Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 1

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 1
Nr. 13, 27. marz 1952 VIKAN Verð kr. 2,50 16 síður ÞJOÐMIIM JASAFNSHLSIÐ Föstudaginn 22. febr. afhenti bygg- ingarnefnd menntamálaráðherra Þjóð- minjasafnshúsið með bréfi. Þá hafði bygging þess staðið yfir í 6 ár. Fyrst var til þess veitt fé á fjárlögum 1945, að upphæð 3 millj. Strax vorið 1946 var byrjað á grunninum. Byggingin kostaði alls 7.238.582.96 krónur. Byggingarnefnd skipuðu: Alexander Jóhannesson, formaður, Matthías Þórð- arson, Valtýr Stefánsson, Kristján Eldjárn og Kristinn E. Andrésson. Ráðnir voru tveir arkitektar, Sig- urður Guðmundsson og Eiríkur Einars- son. Þeir gerðu uppdrætti að bygging- unni. Byggingarmeistarar voru Sig- urður Jónsson múrarameistari og Snorri Halldórsson trésmíðameistari. Helgi Guðmundsson pípulagningameist- ari annaðist miðstöðvarlögn o. fl. Gísli Halldórsson arkitekt útvegaði geisla- hitunartæki. Jón Ólafsson annaðist raf- lagnir. Ösvaldur Knudsen og Daníel Þorkelsson máluðu húsið. Dúka og kork lagði Valur Einarsson. Nýjablikksmiðj- an sá um að fella kopar á þak. Paxspjald ( ?) úr rostungstönn. Tæplega eldri en frá lokum 14. aldar. Efst er Guð Faðir, í miðju Kristur á krossi, utan við boðun Maríu, fæðing Krists, krossburðir hans og upprisa. Paxspjöld (pax=friður) voru látnar ganga milli kirkjufólks, sem kyssti þær. Þjóðminjasafnshúsið er með föngu- legustu húsum þessa lands. Verður ekki annað sagt en þjóðminjar okkar séu nú komnir heilir í höfn eftir hrakn- inginn. Oftsinnis hafa þær búið við háska, svo sem brottflutning úr landi, og þegar Landsbankahúsið brann 1915, voru þær nýfluttar þaðan og upp á háa- loft í Safnahúsinu. Og þar má segja þær hafi alla tíð legið undir eldhættu, því að engin leið hefði verið að bjarga þeim, ef eldur hefði komið upp. Nú eru þær komnar í örugga geymslu og ber landslýð að fagna. Og ef til vill verður það bezt gert með því að skoða þær sem grandgæfilegast. Má margt af því læra um líf og hætti forfeðranna allt frá fyrstu tíð. Skemmtilegt og lærdómsríkt er til dæmis að virða fyrir sér fornfáleg sverð, sem ætla má að afreksmenn fyrri tíðar hafi sveiflað yfir höfuðssvörðum hvers annars. Sjón er sögu ríkari. — Ein deild safnsins er nú þegar fullbúin. Það er fornöldin. Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður vinnur að uppsetningu safnsins, og verður ein deild opnuð af annarri eftir því sem tími vinnst til.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.