Vikan


Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 12
12 . VIKAN, nr. 9, 1952 er Fitz farinn. Sue, ég kem aftur. Ég fae þig áreiðanlega til að líta þetta öðrum augum." „Já en, Jed, ég meina þetta. Það er satt! Mér er alvara!" „En hversvegna, Sue? Hversvegna? Þú getur ekki svikið mig á þennan hátt. Ég . . .“ Hann gekk í áttina til hennar, blóðið þaut fram í kinn- ar hans og röddin var óstyrk: ,,Þú getur ekki gert þetta. Ég þarfnast þín, Sue. Ég elska þig. Ég hef treyst þér allan þennan tíma.“ Það birti yfir svip hans. „Þú ert þreytt og örvilnuð, og meinar þetta ekki. Elskan mín, við skulum tala um þetta . . . ég kem aftur eins fljótt og ég get.“ Hann veifaði til hennar og hraðaði sér burt. Hún heyrði hann. segja nokkur orð við Karólínu, því næst skelltust útidyrnar aftur. Hún stóð enn á sama stað, þegar Karólína kom inn aftur. Karólína andvarpaði og strauk yfir hárið á sér. „Mér þætti gaman að vita, hvað Ernestína hefur haft fyrir stafni!" sagði hún. „Ernestína! Hvað hefði hún svo sem . . .“ „Oh, við þekktum Ernestínu öll!“ Karólína bætti hugsandi við. „Ég sagði við Fitz, að hann skyldi spyrja Kamillu. Kamilla er ekki eins hyggin og Ernestína var, en hún er . . .“ hún bætti við án þess að ljúka við setninguna: „Auk þess þykir Kamillu afar vænt um Fitz. Erne- stína klófesti Jed strax og hann fluttist hingað, og hafði ekki annað að gera en nota peningana hans. Ef til vill hefur hún haldið að hann væri rikari en raun varð á. Að minnsta kosti var hann þá bezta mannsefni hér um slóðir. Það eru ekki svo margir ungir menn hér ríkir. Allir, sem eru reglulega auðugir eru kvæntir. Og ef Kamilla er ekki á hnotskóm eftir Fitz þá er ég illa svikin.“ Sue sagði undrandi: „Ég hef aldrei heyrt þig hallmæla nokkurri manneskju." ,,Það er þá tími til kominn!“ sagði Karólína, og allt í einu fóru þær bæðar að hlægja — líkt og tvær stelpur, sem flissa, en Sue var brátt al- varleg og sagði: ,,Já, það er reyndar alveg rétt, Kamilla hefur mikið dálæti á Fitz.“ Kamilla kom síðari hluta dagsins, þessa dags, sem var mótaður af andstæðum. Gamla húsið, sem var svo vinalegt og þær þekktu svo vel, minnti þær á, að lífið hafði upp á öryggi og gæði að bjóða, nú og ætíð. Álengdar var geig- vænlegur skuggi með minningar frá sól og sumri. En á hinn bóginn mátti búast við símahring- ingu þá og þegar. Það var hægt að eiga von á lögreglubíl fyrr en varði. Óafvitandi hlustuðu þær eftir öllum hljóðum. Eftir því sem áleið daginn fór þeim ekki að lítast á blikuna. Fitz hringdi ekki, heldur ekki Jed. Sennilega var það sökum þess að skírisdóm- arinn hafði engar nýjar fréttir, eða vildi ekki segja þeim neitt. Það var fimmtudagur. Undir venjulegum kringumstæðum hefði Karólína tek- ið þátt í Beaufortveiðunum. Dobberly-veiðarnar voru henni hreinasta yndi. Þær voru eins og barn- ið hennar. Hún hafði verið veiðistjóri fyrir þeim, hún elskaði engi og akra þessa héraðs, hún þekkti hundana, vissi hvað þeir hétu, þekkti geðslag þeirra á sama hátt og hún þekkti nöfn vina sinna og eiginleika : Reveller gamli, sem var orðinn of gamall og stirður til að fara á veiðar, hafði verið forystuhundur og Karólína hafði tekið hann heim til sín, svo að honum gæti liðið vel í ellinni. (Systir Britches hafði aldrei fengizt við aðrar veiðar en einkaveiðar í skóginum bak við hesthúsin). En Karólína var einnig vinsæll gest- ur i veiðiferðum nágrannanna. Alltaf var veiði- ferðarboði stungið í snyrtispegilinn hennar. Það leið varla sá dagur allan veiðitímann, að hún væri ékki á veiðum. Og i dag var hún eirðar- laus, vegna þess að hún saknaði hins venjulega erfiðis, sem voru veiðiferðunum samfara. Hún fór ofurlítinn spöl á Genevu og Jeremy til þess að gefa þeim hreyfingu. Hún fann flís í einni löppinni á Reveler gamla og tók til óspilltra málanna að reyna að ná henni. Hestarnir voru jafnvel eirðarlausir. Einu sinni þaut heill hópur af Beaufortveiðifólki framhjá yfir ásinn gegnt Dobberly. Karólina hlustaði