Vikan


Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 9, 1952 heim til þin, í Wigmorestræti. Af því að þú ert lögverndari hennar, get ég lítið gert henni til verndar gagnvart þér — nema þetta.“ Norman þagnaði og greip í öxl Ólífants. ,,Ég mun lúberja þig og ganga næst lífi þínu, ef þú reynir aftur það óþokkabragð, sem þú ætlaðir að leika í kvöld.1' ,,Ég er sama sinnis," kallaði frú Konkvest úr bílnum. „Ég skyldi taka hann með annarri hend- inni og lúskra honum. Mundu það, Bobby,“ sagði hún og leit til stúlkunnar, „ef frændi þinn reyn- ir svona bellibrögð, þá bara hringdu. Ég skal koma á svipstundu og hafa með mér góða hunda- svipu.“ „Þetta er ágæt uppástunga, góða mín,“ sagði Norman og hló. „Þetta líkar mér. Hundasvipa er betri en hnefarnir. Heyrir þú það, lubbi ? Við aðra tilraun af þessu tagi, skal ég draga þig út á mitt Wigmorestræti og lúberja þig með hunda- svipu. Skilurðu það?“ Matthew Ólífant, sem hafði orðið hræddari og hræddari meðan þau töluðu, var nú froðufell- andi af heift, því honum óx um leið óstjórnleg reiði í skapi. Hann var svo ofsareiður, að þegar hann reyndi að tala gat hann aðeins komið upp óskiljanlegum kokhljóðum, eins og hann væri að kafna. „Gott. Ég sé, að þetta hefur haft æskileg áhrif,“ sagði Normán rólega, „við þurfum því ekki að tefja lengur. Það var leiðinlegt, að Everdon lávarður kom ekki með þér, því ég hefði haft mikla ánægju af að berja úr honum eina eða tvær tennur. Ég verð að geyma mér þá ánægju til síðari tíma.“ Hann skáskaut sér rólega inn í ökumannssæt- ið, setti vélina í gang og ók í burtu. En Matthew Ólífant stóð eftir á miðjum veginum eins og lít- ill púki. „Við höfum felmtrað hann, Fía,“ sagði Nor- man og hló. „Við höfum gert hann lafhræddann. Ekkert að óttast lengur, ungfrú Ólífant," bætti hann við og leit aftur fyrir sig á Bobby. „Verið þér viss, héðan í frá verður frændi yðar ljúfur eins og lamb.“ „Ég vona, að þér hafið rétt fyrir yður," sagði stúlkan og stóð á öndinni. „Ó, almáttugur, hvern- ig þið töluðuð við hann! Hann er að vísu lítill og auðvirðilegur, en enginn leyfir sér að tala við hann á þennan hátt. Og hann varð óttasleg- inn. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð hann skelfast." „Þér getið skrifað það á reikning hins geig- vænlega mannorðs míns,“ sagði Norman hlæj- andi. Hann er lögfræðingur og veit vel að ég meinti það, sem ég sagði. Það er undarlegt, þeg- ar maður hugsar út í það, að þér skylduð einmitt hitta á bílinn okkar, i allri þeirri bílamergð, sem fer um þennan veg. Það hlýtur að vera einhver æðri máttur ,sem stjórnar slíkum hlutum." Augu Bobby skinu af ákafa. „Þetta var allt svo —• — svo óvænt," sagði hún. „Ég vissi varla hvað ég gerði. Ég meina — hugsið ykkur hvað hafði gerzt. Ég hleyp út á veginn og stöðva alókunnugt fólk í bíl, sem fer um veginn. Og þið þekkið frænda minn •—• vitið, að hann er lögfræðingur. Þið þekkið líka Everdon lávarð. Og frændi minn þekkir yður líka,“ bætti hún við. „Um leið og hann heyrði nafn yðar, breyttist svipur hans algerlega.