Vikan


Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 10, 1952 Gættu þess, að enginn hati þig af því, að hann hafi gilda ástæðu til — (Pubiluis Syrus). Matseðillinn Kremhringur: og lofsverður dugnaður, og aðsóknin að Aumingja Hönnu sýnir að fólkið í Hafnarfirði hefur ekki minni áhuga á leiklist en leikararnir sjálfir. Draugalestin er reyfaraleikrit, spennandi að efni, og vel samið. Leikurinn var þokkalegur, en leik- stjórnin ekki sem bezt, t. d. voru stöður illa skipulagðar: fyrir kom að einn leikari skyggði á annan og stundum talaði sá á bak við. Það er afleitt. Sannast lék Sigurður Krist- insson. Sveinn Viggó var ákaflega kvikk, og oft skemmtilegur i af- káraleik sinum, en undir lokin brást honum nokkuð. Hulda Runólfsdóttir var ekki nógu trúleg, en hún er að- sópsmikil á leiksviði. Jóhanna Hjaltalín lék erfitt hlutverk og tókst Prjónarnir verða að vera vel lang- ir, 25—35 cm. einnig fremur gildir, ogl garnið þarf að vera nokkuð svert. Meðalstærð hverra tveggja mynstra á að vera 2% cm. Fitjið upp 86 lykkjur. 1. Umferð: ein slétt lykkja *sláið upp á, flytjið næstu lykkju yfir á prjóninn án ‘þess að prjóna hana, ein slétt (takið aftan i lykkjuna) endur- takið frá * prjóninn á enda, ljúkið prjóninum með einni sléttri. 2. umferð: Ein slétt, * sláið upp á, flytjið næstu lykkju yfir á prjóninn án, þess að prjóna hana, prjónið tvær saman (takið aftan í þær), endurtak- ið frá * prjóninn á enda, ljúkið prjón- inum með einni sléttri. Endurtakið 2. umferðina, þangað Sigurður Kristinsson sem Winthrop, Auður Guðmundsdóttir sem frú Winthrop. vel. Aðrir leikendur: Markús Krist- insson, Auður Guðmundsdóttir, Katrin ICáradóttir, Unndór Jónsson o. fl. Leikstjóri var Einar Pálsson, Lothar Grundt málaði leiktjöld. Leik- ritið var þýtt af Emil Thoroddsen. E. E. H. Jóhanna Hjaltalín sem Júlía Price. Leikritið „Draugalestin“, sýnt í Hafnarfirði. LEIKFÉLAG HAFNARFJAÐAR er dugmikið. Siðastliðinn vetur sýndi það tvö leikrit Kinnarhvolssystur og Nóttina löngu, sem var athyglisverð frumsmíð, islenzk. Fimmtudaginn 21. feb. var frumsýning á öðru leik- riti þess í vetur: Draugalestinni eftir Arnold Ridley. Fyrra leikritið, Aumingja Hönnu, sýndi félagið fyrir jól 24 sinnum og ætlar að sýna það oftar síðar í vetur. Ennfremur er í bígerð nýtt leikrit, það þriðja i vet- ur. Yrði það frumsýnt á mótum marz og apríls. Þetta er lofsverður áhugi Baunir: 2 1. vatn, (4 kg. kjöt, 200 gr. baunir, 1 tsk. salt, y2 kg. kart- öflur, 20 gr. laukur, (4 kg. gul- rófur eða gulrætur. Baunirnar eru þvegnar og lagðar í bleyti næturlangt. Baunirnar og vatnið, sem þær hafa legið í, er lát- ið í pott, hitað og hrært í þar til sýður. Froðan er tekin ofan af. Bezt er, að kjötið sé vel feitt, og má nota hvort heldur er saltað kjöt eða nýtt. Sé það saltkjöt, er það afvatnað og baunirnar ekki saltaðar. Gott er að hafa svínakjöt í baunir. Laukurinn er flysjaður og látinn út í í heilu Iagi ásamt kjötinu. Soðið í eina klukkustund. Kartöflurnar og rófurn- ar eru flysjaðar og látnar út i. Gott er að hafa hvítkál. Soðið í hálfa klukkustund. Kjötið er látið á fat og rófum og kartöflum raðað í kring. Salt eftir vild. 2 eggjarauður, 50 gr. sykur, 3(4 dl. mjólk eða rjómi, (4 stöng vanilla, 4 bl. mata'rlim, 2 eggja- hvitur. Prjónað herðasjal Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum. Mjólkin soðin með vanili- unni, og henni hrært út í eggin. Hit- að, en ekki látið sjóða. Matarlímið er látið liggja í vatni í 15 mín, tekið því næst upp úr og brætt yfir gufu og hrært út í eggjamjólkina. Kælt og hrært í öðru hverju á meðan það er að kólna. Þegar það er rúmlega hálf- hlaupið saman, er stífþeyttum rjóma og eggjahvítum blandað gætilega saman við. Sett í hringmót, sem áð- ur er skolað úr köldu vatni og stráð sykri. Þegar búðingurinn er orðinn stífur, er honum hvolft á fat. 1 miðj- una er settur rabarbari í bitum eða niðursoðinn rabarbari og tómatar eða bláber, saftsósa eða niðursoðnir ávextir. Einnig má hafa karamellu- sósu með. til sjalið er orðið 1,45 m., fellið af. Heklið eina umferð með stálheklu- nál kringum sjalið. Kögrið: Vefjið garninu um 32(4 cm. breitt spjald, klippið lykkjurnar sundur öðru megin. Takið saman 6 þætti af bandinu og hnýtið í hvert mynstur við báða enda sjalsins (þannig að hvert knippi í kögrinu verði 12 þræðir). Almenningsþvottahús opnað í Reykjavík Mánudaginn 25. febrúar opnaði Sambandið almenningsþvottahúsið „Snorralaug" að Snorrabraut 56. Það er ólíkt þeim þvottahúsum, sem hér hafa þekkzt áður, því að í stað einnar vélasamstæðu eru margar þvottavélar, sem fólkið leigir sér til notkunar. Þvottavélarnar liggja i tveim röðum eftir húsinu og eru átján að tölu. Hver þvottavél getur þvegið fjögur kíló af þvotti á klukku- tíma. Auk þvottavélanna eru svo tvær vindur og ein stór þurrkvél. Úr vindunum kemur þvotturinn það þurr að fara má með flestar flíkur það- an og beint undir strokjárnið. Aftur á móti fullþurrkar þurrkarinn. Þvottavélarnar eru af tegundinni Laundrómat, frá Westinghauseverk- smiðjunni í Bandaríkjunum. Þær eru heimsþekktar orðnar og víða notað- ar % Bandaríkjunum, sem og í Suður- Ameríku og eitthvað af svona þvotta- húsum hefur verið sett upp í Noregi og Svíþjóð. Þær komu á markaðinn fyrst upp úr stríðinu. Véladdild SlS annaðist uppsetn- ingu vélanna. Leigan fyrir hverja þvottavél er 8 krónur, fyrir vélvindu 2 krónur, fyrir þurrkarann 2,50. Ætti þessi þvottastöð að verða til mikilla hagsbóta fyrir reykvískar húsmæð- ur. Enginn maður er aumkunarverður vegna þess, að hann þarf að vinna. I raun og veru er það lífsins stærsta hnoss að fá tækifæri til að starfa af kappi að því, sem er þess vert að unnið sé að því. — (Theodore Roosevelt). ; ; ; • HEIIVIILIÐ •

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.