Vikan


Vikan - 28.02.1952, Page 1

Vikan - 28.02.1952, Page 1
Ketill Jensson söngvari UNDANFARNAR vikur hefur ungur söngvari, Ketill Jensson, nýkominn úr Italíu-reisu, vakið mikla athygli hér í bæ fyrír söng sinn. Þegar þetta er rit- að (15. feb.) hefur hann haldið fjórar söngskemmtanir við húsfylli í Gamia bíó og hlotið mikið lof söngvísra manna.. Þorsteinn Valdimarsson segir í Þjóðviljanum: „Skipt hefur um rödd hans á þessum skamma tíma, svo að hún er nú ein hin fegursta sinnar teg- undar — hár tenór og töfrabjartur í mýkt sinni og fyllingu . . .“ Ketill er fæddur í Reykjavík 1926. Foreldrar1 hans eru Sigríður Ólafsdóttir ættuð utan af Álftanesi, og Jens Hall- grímsson sjómaður, runninn upp í Keflavík. Hann dvaldist hér í borg á vaxtarárum og fór síðan á sjóinn, var háseti á ýmsum togurum um þriggja ára skeið og því næst nokkurn tíma á Fjallfossi í siglingnm milli landa. Sjó- mennsku lagði hann niður 1947 og tók þá að stunda landvinnu svo sem til féllst, en sótti jafnframt söngnám hjá Pétri Jónssyni söngvara. Þóttu þegar sýnir með honum sönghæfileikar mikl- ir og m. a. söng Ketill á þessum árum með Karlakór Reykjavíkur. I ársbyrjun 1949 hyggst hann svo halda út til ítalíu. Það var túrinn, þeg- ar Súðinni hlekktist á suður af Vest- mannaeyjum og varð að snúa við. Má vera þar með hafi sannast gamalla manna mál, að fall sér fararheill. Út lagði Súðin aftur, og Ketill komst heilu og höldnu til Genúa. Þaðan hélt hann þegar í stað til Mílanóar og hefur æ síð- an stundað söngnám hjá Angelo Alberg- oni, sem er mikilsmetinn söngkennari og hljómsveitarstjóri þar í borg. Aðspurður kvað Ketill ekki ýkja gam- an í Mílanó, því að varla væri maður fyrr kominn út, áður en maður færi að hlakka til að komast heim aftur. Og heima er bezt, sagði Ketill. Hann var fá- orður um framtíðina, en taldi þó líklegt hann brygði sér út aftur með vorinu til frekara náms. Munu heillaóskir allra, sem heyrt hafa hann syngja, fylgja hon- um aftur út yfir pollinn. Ketill bað flytja þakkir sínar til Fritz Weisshappels, Egils Bjamasonar og annarra, sem veitt hafa honum ómetan- legan stuðning og miklar örvanir á liðnum árum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.