Vikan


Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 9, 1952 11 4 veiöum SAKAMÁLASAGA Framhaldssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 9 „Ef ég hefði vitað eitthvað, hefði ég sagt það til að bjarga sjálfum mér.“ ,,Já, vitanlega. En við verðum að athuga allt gaumgæfilega. Við verðum að rannsaka vand- lega hvert smáatriði, ef ske kynni að það gæti leitt okkur á rétta braut.“ „Já, ég skil það mætavel. En mér dettur ekki neitt í hug.“ „Fyrst spurði ég Shepson, hvort það stoðaði, ef þú gætir sannað, að Sue hefði verið fjarver- andi eins og hún gat sannað að þú hefðir verið.“ Jed leit upp ákafur á svip: „Já, auðvitað — ég get sagt, að ég hafi séð hana, þegar skotið reið af. Ég segi, að . . .“ „Wilkins spurði, hvort Jed hefði séð mig,“ sagði Sue. „Sástu hana, Jed? Á sama tima og skotið reið af ?“ „Það ætti að vera alveg sama. Ég get sagt, að ég hafi séð hana.“ „Nei, það geturðu ekki. Þú hefur unnið eið að þeim framburði, sem þú ert búinn að gefa. Þú sagðir að vel mætti vera, að einhver hefði farið inn án þess að þú hefðir orðið þess var. Þú getur ekki breytt framburði þínum.“ „Ég get það og vil það.“ Fitz hristi höfuðið. „Shepson segir, að það mundi að minnsta kosti enginn trúa því. Hann sagði að tilgangurinn væri svo augljós, að það gerði Sue fremur illt en gott. Og ég er hræddur um, að hann hafi rétt fyrir sér.“ „En . . . Það væri þó sönnun fyrir fjarveru hennar . . .“ „Og hvað um ráðsmanninn ?“ „Sam Bronson! Hann hefur ekki myrt Erne- stinu.“ „Nei, það held ég ekki. Ég fæ ekki skilið hvernig hann hefur farið út um bakdyrnar, gegn- um garðshliðið út að limgirðingunni, gegnum hana og alla leið þangað, sem hann var, þegar Sue sá hann. Það er ef til vill einhver leið, sem enginn þekkir enn, en hann virtist áreiðanlegur. Hann var gott vitni." Hann leit á Jed. „Ert þú alveg viss um, að hann af einhverri ástæðu hafi ekki verið að rífast við Ernestínu?“ Jed hnyklaði brýrnar og sagði hægt: „Já, ég var raunar viss um það. Shepson spurði mig um það. En það getur svo sem verið, þó að ég hafi ekki vitað það. Ef til vill hefur hann. . .“ Jed lauk ekki við setninguna og var efablandinn á svip. „Ránmorð kemur ekki til greina," sagði Fitz, en það brá fyrir vonarglampa í augum hans, þegar hann leit á Jed. Jed hristi höfuðið. „Einskis var saknað. Kam- illa vissi um alla skartgripi Ernestínu. Ég gaf henni þá alla — að undanteknum tveimur mun- um. Engir þeirra voru mjög verðmætir. Ég er ekki auðugur." „En ertu alveg viss um, að það hafi enginn ókunnugur verið viðstaddur? Ég á við — þú getur auðvitað ekki verið viss um það — en ef einhver hefði séð betlara eða flæking i nágrenn- inu, þá gæti það komið Sue vel.“ Jed varð aftur ákafur á svip. Nei, en því gætum við ekki fundið upp á einhverjum? 1 tilfelli eins og þessu . . .“ „Ég er búinn að segja þér, að það er sann- leikurinn sem við erum að leita eftir. Staðreynd- ir! Hættu nú að láta eins og krakki." Jed roðnaði, hann stóð á fætur. „Svo sannar- lega skal ég sjá um þetta upp á eigin spýtur.