Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 13, 1952: FJÁRHALDSMAÐURIININ Eftir W. W. JACOBS. SJÓMÖNNUM gengur flestum illa að halda utan um aurana sína, sagði næturvörðurinn og fitlaði ann- ars hugar við falskan krónupening, sem hékk við úrfestina hans, en mað- ur skyldi halda annað, þegar maður heyrir þá tala um sparsemi, meðan þeir eru til sjós og engin brennivíns- hola í þúsund mílna fjarlægð. Það er samt ekki af því, að sumir beri það ekki við, og ég hef þekkt menn, sem beittu allskonar brögðum til þess að spara, þegar þeir voru búnir að fá kaupið sitt. Ég þekkti mann, sem var vanur að geyma alla peningana sína í belti inni á sér ber- um, nema eina eða tvær krónur, svo að hann næði síður til þeirra. En það var ekki til nokkurs hlutar. Hann var alltaf peningalaus, þegar verst stóð á. Ég hef séð hann bauka í fimm mínútut samfleytt, meðan strætisvagnstjóri stóð yfir honum, en hitt fólkið í vagninum las í blaði með öðru auganu og hafði ekki hitt aug- að af honum. Rikki rauði og Pési blái, — ég hef minnzt á þá við þig áður, —• reyndu einu sinni að spara. Þeir voru orðnir svo þreyttir á því að eyða og spenna öllu á viku eða tíu dögum, eftir að þeir voru komnir i land, og verða að fara aftur til sjós fyrr en þeir ætluðu sér, að nú skyldi það ekki koma fyrir. Þeir voru á heimleið frá Ástralíu, þegar þeir tóku sig saman um þetta, og ísak Lunn, elzti kyndarinn á skip- inu, æstur bindindismaður, gaf þeim mörg góð ráð og leiðbeiningar. Þeir ætluðu allir aftur á skipið í næstu ferð, og hann bauðst til að leigja með þeim herbergi í landi og geyma fyrir þá peningana og skammta þeim það, sem hann kallaði hæfilega upp- hæð, á hverjum degi. Þeir hefðu hlegið að hverjum öðr- um manni, en þeir vissu, að Isak var sauðfrómur og að peningunum var óhætt hjá honum, og loksins eft- ir langa vafninga skrifuðu þeir undir skjal, og þar stóð, að þeir ætluðu að láta hann geyma fyrir sig pen- ingana, og hann ætti að borga þeim smátt og smátt, þangað til þeir færu aftur til sjós. Allir nema Rikki rauði og Pési blái, eða einhver hálfviti, hefðu haft vit á því að láta þetta ógert, en Isak gamli var svo tungumjúkur og virtist svo sanngjarn, þegar hann minntist á það, sem hann kallaði að drekka í hófi, að þeir höfðu ekki hugmynd um, hvað þeir voru að ana út í, og þegar þeir fengu kaupið sitt, nærri því sextán pund hvor, stungu þeir smápeningunum í vasann og létu hann hafa hitt. Fyrsta daginn féll allt í ljúfa löð. Isak gamli náði i gott og vistlegt herbergi handa þeim öllum, og þegar þeir höfðu fengið sér dálítið í staup- inu, gerðu þeir honum til geðs að drekka tebolla, og svo fóru þeir með honum á skuggamyndasýningu. Þessi sýning var kölluð Hrösun drykkjumannsins, og hófst á því, að ungur maður gekk inn í snotra veitingakrá, og lagleg stúlka bar honum ölglas. Á næstu myndum kom ölið í stærri ílátum, og þegar Rauð- ur hafði séð unga manninn hest- húsa sex merkur á svo sem hálfri mínútu, þá greip hann óslökkvandi þorsti, svo að hann gat ekki setið kyrr, og hann hvíslaði að Pésa að koma út. „Þið verðið af því bezta, ef þið farið núna,“ sagði Isak gamli í hálf- um hljóðum; „á næstu mynd sitja froskar og púkar á barminum á krús- inni, sem hann drekkur úr.