Vikan


Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 10, 1952: AUÐVELT STARF. ÞÝDD SMÁSAGA UNGUR maður kemur niður þrepin frá sjómannaheimilinu. Hann nemur stað- ar á miðri leið, eins og hann ætli að snúa við. En síðan sækir hann í sig veðrið, brettir upp kragann og gengur skáhallt yfir götuna. Á götuhorninu mætir hann tveimur mönnum. Þeir hafa einnig brett upp kragana. Veturinn í Brooklyn er harð- ur og miskunnarlaus, kuldinn nístir allt lifandi, það er næstum því eins kalt og í Síkagó. ,,Það er góð súpa í dag,“ segir sá fyrr- nefndi. „Nóg af kjöti og grænmeti.“ ,,Er löng biðröð?“ „Ekki svo mjög. En þið skulið hraða ykkur, annars —“ Þeir eru þegar komnir út á miðja göt- una. Annar snýr sér við og hrópar: „Ætl- ar þú í knattborðsleik í kvöld?“ Hann virðir fyrir sér biðröðina. Það eru atvinnuleysingjar sem bíða eftir súpu. Hjálpræðisherinn hefur stofnað Sjómanna- heimilið í Clark Street. Biðin ætti ekki að verða mjög löng. Stundarfjórðungur eða eitthvað nálægt því. Það er ekki svo slæmt. Hann lítur í kringum sig til að athuga, hvort nokkur kunningi sé þarna, sem hafi efni á að bjóða gömlum vini kaffi og vindling eftir súpuna. Hann þekk- ir ekki nokkurn mann, ekkert kunnugt andlit verður fyrir leitandi augum hans. Hinumegin við götuna nemur bifreið staðar, þetta er ný Kræsler-bifreið. Tveir menn sitja í framsætinu. Þeir horfa á biðröðina, kuldalegir á svip og athugulir. Við og við gera þeir ýmsar athugasemd- ir um mennina í biðröðinni, hlæja og virða enn á ný fyrir sér biðröðina. Kynleg ókyrrð fer um hópinn. Ef þetta er nú lögreglan? Eða útlendingaeftirlitiö ? Sumir hafa strokið af skipum fyrir mörg- um árum, aðrir vita, að dvalarleyfið ei' útrunnið fyrir löngu. Annars þarf svo sem ekki neitt sérstakt að vera á seyði. Þeir eru atvinnuleysingjar, sem lifa á ölmusu Hjálpræðishersins, og um nætur sofa þeir á bekkjum í Sunset Park. Það þarf ekki annað til að vekja ótta mann- anna gagnvart lögunum. Hann kemur út, saddur, og sljóvgandi vellíðan streymir um hann. Ef nú hefði verið nokkur kostur á kaffibolla og vindl- ing! Hann lítur í kringum sig, skyldi hann ekki rekast á neinn sæmilega vel stæðan kunningja. Hinumegin við götuna stendur Kræsler-bifreiðin ennþá. Hann veitir því athygli, að mennimir tveir stara á hann. Ónotatilfinning læsir sig um hann. Hann veit, að það er ekkert að ótt- ast, en hann getur ekki þolað glápandi augnaráð ókunnugra manna. Hann snýr við, og gremjan sýður í honum. Hann gengur hægum skrefum eins og hann er vanur að ganga, hvorki ofhratt né of- hægt. Hann þarf ekkert að óttast. Að baki sér heyrir hann bifreiðina fara af stað. Hann finnur það fremur, heldur en hann sjái það eða heyri, að bifreiðin ekur samsíða honum. Á móti vilja sínum verður honum litið til hliðar . . . báðir eru dökkhærðir. Sá, sem situr við stýrið, hefur stórt ör á vinstri vanga. Þeir brosa. „Má bjóða þér vindling?" Hann hugsar sig um andartak, síðan réttir hann fram höndina, fær eld í vindl- inginn og sogar áfergjulega að sér reyk- inn. Órói blóðsins í æðum hans kyrrist, augun eru hálflokuð, hann finnur til svima, þó að hann hafði borðað sig sadd- an fyrir skammri stund. „Sjómaður?“ „Já.“ „Sænskur?“ „Nei, norskur.“ „Er svo mikill munur á því?“ segir sá við stýrið og hlær. En þegar hann sér, að þessi athugasemd var ekki sérlega heppi- leg bætir hann við: „Norðmaður! Norð- menn eru glæsilegir náungar. Einmitt þannig menn verða okkur hérna vestan hafs til gagns. Heiðarlegir menn, sem ekki vita, hvað spilling er. Hvað finnst þér, Jack?“ — hann snýr sér að félaga sínum — „er hann ekki einmitt sá, sem við þörfnumst?“ „Jú,“ svaraði Jack, „einmitt svona heiðarlegur og ráðvandur náungi. Hann notar föt númer 52. Hæfilega hávaxinn og herðabreiður. Vantar þig atvinnu?“ „Já, en það er allt undir atvikum kom- ig . . . “ „Þetta er auðveld vinna, nokkurskonar umsjónarmannsstaða. Við eigum nokkrar knattborðsleikstofur hér í borginni frá Bronx að Suður-Brooklyn. En við getum ekki treyst þeim, sem vinna hjá okkur. Þeir féfletta okkur. Okkur vantar hæfan, röskan mann, sem getur haft eftirlit með þeim — þú leikur knattborðsleik, er ekki svo?“ „Jú. En ég hef enga löngun til að vera njósnari.