“ „Seztu niður," sagði Fitz þreytulega. „Og reyndu að nota skynsemina. Væri ekki hugsan- leg einhver orsök í sambandi við Ernestínu? Getur ekki verið, að einhver hafi viljað ráða hana af dögum af einni eða annarri ástæðu?" Jed settist. Það var reiði- og þrjózkusvipur á andliti hans. Hann studdi hendi undir kinn og starði á hvítan borðdúkinn. „Satt að segja fell- ur mér hálf illa að ræða þetta,“ sagði hann. „Okkur Ernestínu kom ekki of vel saman. Við -----en hún var konan mín.“ „Mér er heldur engin ánægja af að tala um þetta — né neinu okkar. Shepson spurði þig að öllum hugsanlegum atvikum, er það ekki?“ i „Jú, oft og mörgum sinnum." Fitz horfði stöðugt á hann: „Og þú mundir ekki eftir neinu? — Hún mundi ekki hafa rifizt við neinn. Hún — — hefur ekki vitað neitt um neinn ?“ „Konan mín þvingaði ekki peninga út úr fólki,“ sagði Jed uppnæmur. „Þessa stundina neyðumst við til að gera ráð fyrir þeim möguleika. Ef þetta væri ekki til- gangslaust morð — framið af ókunnri mann- eskju, sem var þarna af hreinni tilviljun og hefur fundið byssuna þína . . .“ „Ef til vill var það Ernestína sem tók hana til þess að verja sig.“ „Já, það gæti verið. En það nægir ekki á meðan við höfum ekki upp á þeim ókunna. Og ef hann er ekki til, þá hlýtur það að hafa verið einhver, sem Ernestína þekkti og sem þekkti hana nógu vel til þess að hafa haft ástæðu til að myrða hana.“ Þau vissu þetta öll og höfðu vitað frá upp- hafi. Og samt sem áður hafði það ónotaleg áhrif að heyra þessa hugsun sagða. Það var mjög lítill hópur af fólki, sem gat komið til greina. Hönd Karólínu, sem lá á borðinu, skalf. Sue tók eftir því og fann til löngunar til að taka utan um hana og segja, að þetta væri ekki satt, að enginn af því fólki, sem þau þekktu, enginn i litla kunningjahópnum þeirra hefði morð á samvizkunni. En auðvitað hafði þessi hugsun gert vart við sig fyrr. Á tímum, þegar uggur og kvíði læstu sig um mann, stakk hún upp kollinum. „Leyna þessi augu, sem horfa svo ein- arðlega á mig, vitneskju um morð ? Minnist þessi hönd, sem þrýstir mina hlýlega, hræðilegs dauða ?“ „Já, en Ernestina þekkti svo margt fólk,“ sagði Sue og bar ört á. „Hún þekkti margt fólk, sem sótti veiðarnar, svo margt . . .“ „Já, satt er það,“ sagði Fitz. „En það gæti hugsast, að einhver af hennar nánustu vissi eitt eða annað, sem gæti leitt okkur á rétta braut. Þú, Sue, Kamilla og Ruby hafið þekkt hana lengi og vel. Jed, Wat Luddington og ég — við stóð- um henni næstir. Við gætum ef til vill komizt á snoðir um eitthvað, sem væri spor í áttina." Jed, sem sat álútur og horfði á borðið, sagði allt í einu: „Já það gætum við ef til vill. Já, það gæti verið — ég er ekki viss — “ Andartak missti Fitz stjórn á sjálfum sér. Rödd hans var hörkuleg og full óþolinmæði: „Geturðu ekki séð, Jed, hvað mikið er í húfi ? Hvað er það, sem þú ert að hugsa um?