Vikan


Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 12, 1952 9 FRÉ TTAM YNDIR Jane Taylor, eitt af hinum mörgu fórnarlömbum lömunarveikinnar, er boðin velkomin heim. Skipverjar á U.S.S. Princeton höfðu gengizt fyrir stofnun sjóðs, sem nota ætti til að hjálpa ungfrú Taylor til að menntast og leita sér þeirra lækninga, sem gætu komið að gagni. Á efri myndinni er snjójeppi, sem flutti liðþjálfa nokkurn og fjöl- skyldu hans til Sedalia í Colorado, en bíll þeirra hafði festst í snjó og voru þau í bílnum í tvo daga. Á neðri myndinni er liðþjálfinn, kona hans og tvær dætur, þar sem þau hvila sig eftir að þau koma til Sedalia. Jennifer Jones Selzinck, kvik- myndaleikkonan fræga, kemur til Los Angeles með eiginmanni sínum, David Selznick. Hún sneri aftur heim frá Róm til að geta verið með sonum sínum frá fyrra hjónabandi eftir að dauða föður þeirra, Robert Walker, hafði borið að mjög snögg- lega. Elísabet Englandsdrottning 2. ekur heim til fjölskyldu sinnar í Sandringhamhöllinni. Með henni I bílnum er eiginmaður hennar, Philip. Þegar hún hafði heilsað móður sinni, hélt' hún rakleitt inn í herbergið, þar sem líkami föður hennar hvíldi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.