Vikan


Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 9, 1952 7 Hversvegna kom kirkjukórinn of seint? Einkennileg atvik komu fyrir að kvöldi fyrsta marz i borginni Bea- trice í Nebraska. Síðdegis hafði séra Walter Klempel farið til baptista kirkjunnar til þess að undirbúa æf- ingu kirkjukórsins. Hann kveikti upp í ofninum — flestir söngvararnir komu venjulega um klukkan fimmt- án mínútur gengin í átta, og það var svalt í kirkjunni — þvi næst fór hann heim tii konu sinnar og dóttur, Marilyn Ruth. Það vildi svo til, að kjóliinn hennar Marilyn Ruth var svo óhreinn, að frú Klempel varð að strjúka annan kjól handa henni. Þannig orsakaðist það, að þau voru ennþá heima, þegar þetta kom fyrir. Ladona Vandegrift, sem gekk í menntaskóla, átti í miklum erfiðleik- um vegna reikningsdæmis, sem hún átti að leysa. Hún vissi vel, að söng- æfingin hófst stundvíslega, og kom alltaf snemma. En henni dvaldist við að leysa dæmið. Royena Estes var álveg búin til æfingarinnar, en hún gat ekki kom- ið bifréiðinni af stað. Hún og Sadie, systir hennar gripu þá til þess ráðs að hringja til Ladonu Vandegrift og biðja hana að taka þær í leiðinni í sína bifreið. En Ladona fór ekki, fyrr en hún hafði lokið þessari stærð- fræðilegu þraut sinni, svo að Estes- systurnar urðu að bíða. Frú Leonard Lchuster kom venju- lega stundvíslega ásamt litlu dóttur sinni, Susan. En einmitt þetta kvöld stóð svo á, að hún varð að fara til móður sinnar og hjálpa henni til að búa sig til trúboðsfundar. Herbert Kipf, rennismiður, kom venjulega of snemma, en nú varð hann að skrifa áríðandi bréf. ,,Ég veit ekki hversvegna," sagði hann. Hann drollaði við skriftirnar og varð of seinn. Það var kalt í veðri þetta kvöld. Joyce Black, sem var hraðritari, var „einfaldlega svo iöt“, að hún hélt sig innan dyra fram á síðustu stund. Hún var í þann veginn að halda af stað, þegar það kom fyrir. Henry Ahl, vélsmiður, var.að gæta drengjanna sinna, af því að konan hans var ekki heima. Hann ætlaði að taka þá með sér, en á einhvern hátt vildi svo til, að hann lenti í áköfum samræðum. Þegar hann leit á úrið sitt, sá hann, að hinn tilsetti tími var kominn, og hann var orðinn of seinn. Marilyn Paul, slaghörpuleikarinn, ætlaði að koma hálfri stundu fyrir ákveðinn tíma, Samt sem áður sofn- aði hún eftir matinn, og þegar móð- ir hennar vakti hana, hafði hún að- eins tíma til að búa sig og þjóta af stað. Frú F. E. Paul, stjórnandi kirkju- kórsins og móðir slaghörpuleikarans, hafði árangurslaust reynt hvað eftir annað að vekja dóttur sina. Hún varð því einnig of sein. Lucille Jones og Dorothy Wood, menntaskólanemendur báðar tvær, eru nágrannar og fara venjulega saman til söngæfinga. Lucille var að lilusta á útvarpsþáttinn frá kl. 7—7% og langaði til að heyra, hvernig hann endaði. Hún breytti því út af þeirri venju að vera stundvís. Dorothy beið eftir henni. Klukkap 7.25 sprakk Captista- kirkjan i Beatrice í loft upp. Hvell- urinn af sprengingunni bergmálaði um alla borgina. Veggirnir hrundu, hið þunga trjáþak féll til jarðar með öllum sinum þunga. En hversdags- legir smámunir, eins og óhreinn kjóll, smá blundur, ófullgert bréf, stærðfræðiþraut og bifreið í ólagi, urðu þess valdandi, að allir meðilar kirkjukórsins urðu of seinir, en slíkt hafði aldrei komið fyrir áður. Slökkviliðsmenn álitu, að spreng- ingin hefði orsakazt af gasi, sem kynni að hafa lekið inn í kirkjuna úr brotinni gasleiðslu, og sennilega hefði kviknað í gasinu út frá eldin- um í ofninum. Enginn af meðilum kirkjukórs Beatrice-borgar gat æti- að, að upptök eldsins hefðu orðið með einhverju öðru móti. En þessi kyn- lega rás atvikanna vakti þá til um- hugsunar um einskis verð smáatriði lífsins, og þeir veltu því fyrir sér, hvenær hægt væri að taka svo til orða: ,,Þetta er ráðstöfun Drottins". SPAKMÆLI Velgengnin krefst meiri siðferðis- styrks en andstreymið. Maður er aldrei svo hamingjusamur sem mað- ur ímyndar sér, en heldur aldrei svo óhamingjusamur. Tæpast eru nokkr- ir til, sem ekki minnkast sín fyrir að hafa elskað, eftir að ástin er út- kulnuð. Til eru konur, sem aldrei hafa átt sér ástarævintýri, en mjög fáar eru þær, sem hafa einungis átt sér eitt. Það er svipur með ást og afturgöngu: allir tala um hana, en fáir hafa séð hana. Allir kvarta yfir bágu minni, en enginn yfir bágum gáfum. Því heitar sem maður elskar konu, þeim mun meir nálgast ástin hatur. Auðveldara er að kenna öðr- um ráð en sjálfum sér. — La Rochefoucauld). Þegar maður rakar sig fyrir framan mynd! SNJÓR Framhald af bls. 4. ast fyrir mánuði og að tmg söngkona frá Moskvu byggi núna í húsinu ásamt dóttur sinni. „Hún var að flýja loftárásimar,“ sagði stöðvarstjórinn. Potapov sagði ekkert. Hann starði út um gluggann, á farþega í þykkum jökk- um og flókastígvélum, sem gengu upp og niður brautarpallinn með tekatla. Hann var sorgbitinn. „Jæja,“ sagði stöðvarstjórinn. „Pabbi þinn var góður karl. -Ekki lifði hann þó að sjá son sinn koma heim.