Vikan


Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 11, 1952 7 LIFIÐ I BRISBANE Eftir Edith Guömundsson. (Framhald úr síðasta blaði). Ekki líður á löngu þar til maður veitir því athygli, hversu fólkið er glaðlegt og alúðlegt í viðmóti. Hér sjást ekki þreytt, mæðuleg og áhyggjufull andlit eins og í Evrópu. Hér skín sólin glatt og virðist hafa góð áhrif á lundarfar fólks. Það er svo mikil grózka í öllu, að það liggur við, að maður geti séð plönturnar vaxa. Þess- vegna er það manni ráðgáta, hversu ávextir, sem vaxa við hverjar bæjardyr í Kvínslandi, eru dýrir. Mörg tré bera ávöxt tvisvar á ári. Garðarnir eru gulir af appelsínum, sem fallið hafa af trjánum og fólk hirðir ekki um að borða, en ein appelsína kostar þrjú til fimm pens. Epli kosta frá fimm upp í níu pens, ananas, maingo o. fl. eru ódýrir ávextir. Hinn hræðilegi þurrkatími og skógar- brunar í sambandi við hann valda því, að vörur stíga í verði. Það er oft miklum erfiðleikum bundið að fá smjör og rjóma. Búféð deyr í hrönnum, vegna þess að vatn er ekki til, og grasið er þurrt og visið. Vandamál húsmóðurinnar eru hin sömu víða um heim. Hin stöðuga barátta við stígandi verðlag, eilíft stríð við peningana, svo að þeir hrökkvi til kaupa á nauðsynj- um. Því fer fjarri, að ódýrt sé að lifa í Ástralíu. Þáð er næstum ógjörningur að fá nokkra húshjálp. Allir verða að vinna mikið. Maður sem á einkafyrirtæki er verst settur. Hann þarf oft að vinna 18— 20 tíma á sólarhring og stundum nægir það jafnvel ekki. Þá er ekki um annað að gera en gefast upp. Allir verða að spjara sig á eigin spýtur, treysta sjálfum sér ef þeir ætla að afla peninga. Hér hefur húsmóðirin að einu leyti hlunnindi fram yfir þá íslenzku. Mjólkin er flutt heim að dyrum. Fari maður á fætur kl. sex að morgni, þá er mjólkin fyrir utan dyrnar og hjá henni dagblöðin. Það er gaman að sjá, hvernig blöðin eru borin út. Sá, sem það gerir hefur bíl, sem hann situr í mjög makráður. Hann ekur hægt eftir miðri götunni, og þeytir blöðunum, sem eru brotin saman á sérstak- an hátt, á báða bóga. Oftast lenda blöðin við útidyrnar, en þó getur komið fyrir, að þau hafni uppi á þaki eða undir húsinu. Þessa aðferð væri ekki hægt að taka upp á Islandi vegna þess hve rigningasamt er þar. Brauðið er einnig hægt að fá heim- sent. Þetta sparar húsmóðurinni ekki svo lítinn tíma og er vel þess virði að greiða ofurlítið auka fyrir það. Þegar miðdegisverðarboð eru haldin, þykir gestum sjálfsagt að rétta húsmóð- urinni hjálparhönd bretta upp á ermarnar og innan skamms er allt orðið fínt og fág- að í eldhúsinu. Þetta hefur auk þess þann kost, að fólk verður svo blátt áfram hvað við annað. Unnþvotturinn fer fram við glens og gaman, því að það eru alltaf ein- hverjir af gestunum, sem skemmta hinum ötulu sjálfboðaliðum. Mér fyndist ágætt að innleiða þessa venju á Islandi. Heimilis- feður í Ástralíu eru afar hjálpsamir við konur sínar, einkum, þar sem eru börn. Það er margt í Ástralíu, sem vekur undrun aðkomumannsins. Um leið og verkamaðurinn sér svart ský á himninum, ieggur hann frá sér haka og skóflu, bíður eftir fyrstu dropunum og er þeir detta, tekur nann til fotanna og leitar að skýli. nann