“ „Þú átt ekki að njósna. Segðu okkur aðeins frá því, sem þú sérð og heyrir. Það er allt og sumt. Við gefum þér föt, þú færð góð laun, og við sjáum þér fyrir víni og öðru slíku, þegar þú vinnur á kvöldin.“ „Ég skal athuga málið.“ „Ágætt,“ sagði maðurinn við stýrið, | VEIZTU - ? 1 1. Jarðbúar hafa aldrei séð meira en ann- \ an helming tunglsins. Hvernig stendur | l á því? i i 2. Hvað þýðir ,,lyskra“ i heyi? 1 \ 3. Hvað hét enski konungurinn, sem ekki i kunni að tala ensku? i 4. Hvaða hljóðfæri fann Benjamín Frank- : Í lín upp? _ = = 5. Hvaða sjúkdómur berst með lús? = 6. Grettir hvað það eigi skyldu, — ,,því | að það er satt, sem mælt er, að öl er jj annar maður, og skal eigi bráðabug að = þessu gera, framar en áður hef ég \ sagt. Erum vér litlir skapdeildarmenn i hvorirtveggju." Við hvern sagði Grett- : ir þetta og hvert var tilefnið ? Í 7. Eftir hvern er skáldsagan Böðullinn? i 1 8. Hvenær fæddist Selma Lagerlöf ? = 9. Eftir hvern er þessi vísa: Miklum vanda er ég í — orðinn fjandi mæðinn —, : get ei andað út af því, að í mér standa kvæðin. | 10. Hvert er stærsta vatn í Danmörku? i : Sjá svör á bls. 14. | «iaHiuiiiiiiiniiiiiiiiMiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiMMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«iMmitmiiin'í>. Mannlýsing úr íslenzku fornriti: ........ var garpur mikill og hafði mannmargt með sér. Hann var til þess tekinn að honum var verra til hjóna en. öðrum mönnum, og galt nær engum manni kaup. Eigi þótti hann dæll maður.“ Hver er maðurinn og hvar stendur lýs- ingin ? (Svar á bls. 14). „en ekki lengur en til fimmtudags. í dag er þriðjudagur. Á fimmtudaginn hittum við þig klukkan 4 á horninu hjá Clinton og Clark. Hvað heitir þú?“ „Charlie Johnson." „Allt í lagi, Charlie. Ég heiti Mike — Mike Brooks — og þetta er bróðir minn og félagi, Jack. Þá hittumst við á fimmtu- dag, er það ekki? Við komumst áreiðan- lega að samkomulagi. En vel á minnzt,“ segir hann og dregur peningaveski upp úr brjóstvasa sínum. „Þér er ekkert á móti skapi að fá ofurlitla greiðslu fyrir- fram eða hvað ? Hér eru tíu dollarar handa þér. Heldurðu, að þú þurfir meira?“ „Ég þarf ekki meira,“ svarar Charlie, „en ef ég vil nú ekki taka starfið . . .“ „Þú tekur það,“ segir Mike. „Og ég er viss um, að það mun falla þér í geð,“ segir Jack. Báðir hlæja. „Vertu blessaður og sæll! Sjáumst aftur!“ Charlie stendur kyrr og horfir á bif- reiðina sveigja fyrir hornið. Það var eitt- hvað einkennilegt við þessa tvo náunga, en atvinnan var álitleg. Hann tekur pen- ingaseðilinn upp úr vasanum og virðir hann fyrir sér. Tíu dollarar! Hann getur boðið henni bæði í kvikmyndahús og út að dansa á eftir. Á fimmtudag stundvíslega klukkan 4 stendur hann á götuhorninu hjá Clinton og Clark. Ný Kræsler-bifreið rennur upp að gangstéttarbrúninni. „Halló, Charlie!11 Báðir eru þeir kumpánlegir. Hann get- ur ekki þolað framkomu þeirra. Hann skal svo sannarlega halda þeim í hæfi- legri f jarlægð. Þeir skulu komast að raun um það, að hann er enginn venjulegur ræfill. „Ég vil fá að heyra meira um þetta starf, áður en ég tek ákvörðun," segir hann. „Kæri vinur,“ segir Mike hlæjandi, „ein- mitt þessvegna hittumst við. Til að spjalla um atvinnuna. Inn með þig og svo ökum við beint til skrifstofunnar. Þú átt dreit- il þar, er ekki svo, Jack?“ Jack kinkar kolli. „Það er þægilegra að spjalla saman yfir glösum og góðum vindlum — æ, afsakið, ég gleymi alveg U Hann býður vindling, og Charlie þigg- ur hann. Tíu dollara seðillinn hafði horf- ið á einu kvöldi. „Ég tek þetta starf,“ hugsar hann með sér, og ef mér fellur það ekki í geð, þá dreg ég mig 1 hlé. Hann stígur inn í bifreiðina og sezt í aft- ursætið. Þeir aka til Manhattan. Þeir þegja allir. En þegar bifreiðin nemur staðar fyrir rauðu ljósi á götuhorni nokkru, snýr Mike sér við og býður aftur vindling. „Þarna sérð þú eina knattborðsstofuna okkar,“ segir hann og bendir á hornhús- ið. Slitnir, þunglamalegir bókstafir standa þvert yfir framhlið þess. „Jæja, þá erum við komnir á leiðar- enda,“ segir Jack og nemur staðar við nýtt hús, sem stingur mjög í stúf við Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.