Vikan


Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 11, 1952 ,,Já, auðvitað, ef þú álítur, að það sé rétt,“ sagði Ruby. „En ég skil ekki . . .“ „Ég get ekki farið,“ sagði Sue. Jed starði á hana —- „Já, en Sue!“ „Það er Luddington lœknir,“ sagði Sue eins og til skýringar. „Nú er það líka orðið um seinan,“ sagði Ruby og lagði við hlustirnar. „Það er einhver að koma.“ „Það er lögreglan," sagði Jed. „Það er ríkis- lögreglan, ég þekki ljósin á bílnum." Ruby, sem stóð teinrétt i svarta fallega reið- jakkanum sinum hagaði sér mjög einkennilega á stund sem þessari. Hún leit í kringum sig í herberginu og sagði hægt og stillilega: „Það þarf að vökva burknann," og gekk um leið og þreifaði á blöðunum undarlega annarshugar ekki ósvipað því að hún væri að ganga í svefni. „Svo að Ruby fann meira en hvað hún vissi,“ hugsaði Sue með sér. Þung fótatak heyrðist á tröppunum og á svipstundu virtist litla anddyrið fullt af einkennisbúnum mönnum. Það var ríkislögreglan. Jed hafði ekki munað, að þeir höfðu útvarp í varðbílnum. Benjamín skírisdómari hafði sent þá strax af stað. Þeir voru raunar ekki fleiri en tveir og þeir lögðu fáeinar spurningar fyrir Jed og fóru með hon- um inn í lækningastofuna. „Ég verð að hringja í Wat,“ sagði Ruby, 'en hún hreyfði sig .samt ekki. Sue heyrði að mennirnir hringdu í símann og lögðu spurningar fyrir Jed. Þeir spurðu hvorki hana né Ruby. Þeir voru ennþá inni í lækninga- stofunni, þegar annar bíll ók upp að húsinu og sá þriðji rétt á eftir. Akbrautin var upplýst af bílljósunum. Nágrannarnir, sem sáu ljósin og heyrðu, hvað komið hafði fyrir, komu aðvifandi, söfnuðust saman i hópa og var mikið niðri fyrir. Henley lögreglustjóri og Benjamín skirisdóm- ari voru í öðrum bilnum. Benjamin kinkaði þurr- lega kolli til Sue. Augu Henleys skutu neistum, þegar hann leit á hana. Hann hraðaði sér inn x lækningastofuna. „Ég get ekki verið hér lengur. Ofig get ekki hlustað á þetta," hugsaði Sue. „Ég get ekki setið hér og horft á læknisskírteinið hans — á myndina af mér, Ernestinu, Kamillu og Ruby.“ En það var ekki um annað að gera. Hún var nauðbeygð til að vera kyrr. Hún vai'ð að koma boðum til Karólínu. Hún stöðvaði lögregluþjón. Hann vildi ekki leyfa henni að hringja. En hann lofaði að sjá um, að ungfrú Poore yrði látin vita. Og á sömu stundu sá Sue eftir því. Það hefði verið betra að bíða. — „Nei biðjið Kristínu, það er vinnukonan — biðjið hana að segja frænku minni það.“ Lög- regluþjónninn var ungur og augsýnilega æstur yfir ástandinu, en það leit samt út fyrir, að hann ætlaði að gera, það sem hún bað hann um, að minnsta kosti kinkaði hann kolli og flýtti sér inn í lækningastofuna. Andartaki síðar var ekið með þau öll burtu. Þau urðu að fara út um bakdyrnar vegna fjöld- ans, sem var fyrir utan. „Við kærum okkur ekki um nein læti,“ sagði Henley lögreglustjóri við Benjamín skírisdómara! „Það liggur við upp- þoti. Hann var líka svo dáður." Ruby stóð á fætur fullkomlega róleg, að því er virtist. Hún stakk hendinni undir handlegg Sue, fór í gegnum lækningastofuna, gekk í gegnum lítinn gang og áfram gegnum eldhúsið og hraðaði sér upp í lögreglubilinn. Hann ók fram hjá hesthúsinu og út á þjóðveginn. Sue fannst þetta allt eins og draumur og líkt og þau ækju eftir ókunnum vegi, sem aldrei tæki enda. Jed. sem sat við hlið hennar tók utan um hönd hennar. Þau komu til Bedford fóru inn um sömu dyr og Fitz og hún höfðu flýtt sér út um og farið upp í bíl Fitz rétt áður en Jed var sýknaður. Þau gengu inn í salinn. Það var raka- og klórlykt þar og ljósin voru dauf. Þau héldu áfram inn í skrifstofu Benjamíns skirisdómara. Og þar voru þau þar til farið var að birta af degi. Það korn ekki til mála að yfirheyra þau strax, hvorki hvert um sig né öll í einu. Þau voru höfð í haldi í bráðina. Um átta leytið gat Jed fengið einn