full eftirvæntingar á hófadyn hestanna. „Þeir eru á leið til Luddingtonskóganna,'1 sagði hún og lagði við hlustirnar. „Refurinn hleypur vafalaust yfir Osbaldestonbrautina hinumegin við Dobberly og því næst aftur til Hallowhæðar." Hún þekkti landið betur en nokkur annar. Hún vissi um öll viðbrögð tófunnar fyrirfram. Hún hlustaði með eftirvæntingarfullu brosi á köll í fjarska. Geltið í hundunum lét illa í eyrum Sue. „Ég hef verið of lengi að heiman," hugsaði hún með sjálfri sér. „Þetta eru æskustöðvar mínar og mér finnst ég eins og ókunnug manneskja." Hún bauðst til að láta Jeremy fá svolitla hreyf- ingu og það var ekki laust við að hún kenndi sektarmeðvitundar. „Nei,“ sagði Karólína. „Hann hefur fengið næga hreyfingu i dag! Það gæti líka verið, að einhver kæmi." Hún fór út í hesthúsið til þess að skamma eina hestasveininn sem hún hafði. Hann var að- eins fjórtán ára drengur, Leifur að nafni og var Kristín, vinnukona, amma hans. Um fjögur leytið kom Kamilla í bílnum hans Jeds. Hún steig út og hraðaði sér upp tröppurn- ar. 1 fyrsta sinn frá dauða Ernestínu var hún ekki svartklædd, heldur var hún í fölbleikri klæð- isdragt, sem Ernestína hafði átt. „Hvaða maður er það, sem situr inni i bíl niðri á veginum ? Sue, mig langar til að tala um Jed við þig." Maðurinn, sem var niðri á veginum og sást ekki frá húsinu, var lögregluþjónn. Kristín læddist meðfram lárviðartrjánum og gægðist á milli þeirra. Kamilla hafði farið svo hratt, að hún tók ekki eftir einkennisbúningnum, og hann hafði heldur ekki gert neina tilraun til þess að stöðva hana. Kamilla kom ekki vegna þess að Jed hefði beðið hana um það, hún tók það upp hjá sjálfri sér að koma til þess að tala máli hans. „Jed veit ekki, að ég fór hingað, en þér getur ekki verið alvara, Sue?“ Hún sneri sér að Karólínu: „Jed segir, að Sue hafi sagt, að henni hafi snúizt hugur. Hún segist ekki vilja giftast honum, Auð- vitað vill Jed ekki trúa, að henni sé alvara, en það er hlægilegt, að hún skuli láta þetta út úr sér! Hvað gengur eiginlega að þér, Sue? Þú get- ur ekki brugðist honum á þennan hátt! Þú ert honum allt! Það sagði hann mér. Hann sagðist eingöngu hafa getað borið þennan hræðilega vet- ur, af því að hugsunin um þig hafi gefið sér styrk. Þú verður að giftast honum, Sue. Og ef ég á að segja eins og mér finnst þá finnst mér þú megir þakka fyrir, að hann skuli vilja kvæn- ast þér!" Karólína rétti úr sér. „Nei, bíddu svolítið, frænka!" hrópaði Sue. „Kamilla, þetta er mál, sem aðeins varðar Jed og mig.“ „Það kemur mér nú líka við,“ sagði Kamilla stutt í spuna, „ég er systir Ernestínu. Jed er eins og bróðir minn. Hann elskar þig, og þú hef- ur gefið honum ástæðu til að halda, að þú elsk- aðir hann jafn mikið, og að þú vildir giftast honum. Rétt áður en Ernestína dó, kvöldið sem hann talaði um skilnað við þig, varst þú . . .“ Karólína ræskti sig ógnandi. „Ég meinti, það sem ég sagði við hann það kvöld, Kamilla. Ég ætlaði að fara héðan. Ég . . .“ „Oh, fara héðan! Þú vildir bara láta ganga eftir þér! Auk þess er Jed gott mannsefni. Það eru blátt áfram ekki aðrir ógiftir menn, sem um er að ræða." Karólínu tókst að skjóta inn í setningu áður en Sue fengi því afstýrt. „Það er nú Fitz," sagði hún blíðlega, en það var kuldalegur glampi í bláum augum hennar. Kamilla þagði við um stund. „Fitz!“ sagði hún að lokum. „Áttu við, að Fitz Wilson og Sue . . .“ Það brá fyrir ánægjuglampa í augum Karc- línu, þegar hún svaraði: Neðst til vinstri: Hvaða hákarlategund er það, sem etur allt lifandi, sem á vegi hans verður? Mannæturnar í Suðurhöfum. — Að ofan: Karlmenn Nýju-Guineu reyna að skara fram úr öðrum í fáránlegum höfuðfötum. — í miðju til hægri: Hvítir froskar eru mjög fágætir, á að gizka einn af miljón. — Neðst til hægri: Þegar krækt er í hval nálægt yfirborði sjávar, má búast við heillri hersingu af meðbræðrum hans upp á yfirborðið til þess að sjá, hvað gangi á.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.