“ Rikki rauði spratt upp og kink- aði kolli til Pésa. „Og eftir það drepur hann móður sína með rakhníf," segir Isak gamli og togar í jakkann hans og reynir að halda aftur af honum. Rikki rauði settist niður, og þeg- ar morðið var búið, sagði hann, að sér væri ómótt, og svo fóru þeir Pési út til þess að fá hreint loft. Þeir drukku þrjá i fyrsta staðnum, og svo fóru þeir annað og steingleymdu Isak gamla og þessum átakanlegu myndum, þangað til klukkan var orðin tíu, að Rauður vaknaði við það, að hann var búinn að eyða síðasta eyrinum, því að hann hafði verið mjög veitull við nokkra ná- unga, sem hann kynntist í kránni. „Þetta hefur maður af því að hlusta á gúttapela," segir hann fok- vondur, þegar hann komst að því, að Pési var líka orðinn peninga- laus. „Hérna erum við rétt að byrja að skemmta okkur, og ekki eynr í vösunum." Þeir fóru heim í versta skapi. Isak gamli var sofnaður, og þegar þeir vöktu hann og sögðu, að þeir ætluðu að geyma peningana sjálfir, þá sofn- aði hann alltaf aftur jafnharðan og hraut svo hátt, að þeir heyrðu ekki til sjálfs sín. Þá dró Pési augað í pung og benti á buxumar hans Isaks, sem héngu yfir rúmgaflinn. Rauði Rikki glotti og tók bux- urnar varlega upp, og Pési brosti líka, en mest þótti honum gaman að horfa á Isak gamla brosa í svefn- inum, eins og hann dreymdi vel. En Rauður fann ekki annað en fimm- eyring, lyklakippu og hóstatöflu. 1 jakkanum og vestinu fann hann nokkra samanvafða veðhlaupamiða, brotinn pennahníf, snærisspotta og annað rusl. Þá sezt hann niður á rúm- ið þeirra og horfir á Pésa. „Vektu hann aftur,“ segir Pési, og er farið að síga í hann. Rauði Rikki stendur upp, lýtur yfir rúmið, tekur í axlirnar á Isak gamla og hristir hann eins og með- alaglas. „Fótaferðartími, piltar?" segir Isak gamli og rekur aðra löpp- ina undan rúmfötunum. „Nei,“ segir Rauður höstugur, „við erum ekki háttaðir. Við viljum fá peningana aftur." Isak kippir fætinum undir brekán- ið. „Góða nótt,“ segir hann og er steinsofnaður. „Hann læzt sofa," segir Pési. „Við skulum leita. Þeir hljóta að vera hérna einhversstaðar." Þeir rótuðu og settu allt á annan endann, og svo kveikti Rauður á eldspýtu og gáði upp í reykháf- inn, en ekkert fann hann nema það, að það hafði ekki verið sótað í tutt- ugu ár, og hann var svo fokvondur og sótugur og agalegur, að Pési var hálfhræddur við hann. „Nú er nóg komið," segir Rauður og heldur sótugum hnefanum undir nef- inu á Isaki gamla. „Nú-nú, hvar eru peningarnir. Ef þú færð okkur ekki peningana, sem við erum búnir að þræla fyrir, og það á stundinni, skal ég brjóta í þér hvert bein." „Þetta fær maður fyrir að reyna að gera þér greiða, Rauður," segir gamli maðurinn gremjulega. „Vertu ekki að pexa við mig,“ 'seg- ir Rauður, „því að ég vil ekki hafa það. Hana, hvar eru peningarnir ?“ Isak gamli horfði á hann, stundi við og fór fram úr og smeygði sér í buxumar og skóna. „Ég bjóst við, að ég kynni að lenda í harki við ykkur," segir hann rólega, „ég er við því búinn." „Þú hefur verra af, ef þú flýtir þér ekki," segir Rauður og hvessir á hann augun. „Við ætlum ekki að gera þér neitt, lsak,“ segir Pési; „við viljum bara fá peningana okkar." „Ég veit það,“ segir Isak. „Vertu rólegur, Pési, og sjáðu um, að allt fari fram eftir réttum reglum; ég skal slá þig kaldan á eftir." Hann ýtti sumu dótinu út i horn, skirpti þessu næst í lófana, fór svo að hoppa fram og aftur, víkja hausn- um sitt á hvað og ota hnefunum út i loftið, svo að þeir urðu forviða. „Ég hef ekki slegið mann í fimm ár,“ segir hann og heldur áfram að hoppa, —■ „það er syndsamlegt að slást, nema í góðu skyni, — en áður en ég varð frelsaður, Rauður, var ég vanur að lúberja þrjá þína líka fyrir mat, til þess að fá mat- arlyst." „Bíddu við,“ segir Rauður, „þú ert gamall maður, og ég vil ekki fara illa með þig. Segðu okkur, hvar pen- ■■■■■■■■■■■■■■□■■■■■■■■■■■■■■■■□■■■■■■■■■ !n VKIZTU — ? 