vinnur ekki meðan á riginingunni stendur. Ekkert er sennilegra en þessi sami maður fari á veðreiðar á laugardegi og verði gegnvotur í sparifötunum, en það gerir auösjaanlega ekkert til. Þetta er sKÍljanlegra í þeim landshlutum, þar sem hinar oísalegu regndembur eru, því að þá er ekki hægt að vera við vinnu, en þær hafa ekki ennþá komið hérna. Á íslandi eru 200 regndagar á ári, í Kvínslandi eru 800 sólskmsdagar á ári. Spilafýsn fólks er mikil hér. Uppáhalds- íþrottm er veðreiðar. Hver venjulegur maöur meö einhverja sjálfsvirðingu er við- stadaur aðai veðreiðarnar eða veðjar á einhvern hestinn. A stærstu veðreiðum ársms, Melbourne Cup, komu inn 100.000 aollarar á sigurvegarann. Öll Ástralía fyigist af athygli með þessum veðreiðum. Hátalarar eru settir í verzlanir og kaffi- hús. l'ólk streymir að úr öllum áttum til þess að hlusta á úrslitin. „Veðjuðuð þér í dag?“ „Hve mikið“? Þessar spurningar heyrir maður allsstaðar. „Nú, gerðuð þer það ekki, þér ættuð að gera það. Eg var að vinna einn dollar rétt áðan". Eða, „það var leiðinlegt, að þér skylduð ekki gera það, ég vann tuttugu doilara.11 Eða, „dæmalaus vandræði, ég var svo viss um, að hesturinn minn ynni, en hann var þá síðastur. Tapaði fimmtíu dollurum fyrir vikið.“ Setningar þessu lík- ar heyrast hvar sem maður er. Allir eru æstir. Við Eggert og nokkrir aðrir erum ósnortin. Ekki er til sá Ástralíubúi, sem kann ekki að spila kriket eða tennis. Mikið er einnig spilað á spil og hundakapphlaup eru líka mjög vinsæl. Mér, fyrir mitt leyti, finnst happdrætt- ið það langskemmtilegasta i Ástralíu. Það er dregið þrisvar á ári í Gullhappdrættinu eða Mammon eins og það er kallað á víxl. Það er mjög freistandi að taka þátt í því. Ekki er annað að gera en kaupa lítinn, blá- an eða ljósrauðan miða. — Einn góðan veðurdag vaknar maður svo ef til vill við það, að maður er 15.000 dollurum ríkari en þegar maður lagðist til svefns, ef heppn- in er með. Það er freistandi að reyna, jafnvel þó að margir haldi því fram, að það sé óguðlegt — en peningunum er var- ið _vel, til viðhalds sjúkrahúsum. ís er borðaður í tíma og ótíma og öl er mikið drukkið. Áfengislögin eru ekki þau beztu á íslandi, en varla er hægt að segja, að þau séu miklu betri hér. Hér er ekkert um vistlegar veitingastofur eins og á Englandi eða krár eins og víða á megin- landinu. Bararnir eru afar stórir, en fremur óvistlegir og þangað mega konur ekki koma. Það eru mjög fáir staðir, þar sem konum er veitt öl og vín. Það eru engin sæti á börunum, svo að mennirnir halla sér upp að vegg eða hanga fram á afgreiðsluborðið. Konurnar eru fyrir utan eða sitja úti í bíl og drekka öl. Bararnir eru opnir vissa tíma á dag. Seinnihluta dagnsins eru þeir opnir frá kl. 4 til 6. Það er þessvegna freistandi að koma við á heimleiðinni, þegar heitt er í veðri og fá sér ölglas. Margir eru oft á ferð aðeins hálftíma fyrir lokun, og þá er um að gera að svelgja í sig eins mikið og hægt er á þessum stutta tíma. Afleið- ingin verður sú að fjöldi manna og kvenna, sem hafa drukkið allt of mikið reika eftir götunni. Það er lítt uppörfandi sjón sem ber fyrir augu fyrir utan barina um sexleytið. Börnin eru frískleg og vel