíð, Austur-Eyja- fjöllum, Rangárvallasýslu. Anna S. Eyjólfsdóttir (18—25 ára), Valgerður H. Eyjólfsdóttir (17—25 ára), Hrútafelli, Austur-Eyjafjöll- um, Rangárvallasýslu. Sólrún Helgadóttir (við pilta úr Reykjavík eða Hafnarfirði, 14—18 ára), Héraðsskólanum Laugar- vatni. Regína Hallgrímsdóttir (við pilta 15—17 ára), Ljáskógum, Dala- sýslu. Asgeir Kristinsson og Ingi Kristinsson (við stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi), Höfða, Höfða- hverfi, um Grenivík, Suður-Þing- eyjarsýslu. Hallfríður Árnadóttir (við pilta og stúlkur 17—20 ára), Staðarhól, Dalvík, Eyjafjarðarsýslu. Guðrún C. Ólafsdóttir (við pilta eða stúlkur 12—14 ára, mynd fylgi bréfi), Guðjóna Ólafsdóttir (við pilta eða stúlkur 14—16 ára mynd fylgi bréfi) og Gunnbjörn Ólafsson (við pilta eða stúlkur 13—16 ára, mynd fylgi bréfi), öll til heimilis að Sellátr- um, Tálknafirði, Vestur-Barða- strandasýslu. Ólöf Svavarsdóttir (við pilta eða stúlkur 13—15 ára), Kirkjuvegi 9B, Vestmannaeyjum. Haukur Þorgilsson (við stúlkur 13—¦ 14 ára, mynd fylgi bréfi), Kirkju- vegi 31, Vestmannaeyjum. Rósa Ben og Harry Ben (bréfaskipti við pilta eða eða stúlkur 15—18 ára). Bréfin sendist að Akranesi. Fyrirliggjandi: Þilplötur (Bukas). Ný tegund; mjög smekklegar sem veggþiljur og milli- veggir. Má einnig nota sem húsgagnaplötur (ga- boon). Þykktir: 10, 15, 20 og 25 mm. Limba-krossviður (mjög líkur eik), 4% mm., í hurðarstærð, 206X81 cm. Birki-krossviður, 4 og t 5 mm., 60X60. PÁLL ÞORGEIRSSON Hamarshúsinu. Sími 6412 SKKlTLUMYND I „Hverskonar mannlýsing er þetta hjá ykkur? Hvaða skassi lýstuð þið?" „Yður!" * Áður en gengið er til hvílu, má ekki gleyma því að núa NIVEA-CREMI vandlega um hendur, andlit og háls. — NIVEA bætir hörundinu upp efni, sem tapast hefir að deginum, og hefir holl áhrif á það alla nóttina. — Þess vegna er það fyrir öllu að vanrækja ekki notkun NIVEA að kvöldinu. — Notið NIVEA á hörundið, og það held- ur frískleika sínum og þokka. Skíöi, skíðabindingar, stálkantar I Allskonar viðgerðir á skíðum. Festi bindingar á skíði, innbrenni og beygi skíði. Ábyrgð tekin á viðgerðum á brotnum skíðum. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU. Benedikt Eyþórsson Vatnsstíg 3 — Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.