Vikan


Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 12, 1952 að þeim tíma liðnum, sem það virtist taka hana að átta sig á því, sem sagt var, lyfti hún dökk- um augabrúnunum og sagði: „Ég reifst aldrei við Ernestinu." Sue hefði getað sagt honum, að það voru litlar likur til þess, að nokkuð kæmi Ruby úr jafn- vægi, svo að hún færi að rífast. „Vitið þér um nokkurn sjúkling, sem mun hafa fundizt, að lækn- irinn hafi beitt sig órétti — eða af einhverjum sökum verið honum reiður?“ spurði skírisdóm- arinn. „Ó, þetta er nákvœmlega eins og Baily-morð- ið,“ sagði Henley líkt og hann væri að vísa ein- hverri fjarstæðu á bug, „alveg eins — opnar dyr, rökkur, marghleypa — meira að segja marg- hleypan hans — og kúla í hryggnum.“ „Þetta þarf ekki að þýða, að sá sami hafi gert það,“ sagði skírisdómarinn stillilega. Henley skellti háðslega í góm. „Það hlýtur að vera í sambandi við Baily-morðið. Hann var að- al votturinn. Og það var vitnisburður hans sem fyrst og fremst stuðlaði að því, að Jed Baily var sýknaður. Hann var einn með Ernestínu Baily næstum því heilan klukkutíma áður en hún dó.“ „Það er alls ekki ósennilegt, að einhver hafi einmitt fært sér þetta í nyt. Öllum voru kunn hin smæstu atriði í sambandi við morðið. Og ekkert hefur verið auðveldara en að gera þetta sem allra líkast, einmitt til þess að við drægjum þá ályktun, sem þér voruð að draga núna. Einhver, sem ekkert hefur verið riðinn við Baily-morðið, getur hafa notað sömu aðferð í von um, að við myndum halda um sama mann væri að ræða.“ „Já, það getur svo sem verið, en ég held nii samt ekki, og þér fáið kviðdómendurna aldrei til þess að halda það. Nei, þetta er of líkt Baily- málinu, og í rauninni fékk ég ekki að tala út. Gerði Luddington læknir ekki allt, sem hann gat til þess að Jed yrði sýknaður? Nú, jæja! Svo fréttir hann, að það eigi að handtaka Sue Poore . . .“ Það umlaði reiðilega í Ruby við þessi orð Henleys. Hann hélt áfram: „ . . . Og hann er þess fullviss, að hann verði aftur kallaður sem vitni. Hann er einn af þeim, sem aldrei myndu sverja rangan eið, hvað sem væri í húfi. Hann veit, að Sue Poore drap frú Baily, við hin vitum, að hún mun hafa haft svipað tækifæri. Hann hefur verndað hana eins lengi og honum var unnt. En svo hringir hún til hans og segir hon- um, að það eigi að handtaka sig, og að hún vilji tala við hann. Hann veit að hún muni grát- bæna sig um vernd, jafnvel þó að það kosti það, að hann verði að sverja rangan eið. Hún fer til hans. Hann neitar að bera ljúgvitni hennar vegna. Hún ræður honum bana á sama hátt og frú Baily . . .“ Ruby var staðinn á fætur. „Sue hefur ekki drepið hann! Sue gæti aldrei drepið nokkra mann- eskju. Það er alveg furðulegt, að þér skulið geta sagt þetta!“ Hún stóð þarna eins og varnarveggur á miUi Sue og Henleys. Skírisdómarinn andvarpaði. Einhver hafði opnað glugga. Það var rakt loft og þoka úti. 1 þögninni, sem varð á eftir orðum Ruby — en hún hafði verið óvenju hvassyrt — barst kliður utan af götunni inn til þeirra. „Hlustið á þetta!“ sagði Henley. „Við megum búast við uppþoti ef við hröðum okkur ekki, skirisdómari. Baily-morðið var nógu slæmt. En þetta — allir i héraðinu þekktu Luddington lækni.“ „Og öllum þótti vænt um hann,“ sagði skíris- dómarinn og var þungt um mál. „En ég vil ekki fara að neinu óðslega, Henley. Þér fáið mig ekki til þess.“ „Þér verðið að minnsta kosti að taka stúlkuna fasta!“ „Ef þér handtakið Sue Poore, fremjið þér hræðilegt ranglæti," sagði Ruby. „Velvilji yðar er yður til sóma, frú Ludding- ton.