Vikan


Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 06.03.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 10, 1952 11 Æ veiðwm SAKAMÁLASAGA „Nei, hvað er þetta? Hvernig' geturðu látið þér detta það í hug, Kamilla ? Þú varst að segja, að Jed væri eini ógifti maðurinn í ná- grenninu og ég stakk upp á Fitz.“ „Nú,“ sagði Kamilla. „En . . . og auk þess er Fitz . . . að minnsta kosti finnst mér, að þú ættir að koma Sue í skilning um, að það er skylda hennar gagnvart Jed að giftast honum, Karólina. Og hún hefur einnig skyldur gagnvart sjálfri sér. Hamingjan góða, eftir allt þetta blaðaumtal og fund þeirra í „kabananum" . . . og svo eru allir vissir um, að . . .“ Karólína var ógnandi á svip. Hún gekk nær Kamillu. „Kamilla Duval, ef ég hefði ekki þekkt móður þína^og ömmu, mundi ég slá þig . . .“ Sue greip um smáa en breiða hönd hennar. „Leyfðu mér nú að tala, frænka mín.“ „Fyrst þarf ég að fá að segja nokkur orð,“ sagði Karólína, „og ég hef fyllstan rétt til þess. Hlustaðu nú á mig, Kamilla Duval.“ Kamilla leit kvíðafull á hana. „Það var ekki ætlun mín að særa þig, Karólína. En mér finnst, að Sue ætti að giftast Jed og það er alveg eins hennar vegna, að mér finnst það. Allir búast viö því. Það er það eina, sem hún getur gert. Eg er gömul vinkona Sue, og — og Jed þarfnast henn- ar. Hann sagði það við mig. Það er skylda hennar." 1 þessu hringdi síminn. Karólína fölnaði. Hún mundi ekki lengur eftir Kamillu. Hún þaut að símanum og tók heyrn- artólið. „Það er líklega Fitz,“ hugsaði Sue, „eða Jed . . .“ „Komið þér sælir, dórnari," sagði Karólína og það var í' senn kvíði og eftirvænting í rödd henn- ar. Hún hlustaði andartak, settist þvi næst nið- ur eins og henni væru um megn að standa. Hún leit skelfd á Sue. „Hann vill tala við þig — hérna!“ sagði hún og rétti henni heyrnartólið. „Er það ungfrú Sue?“ „Já.“ „Eins og ég sagði frænku yðar, hef ég þvi miður slæmar fréttir.“ Hann ræskti sig. Honum var óljúft að segja henni tíðindin. „Mig lang- aði að vara yður við í tæka tíð, ef . . . Ég hef þekkt fjölskyldu yðar frá því ég man eftir mér, ungfrú Sue, og ég — en þannig er mál með vexti, að ég —“ hann ræskti sig á ný, „ég var að skrifa undir ákæruskjal gegn yður.“ Það var svo hljótt i stofunni, að Sue fannst hjartsláttur sinn sem dynur fyrir eyrum sér. Systir Britches, sem vildi komast inn klóraði í hurðina. Hún heyrði rödd dómarans í fjarska: „Heyrið þér til mín?“ „Já.“ „Eg ætlaði bara að láta yður vita þetta í tæka tíð. Ég hef komið því þannig fyrir, að þeir koma ekki fyrr en eftir tvo til þrjá tíma. Ég mundi ráðleggja að reyna að ná strax tali af einhverjum málafærslumanni." Það varð nokk- ur þögn. „Ég geri þetta vegna persónulegrar vináttu. Henley og Wilkins álíta, að ég sé á yðar bandi. Ég skal sjá um, að þér getið undirbúið yður eins og hægt er." „Þakka yður fyrir," hvíslaði Sue. Því næst datt henni í hug, að það væri djarft af honum að gera þetta. Það sem hann hafði gert, gat verið hættulegt stöðu hans. „Mér þyk- ir þetta leitt — óskandi, að ég gæti gert eitt- hvað meira," sagði hann. „Þakka yður fyrir," sagði Sue aftur og setti heyrnartólið á. Kamilla hafði staðið við hliðina á henni og reynt að heyra það sem sagt var. Karólína stóð sem negld við gólfið. Hún var föl og hver drátt- ur i andliti hennar var stirðnaður, aðeins aug- un voru kvik og biðjandi. „Bara að ég gæti sagt henni, að henni hefði misheyrzt, að það sé ekki satt,“ hugsaði Sue. „Hvað sagði hann?