1. Það er enginn sódi í sóda- vatni? Hvað er sett sam- an við vatnið ? 2. Hvert var fjölskyldunafn Georgs 6. Bretakonungs ? 3. Hverjir rituðu guðspjöllin f jögur ? 4. Hver var ferjumaður við ána Styx? 5. Hver er verndardýrlingur Parísar ? 6. Hvort er lengra faðirvor kaþólskra eða mótmæl- anda? 7. Hvað er Adamsöl? 8. Hvað þýðir að smiltra? 9. Hvaða íslenzkt skáld er fætt í Grímsnesinu? 10. Hvað er aorta? Sjá svör á bls. lJt. Mannlýsing úr íslenzku fornriti: ,,Var.......manna vænstur gervilegastur. Hann var líkur móðurfrændum sínum, gleði- maður mikill, ör og ákafamað- ur mikill í öllu, og hinn mesti kappsmaður. Var hann vinsæll af öllum mönnum.“ Hver var þetta og hvar stend- ur lýsingin? Svar á bls. 14. ingamir okkar eru, þá skal ég ekki blaka við þér.“ „Ég er að passa þá fyrir þig,“ segir gamli maðurinn. Rauði Rikki rak upp öskur og óð að honum, og á næsta augnabliki skýt- ur Isak fram hnefanum og gefur honum á hann, svo að hann fleytir kerlingar eftir gólfinu og dett.ur niður eins og tuska við ofninn. Það var eins og hestur hefði slegið hann, og Pési var mjög áhyggjufullur, þeg- ar hann dröslaði honum á fætur og hristi hann til. „Þú áttir að hafa auga á hnefan- um á honum," segir hann höstugur. Þetta var bjánalega sagt, því að það var einmitt þetta, sem hafði gerzt, og Rauður sagði honum, hvernig hann ætlaði að fara með hann, þegar hann væri búinn með Isak. Hann sveif aftur á gamla manninn, en hann hafði ekki roð við honum, og eftir svo sem þrjár mínútur varð hann feginn að láta Pésa hjálpa sér í rúmið. „Nú átt þú að fara í hann, Pési,“ segir hann. „Færðu koddann dálitið til, svo ég geti séð.“ „Komdu drengur, ef þú þorir," seg- ir gamli maðurinn. Pési hristi höfuðið. „Mig langar ekkert til þess að meiða þig. Isak; fáðu okkur peningana, þá er þetta gleymt og grafið." „Nei, piltar," sagði Isak. „Ég hef tekið að mér að geyma peningana og það ætla ég að gera, og ég er að vona, að þegar við ráðum okkur aftur á Plánetuna, verði svo sem tólf pund handa hvorum. Ég ætla ekki að vera vondur við ykkur, en nú ætla ég aftur í rúmið, og ef ég þarf að fara fram úr aftur, þá megið þið óska, að þið væruð dauðir," Hann fór upp í, og Pési lét sem hann heyrði ekki, að Rauður hélt áfram að kalla hann bleyðu, og hátt- aði hjá honum og steinsofnaði. Þeir snæddu allir í kaffistofu morguninn eftir, og þegar þeir voru búnir að því, sagði Rauður, sem hafði ekki opnað munninn áður, að hann og Pési vildu fá peninga til sinna þarfa. Hann sagði, að þeir vildu heldur borða einir, því að þeir misstu lystina við að horfa á smettið á honum. „Allt í lagi," segir gamli maður- inn, „ég ætla ekki að vera í óþökk neins manns." Hann var hugsi um stund, stakk svo hendinni i buxna- vasann og fékk hvorum þeirra tvær krónur. „Til hvers?" segir Rauður og horfir á aurana. „Fyrir eldspýtum?" „Þetta eru dagpeningarnir," segir Isak, „og þetta er kappnóg, króna Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.