Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 13, 1952: * POSTURINN • Pyrir skömmu var sýnd amerísk kvikmynd í Trópólíbíó hérna í Heykjavík. John Garfield lék aðal- hlutverkið. Viltu segja mér eitthvað um hann, og birta mynd af honum? Dóra. Svar: John Garfield er fæddur 4. marz, 1913. Sem barn átti Jul- es Garfield, eins og hann hét þá, við mikla örðugleika að etja. Móðir hans dó, þegar hann var í klæðaverksmiðju sjö ára, og á meðan faðir hans vann í klæðaverk- smiðju flæktist Jules um hliðar- götur New York- borgar, áfloga- gjarn unglingur í leit að ævintýr- um. Hann var for- ingi meðal félaga sinna, sem höfðu sér til dægrastytt- ingar ýmist að gabba lögregluna eða eiga í brösum við aðra jafn- aldra sína. Hann var sendur í skóla fyrir vand- ræðabörn. Þar var hann svarti sauð- urinn, þangað til kennarinn uppgötv- aði, að hann var merkilega hæfur til að lýsa knattspyrnukappleikjum. Af þessu leiddi, að hann tók að leggja stund á leiklist. Skömmu síðar vann hann verðlaun í samkeppni sem dag- blað nokkurt stofnaði til í mælsku- list; þetta voru tímamót á æviferii hans. Þetta hvatti hann til að halda áfram á braut leiklistarinnar, og þó að hann yrði að yfirstíga margs- konar erfiðleika og óþægindi, áður en hann hlaut viðurkenningu, veik hann aldrei frá markmiði sinu. Hann seldi dagblöð, vann í kolanámum og á hveitiökrum til þess að hlýða ráði vinar síns, sem sagði við hann „lista- maðurinn verður að þekkja sitt eigið land.“ Garfield kynntist Clifford Odets, leikritahöfundinum, sem veitti honum hlutverk I ýmsum lcil:jum, og upp frá því tók hann að fá tilboð frá kvikmyndafélögum. Hann lék hjá Warner Brothers, og þá breytti hann nafni sínu úr Jules í John. Hann leikur oft hversdagslega, unga menn, sem velta fyrir sér sömu vandamálum og allur þorri hugsandi, ungs fólks. Hann er öruggur á leik- sviði og nær fremur sálrænum tök- um á áhorfendunum en að hann vekji athygli þeirra beinlínis með mikilli leiklistartækni. Hann er heimakær og ann klass- iskri tónlist. ^■niiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiMiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiMiiM Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Kristjana Kristjónsdóttir (við pilta 17— 20 ára), Suðurgötu 62, Siglu- firði. Harpa Þorvaldsdóttir (við pilta 14 -—16 ára, æskilegt að mynd fylgi), Landagötu 11, Vestmannaeyjum. Bibí Hallgrímsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—20 ára), Dynjanda, Jökulfjörðum, N.-lsafjarðarsýslu. Petra Gísladóttir (við pilta 20—25 ára), Hóli, Ólafsfirði. Ragnhildur Gtmnlaugsdóttir (við pilta 20—25 ára), Kirkjuvegi 9, Ólafsfirði. Jón Símonarson, Guðmundur Gíslason, Gunnar Likafrónsson, Kristinn Daníelsson, Sturla Baldursson og Denni Jóns, (við stúlkur 18—22 ára, mynd fylgi bréfi). Allir á m/s Freydísi Is. 74. Sjómannastofan, Reykjavík. Kristjana Kristjánsdóttir (við pilta 18— 21 árs), Suðurgötu 66, Siglu- firði. Elin Ingvarsdóttir (við pilta 16—22 ára, mynd fylgi), Neðri-Dal, Bisk- upstungum, Árnessýslu. Anna Egilsdóttir (við pilta 16—22 ára, mynd fylgi), Múla, Biskups- tungum, Árnessýslu. Agnes Egilsdóttir (við pilta og stúlk- ur 15—17 ára), Laugaveg 15, Siglufirði. Guðrún Pálsdóttir (við pilta og stúlk- ur 15—17 ára), Suðurgötu 58, Siglufirði. Ingibjörg Þorleifsdóttir (við pilta 18—20 ára), Suðurgötu 44, Siglu- firði. Erla Kristjáns (við pilta 18—25 ára), Suðureyri, Súgandafirði. Sigrún Vilhjálms (við pilta 18—25 ára), Suðureyri, Súgandafirði. Húnbogi Þorsteinsson (við pilta eða stúlkur 14—20 ára), Álfheiður Þorsteinsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—22 ára), Brynhildur Jónsdóttir (við pilta eða stúlkur 20—30 ára) og Marta Þorsteinsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—21 árs), æskilegt að mynd fylgi, öll til heimilis að Jörva, Haukadal, Dalasýslu. Sigurjón Sigurbergsson, Gísli Sigurbergsson, Reynir Lindal Guðmundsson, Eiður Reynir Vilhelmsson, ajtnilllllllllllllllllllllllllllllllliilliii*'lllllllllllliililinilllllll ’r, 3 \ Norge — Island f I Noregi, innan- f ' lands eða öðrum1 löndum, getur hver i I valið sér í gegnum Islandia, f Í bréfavin við sitt hæfi. Skrif- | f ið eftir upplýsingum. BRfFAKIÚBBURinn IIUANDIA Reykjavík MMMIMMMMIIMIMMMMIMMMMMMIMIMMMMMMMMMMMMMtf^ Jóhann Guðmundur Pétursson, Gunnar S. Hafdal, Benedikt Margeir Steinþórsson og Sigurjón Guðmundsson óska eftir bréfasamböndum við stúlkur 17— 20 ára. Allir í Bændaskólanum, Hólum, Hjaltadal, Skagafjarðar- sýslu. Leifur Guðmundsson (við stúlkur 14—16 ára, mynd fylgi bréfi), Skógaskóla, A.-Eyjafjöllum, Rang- árvallasýslu. Magnús Guðjónsson (við stúlkur 14—16 ára, mynd fylgi), Skóga- skóla, A.-Eyjafjöllum, Rangár- vallasýslu. Binna A. Jónsdóttir (við pilt eða stúlku 15—17 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Réttarholti, Skagafirði. Ólafur K. Guðmundsson (við pilt eða stúlku 15—17 ára), Dröngum, Skógaströnd, Snæfellsnessýslu. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Litli Kláus og Stós-i Kláus. Föstudaginn 14. þ. m. var barna- leikritið Litli Kláus og Stóri Kláus frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikritið er samið eftir sögu H. C. Andersens, gott barnaleikrit, sískýrskotandi til þess góða sem gera eigi, en ef til vill er atburðarás þess ekki nægi- lega’ augljós. Krakkarnir virtust skemmta sér voða vel á frumsýn- ingunni, þau fylgdust með af alhug og lögðu ýmislegt til málanna, þegar eitthvað mátti betur fara. Þeim var mikið í nöp við Stóra Kláus og hjálp- uðu Litla Kláusi ákaft til að vinna á honum. Og með þeirra hjálp tókst það líka. Leikritið er skemmtilega leikið. Það er talsverður gáski í því á köfl- um, eðlilegur gáski, sumar hópsen- urnar voru þó ekki nægilega vel skipulagðar. Bessi Bjarnason (Litli Kláus) var fjörlegur og einkar skýr- mæltur, og einnig lék vel Margrét Guðmundsdóttir (Lísa, kona hans). Aðrir leikendur: Valdemar Helgason, Hildur Kalman, Arndís Björnsdótt- ir, Róbert Arnfinnsson, Steinunn Bjarnadóttir, Lúðvík Hjaltason og Jón Aðils. Soffía Karlsdóttir söng nokkur kvæði. Auk þess voru mark- aðsgestir, vinnufólk hjá Stóra Kláusi og börn. Hiidur Kalman var leikstjóri, en Lothar Grundt málaði afar skemmti- leg leiktjöld, þau hafa eflaust ýtt mikið undir ímyndunarafl barnanna. E. E. H. Margrét Guðmundsdóttir (Lísa) og Bessi Bjarnason (Litli Kláus). Lokaatriði: Hjá kirkjunni. Ctgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.