“ „Hvenær fæ ég lest til baka?“ spurði Potapov. „Klukkan fimm í fyrramálið." Stöðvar- stjórinn þagði stundarkorn, en bætti síð- an við: „Þú getur gist hjá mér í nótt. Kon- an mín gefur þér eitthvað að borða í kvöld. Þú þarft ekkert að fara heim.“ „Ég þakka,“ sagði Potapov og fór. Hann gleymdi tösku sinni á brautar- stöðinni. Stöðvarstjórinn horfði á eftir honum og hristi höfuð. Potapov gekk gegnum bæinn og að ánni. Yfir hana hvelfdist blágrár himinn. Það var dálítil mugga. Krákubræður hoppuðu kringum mykjuhlass á veginum. Rökkrið færðist yfir. Vindur stóð af skóginum handan árinnar; vindurinn knúði fram tár í augum Potapovs. „Jæja!“ sagði Potapov. „Ég varð of seinn. Og nú sýnist allt þetta breytt — bærinn, og áin, og skógurinn, og húsið.“ Hann sneri sér við og horfði á hæðina í útjaðri þorpsins. Þama var það — snæviþakinn garðurinn og húsið. Reykur liðaðist upp .úr reykháfnum. Vindurinn bar reykinn yfir birkiskóginn. Potaþov gekk í átt til hússins. Hann á- kvað að fara ekki inn, heldur bara ganga framhjá, og ef til vill smeygja sér inn í garðinn og standa um stund hjá laufskál- anum gamla. Hann átti örðugt með að sætta sig við þá hugsun, að ókunnugt fólk, ótengt honum sjálfum og föður hans, skyldi búa í húsinu. Það mundi miklu betra að sjá ekki neitt, kvelja sig ekki með því — fara heldur burt og gleyma því liðna. „Já,“ hugsaði Potapov, „þú reskist með hverjum degi og lærir að líta hlutina hvassari augum.“ Hann komst til hússins undir rökkur. Hann opnaði hliðið varlega, en engu að síður marraði í því. Það virtist færast líf í hvítan garðinn. Snjóflygsa féll skriðk- andi af grein. Potapov snerist á hæl. Snjór hafði nýlega verið ruddur af stígnum nið- ur að laufskálanum. Hann gekk yfir að laufskálanum og greip um granna rimana. í fjarlægð, handan skógarins sló daufum roða á himininn — bersýnilega var tungl- ið að koma upp að skýjabaki. Hann tók ofan húfuna og strauk hendi gegnum hár- ið. Það var mjög hljótt. Einungis nokkru neðar, við rætur hæðarinnar, mátti greina glamur í skjólum kvenna, sem sóttu vatn í vakir á ánni. Potapov studdi alnboga á rimana og huldi andlitið í höndum sér. „Hvernig mátti þetta gerast?“ tautaði hann. Hann fann létta snertingu á öxl sér og leit við og sá þá föla, alvarlega stúlku með hlýlegan klút um höfuðið. Hún horfði á hann hljóð. Snjóflygsur bráðnuðu á kinn- um hennar — ef til vill hafði hún strokizt við grein. „Settu upp húfuna,“ sagði hún blíðlega. „Annars getur þér orðið kalt. Og komdu svo inn í húsið. Þú þarft ekki a§ híma hér.“ Potapov þagði. Konan tók um hönd hans og leiddi hann eftir hreinum stígn- um. Nálægt anddyrinu nam hann staðar. Kökkur kom upp í háls honum, og hann gat ekki andað. Konan sagði með sömu blíðu röddinni: „Það er allt í lagi. Og láttu sem þú vit- ir ekki af mér. Þetta líður fljótlega frá.“ Hún stappaði niður fótum til að hrista snjó af stígvélunum, og samtímis tók bjallan að hringja inni í húsinu. Potapov tók andköf. Hann gekk inn í húsið, tautaði eitthvað fyrir munni sér í geðshræringu og tók af sér frakkann inni í ganginum; ilmur af brenndu birki barst að vitum hans. Arkhip sat á hægindinu og dró ýsur. 1 námunda stóð lítil stúlka með fléttur og horfði björt- um augum á Potapov; samt horfði hún ekki í andlit honum, heldur á gylltu borð- ana á ermi hans. „Komdu,“ sagði Tatjana Petrovna. Hún fylgdi Potapov inn í eldhúsið. Þar var blá handlaug full af köldu vatni og gamalkunnugt léreftshandklæði skreytt eikarblöðum. Tatjana Petrovna gekk út. Litla stúlk- an færði Potapov sápustykki og horfði á hann, meðan hann þvoði sér. Potapov var ennþá sem steini lostinn. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.