Vikan


Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 12, 1952 HEIMILIÐ Matseðillinn Grænmeti í mayonnesi: Mayonnesi úr 2 eggjarauðum, 1—2 matsk. sítrónusafi, 50 gr. makkaróní, 2 meðalstórar gul- rætur, 50 gr. soðnar grænar baunir. Makkaróníið er soðið í saltvatni, köldu vatni hellt yfir það, látið síga vel af því og skorið smátt. Oftast eru notaðar niðursoðnar baunir, sem hellt er á gatasigti, svo að soðið sígi vel af. öllu grænmetinu er blandað saman við mayonnesið og kryddað eftir smekk, gulrætumar settar út í. Salatið verður léttara ef þeyttum rjóma eða eggjahvítu er blandað í það. Sett í skál, skreytt með tómöt- um og saxaðri steinselju. Mayonnes: 1—2 eggjarauður, % tesk. salt, 1— 2 tesk. edik eða sítrónusafi, 2— 3 dl. salatolia, 1 hnífsoddur pipar, 1 tesk. sykur. Bezt er að hræra mayonnesið í stofuhita. Nota skal skál með hvelfd- um botni og súpuþeytara. (Bezt er að hafa hrærivél). Skálin og þeyt- ararnir þurfa að vera vel þurr. Egg- in mega ekki vera ísköld. Eggjarauðurnar eru hrærðar með salti þar til þær eru seigar. 1 það er blandað öllu kryddinu og sítrónu- safanum og hrært enn um stund. Olían á að vera alveg glær, því er betra að láta hana vera á volgum stað um stund, áður en hún er not- uð. Olían er þvi næst hrærð út í eggjarauðurnar, fyrst í dropatali en síðan i smábunu. Hræra verður stöð- ugt í, því að annars getur mayonn- esið mærnað. Mayonnesið á að vera þykkt og gljáandi, þegar olían er komin í það. Það sést strax, ef það ætlar að mærna meðan verið er að hræra það, því að þá þynnist það. Má þá hræra eina tesk. af sjóðandi vatni út i, en hræra verður vel í á meðan. Einn- ig er hægt að hræra hana saman með ofurlitlum þeyttum rjóma. Ef mayonnesið hrærist ekki saman aft- ur, verður að hræra nýjar eggja- rauður og hræra hinu mærnaða mayonnesi út í smátt og smátt. Mayonnes er notað á kaldan fisk, kalt, soðið grænmeti eða hrátt græn- meti og ávexti. Alls konar krydd má setja í mayonnesið eftir því í hvað á að nota það. Er þá oft gott að blanda í hana þeyttum rjóma. Venjulega hæfir að nota 1 dl. af olíu í eina eggjarauðu. Handprjónuð barnaföt. .. Prjónamir mega vera meðallangir, nr. 2 %—3, en fer þó eftir garninu, sem notað er. Bezt er að það sé fint. Heklunálin á að vera nr. 3. Meðalstærð 8 lykkna á prjóni á að vera 2% cm. Prjónumynstur: (fimm lykkjur að viðbættri einni endalykkju). 1. umferð: Ein slétt lykkja, * 4 brugðnar, ein slétt, endurtakið frá * prjónnipn á enda. 2. umferð: Ein brugðin, * 3 slétt- ar, 2 brugðnar, endurtakið frá * prjóninn á enda. 3. umferð: * þrjár sléttar, 2 brugðnar, endurtakið frá * þangað til ein lykkja er eftir, prjónið hana slétta. 