Vikan


Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 1

Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 1
DREKKIÐ 16 síður Verð 2,50 Nr. 10, 6. marz 1952 JfU s^Vl KAN LIFIÐ I BRISBANE Eftir EDITH GUÐMUNDSSON. 1 blöðunum nr. 26, 27, 28, 33 og 34 birt- ist ferðasaga koiui Eggerts GuðmundSr sonar listmálara, en þau hjónin lögðu af stað héðan til Ást- ralíu í ársbyrjun 1951 og með þeim ungur sonur þeirra, Thor. 1 blaði nr. 34 lauk frasögn frúarinnar af hinni lóngu ferð fjölskyldunuar. Nýlega barst grein frá henni, þar sem hún segir frá dvöl sinni í Brisbane, höf uð- borg Kvinslands. ISAMA mund og ráðhúsklukkan slær tólf högg, heyrist annarlegt hljóð, „kú —holu—haha" Það þrýstir á hljóðhimn- una eins og ónotalegur smellur, og því lýkur með hæðnislegum hlátri. Hvern dag um hádegisbilið rekur Kooka- burra upp sitt undarlega hljóð. Ennþá hefur engum tekizt að líkja eftir þessu hljóði, sem er svo einkennandi fyrir vin- sælasta fugl Ástralíu, hláturfuglinn, eins og hann er kallaður auk fleiri nafna. Hann situr uppi í ljósastaurnum fyrir framan húsið okkar. Ég bregð mér inn eft- ir kjötbita, fleygi honum því næst út á götuna. Kobbi fylgist með hverri hreyf- ingu minni af athygli ofan frá bækistöð sinni. Hann er mjög aðgætinn og einkar hirðusamur. 1 einni svipan rennir hann sér til jarðar, grípur kjötið og hefur aft- ur komið sér fyrir á staurnum. Það úir og grúir af smá ferfætlingum í garðinum. Það er urmull af skriðdýrum, miklu stærri en við höfum vanizt á norðlægari breidd- argráðum, og öllum hugsanlegum skor- dýrum, sem maður hefur aldrei séð áður. Við komum til Brisbane í marzlok. Það var afar heitt og fyrstu vikurnar höfð- um við engan frið fyrir moskitóflugum. Hið norræna blóð okkar var þeim hið mesta nýnæmi og eftir lystinni að dæma hefur þeim þótt það hreinasta lostæti. Fyrsta mánuðinn vorum við bólgin á hand- leggjum og fótum og þjáðumst af stöð- Frh. á bls. 3. Thor með keng^úruunga í fanginu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.