Vikan


Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 12, 1952 7 Hér hefst í tilraunaskyni og til tilbreytingar nýr þáttur í Vikunni, um ljósmyndun. Þætti þess- um ar ætlað að vera til gagns og gamans fyrir áhugamenn um ljósmyndun um land allt, en fæst- ir eiga þess kost að kynnast þessum áhugamál- um sinum, nema því aðeins þeir geti lesið erlend mál og skilið sér til gagns. Hug- myndin er að á þessari síðu verði í öðru hverju eða þriðja hverju blaði rætt um einhver þau at- riði, sem áhugamál mega teljast, ýmist fyr- ir byrjendur eða þá, sem lengra eru komnir, eftir því sem föng eru á, og verða þá rædd bæði tæknileg og myndræn atriði ljósmyndunar. Langlifi þessarar tilraunar fer eftir þvi, hvort áhugi reynist meðal lesenda Vikunnar eða ekki. LJÓSMYNDASYNINGIN I LISTVINASALNUM. Fyrir fáum dögum var opnuð hér í Reykjavík í Listvinasalnum við Freyjugötu ljósmyndasýning áhugaljósmyndara, og birtir Vikan í þessu blaði fjórar myndir sem sýnishorn frá sýningunni. Hérlendis eru ljósmyndasýningar ekki tíður viðburður, og einkanlega eru sýningar, þar sem aðal áherzlan er lögð á myndræna ljósmyndun, mjög fátíðar. Orðið myndrænn kann að hljóma ókunnlega, en með þvi tel ég þýða megi á íslenzku danska orðið „billedmæssig" og enska orðið ,,pictorial“. Hugtak þetta merkir, þegar um ljósmyndir er að ræða, mynd sem er tekin og búin til í þeim tilgangi fyrst og fremst, að vera góð mynd. Það er að segja ljósmynd vegna myndarinnar sjálfrar, en ekki eingöngu vegna þess, sem myndin er af. Ef. t. d. er um andlits- mynd að ræða, þá er alls ekki víst, að sá, sem myndin er af, sé sérlega hrifinn af myndinni, því hún þarf alls ekki að vera lík fyrirmyndinni, þótt myndin sé ágæt frá myndrænu sjónarmiði. Hinsvegar getur andlitsmynd verið góð í venju- legum skilningi, þ. e. a. s. lík fyrirmyndinni, þótt hún sé ekki myndræn. Myndin er þá per- sónuleg mynd af fyrirmyndinni og góð sem slik, en á ekkert erindi til annarra en þeirra, sem þekkja umrædda persónu, og hafa ánægju af myndinni vegna þessa kunnugleika. Slik mynd á aftur á móti ekkert erindi á ljósmyndasýningu myndrænna ljósmynda. Áhugaljósmyndarar á Islandi hafa að langmestu leyti fengizt við landlagsmyndir, enda eru þar mörg stórfengleg verkefni. Auðvitað gildir sama um landlagsmyndir og aðrar gerðir mynda. Hægt er að taka góða landlagsmynd, þ. e. g'óða land- lýsingu, án þess að hún sé myndræn. Hinsvegar getur það auðvitað farið saman, að mynd sé bæði góð landlýsing og samtímis góð mynd frá myndrænu sjónarmiði. 1 þetta sinn gefst þó ekki rúm til að ræða nánar myndræna ljósmyndun, þ. e. um uppbyggingu mynda, skiptingu mynd- flatarins í línur og fleti, en þess verður vænt- anlega kostur síðar. Myndir þær er bárust á sýninguna, bæði þær, er sýndar voru, og þær sem ekki voru teknar með á sýninguna, gefa mjög ljósa hugmynd um núverandi ástand hjá áhugaljósmyndurum hér á landi. Til er hópur manna, og hann nokkuð stór, sem ber gott skyn á myndatöku frá myndrænu sjónarmiði, eins og hún tíðkast á ljós- myndasýningum erlendis. Þó er eins og meðal nokkurra þessara manna sé fyrst og fremst um tilfinningamál að ræða, þannig að skilja, að nokk- urs öryggisleysis virðist gæta þegar skera þarf til myndina svo öll aðalatriði séu með, en sem fæst eða engin óviðkomandi aukaatriði. Mikill hluti þeirra, er myndir sendu á sýning- una sýndu hinsvegar, að þeir höfðu gott auga fyrir ljósmyndun, en þjálfun þeirra í meðferð viðfangsefnanna er hinsvegar bersýnilega mjög lítil. Sumar af þessum myndum gætu orðið fyrsta flokks sýningarmyndir með þvi einu, að stækka hluta af myndinni og gera henni góð skil með- an á stækkuninni stendur, þannig að dekkja suma hluta hennar og lýsa aðra eftir þörfum. Þetta er mjög