“ hrópaði Kamilla. „Hvað er að ? Hvað sagði hann — hafa þeir komizt að raun um . . .“ „Hann er búinn að skrifa handtökuskipun . . .“ orðin dóu á vörum Sue. Kamilla horfði hvössum, rannsakandi augum á hana. „Handtökuskipun — hvern ætlar hann að handtaka — þig?“ Það varð löng þögn, þvi næst sagði Kamilla: „Hamingjan góða!“ „Eg ætla að hringja 1 Fitz,“ sagði Karólína og gekk að símanum. Sue fannst sem allt væri henni óviðkomandi. Stofan kom henni ókunnlega fyrir sjónir, litir hennar höfðu breytzt. Henni fannst hún svo undarlega tóm í höfðinu. Það var eins og sumt væri svo langt í burtu og ógreinilegt og annað óþægilega skýrt. Karólína bað um númer Fitz. Kamilla gekk fram og aftur, nam staðar andar- tak, hlustaði, vatt hanzkana sína, strauk pils Ernestínu. „Handtekin — það þýðir, að ég ér ákærð fyrir morð. Ég!“ „Beiddu Kristínu að koma með viský strax,“ sagði Karólína við Kamillu. Kamilla hraðaði sér til dyranna, en nam stað- ar til þess að hlusta, þegar svarað var hjá Fitz. Það var Jason sem kom i símann, en Fitz var ekki heima. „Beiddu hann um að hringja, þegar hann kem- ur heim. Karólína lagði heyrnartólið á. „Hann veit ekki, hvar hann er,“ sagði hún. Kamilla vatt sér inn í borðstofuna. Karólína hringdi á ný: „Dobberly, 135,“ sagði hún. Þetta var orðið gamalkunnugt númer, númer, sem Karólína var vön að hringja í, þegar illa stóð á. Kamilla kom aftur og Kristín með henni. Andlit Kristínar var eins og óveðurský. Neðri vör hennar titraði. Hún kom með viskýflösku og eitt glas, hellti í glasið og setti það á borðið. „Dómarinn hringdi," sagði Karólína í símann. „Hann var að skrifa handtökuskjal. Ó, Tom, hvað eigum við að gera?“ „Segðu honum, að við höfum tvo tíma til um- ráða,“ sagði Sue, „og að skírisdómarinn reyni að halda í lögregluna eins lengi og hann getur.“ Karólína kinkaði kolli og endurtók allt, sem hún sagði. Að því búnu hlustaði hún. Þær hlustuðu allar. Ilmvatn Kamillu lék um vit þeirra, það var sama ilmvatn og Ernestína var vön að nota og minnti ótrúlega á hana. Karólína setti heyrnartólið á. Tom sagði, að hann skyldi áreiðanlega gera eitthvað, og að við skyldum bara biða um stund,“ sagði hún. „Ég ætla þá að fara,“ sagði Kamilla. „Ég — ég held það væri réttast fyrir mig að fara heim.“ „Það er heldur enginn, sem aftrar yður frá því, ungfrú Kamilla," sagði Kristín bálreið. Kamilla horfði kuldalega á hana. „Ég get ekk- ert gert. Ég — ég var að hugsa um Jed . . .“ Karólína svaraði ekki. Og Kamilla fór í dragt Ernestínu með rósailminn á eftir sér. Þær heyrðu smella í háum hælum hennar þegar hún gekk eftir fordyrinu, þær heyrðu útidyrnar skella. Því Framhaldssaga: eftirMIGNONG. EBERHART 10 næst heyrðu þær að bíllinn var settur í gang og brunaði af stað. Kristín beit reiðilega í neðri vörina og sagði: „Þetta var henni líkt! Hún stekkur af stað eins og hræddur köttur. Mér hef- ur aldrei geðjast að þessum systrum." Svo sneri hún sér að Karólínu eins og óttaslegið barn. „Hvað eigum við nú að gera, húsmóðir góð?