4. umferð: Ein brugðin, * 1 slétt, 4 brugðnar, endurtakið frá * prjón- inn á enda. Endurtakið þessar fjórar umferðir til þess að mynstrið komi út. Bak treyjunnar: Fytjið upp 101 lykkju.. Prjónið 68 umferðir eins og að framan er sagt (17 mynstur). Takið úr á eftirfarandi hátt: Prjónið 15 sléttar, takið 2 sléttar saman 36 sinnum, 14 sléttar (65 lykkjur á prjóni). Prjónið slétt prjón, sem nemur 7% cm. Axlir: Fellið af 10 lykkjur í byrj- un hverra fjögurra næstu umferða, þegar fellt hefur verið af eiga að vera 25 lykkjur eftir á prjóninum fyrir hálsmálið. Hœgra framstykki: Fitjið upp 51 lykkju. Prjónið eins og fyrr segir 68 umferðir (17 mynstur). Takið úr á eftirfarandi hátt: Prjónið 15 slétt- ar, takið 2 sléttar saman 18 sinnum (33 lykkjur á prjóninum). Prjónið slétt prjón, sem nemur 5 cm. Hálsmál: Fellið af 8 lykkjur fyrir hálsmál framstykkisins, takið því næst úr 1 lykkju í hálsinn aðra hverja umferð 5 sinnum. Þcgar 20 lykkj- ur eru eftir á prjóninum, haldið áfram og prjónið slétt prjón þangað til boðungurinn er jafnstór bakinu. Axlir: Fellið af 10 lykkjur á hlið- inni, aðra hverja umferð tvisvar sinnum. Prjónið vinstri boðung á sama hátt, en takið þannig úr: Tak- ið 2 saman 18 sinnum prjónið 15 sléttar. Saumið saman á öxlum. Ermar: Á hægri hlið treyjunnar eru teknar upp og prjónaðar 60 lykkjur yfir allt berustykkið. Prjón- ið slétt prjón 15 cm. Takið úr sem hér segir: 2 sléttar teknar saman 29 sinnum, 2 sléttar (31 lykkja á prjóninum). 16 umferðir prjónaðar af mynstrinu. Fellið af, mjög laust. Saumið hliðarsauma og ermasauma. Heklið eina umferð af fasta hekli allt í kring. Heklið lauf í hálsinn og niður berustykkin að mynstri. Dragið silkiband í hálsinn og saumið tvo skelplötuhnappa á vinstra beru- stykki. Húfam: Byrjið á kolli með því að fytja upp 7 lykkjur. 1. umferð: Prjónið 2 sléttar lykkj- ur úr hverri einni lykkju (14 lykkj- ur á prjóni). 2. umferð og allar jafnar umferðir prjónaðar sléttar (garðaprjón). 3. umferð: * Ein slétt, 2 sléttar úr næstu lykkju, endurtekið frá * prjóninn á enda (21 lykkja á prjóni). 5. umferð: * 2 sléttar, 2 sléttar úr næstu lykkju, endurtekið frá * prjóninn, á enda (28 lykkjur á prjón- inum). 7. umferð: * 3 sléttar, 2 sléttar úr næstu lykkju, endurtekið frá * prjóninn á enda (35 lykkjur á prjóni). Haldið áfram að auka út 7 lykkj- um aðra hverja umferð á sama hátt 10 sinnum enn (105 lykkjur á prjón- inum). Fellið af 7 lykkjur i byrjun næstu tveggja umferða (91 lykkja á prjóni), prjónið því næst mynstur, 40 umferðir (10 mynstur) 20 um- ferðir sléttar (garðaprjón), fellið af. Saumið saman að aftan. Takið upp 61 lykkju neðan á húfunni (garðaprjónsbrúnin að framan und- anskilin), prjónið 2% cm. af mynstri, fellið af. Heklið eina umferð af fastahekli. Brjótið upp á brúnina að framan og dragið silkiborða í að neðan. Skór: Fitjið upp 41 lykkju. Prjón- ið 20 umferðir af mynstrinu. Gerið götin á eftirfarandi hátt í næstu um- ferð: 1 slétt * 1 slétt, sláið upp á takið 2 saman, endurtekið frá * þangað til ein lykkja er eftir, sem prjónuð er slétt. 2. umferð: 41 brugðin. 