“ Henley stóð upp og opnaði dyrnar fram í hina skrifstofuna og sagði um leið: „Annars var þá ekkert fleira . . . nema skírisdómarinn vilji spyrja einhvers frekar,“ bætti hann við eftir litla þögn. Það mátti ráða af hljómnum í rödd hans, að manni bæri að sjá aumur á gamalmenni, sem væri utan við sig af þvl sem gerzt hafði. Skíris- dómarinn sagði ekkert. Hann kinkaði kolli til Ruby. Hún sneri sér við í dyrunum og sagði við Sue: „Mér finnst, að þú ættir að fá'þér mála- færslumann. Ég skal tala við Wat og Jed svo að þeir geti gert eitthvað í þessu.“ Hún fór og dyrunum var lokað. „Hvað skyldu þeir gera?“ hugsaði Sue yfirkomin af þreytu. „Hvar skyldi Karólína frænka vera? Hvernig mun henni hafa orðið við?“ „Hvar var Fitz?“ Henley kom aftur inn og settist, hann var enn- þá teinréttur, en eigi að síður þreytulegur. And- lit hans var rautt og gljáandi. Leðurbeltið var of þröngt utan um hann. Hann víkkaði það um eitt gat og sagði: „Það er þá bezt, að þér leyfið okkur að heyra framburð yðar aftur, ungfrú Poore.“ Skirisdómarinn hreyfði sig eins og hann vildi andmæla. Henley sagði stuttur í spuna: „Hvert einasta orð aftur!“ „Ungfrú Poore hefur sagt allt, sem hún veit,“ sagði skírisdómarinn. „Það getur verið eitthvað, aðeins smáat- riði . . .“ „Eða snara,“ hugsaði Sue með sjálfri sér. „Ég hef sagt allt,“ sagði hún óstyrkri röddu, sem var síður en svo sannfærandi. „Segið það aftur,“ sagði Henley og víkkaði beltið um eitt gat enn. Og þótt undarlegt megi virðast, hafði hann rétt. Það kom smáatvik í ljós í sambandi við einhvers- konar spegilflöt eða hlut, sem líkist spegli, sem hún hafði gleymt til þessa. Hann tók fram I fyrir henni og sagði: „Og hvað gerðuð þér svo, þegar þér eins og þér segið, komuð inn í lækninga- stofuna og funduð hann dáinn? Hvað var það fyrsta, sem þér gerðuð ?“ „Ég gekk til hans.“ „Vissuð þér, að hann var dáinn?“ „Já — ég — ég sá sárið.“ „Frú Baily hafði einnig svipað sár og dó ekki strax. Það liðu nærri tveir tímar þangað til hún gaf upp öndina." „Já, en hann . . .“ Hvað var það nú aftur, sem hún hafði gert? Hún hafði gengið til hans, beygt sig yfir hann. „Hann dró ekki andann," sagði hún. „Ég hélt einhverju upp að munninum á honum. Það kom engin móða — og þá vissi ég, að hann var dáinn." Það varð nokkur þögn, ekkert heyrðist nema fótatak og daufur kliður utan frá götunni. Báðir mennirnir litu á hana. „Þetta hafið þér ekki sagt áður!“ sagði Henley hranalega. „Hvað var það, sem þér hélduð að vitum hans?“ „Það var . . . já, hvað var það?“ Hún reyndi að sjá það í huganum. Það var lítill spegilflöt- ur. Hafði henni ekki fundizt hluturinn ferkant- aður eins og askja? Það var að minnsta kosti eitthvað þykkt. Hún sagði titrandi röddu: „Ég veit ekki. Ég held, að það hafi verið eitthvað þykkt — ef til vill einhverskonar dós . . .“ „Dós! Hvernig dós?“ „Það veit ég ekki. Ef til vill púðurdós . . . . eða vindlingahylki . . . eða . . . ég veit ekki hvað . . ." Skírisdómarinn leit á Henley, og Henley sagði: „Það lá ekkert á skrifborðinu." „Hvað gerðuð þér við — þetta, sem þér tók- uð á skrifborðinu?" spurði skírisdómarinn. Efst til vinstri: „Þrýstiloftsstraumar" fara með meira en 250 mílna hraða á klukkustund um- hverfis jörðina frá vestri til austurs í 2 til 3 mílna hæð. Flugvélar, sem fljúga til Evrópu njóta góðs af þeim, en á leið frá austri til vesturs fljúga flugmennirnir flugvélunum lægra til að kom- ast hjá þessum loftstraumum. ■— Neðst til vinstri: Hvað mikið salt mundi verða eftir, ef allur sjór gufaði upp? Nóg til að þekja jörðina með 112 feta þykku saltlagi. — Til hægri: Burðarmenn- irnir í Litlu-Asíu verða að hafa sterkt bak. Þeir bera langar leiðir á bakinu hvaða hluti, sem er, ef hægt er að koma þeim fyrir á söðlinum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.