“ sagði hún. Karólína sagði ákveðin eins og það væri full- nægjandi svar: „Ég er búin að hringja i Ludd- ington lækni.“ Því næst biðu þær allar, og maðurinn, sem sat í lögreglubílnum beið einnig. Þær biðu enn einn tíma. Ekkert bar við að því undanskildu, að Bófortveiðifiokkurinn kom aftur yfir ásinn og reið í áttina til Dobberly eins og Karólína hafði spáð. Geltið í hundunum heyrðist mjög nálægt. Það leit ekki út fyrir, að Karólína gæfi því gaum. Það var farið að rigna. Þungbúinn himinn, regnið, húsið lokaði þær inni. Karólína hringdi aftur i Fitz, en hann var ekki kominn heim. Skömmu síðar hringdi sím- inn loksins, en það var ekki Fitz. Það var boð frá Luddington lækni. „Þetta var einn af sjúkl- ingum hans,“ sagði Karólína, þegar hún hafði sett heyrnartólið á. Luddington hafði beðið hann að segja, að honum hefði seinkað vegna sjúkl- ings, sem væri hjá honum og að þú skyldir koma til hans undir eins. Hann sagði, að þú ættir að koma'ein.11 Þær voru dálítið ruglaðar um stund. Kristín, sem var heima þó að þetta væri frídagur henn- ar, reyndi að finna einhverja skýringu. Það get- ur verið, að læknirinn viti um manninn, sem situr í bílnum. Hann er ef til vill hræddur um að hann stöðvi yður, ungfrú Sue.“ Hafði þá lögregluþjónninn vald til að taka hana fasta, ef hún yfirgæfi húsið? „Ég keyri þig þangað," sagði Karólína. „Þú getur falið þig i aftursætinu. „Það stoðar ekki,“ sagði Kristín og hristi höf- uðið. „Hann getur séð hana.“ Þetta var furðulegt vandamál. Taugaóstyrkur þeirra og kvíði gerði það af verkum, að þeim fannst þetta mjög þýðingarmikið og blátt áfram alveg bráðnauðsynlegt að fara nákvæmlega að ráðum Luddingtons læknis. „Taktu Jeremy görnlu!" sagði Karólína. „Það er bezta lausnin. Farðu götuna bak við Watsbúgarðinn. Þar sér þig enginn, nú og ef svo væri . . . já, auðvitað! Þú skalt fara í reiðföt! Þá er eins og þú sért úr veiðihópnum. Lögregluþjónninn kemur áreiðan- lega ekki til hugar að stöðva þig, ef hann sér þig tilsýndar. Flýttu þér, Sue!“ Kristín var þegar á leið upp á loftið með mikl- um bægslagangi. Karólína fór út til að söðla Jeremy. I mesta lagi tíu mínútum síðar hljóp Sue, í reiðfötum með strengt hár undir hörðum hatti, framhjá lárberjatrjánum í áttina til Leifs, sem stóð og hélt í Jeremy. Hún var viss um, að lögregluþjónninn hafði ekki séð hana. „Flýttu þér nú,“ sagði Karólína og rétti henni svipuna. „Þér veitir ekki af henni, þegar þú ferð yfir grindurnar." Sue sat í söðlinum. Kaldur regnúðinn vætti andlit hennar. „Það er aðeins eitt gerði, Sue, og tvær — nei þrjár girðingar. Þú skalt gefa Jeremy lausan tauminn á Luddingtonenginu. Það er svo mikið dý þar, reyndu bara að vera ró- leg.“ Jeremy rykkti til höfðinu, og Sue slakaði á taumunum. Hún hljóp löngum rólegum sltrefum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.