“ „Það er kominn tími til, að hann breyti um svip,“ samsinnti Norman. „Ég skal segja yður, Bobby, að það er yður fyrir beztu, að komast sem fyrst burt frá þessum frænda yðar. Hann er versti skálkur." „Mér var það ekki fullkomlega ljóst fyrr en í kvöld," sagði Bobby og varð alvarleg á svipinn. „Mér hefur í rauninni aldrei líkað við hann. Hann er smásmugulegur, skapillur og voðalega strang- ur. Hvenær, sem ég hef minnzt á, að fá mér einhverja vinnu, hefur hann algerlega afsagt það; hann heldur mér heima til þess að láta mig stjana við sig. Faðir minn arfleiddi mig að einhverjum fjármunum — talsvert miklum, skilst mér, — en ég fæ ekki að snerta þá fyrr en ég er tuttugu og eins árs, því Matthew frændi er fjárhalds- maður minn. Ég verð að gera eins og hann segir. Hann sagði mér einu sinn, að ef ég giftist án samþykkis síns, yrði ég svift arfinum. Kvöld eitt., er ég var mjög leið í skapi, minntist ég á, að bezt mundi vera, að ég fengi mér annan sama- stað, þá stökk hann upp eins og naðra. Ég varð dauðhrædd. Ég hef aldrei þorað að færa þetta í tal aftur." Hún þagnaði snöggvast og spurði síðan: „Var yður annars alvara með þetta sem þér sögðuð, — að hýða hann með svipu?" „Vissulega," sagði Norman hörkulega, „og það sem betra er, hann veit að ég meinti það. Ég hugsa, að þér þurfið engu að kvíða í sambandi við Everdon lávarð, barnið gott.“ Bobby sperrti upp augun af undrun, þegar þau komu til London og Norman renndi bifreiðinni inn í lyftuna í Conquest Court og þau fóru í henni upp í óbrotna lystihúsið á þakinu. En hún komst fljótt í rúmið og sofnaði strax. Þegar frú Konkvest fór frá henni og inn í stóru og þægi- legu setustofuna, hitti hún svo á, að maður henn- ar sat með ölkrús fyrir framan sig og virtist hugsi. „Hún steinsofnaði undir eins og höfuð hennar snerti svæfilinn," sagði Joy. „Hún vissi víst ekki sjálf, hvað hún var þreytt. — — — Norman, hvernig var það með þennan Everdon ? Mig minn- ir, að ég hafi rekizt á nafn hans i dagblöðum og vikuritum öðru hverju, og ég hef einhvern- veginn fengið það í höfuðið, að hann væri flysj- ungur, en mér datt aldrei i hug, að hann værí eins slæmur eins og þú virðist halda." „Hvað áttu við með „virðist halda“?“ nöldr- aði Norman og rétti sig i sætinu. „Þú veizt hvað gerðist í kvöld — eða gerðist næstum því. Ég skal bölva mér upp á, að það var ekki í fyrsta skipti. Það verður að gera eitthvað til að setja hemil á þann óþokka — og ég hef verið að velta fyrir mér góðum hugmyndum í því efni. En Everdon verður að biða. Ég hef annað á prjón- unum í svipinn, sem meira lig^ur á, um það, hvernig ég á að ráða til atlögu við Myrka- Matthew." „Látum Myrka-Matthew liggja milli hluta," sagði frú Konkvest um leið og hún tók sér sæti; „ég hef meiri áhuga á Everdon lávarði." „Af þvi að þú ert kona og hann siða- og trú- níðingur, þá er það eðlilegt," sagði Norman með alvörusvip. „Jæja, ég skal gefa þér lauslegt yfir- lit. Ég þarf ekki að lita i skjöl min þessu við- víkjandi. Alltaf þegar ég heyri þrjótinn nefndan, kemst ég í illt skap.“ „Hvað er hann — holdsveikur ?“ „Þarna komstu með rétta orðið, góða mín, það er einmitt það, sem hann er holdsveikissjúkl- ingur. Siðferðislega. Hann er óhreinn. Háttur hans er, að troða alla niður i saurinn — og vegna milljóna sinna kemst hann áfram með það.“ „Milljóna ?“ Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Lilli: Pabbi, drengur! — Ertu búinn að setja heila rúðu í gluggaim ? Pabbinn: Já — það er nú annaðhvort —• er þetta ekki vel gert — jæja, þá er röðin komin að lampanum! —=5% Pabbinn: Ég skal gera það — undir eins og ég hef lokið við lampann — ég er önnum kafinn í dag! Lilli: Æ, pabbi minn, passaðu þig! Pabbinn: Vertu ekki að gera mér ónæði, þegar 6g er að vinna — Lilli: Hver þremillinn — pabbi! Hvemig ætlarðu nú að gera við þetta? Mamman: 1 öllum bænum hættu nú að gera við — ann- ars verður hér algjör eyðilegging!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.