Vikan


Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 9, 1952 «• -... 1 .. < • HEiHIBLIÐ • ......— ......... Matseöillinn Saltfiskur með sinneps- sósu: 750 gr. saltfiskur, 2 i. vatn, soðnar kartöflur, gulrófur eða gulrætur, sinnepssósa. Saltfiskurinn er skorinn í stykki, þveginn úr volgu vatni og lagður í bleyti 1—2 sólarhringa. Þveginn aftur og skafinn. Látinn í sjóðandi vatn, roðið látið snúa niður. Froðan veidd ofan af, er sýður. Soðið í 10— 20 mín. við hægan hita. Fiskurinn færður upp á disk. Raðað á fat. Soðnum kartöflum og rófum raðað utan um. Borðað með sinnepssósu. Sinnepssósa: 25 gr. smjörlíki, 15 gr. hveiti, 3 dl. mjólk, 1 tsk. úthrært sinnep, y2 tsk. salt. Smjörið er brætt í potti. Þegar það er vel heitt orðið, er allt hveitið lát- ið út í í einu og hrært í með þeytara þar til það er samfellt, og þá er mjólkinni hellt út í smátt og smátt. Jafningurinn verður að sjóða á milli þess sem mjólkin er sett í. Sinnepið hrært út í köldu vatni. Látið í sós- una, þegar hún sýður. Soðið í 5 mín. Krydd látið í eftir vild. Fisksoð má nota í staðinn fyrir mjólk. Hrísgrjónaeplagrautur: iy2 1. vatn, 150 gr. hrísgrjón, 50 gr. þurrkuð epli, 1 y2 tsk. salt, 2 matsk. sykur. Hrísgrjónin og eplin eru þvegin og lögð í 1 y2 1. vatn yfir nótt. Hitað. Þegar sýður, er salt og sykur látið út í og soðið við hægan hita í 20— 30 mín. Hræra þarf í grautnum ann- að slagið. Borðað með mjólk eða rjómablandi. 1 staðinn fyrir epli má nota aðra þurrkaða ávexti, t. d. sveskjur, apri- kósur eða ferskjur. Er það þá soðið á sama hátt og eplin. TÍZKUMYND Snotur hattur úr svörtu fílti, prýddur ljósbláum satinborða. Það er ekki nóg að áminna börn um að forðast hættu. Eftir Garry Cleveland Myers, Ph. D. „Bjargið lífi, það gæti verið um yðar eigið líf að ræða.“ Þessi hvatn- ing heyrist oft. Það kann að vera að við, sem erum fullorðin séum svo skilingsdauf og harðbrjósta, að við verðum helzt vakin til umhugsunar með' því að leiða athyglina að okkur sjálfum, en ég færi það mjög í efa. Ef, í þess stað, okkur væri bent á öryggi annarra, annars fólks og barna þess, færi varla hjá því að við litum á þau sem persónur, hversu mikils virði líf þeirra eru þeim. Við gætum sett okkur í spor þeirra, sem verða fyrir slysum eða bíða bana vegna hugsunarleysis og hirðuleysis okkar og reynt að gera okkur í hug- arlund þjáningar þeirra. Með því að venja sig á að hugsa þannig, mynd- um við fremur vera á varðbergi fyr- ir öryggi annarra. Við erum öll svo síngjörn, að við höldum, að ekkert geti hent okkur. Þessi sannfæring, um að maður sjálfur komist alltaf hjá hættu, er einkum rík hjá börnum. Þú og ég getum verið nokkurn veginn viss um, að hvaða áminning, sem við gefum barni, fimm, tíu eða fimmtán ára, um að gæta sín svo að það verði ekki fyrir neinu slysi, hefur ekki mikil áhrif. Það kemur meira að segja I ljós að börnin okkar verða kærulausari gagnvart hættunni því meir sem við vörum þau við henni. Þrátt fyrir hina augljósu eigin- girni barna okkar, þá eru þau samt sem áður ekki eins eigingjörn og við, foreldrar þeirra. Þ. e. a. s. börn og unglingar á aldrinum þrettán og upp í tuttugu eru það. Þegar við þess- vegna töíum við barnið um öryggi, hvort heldur á mjög rólegri stund, þegar við finnum, að við erum í nánum félagsskap við það, eða töl- um við það eins og það væri eitt í hópi skólabarna, getum við gert okk- ur vonir um að vekja áhuga þess á þeirri ákvörðun að fara gætilegar með því að leiða því fyrir sjónir, hvernig það getur hjálpað öðrum til að vera varkárari. Samkvæmt þvi, ættum við að tala við barnið um leiðir til að hjálpa og vernda