einfalt verk fyrir þá, sem til þess þekkja, og ekki erfitt að læra það. Dómarar sýningarinnar voru þeir blaðamenn- irnir Guðni Þórðarson og Þorsteinn Jósepsson auk undirritaös. Var dæmt þannig, að við fyrstu skoðun var öllum myndunum skipt í þrjá flokka, A þær myndir, sem strax var samkomulag um að skyldu komast á sýninguna, B þær myndir, sem óvíst var talið hvort sýna skyldi eða ekki og loks C myndir, sem strax var auðséð að ekki komu til greina að sýndar yrðu. Síðar var svo aftur farið yfir flokk B og úr honum valdar þær myndir, er beztar voru taldar. 1 flokk A voru strax teknar 50 myndir og er það kjarni sýningarinnar; Úr þessum flokki hefur Vikan valið fjórar myndir sem sýnishorn. Úr flokki B komu síðan ýmsar myndir, sem ekki allar yoru eins fullkomnar og dómnefndin hefði óskað, en hinsvegar var margt í þeim ýmsum svo vel gert, að rétt þótti að sýna þær, einkanlega ef um var að ræða skemmtilega með- ferð efnisins, ef um nýstárlegt mótíf eða annað slíkt var að ræða, jafnvel þótt betur hefði mátt skera til myndina eða vinna á annan hátt. Nokkuð bar á að sendar væru handlitaðar ljós- myndir. Sendendum til afsökunar verður að geta þess, að Listvinasalnum hafði láðst að taka það fram, þegar boðað var til sýningarinnar, að lit- myndir og handlitaðar myndir yrðu ekki sýndar. Litljósmyndir eru oft teknar á ljósmyndasýning- ar erlendis, þótt það sé ekki gert í þetta skipti hér, en ein slík mynd barst. Hinsvegar kom þó nokkuð af handlituðum Ijósmyndum, sem mér vitanlega eru hvergi teknar á ljósmyndasýning- ar, enda ekki taldar til eiginlegra ljósmynda og hvergi á hávegum hafðar, nema ef til vill sem fjölskyldumyndir. Tvær eða þrjár þeirra hand- lituðu mynda sem bárust á sýninguna, hefðu vafalaust verið sýndar, ef ekki mjög sterk hand- litun hefði gert þær óhæfar. Þessi grein um sýninguna verður enginn dóm- ur um einstakar myndir, heldur einkanlega til þess ætluð að gefa hugmynd um ljósmyndasýn- inguna sjálfa. Þótt á henni sé mjög auðvelt að finna marga galla, þá verður þó varla dregið í efa, að það er öllum ljósmyndaáhugamönnum og öðrum er áhuga hafa á myndum nokkurs virði að sjá þetta safn. Listvinasalnum sé þökk fyrir þetta frumkvæði. Vonandi verður þetta ekki síðasta Ijósmyndasýningin þar. FÉLAG AHUGALJÓSMYNDARA 1 HAFNARFIRÐI. Fyrir skömmu var í Hafnarfirði stofnað félag (klúbbur) áhugaljósmyndara. Formaður er Ás- geir Long vélstjóri og meðilar eru þegar orðnir 15 talsins. Þeir hafa haldið nokkra fundi og áhugi virðist mikill. Ekki er Vikunni kunnugt um að aðrir ltlúbbar ljósmyndaáhugamanna séu starf- andi hér á landi, en eins og kunnugt er eru þeir máttur og megin áhugaljósmyndara erlendis. Þar hagar að vísu þannig til, að meðilar klúbbanna eru bæði áhugaljósmyndarar og fag- ljósmyndarar, sem sjá sér hag í að vinna sam- an að hugðarefnum sínum. Vikan óskar Hafn- firðingum góðs gengis með þetta nýja félag á hugal j ósmyndara. MYNDIRNAR A FORSlÐUNNI: Efri myndin til vinstri er eftir Halldór Einars- son. Neðri myndin til vinstri er eftir R. T. Han- nam. Efri myndin til hægri heitir Morgunkyrrð og er eftir Kristinn Sigurjónsson. Neðri myndin til hægri heitir Fyrsta heimkoman og er eftir Rafn Hafnfjörð. FRÆNKA Framhald af bls. lt. En þetta var ekki missýning — þvert á móti fannst honum þetta ennþá meira áberandi, þegar hún kom á móti honum og heilsaði honum með sama vingjarnlega brosinu, sem honum hafði fundizt svo gamalkunnugt áður. Næstu daga hlakkaði Jens alltaf til að fara í heimsókn á sjúkra- húsið — án þess að geta gert sér ljóst, hvort hann færi fremur vegna vinar síns eða ungfrú Krog. Að síðustu varð hann að viðurkenna fyr- ir sjálfum sér, að það væri víst „frænka“, sem hafði meira aðdráttarafl fyrir hann — að