Vikan


Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 11, 1952 11 Æ veiðum SAKAMÁLASAGA stúlku, sem tók öllum fram að fegurð og kven- legum yndisþokka (þó einkum Huby, sem var feit og lágvaxin, fremur feimnisleg í framkomu), og hún fór ekkert dult með, að hún hafði í hyggju að ná 'sér í ríkan mann. Auk myndarinn- ar af móður Wats, hékk ljósmynd af telþunum f jórum. I>ó að þessi mynd væri einnig gamall kunn- ingi þá varð henni undarlega innanbrjósts þegar hún virti hana fyrir sér. Þetta var mynd af fjórum hlæjandi telpum, sem kreistu aftur aug- un móti sólinni, vindurinn hafði feykt hárinu á þeim til, og þær héldu allar á tennisspaða. Ruby stóð á bak við Ernestinu, svo að sverir, stuttir fætur hennar sáust ekki. En hvað þær voru þeg- ar orðnar samrýndar, er myndin var tekin! En svo hafði það verið Ruby, sem hafði náð í ríkan mann, Ruby sem hafði orðið fögur, sem hafði notað arfinn sinn til að sjá sig um i heim- inum og hitt á því ferðalagi Jacob De Jong, ríkan Hollending, sem var talsvert eldri en hún, og hafði orðið ástfanginn af henni og dáið hálfu öðru ári eftir brúðkaupið. Það var undravert, að það skyldi vera Ruby, sem hafði gifzt tvisvar á svo stuttum tíma, fyrst Jacob de Jong og því næst Wat Luddington, sem Sue — sem þær allar — höfðu þekkt frá fyrstu tíð og sem Ruby hafði alltaf elskað. Ernestína sem brosti svo ánægð á myndinni var nú dáin og hún sjálf, Sue Poore, mundi verða ákærð fyrir að hafa myrt hana. Allt í einu varð Sue ljóst, að það var í raun- inni langur tími liðinn frá þvi, að hún kom inn í biðstofuna. Læknirinn hlaut að hafa lokið við að búa um sár sjúklingsins eða hvað það hefur verið, sem gera þurfti. Luddington læknir átti ætíð annríkt á meðan veiðitíminn stóð yfir, og þeinbrotin sem hann hafði fengizt við um dag- ana voru mörg, ekki síður en börnin, sem hann hafði tekið á móti. Hún stóð góða stund og einblíndi á dyrnar áður en hún knúði á. Það svaraði enginn. Hann hlaut samt að vera inni, því að bíllinn hann var fyrir utan. Hvað skyldi Benjamín skiris- dómaþi fresta handtökunni lengi ? Hún barði aftur og skyndilega gerði þögnin hana hrædda og hún hrynti hurðinni opinni. Það var engan sjúkling að sjá fyrir innan. Luddington sat við skrifborðið. Hann leit ekki upp. Það var dökkur blettur aftan á gráa jakk- anum hans. Þögnin hvildi eins og farg yfir Sue, yfir manninum sem sat við skrifborðið, hún hvíldi yfir öllu. En allt i einu var þögnin rofin af hófa- dyn hests, sem þaut af stað með ofsahraða eins og alvanur reiðmaður sæti hann, Jeremy? 1 sömu svipan kom hún auga á skambyssuna á borðinu. Það lá við, að hún lamaðist. Þetta hafði hún reynt áður. Einasti mismunurinn var hófadynurinn, sem dó út á meðan hún stóð þarna og lagði við hlustirnar. 