útlítandi, þau minna á íslenzk börn. Æskan er fjörleg og hispurslaus í framkomu. Allir hafa yndi af íþróttum svo sem tennis, kriketi, sundi, útreiðum o. s. frv. Það er óvenjuleg sjón, sem maður sér á laugardagssíðdögmn og kvöldin í Brisbane. Sporvagnar og bílar eru fullir af fólki á öllum aldri í furðulegustu bún- ingum. Sumir eru með tennisspaða aðrir veiðarfæri. Veiðar eru ákaft stundaðar sem skemmtun. Um helgar er fjöldi smábáta á Brisbanefljótinu einnig mikið af skemmtibátum. Sumir leggja leið sína út á ströndina til þess að veiða hákarla. Oft sitja menn tímum saman í bátum sínum og fá loksins eitt fiskkríli fyrir þolinmæð- ina, en þá eru þeir líka ánægðir. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, hvílíkri gleði það ylli, ef hægt væri að flytja hingað litla laxá frá Islandi. Tennis er iðkaður frá því snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin. Tennisvellirnir eru upplýstir með sterkum ljóskösturum. Erfiðara er að iðka sund, þar eð strand- lengjan liggur 15 km. frá borginni og auk þess ekki góð. Maður verður að fara 90— 100 km. til þess að komast á góða strönd. Það er mikið af sundlaugum í Brisbane, sú bezta er í fögrum garði, The Oases (Gróðureyjan), en hann ber nafnið með rentu. Þrjár sundlaugar eru í yndislegum garði, sem er mjög vel hirtur. Þar eru allskonar blóm og fáséðir fuglar. Þetta er nokkurskonar Eden, en slangan fælir marga frá því að heimsækja staðinn. Verzlunarhverfin iða af fólki, einkum er mikil þröng seinni hluta dagsins, og fær maður þá oft ónotaleg olbogaskot, fæt- urnir fá fyrir ferðina og hattinum er ýtt til á höfðinu á manni, en allir eru glaðir og viðfelldnir, og enginn tekur þetta al- varlega. Verzlunarhúsin eru afar stór í hlutfalli við stærð borgarinnar sjálfrar. Woolworth er nafn sem sést á verzlun- um í flestum hverfum bæjarins, en þeir sæludagar eru nú löngu liðnir, þegar hægt var að fá allt fyrir sex pens. Venjulega eru tvær verzlanir beggja megin við Woolworth og er mikil samkeppni þar á milli. Hér fæst allt, sem hugurinn girnist, allt frá títuprjónum upp í áklæði, matvör- ur í miklu úrvali og einnig allskonar sæl- gæti. I verzlunum þessum er ætíð margt um manninn, glamur og hávaði. Kona, sem á barn á aldrinum 6 mán- aða til 5 ára getur komið því fyrir á með- an hún gerir innkaup í bænum. Farið er með lyftunni í ráðhúsinu þangað sem leið liggur upp á þak, og er þar útbúinn hinn fegursti garður fyrir börn. Garðurinn rúmar 125 börn í senn. Þar eru 100 rúm, svo að börnin geta fengið sér hádegis- blund. Þeim er gefið grænmeti og mjólk. Aðeins tvær barnfóstrur eru á launum aðrir hjálpa til án þess að fá kaup. Það eru kvennasamtök í borginni, sem straf- lækja þetta heimili og skiptast félagskon- ur á um að vera þarna einu sinni í mán- uði. Þetta er mjög góð hugmynd, þar sem bæði er erfitt og dýrt að fá hjálp. Með þessu móti getur móðirin lokið erindum sínum í bænum í næði, og þegar hún sæk- ir barnið sitt þá er það bæði óþreytt og hefur fengið góða ummönnun. Það kostar aðeins 6 pens á klt. fyrir barnið. Þessa njóta allar mæður, en sú hin sama má ekki koma oftar en tvisvar í viku. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.