Vikan


Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 15

Vikan - 13.03.1952, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 11, 1952 15 STARFSREGLUR fyrir lánadeild smáíbúðarhúsa Lánadeild smáíbúðarhúsa, sem stofnuð var með lögum nr. 36 1952, er tekin til starfa og hafa til bráða- birgða verið settar eftirfarandi starfsreglur: 1. Lánadeild smáíbúðarhúsa veitir einstaklingum í kaupstöðum og kauptúnum lán, eftir því sem fé er fyrir hendi í sjóði lánadeildarinnar hverju sinni, til byggingar smárra sérstæðra íbúðarhúsa og ein- lyftra, sambyggðra smáhúsa, er þeir hyggjast að koma upp, að verulegu leyti með eigin vinnu sinni og fjölskyldu sinnar. Engum veitist lán nema til eigin íbúðar og ekki veitist lán til íbúða í sam- byggingum, sem stærri eru en tvær íbúðir, annarra en þeirra, sem getið er hér að framan. 2. Umsóknir um lán skulu senda félagsmálaráðuneyt- inu, en tveir menn, er ríkisstjórnin velur, ráða lán- veitingum. — Umsókn fylgi eftirtalin skilríki: 1. Lóðarsamningur eða önnur fullnægjandi skilríki fyrir lóðarréttindum. 2. Uppdráttur af húsinu, sem reisa á, götunafn og númer. 3. Upplýsingar um, hversu hátt lán hafi verið tekið eða muni verða tekið út á 1. veðrétt í húsinu og hvar það lán er eða verður tekið. 4. Umsögn sveitarstjórnar um húsnæðisþörf um- sækjanda. 3. Landsbanki íslands annast, samkvæmt samningi við ríkisstjórnina, afgreiðslu lána þeirra, sem veitt verða, sér um veðsetningar og þinglýsingar og ann- ast innheimtu vaxta og afborgana af veittum lán- um. Umsóknareyðublöð fást afhent í afgreiðslu Landsbankans (veðdeild). 4. Lán þau, sem lánadeildin veitir, skulu tryggð með 2. veðrétti í húseign'þeirri, sem féð er lánað til. Árs- vextir eru 5'/2 af hundraði og lánstími allt að 15 árum. Eigi má veita hærra lán á eina íbúð en 30 þús. krónur og eigi má hvíla hærri upphæð á fyrsta veðrétti smáíbúðar, sem lán er veitt til, en 60 þúsund krónur. 5. Eftirtaldir aðilar skulu sitja fyrir lánum til smá- íbúðabygginga: 1. Barnafjölskyldur. 2. Ungt fólk, sem stofnar til hjúskapar. 3. Fólk, sem býr í heilsuspillandi húsnæði, er ekki verður útrýmt samkvæmt III. kafla laga nr. 44 frá 1946, eða á annan hátt. Þetta tilkynnist hér með þeim, sem hlut eiga að máli. Félagsmálaráðuneytið, 29. febrúar 1952. Steingrímur Steinþórsson (sign.) Jónas Guðmundsson (sign.) TILKYNIMING frá Sölunefnd innflutningsréttinda bátaútvegsins. Með tilvísun til auglýsingar Fjárhagsráðs 5. jan. s.l. er birtist i Lögbirtingarblaðinu 7. s. m. um framleng- ingu á hinum skilorðsbundna frílista tilkynnist hér með: 1. Nefndin mun framvegis annast sölu B-skírteina og skulu skriflegar umsóknir sendar henni, þar sem gefnar yrðu eftirfarandi upplýsingar: a. Vörutegund. b. Frá hvaða landi varan verður keypt. c. Upphæðin í íslenzkum krónum (standi á heilli krónu). d. Hvaða dag skírteinið óskast gefið út. 2. Nefndin mun eftirleiðis annast skrásetningu skír- teinanna hjá Landsbanka Islands. 3. Greiða skal skírteinin við pöntun, eða áður en þau verða skrásett. 4. Áfhending skírteins fer fram daginn eftir skrá- setningu og skulu þá sótt. Afgreiðsla nefndarinnar er eins og áður í Hafnar- hvoli, VI. hæð, pósthólf 1034, sími 6650. Afgreiðslutími daglega kl. 10—12 og 13,15—16, laug- ardaga 10—12. Reykjavík, 29. febrúar 1952. ORÐSENDING til reykvískra og hafnfirzkra heimila og fyrirtækja. Hlutafélagið Raftækjatryggingar hafa byrjað starf- semi sína. Félagið tryggir hverskonar raftœki og rafvélar gegn öllurn bilunum. Tækið er sótt, því er skilað og það er tengt við endurgjaldslaust. Enda þótt tryggingin sé þannig óvenjulega víðtæk, eru iðgjöld mjög lág. T. d. kostar árstrygging eldavélar kr. 45.00 aðeins, og er það lægra en aðrar tryggingar krefja fyrir miklu takmarkaðri tryggingu. Góðfúslega hafið samband við skrifstofu okkar, Laugavegi 27, sem mun fúslega láta í té allar nánari upplýsingar. Sími 7601. Virðingafyllst, Raftœkjatryggingar h.f. Laugaveg 27 — Sími 7601.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.