Vikan


Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 11, 1952 Matseðillinn Ýmislegt um mjólkurost: Ef þér eigið erfitt með að geyma ostinn, svo að hann sé mjúkur, þá skulið þér vefja hann innan í klút vættum úr ediksblöndu. Það þarf að gæta þess, að hafa klútinn alltaf rak- an, en þá verður osturinn líka sem nýr eins lengi og þér viljið. Ostur, sem notaður er til matar- gerðar þarf að vera þurr einkum, ef þarf að mylja hann. Þessvegna er gott að eiga ost í krukku með skrúf- uðu loki og geyma hann á köldum stað, þá er alltaf hægt að grípa til hans, ef á liggur. Einnig er hægt að mylja hann strax og hann er nægi- lega þurr, og geyma hann mulinn. Ef þér hafið haft einhverskonar grænmeti til miðdegisverðar, og yður þykir full mikið ganga af, þá er heillaráð að laga jafning, setja kálið út í og blanda það muldum osti, að því loknu er þetta sett í smurt eldfast form og meira af osti stráð á. Einnig er gott að strá brúnuðum brauðmolum með ostinum og er þá Málfræðilegar villur eru ærið tUefni til misklíðar iiman fjöl- skyldunnar. Eftir G. C. Myers, Ph. D. Skortur á málfræðilegri þekkingu getur hæglega orsakað gremju og óþolinmæði milli eiginmanns og eig- inkonu eða foreldra og barna. Leið- inleg og ófögur mállýzkuorð geta eyðilagt heimilisfriðinn. Málfræðilegar villur i tali kunn- ingja og vina snerta mjög óþægilega menntaða menn og konur, sem hafa tamið sér fágað og rétt mál, eink- um veita þau því athygíi og gagn- rýna það hjá skyldmennum og nán- asta samvistarfólki sínu. Gremja yfir svo smávægilegum atriðum, sem samt geta verið kjánaleg í augum ann- arra, valda oft á tíðum sliku önug- lyndi i framkomu við maka eða barn, að allir hinir miklu kostir, hæfileikar og aðlaðandi þættir í fari ástvinarins hverfa í skuggann fyrir þeirri skap- raun að álíta, að nú hafi hann orðið sér til skammar. Vanmáttarkennd. Hugsum okkur ung hjón, nýlega gift. Ef annað þeirra hefur lært að tala málfræðilega rétt en hitt ekki, þá er ekki óliklegt, að hið síðarnefnda finni til þess og verði oft vandræða- legt og hikandi í samræðum. Ef svo aðfinnslur og jafnvel háð; bætast við, eykst vanmáttarkennd og öryggis- skortur hins fáfróðari að mun. Hugs- um okkur hvílík auðmýking það er að vera þannig leiðréttur, oft í við- urvist annarra. Ef eiginmaður yðar eða eiginkona nota málfræðilega rangar setningar í daglegu tali, sýnið þá réttsýni, sanngirni og ást yðar í því að hafa hægt að nota hveitibrauð, sem hefur harðnað. Bezt er að gera þetta strax í há- deginu áður en kálið er orðið kalt, það sparar tíma og óþarfa fyrir- höfn. Þá er ekki annað að gera um kvöld- ið en stinga þessu inn í ofninn og brúna það. Er þetta ágætis verður á kvöldborðið. Samlokur með mjólkur- osti: Ein teskeið af mjólk á móti 2 teskeiðum af muldum osti, og er hægt að margfalda þetta eftir því sem hver vill. Ostinum er hrært saman við mjólkina yfir hægum hita. Þegar deigið er orðið mjúkt er það smurt á hveitibrauðsneið og önnur sett of- an á. Gott er að borða samlokur bæði með kaffi og tei. Einnig getur verið gott að smyrja sneiðarnar með þunnu lagi af sinnepi áður en ostadeigið er sett á milli. Þriðja aðferðin er sú, að blanda ostadeigið rifinni stein- selju, en þá er ekki notað sinnep. ekki orð á slíku fyrr en við heppi- legt tækifæri, þegar þér eruð viss um að geta rætt um málefni þetta á þann hátt, að viðleitni yðar til að lagfæra er tekið þakksamlega. Segj- um svo, að þér gætuð búið svo vel í haginn, að maki yðar leitar sjálf- viljugur hjálpar yðar, þá hefur yður áunnizt meira en í fljótu bragði má virðast. Þér hafið ekki aðeins fjar- lægst tilefni til ósamkomulags og auðveldað maka yðar leið til hins rétta, heldur hafið þér um leið eflt til gagnkvæma ástúð milli ykkar og styrkt grundvöllinn að sambúð ykkar og félagsskap. Stundum er það svo, að það er sonur eða dóttir, sem skammast sín vegna þess, að foreldrarnir tala ekki rétt mál. Og stundum bætist við blygðunartilfinning unglingsins yfir fáfræði foreldranna, löngun hans til að yfirvinna vanmáttarkenndina gagnvart fullorðna fólkinu og til- hneiging hans til að vanda um og áminna á sama hátt og hann sjálf- ur fær umvandanir og áminningar, og aíleiðingin verður sú, að hann leiðréttir þau, oft á miður skemmti- iegan hátt. Foreldrar nútímans, sem gera sér það fyllilega ljóst, að börnin líkja eftir málfari þeirra, eru mjög áfram um að temja sér fallegt og rétt mál, enda er það mjög skynsamlegt og ber sinn ávöxt á sinum tíma. Þolinmceði. Ef barnið yðar, sex eða