minnsta kosti varð hann fyrir von- brigðum, ef hún átti frí eða hafði ekki tíma til að koma inn í stofuna og spjalla ofurlítið við þá. Nú fannst honum svo þægilegt að tala við hana, að hann gat ekki skilið, hvað hann var klaufalegur, þegar hann sá hana í fyrsta skipti — nú virtist honum hún vera ein af þeim, sem hægt er að trúa fyrir öllum sorgum og áhyggjum — alveg eins og Hanna frænka. En Bertel fór dagbatnandi, og dag nokkurn sagði hann Jens, að nú væri Gerða að koma, og hún ætlaði að sækja hann á sjúkrahúsið. — „Er þetta ekki dá- samlegt, gamli vinur? Og þú verður að koma oft til okkar,“ sagði hann og horfði með ljómandi augum á mynd af Gerðu, sem stóð við rúm hans. „Jú — það er dásamlegt," svaraði Jens og horfði döprum augum á eftir „frænku“, sem hann sá frammi á ganginum gegnum opnar dyrnar. Þá mundi hann ekki sjá hana framar — honum fannst köld hönd læsa sig um hjarta hans aðeins við tilhugs- unina um sitt einmanalega líf og tvær tóm- legu stofurnar heima. Bertel leit á hann: „Hvað er að — þú ert hálf súr á svip. Þú þarft sannarlega hressingar við. „Frænka“ hefur líka lof- að að koma, svo að þetta verður reglulega skemmtilegt — er ekki svo, ungfrú Krog?“ Hann beindi spurningimni til ,,frænku“, sem kom inn í sjúkrastofuna, — „á það ekki að vera svo, að Jens komi út með okkur hinum og skemmti sér?“ Jens leit á ungfrú Krog, og honum fannst rafstraumur fara í gegnum sig, þegar hún leit á hann, því að augnaráð hennar gaf til kynna, að hún væri því ekki mótfallin að sjá hann aftur. — „Já, en ég hef heldur ekki neitað að koma,“ flýtti hann sér að fullyrða, áður en hún gat svarað nokkru. „Þvert á móti vil ég gjarna, mjög gjarna koma,“ og rödd hans var svo breytt og fjörleg, að Bertel leit undrandi á hann og síðan á ungfrú Krog til að reyna að finna ástæðuna fyrir kæti hans. — „Nú, jæja,“ hugsaði hann með sér. „Þetta hefði ég átt að skilja fyrir löngu síðan — nú er um að gera að hjálpa Jens dálítið áleiðis." Og Bertel og Gerða gerðu sitt bezta. Þau buðu „frænku“ og Jens oft saman. Jens gekk um ljómandi á svip — niður- sokkinn í sæludrauma. „Ef ég aðeins væri viss um, að hún vildi hann, eins og hann vill hana,“ sagði Bertel dag nokkurn — dálítið áhyggju- fullur — við konu sína. „Stundum held ég, að hún skilji alls ekki, hvemig honum líður.“ „Það skilur hver einasta kona,“ sagði Gerða, „en auðvitað er hún af lífi og sál í starfi sínu — það mundi vera einasta hindrunin — því að ég held, að hún sé mjög hrifin af honum, og þau hæfa hvort öðru vel.“ „Afskaplega vel,“ sagði Bertel ákveðið, — „alveg eins vel og við tvö hæfum hvort öðru, og það er ekki svo lítið. Eigum við ekki að halda þeim smá veizlu næsta sunnudag, þá á „frænka“ frí — eitthvað verður að ske.“ Gerða var fús til þess. Nokkrum dögum síðar fór Bertel til sinnar fyrrverandi piparsveinsíbúðar til að bjóða vini sínum. Hann hlakkaði til að sjá Jens verða glaðan á svip, þegar hann segði honum frá boðinu. Það yrði skemmtilegt. Og honum datt alls ekki í hug, að Jens væri ef til vill ekki heima, svo að hann varð dálítið hissa, þegar enginn kom til dyra. En Bertel var aldrei ráðalaus. Honum datt það skyndilega í hug, að hann hafði ennþá lykilinn að íbúðinni á lyklakippunni sinni — þá gat hann sjálfur opnað og skrifað skilaboð til Jens — það var betra en að fara algjörlega erindisleysu. En þó að hann yrði undrandi yfir að hringja dyrabjöllunni árangurslaust, jókst undrun hans enn meir, þegar hann fanp Jens sitjandi við skrifborðið í stofunni með opið bréf fyrir framan sig. Svipur hans var kynlega steinrunninn. Hann var ekki einu sinni undrandi yfir komu Bertels. „Varst það þú, sem hringdir?“ sagði Framhald á bls. 10.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.