lögregluþjóninn til þess að sækja kaffi og smurt brauð handa þeim. Ruby borðaði allt sem var á diskinum hennar, og það kom léttur roði fram í fallegt andlit hennar. Það var skrítið að sjá þau i þessu nakta, bjarta herbergi — ungu stúlkurnar tvær í dökkum reiðjökkum og ljós- um reiðbuxum og Jed í sportbuxum og peysu og þunnum frakka utan yfir. Það var önnur skrif- stofa innar af þessari. Það var alltaf verið að ganga um. Síminn hringdi hvað eftir annað fyi'ir innan. Einu sinni, þegar dyrnar opnuðust sá Sue stóran, svartan peningaskáp og var mynd máluð á hurð hans. Hann stóð úti í horni og upp á honum lágu blöð, hattar og flugnaskellur. Löngu síðar, þegar síminn hafði hringt einu sinni enn, kom lögregluþjónn í dyrnar. „Ung- frú Poore?“ sagði hann. Sue kipptist við. Ætluðu þeir að yfirheyra hana núna, skyldi verða farið með hana bui't? Lögregluþjónninn hafði tekið eftir hinni ósjálf- ráðu hreyfingu hennar. Hún þurfti ekki að svara. „Það er kona í símanum, sem segist vera frænka yðar. Nei, sitjið kyrrar! Ég sagði henni, að það væri allt I lagi með yður hérna. Það lítur út fyrii’, að hestur, sem þér voruð með, sé kominn heim mannlaus og særður á fætin- um.“ „Jeremy!“ Hún hafði alveg gleymt hófadyn- inum. Hún yrði að segja frá þvi strax. Jed horfði á hana og Ruby horfði á hana. „Þá langar til að tala við yður hérna inni,“ sagði lögreglu- þjónninn. „Lögreglustjórinn er kominn aftur." Jed ætlaði augsýnilega að koma á eftir. Hann stóð á fætur. Ruby bjóst einnig til að standa upp. „Nei, það er ungfrú Poore sem á að koma, þið verðið eftir frammi." Henley lögreglustjóri hlaut að hafa komið bak- dyramegin, því að hún hafði ekki séð hann koma í gegnum .fremri skrifstofuna. Þarna sat hann í hægindastól við endann á skrifborði Benjamíns skírisdómara. Ihygli og tortryggni lýsti úr svip hans. Gamli skirisdómarinn var þreytu- legur, grátt hár hans var úfið og hrukkurnar í andlitinu voru djúpar. „Fáið yður sæti,“ sagði hann, og lögreglu- þjónninn færði stól að skrifborðinu. Sue settist. Ljósið var ennþá skærara hér en fyrir framan. Lampinn hékk beint yfir höfði hennar, svo að Ijósið skein í augun á henni. „Hversvegna drápnð þér hann?“ spurði Hen- ley lögreglustjóri. 11 KAFLI Sue fannst, að hver spurning, sem þeir lögðu fyi’ir hana leiddi þá að þessari einu: „Hvers- vegna myrtuð þér hann?“ Þeir voru ekki að hafa fyrir að segja myrtuð þér hann, eða hvern- ig myrtuð þér hann, eða hvenær myrtuð þér hann, nei, hversvegna myrtuð þér hann? Stundum breyttu þeir út af þessu með því að spyrja, hvað Luddington læknir hefði vitað um morðið á frú Baily og hversvegna hefði þurft að ryðja honum úr vegi. Henley hafði oftast orðið. Hann lét hverja spurninguna reka aðra og það var ekki laust við að sigurvissu gætti i rödd hans, Benjamín skírisdómari lagði lítið til málanna, það var áhyggjusvipur á fölu andliti hans. Henni fannst hún ekki gera annað en endurtaka sömu frá- sögnina í sífellu, og eftir því sem txminn leið þótti henni sem hijn þekkti ekki aðra tilveru en þessa, innan fjögurra veggja, undir skæru ljósi, og hefði aldrei annað gert en endurtaka það, sem hún þegar hafði sagt. Einu sinni sneri hún sér næstum grátandi að skírisdómaranum og sagði: „Þér hljótið að vita, að ég gerði það ekki.“ „Hvað vissi hann?“ endurtók lögreglustjór- inn. „Hvernig var honum kunnugt um þetta mál? Hversvegna fóruð þér til hans?“ Efst til vinstri: Þessi afríska fuglategund heldur sig í námunda við býkúpur, svo að þeir, sem leita að hunangi, geta haft þennan fugl sem einskonar leiðarvísi. Neðst til vinstri: Það er aðeins eitt lindýr, sem lifir í landi. Hvaða dýr er það? Snigillinn. — Til hægri: Þetta er stærsta karfa heimsins — á Luzon-eyju í Filippseyjum — hún er notuð sem korngeymsla, ofin úr bambus- viði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.