“ En óþolinmæði hans hafði þau áhrif, að Jed varð þrjózkur við. Hann horfði reiðilega á Fitz um leið og hann sagði: „Ég er bara að reyna að muna. Þið þekktuð öll Ernestínu. Hún var erfið. Hún var þóttafull og dramblát. Hún hafði lag á að reita aðra til reiði, ef henni bauð svo við að horfa, og hún var metorðagjörn. Hún vissi auðvitað, að mér þótti vænt um Sue, og hún tók því mjög illa — Shepson tók ekki í mál, að ég segði það fyrir réttinum. Hún getur hafa átt í deilu við hvern sem var. En hafi svo verið, vissi ég ekkert um það.“ „Hvernig var metorðagirnd hennar háttað?" sagði Karólína skyndilega. „Hvað var henni hugleikið?" Þetta var þýðingarmikil spurning. Fitz leit samþykkjandi augnaráði til Karólínu. Þetta var henni líkt að ganga hreint til verks ■— reyna að komast að þeim upptökum sem lágu á bak við morðið á Ernestínu. Allt í einu datt Sue í hug, að þau höfðu ekki borið fyrr fram spurn- ingu, sem snerti Ernestínu persónulega. En hver sem frumorsökin kynni að vera, hlaut hún að vera í sambandi við eitthvað, sem Ernestína vildi fá eða losna við — eitthvað, sem hún ósk- aði sér eða var andstæð. Fram að þessu höfðu þau einungis sinnt því að hreinsa Jed af öllum grun og það hafði orðið til þess, að þau höfðu farið leiðir, sem lágu ekki beinlínis að þessU marki, eða gátu jafnframt verið hættulegar fyrir Jed. „Það er rétt,“ sagði Fitz við Karólínu. „Þar sem Jed hefur verið sýknaður, er engin ástæða að halda áfram eftir þeirri leið. Áður varð mað- ur — ég á við, að það var ekki rétt að benda á neitt sem kynni að styrkja ákæruna gegn honum — eins og til dæmis að benda á dæmi upp á ósamkomulag þeirra hjóna." Hann stóð á fætur. „Þakka þér fyrir kaffið, Karólína. Ætl- ar þú að koma með Jed?“ „Hvert ætlar þú?“ „Ég er að hugsa um að skreppa til skírisdóm- arans og vita hvort nokkuð nýtt hefur borið við.“ „Hann segir þér ekki frá því.“ „O, það er ekki gott að vita. Hann er vinveitt- ur okkur.“ Jed leit á Sue og af henni á Fitz. „Ágætt, þá kem ég Iíka. Ég kem aftur eins fljótt og ég get, Sue.“ Hljómurinn í rödd hans gaf til kynna að hann ætti einhver ítök í Sue. Fitz leit snöggt á hana og gekk þvi næst fram með Karólínu. Jed var rétt í þann veginn að fara á eftir þeim. Sue tók fast utan um borðbrúnina og sagði: „Jed, bíddu ofurlitla stund . . .“ Hann sneri sér við. „Já, Sue . . .“ „Ég þarf að segja þér svolítið, Jed. Tilfinning- arnar sem við bárum í brjósti til hvors annars voru ekki sannar. Við — ég veit ekki, hvað það var, sem kom fyrir, en það var eitthvað óraun- verulegt. Ég veit það núna, og ég . . .“ „Hvað ertu að segja, Sue?“ „Ég er að segja, að ég geti ekki — I rauninni elskum við ekki hvort annað, og þessvegna . . .“ Það var efablandin undrun í svip hans. „En góða, Sue! Áttu við, að þú viljir ekki giftast mér ?“ „Okkur skjátlaðist, Jed. Það er ofur einfalt. Við . . .“ „Ég hef aldrei heyrt annað eins! Auðvitað gift- umst við. Við erum þó trúlofuð." „Nei, það erum við ekki.“ „Jú, víst erum við það!“ hrópaði hann. „Þú ert bara utan við þig af þreytu, Sue. Þetta hefur verði mjög erfitt fyrir þig. Það veit ég vel, en nú er þessu öllu lokið." TJtidyrnar skelltust. „Nú

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.