tíu ára, talar mjög skakkt málfræðilega, þá er ekki heppilegt að nöldra um þetta við það eða leiðrétta villur þess geð- vonzkulega eða á einhvern þann hátt, sem veldur þvi sársauka. Hinsvegar ef þér eruð róleg og talið sannfær- andi og barnið ekki sérlega þrjózkt og einþykkt, þá ber viðleitni yðar vafalaust árangur. Bendið því á, að ef það segir þetta en ekki hitt, þá tali það eins og fullorðna fólkið gerir. Þolinmæði þrautir vinnur all- ar, og barnið mun af fúsum vilja taka áminningum, sem veittar eru með rósemd og sanngirni. Engu að síður eru öllu betra að gera sér þess ljósa grein, að farsæld ástar og heimilislifs byggist ekki nema að litlu leyti á réttum mál- fræðiatriðum i daglegu tali. Hinn ameríski iistdansflokkur „Ballet Theatre“ Árið 1940 var hið ameríska „Ballet. Theatre“ stofnað i New York í því skyni að viðhalda klassiskum list- dansi og gefa listamönnum tækifæri til að skapa nútímaverk í þeirri list- grein. Seint á árinu 1939 tilkynnti fé- lag þetta fyrirætlanir sínar, en það hafði í hyggju að stofna amerískan listdansflokk og efna til 11 sýninga, sem forstjóri fyrsta sýningartímabils- ins. Richard Pleasant, tilkynnti að stæðu yfir i þrjár vikur í Centerleik- húsinu á Manhattan. Balletsýningar höfðu aldrei staðið svo lengi í New York. Margir voru vantrúaðir á slík- ar framkvæmdir og það er haft eftir sumum, að prógramið væri ekki annað en draumur, sem aldrei gæti rætzt. En svo var það 11. janúar 1940, þegar frumsýningin á „Les Sylphic- les" (Álfarnir) var gerð, að áhorf- endur, sem stóðu á öndinni af hrifn- ingu, sáu þennan draum rætast.. Þarna sáust engin dauð tré né illa búinn kór í flöktandi ljósi, heldur birtist áhorfendum í þetta sinn fag- urlega búið svið í dýrlegum ljóma líkt og skinandi kristallar, sem vörp- uðu frá sér blárri og silfurskærri birtu. Mesta hrifningu vöktu þó balletdansamir sjálfir, aðlaðandi á að lita og framúrskarandi vel æfðir (Rússinn, Michael Fokine samdi dansana, en hann er frægur í þeirri grein). I kórnum voru tvær verðandi stjörnur, þá óþekktar, Nora Kaye fædd I New York af rússnesku bergi brotnu og Alicia Alonso fædd á Kubu, en lærði í Ameríku. Álicia Markova, fyrsta dansmær „Ballet Theatre" á meðan hún starfaði þar. Alicia Markova og Anton Dolin æfa sig fyrir sýningu hjá „Ballet Theatre". Síðasta sýningin á þessu fyrsta kvöldi var „Raddir vorsins" eftir Strauss með nýrri skreytingu eftir Lee Simonson, dönsum, sem fengnir voru að láni hjá hinum útdauða „Mordkin Ballet", en upp af rústum þess félagsskapar spratt „Ballet Theatre og meðan hann starfaði hafði Lucia Chase, sem studdi „Ballet Theatre" fjárhagslega, fengið þar kennslu í balletdansi. Þetta er þá upphaf hins ameriska ballets, sem strax vann hylli jafnt blaðagagnrýnenda sem almennings, þó að það í fyrstu hefði ekki upp á að bjóða allra fullkomnustu ballet- dansara. Með hverju ári hefur „Ballet Theatree" blómgast og dafnað, enda hefur það ekki veigrað sér við að leita til listamanna úr öðrum félög- um, frá Broadway, söngleikahöllum o. fl. Listamenn frá öðrum löndum hafa fengið aðgang að Ballet Thea- tree og náð fullum þroska á lista- braut sinni, svo sem Igor Youske- vitch frá Rússlandi, Antony Tudor, írægur fyrir að semja dansa, kom frá Englandi. Alicia Markova og Anton Dolin komu til félagsins árið 1941 og störf- uðu hjá því þar til árið 1946. Sumarið 1946 hélt flokkurinn til London og var þar um kyrrt i tvo mánuði. Það var hin mesta sigur- för og fékk hann mikið lof í ensk- um blöðum sem töluðu um ötulleik Ameríkumannanna, tækni þeirra, skarpgkyggni, dramatískan kraft og listræna hæfileika. Að þessari ferð lokinni hélt „Ballet Theatre" áfram sýningum í heima- landi sinu og var það ekki fyrr en 1949—’50 að flokkurinn fór næst í ferðalag til 10 landa í Evrópu og tók ferðin fimm mánuði. Var þetta mark- verðasti viðburður flokksins á þessu tíu ára afmæli hans. Hann fór auk fleiri landa til Skotlands, Englands, Þýzkalands, Sviss, Ítalíu, Hollands, Belgíu og Frakklands. Á öllum þess- um stöðum fékk hann mikið lof. Þetta sama ár sýndi flokkurinn einnig í sextíu borgum og bæjum Bandaríkjanna. Lucia Chase komst meðal annars svo að orði á tíu ára afmæli félags- ins: „Það er ánægjulegt til þess að vita, að „Ballet Theatre" hefur tekizt að uppfylla þau skilyrði, sem sett voru við stofnun þess og er nú félags- skapur sem hefur fullkomlega list- rænt gildi á heimsmælikvarða og er að sama skapi amerískur í eðli sinu.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.