3. umferð: 26 sléttar, snúið við. 4. umferð: 11 brugðnar, snúið við. Takið 15 lykkjur hvoru megin á aukaprjóna. Prjónið 11 miðlykkjurn- ar með sléttu prjóni (rist) 16 um- ferðir. Setjið þessar 11 lykkjur á aukaprjón, slítið frá. Byrjið að aft- an (hægra megin), prjónið 15 slétt- ar, takið upp og prjónið 11 lykkjur sléttar meðfram ristinni, prjónið því næst þær 11 lykkjur, sem eru á aukaprjóninum, takið upp og prjónið slétt 11 lykkjur hinumegin á ristinni, prjónið 15 lykkjur af aukaprjónin- um (63 lykkjur á prjóni). Næsta um- ferð brugðin. Prjónið slétt prjón 4 umferðir í viðbót, takið því næst úr sem hér segir: 1. umferð: 26 sléttar, takið 2 sam- an, 7 sléttar, takið 2 saman, 26 sléttar. 2. umferð: Brugðin. 3. umferð: 26 sléttar, 2 sléttar saman,, 5 sléttar, 2 sléttar saman, 26 sléttar. 4. umferð: Brugðin. 5. umferð: 1 slétt, 2 sléttar sam- an, 23 sléttar, 2 sléttar saman, 3 sléttar, 2 sléttar saman, 23. sléttar, 2 sléttar saman, 1 slétt. 6. umferð: 1 brugðin, 2 brugðnar saman, 22 brugðnar, 2 brugðnar sam- an, 1 brugðin, 2 brugðnar saman, 22 brugðnar, 2 brugðnar saman, 1 brugðin. Fellið af. Saumið saman. Dragið silkiborða í götin. Vettlinyar: Fitjið upp 41 lykkju. Prjónið mynstur og gataprjón eins og á skónum. Takið úr 1 lykkju og prjónið slétt prjón 5 cm. Takið úr á næstu sléttu umferð sem hér segir: 1. umferð: 1 slétt, 2 sléttar sam- an, 14 sléttar, takið eina óprjónaða, 1 slétt, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir, 2 sléttar, 2 sléttar saman, 14 sléttar, 1 óprjónuð, 1 slétt, steypt yfir, 1 slétt. 2. umferð: Brugðin. 3. umferð: 1 slétt, 2 sléttar sam- an, 12 sléttar, 1 óprjónuð, 1 slétt, steypt yfir, 2 sléttar, 2 sléttar sam- an, 12 sléttar, ein óprjónuð, 1 slétt, steypt yfir, ein slétt. Haldið áfram að taka úr 4 lykkjur á þennan hátt aðra hverja umferð þrisvar sinnum enn (20 lykkjur á prjóni). Setjið 10 lykkjur á hvorn prjón, fellið af sam- an. Saumið hliðarsauminn og dragið silkiband i götin. FRÆNKA Framhald af bls. 7. hann aðeins og reis þreytulega á fætur, „það var ágætt, að þú komst inn af sjálfsdáðum.“ „En hvað er að þér, gamli vinur?“ — Bertel fann til sárs- auka við að sjá kvalasvipinn á andliti vinar síns — „hvað kom fyrir?“ — augnaráð hans beind- ist ósjálfrátt að bréfinu, sem lá á borðinu — „hefur þú — hefur hún?“' — hann hætti ringlaður, því að honum sýndist endilega að þetta væri rithönd „frænku“ — svo að honum datt allt hið versta í hug. „Já, ég hef —,“ rödd Jens var einkennilega hljómlaus, „ég hef spurt hana, hvort hún kæri sig um mig, og hún segir, að svo sé — en henni finnst samt sem áður, að hún geti ekki hætt við starf sitt — svo —“ „Veslings gamli vinur“ — Bertel stóð alveg úrræðalaus, og klappaði Jens á bakið — „og ég, sem kom einmitt til að Framhald á bls. 14. FIMM ÆTTLIÐIR. Guðrún Bjarnadóttir (88 ára), Lára Tómasdóttir (63 ára), María Helga- dóttir (43 ára), Anna Guðmundsdóttir (22 ára), María Helgadóttir (2 ára).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.