1 þetta skipti snerti hún sambyssuna ekki. 10. KAFLI. Það var einnig annað, sem var ólíkt nú og þegar Ernestina var myrt. Hún hafði hreyft sig og talað áður en hún gaf upp öndina. Luddington hafði dáið án þess að geta kallað á hjálp. Kúlan hafði hitt beint í hjartastað að þessu sinni. Samt sem áður gat hún ekki trúað því að hann væri dáinn. Það lá hlutur á borðinu milli blaðanna, eitthvað, sem hafði gljáandi flöt — dós eða eitthvað þessháttar. Hún bar það upp að munni hans, en það settist engin móða á það. Hún rétti úr sér. Skært ljósið í loftinu spegl- aðist i dökkum rúðunum, álútur, samanfallinn læknirinn — ung stúlka í reiðfötum með hvítt hálsbindi, sem var þó ekki hvítara en andlit hennar. Hún gekk í áttina til biðstofunnar og leit gaum- gæfilega í kringum sig um leið. Enginn var sjáanlegur! Enginn sjúklingur — enginn — henni varð litið á símann. Já, auðvitað! Síminn! Hún teygði sig yfir gömlu ritvélina og tók heyrnar- tólið. Allt i einu var hún gripin lamandi ótta. Hún varð að forða sér út úr húsinu, út á göt- una, hrópa á hjálp! Hún heyrði ekki í bílnum, sem nam staðar úti fyrir, en hún heyrði, að útidyrahurðin var opnuð, og að einhver kom inn i biðstofuna. Fótatakið var öruggt og greinilegt. Karlmannsrödd sagði: „Eg kom eins fljó.tt og ég gat, Luddington!“ Jed birtist í dyrunum, kom auga á hana, stoppaði og hljóp þvi næst til henn- ar. Borðið hristist og það söng í töngunum, sem á því lágu, þegar hann hljóp. Hann laut yfir Luddington. Hann lagðist á hné á gólfið. Rökkrið og þokan, skammbyssan, sárið í baki læknisins — Jed og hún sjálf, sömu kring- umstæðurnar. Það var likt og eitthvað endur- tæki sig, sem gæti ekki hætt. Hún hrópaði utan við sig af hræðslu: „Farðu! Þú verður hand- tekinn! 1 þetta skipti sleppa þeir þér ekki! Ó, Jed! Hversvegna komstu?“ Hann stóð á fætur og studdi sig við stól, sem rann eftir gólfinu með sargandi hljóði. Hann greip skjálfandi hendur hennar. „Hvers vegna ert þú hér, Sue? Hvað . . .“ „Ég ætlaði að hringja. Ég verð að hringja til lögreglunnar. Lögreglan, Jed! Þú verður að fara héðan, annars . . .“ „Já, en þú?“ Það var líkt og þungt vatnsfall lykist yfir hana. Hún starði á Jed. „Það ert nú þú, sem . . . komdu, Sue! Ég verð að koma þér héðan. Það verður uppi fótur og fit í bænum út af þessu.“ Síminn hringdi. Hringingin lét illa i eyrum Jed sleppti höndum hennar og gekk að sím- anum. Það var kvenmannsrödd, rödd stöðvarstúlkunn- ar. „Jú,“ sagði Jed, „jú. Það var verið að reyna að hringja héðan. Það hefur komið fyrir alvar- legt slys. Nei, læknirinn er — ætlið þér að hringja í lögregluna? Þetta er Jed Baily. Segið lögreglunni — heyrið mig, þér skulið ekki hringja í ríkislögregluna. Reynið fyrst að ná i Benjamín skírisdómara í Bedford. Já, það er áríðandi. Þakka yður fyrir, gerið það.“ Hann setti heyrnartólið á. Sue gekk eirðarlaus um gólf i biðstofunni. Hún gat ekki lengur þol- að að vera inni i bjartri lækningastofunni í ná- vist þessa álúta manns, sem var nú svo ólíkur þeim manni, sem hún hafði þekkt. I huga henn- ar vaknaði hin ævagamla spurning, „hvar er hann nú?“ Þetta er andlitið, sem ég kannast svo vel við, hendurnar, sem ég hef snert, en hvar er hann? Hún settist í einn eikarstólinn. Þau yrðu að segja Wat frá því. Jed kom fram í dyrnar. „Sue, þú verður að fara núna.