Vikan


Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 1

Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 1
16 síður Verð 2,50 Nr. 11, 13, marz 1952 ^l K AN Enskí leikarinn LAURENCE OLIVIER T^IN þeirra kvikmynda, sem mesta og ¦J-4 almennasta athygli hefur vakið á síð- ustu árum mun efalítið vera Hamlet, gerð eftir hinum fræga harmleik Shake- speares. Aðalhlutverkið í þeirri mynd lék enski leiksnillingurinn Laurence Olivier, en auk þess framleiddi hann myndina og stjórnaði henni sjálfur. Að vísu hafði nokkru áður verið sýnd eftir hann önnur kvikmynd, Hinrik V., sem einnig var gerð eftir samnefndum harmleik Shakespeares, en sú mynd var þyngri í vöfum og óal- þýðlegri. Það mun því ekki hafa orðið fyrr en með Hamlet, að Laurence hlaut almenna hylli meðal íslenzkra bíógesta, en þá þegar hafði hann raunar unnið margra sigra og leikið í mörgum kvik- myndum, og hafa ýmsar þeirra borizt hingað síðan, svo sem Lady Hamilton, Rebekka og nú síðast Fýkur yfir hæðir, þar sem hann leikur hestasveininn Heath- cliff. Laurence Olivier fæddist í Dorking í Englandi 22. maí 1907 og stundaði nám í Oxford. Þar lék hann í nokkrum skóla- leikjum. Fyrst steig hann á svið i kven- hlutverki og nefndist Katherine. Þá var hann fimmtán ára. Að námi í Oxford loknu lék hann nokkur ár við leikhús í Birming- ham og þaðan barst hróður hans til Lundúna. Brátt hélt hann líka þangað og vann mikinn leiksigur 1930 í leikritinu „Einkalíf" eftir Noel Coward (höfund Ærsladraugsins). Með það leikrit fór hann til New York og sýndi þar. Frá New York hélt hann síðan til Holly- wood og lék þar í sinni fyrstu kvikmynd 1931, hún hét Guli miðinn. Þegar hann kom aftur til Lundúna úr þeirri ferð, hélt hann áfram kvikmyndaleik. Meðal kvik- mynda hans frá þeim árum má nefna Moskvunætur og Sem yður þóknast, þar sem hann lék Orlandó. 1937 sýndi hann Hamlet í Krónborg í Danmörku og lék á móti Vivien Leigh, sem hann kvæntist síð- ar. Um þetta leyti leikur hann líka Heath- cliff í Fýkur yfir hæðir á móti Merle Oberon, sömuleiðis í Rebekku og Lady Hamilton. Snemma í stríðinu gekk hann í flug- her flotans (með honum flaug hann yfir 750 klst.), en brátt var honum veitt lausn frá herþjónustu til að kvikmynda fyrir (Framhald á bls. 3).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.