afa sinn, ömmu og annað gamalt fólk fyrir hættum; yngri bróður sinn, systur eða önnur yngri og veigaminni böm. Þá verður það hinn hugprúði riddari. Það finnur aukinn persónulegan kraft og gagn- semi. Það sem meira er um vert, þá verða siðferðiskröfur þess meiri. Frá þessu sjónarmiði, ættu þeir, sem leiðbeina börnum í skapgerðar- mótun og skipulagningu og þeir sem kenna þeim í sunnudagaskólum, að leggja áherzlu á að leiða börnun- um fyrir sjónir mikilvægi öryggis- ins. Cranbrook-listháskólinn, Bloomfieltí, IViiciiigan í ðandaríkjunum ,,Að koma i Cranbrook-listaháskól- ann“ sagði einhver, „er eins og að koma í fagra, grasigróna vin.“ Hér starfa merkir listamenn og kenna í tæru, kyrru andrúmslofti. Listaháskólinn er aðeins ein af mörgum stofnunum, sem mynda Cranbrook-hverfið, sem liggur 20 mílur fyrir norðan Detroit. Aðrar stofnanir eru t. d. vísindastofnunin í Cranbrook, skóli fyrir börn og skóli fyrir unglinga. Eigandi Cranbrook-landareignar- innar var hinn látni George Booth, atkvæðamikill blaðaútgefandi í Det- roit. 1927 gaf Booth landareign- ina til þess, að hægt væri að stofn- setja þar þetta skólahverfi. George Booth náði í færustu lista- menn á ýmsum sviðum til að kenna við þennan nýja listaháskóla. Zoltan Sepeshy kom frá Ungverjalandi til að kenna málaralist. Hinn látni Eliel Saarinen kom- frá Finnlandi til að teikna og reisa byggingarnar í Cran- brook og til að kenna byggingarlist. Einn af beztu myndhöggvurum jarð- arinnar, Carl Milles, kom frá Svíþjóð. Sá góði orðstír, sem skólinn hefur getið sér, er að þakka þvi, hvílíkt úrvalslið kennara hann hefur haft á að skipa. Þegar listháskólinn var opnaður, var starfi því, sem ætlað var að hefja þarna lýst þannig: „Þetta á ekki að verða listaskóli í venjulegri merkingu þess orðs. Þetta á að vera stofnun fyrir vinnandi listamenn. En jafnframt munu hæfi- leikamenn og hæfileikakonur fá að- gang að skólanum, og þar mun þeim gert kleift að vinna að verkum sín- um.“ Allir kennarar skólans eru sjálfir starfandi listamenn og nota sín eig- in verk í sambandi við kennslu sína. Nafnið Cranbrook er nafn þorps nokkurs í Kent, Englandi, en þaðan kom faðir Booths til Ameríku. George Booth dó í Detroit fyrri fáum árum, 84 ára gamall. 1 Cran- brook-listaháskólanum lætur hann eftir sig stofnun, sem á eftir að auðga og efla listastarfsemi ekki að- eins í Bandaríkjunum heldur einnig meðal annarra þjóða. Alheimsbarátta gegn Heroin — WHO vinnur að algeru banni á því. Heroin, sem er eitt hættulegasta og eftirsóttasta eiturlyfið, ætti að útrýma með öllu úr heiminum, er niðurstaða nefndar lyfjafræðinga, sem að tilhlutan S.Þ. hafa kynnt sér vandamál í sambandi við eiturlyf. Sérfræðinganefnd þessi hefur starfað fyrir WHO — heilbrigðisstofnun S.Þ. — og heldur hún því fram, að hægt sé að nota önnur lyf í stað heroins, sem ekki séu jafn hættuleg þar sem eiturlyfjaneytendur stórborganna sækist ekki eftir þeim. WHO hóf baráttuna gegn heroin fyrir mörgum árum, en varð ekki mikið ágengt. Árið 1949 voru aðeing 24 lönd fáanleg til að hætta við notk- un heroins, en settu þó nokkur skil- yrði. En WHO hefur aftur leitað fyr- ir sér um svar og nýlega hafa 50 ríki lýst sig reiðubúin að strika heroin algerlega út af listanum yfir þau lyf, sem nauðsynlegt er að flytja inn eða framleiða. Þetta er mögulegt vegna nýrra framfara á sviði lyfjavísinda þvi hægt er að nota önnur morfínlyf í stað heroins, en efnafræðilegt heiti þess er diacetylmorphine. Á þennan hátt vonast WHO til að skapa nýtt og öflugt vopn í alþjóðabaráttunni gegn eiturlyfjum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.