“ Framhaldssaga: efiir MIGNON G. EBERHART 11 „Hann var mér eins og faðir, Jed! — hann hef- ur alltaf verið mér svo góður.“ „Já, Sue, satt er það, en . . .“ „Wat verður að fáa að vita þetta.“ Hann gekk til hennar og tók um axlir henni. „Skilurðu þá ekki, hve mikið er i húfi, Sue ...“ TJtidyrnar voru opnaðar, hratt fótatak heyrð- ist í anddyrinu. Það var enginn tími til neins. Ruby Luddington bii'tist í dyrunum, kom þegar auga á þau og snarstoppaði. „Já, en Sue! Ég — ég vissi ekki, að þú værir hér . . .“ Ruby hafði aldrei verið' mjög fljót að átta sig á hlutunum, og kom kvíðaglampi í falleg augu hennar. „Er nokkuð að?“ spurði hún. Hún gekk í áttina til lækningastofunnar líkt og hún fyndi eitthvað á sér. Jed reyndi að stöðva hana. „Nei, Ruby! Farðu ekki inn! Það er um seinan!“ „Um seinan? Nú, hvað hefur komið fyrir? Er það læknirinn . . . hvað . . .“ Jed tók um handlegginn á henni, en hún reif sig lausa og þaut fram hjá þeim báðum. Hún var í reið- fötum. Þau sáu hana stanza í dyrunum og standa- hreyfingarlausa andartak, því næst fór hún inn fyrir. „Heldurðu að það hafi liðið yfir hana?“ sagði Jed. „Það er bezt að ég gái að henni." „Hann er dáinn,“ sagði Ruby dauflega, þegar hann kom inn til hennar. „Já, það er afskaplegt, Ruby.“ „Hvernig vildi þetta til?“ „Við vitum það ekki.“ „Það er alveg eins og með Ernestinu," hvíslaði hún. „Komdu þér héðan Ruby. Þú getur ekki gert neitt. Snertu ekki á neinu!“ „Það getur ekki verið, að hann sé dáinn. Ég íékk boð frá honum um að koma. Ég skil ekki „Ég fékk einnig boð um að koma, og þegar ég kom lá hann svona fram á borðið, Ruby, við verðum að láta Wat vita.“ „Hvað hafið þið gert?“ „Við gátum ekkert gert. Hann var dáinn. Við hringdum til lögreglunnar.“ , ,Lögreglunnar ? “ „Já, þetta minnir óneitanlega á það, sem kom fyrir Ernestínu. Ég á við — hann hefur lika fengið kúluna í bakið." Ruby gekk til dyranna. Hún horfði hvössu augnaráði á Sue. Dökk augu hennar sýndust mjög stór i fölu andlitinu. „Skammbyssan hans er þarna,“ sagði Jed. Hún liggur á skrifborðinu. Ég hef ekki snert á henni.“ Hann leit á Sue og af henni á Ruby. Heyrðu Ruby, það er rétt, að ég segi þér strax, að það á að handtaka Sue fyrir morðið á Erne- stínu . . .“ „Sue!“ „Já, það sagði Kamilla mér að minnsta kosti. Er það satt, Sue?“ Sue kinkaði kolli til samþykkis. Jed hélt áfram og talaði hratt. „Þú skilur það Ruby, að ef lög- reglan finnur hana hér — ég meina að það sé enginn timi til að ræða þetta núna — það eina sem við verðum að gera, er að koma henni héðan tafarlaust. Viltu sverja, að hún hafi ekki verið hér, Ruby?" „Nei, Jed við getum ekki . . .“ hóf Sue máls. „Ég skal skýra þetta allt nákvæmlega fyrir þér seinna, Ruby," sagði Jed. „Ég skal segja þér, hversvegna þetta er svona áríðandi. En í svipinn skiptir það eitt máli, að Sue verði hér ekki lengur."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.